Simbi Sjómađur á Oslóbátnum

Sćl aftur bloggaravinir.
Ég hef ákveđiđ ađ blogga um vinnuna mína á Pearl Seaways eđa Oslóbátnum, eins og skipiđ er kallađ hér í Danmörku.
Well, ţegar ég kom um borđ sl. föstudag ţá fékk ég staffamatinn sem tjans. Ţađ er reyndar stór viđurkenning ađ fá ţá stöđu og ábyrgđarmikil, ţví mađur heldur vinnufélögunum keyrandi og ánćgđum ef allt gengur ađ óskum. Annars er manni velt upp úr tjöru og fiđri og ekki einu sinni treystandi fyrir uppvaskinu, hvađ ţá meira.  Ţetta eru ca 170 manns sem ég fóđra, bćđi í hádeginu og í svo kvöldmat. Ţađ er ekkert sparađ til og er alltaf tvíréttađ í hádeginu og ţrí - eđa fjórréttađ á kvöldin. Ţá er ég bara ađ tala um heita matinn sem ég sé um og svo er allt hitt sem líka er á bođstólnum, álegg, ostar, sallöt mm. Vaktin er frá 6:00 á morgnana til 18:00 á kvöldin.

Í hádeginu í dag voru grilluđ svínarif međ bökuđum kartöflum, kryddsmjöri og coleslaw, sem fyrsti réttur. Svo voru steiktar núđlur međ sterkri salsa, skeldýrum og djúpsteiktum smokkfiski. Í kvöld var svo, klassísk Pólsk súpa Borzjt međ sýrđum rjóma og grófsöxuđu fersku dilli. Kálfasteik međ timiangljáa, smjörbökuđu grćnmeti og ítölskum kartöflurétti međ tómat, lauk og rósmaríni. Ţriđji rétturinn var svo bláskel í rjóma og hvítvíni med spaghettí og ferskum parmesan.  Sko; ţađ er ekki lygi ađ mađur er á drullufloti frá kl: 06:00 og til kl: 18:00.
Pása er eitthvađ oná brauđ og ég hef lúmskan grun um ađ klukkuhelvítinu sé eitthvađ illa viđ mig. Síđasti klukkutíminn fyrir deadline er miklu styttri en allir hinir. Ég kíkti í gćr og er sko alveg viss.
Svo í morgun var ekki til hvítkál í coleslawiđ (hrásalat Ísl.) svo ég notađi jöklasalat og romainesalat. (Sem var fyrir vikiđ miklu betra á bragđiđ) Flotiđ helltist yfir mig og međ tvöaldan ekspresso í glasi og crossiant í kjammanum ţeyttist ég af stađ međ vagninn á undan mér niđri á dekki 1, (kjallaranum á landkrabbamáli). Minnismiđinn varđ strax blettóttur af kaffi og öđru góđgćti sem á vagninn fór. Upp á dekk 8 ţar sem kabyssen (eldhús á sjóaramáli) er. Henda öllu á sinn stađ og svo keyra keyra keyra. (vinna eins hratt og mađur getur á kokkamáli)
Fimmtudagur og allir eins og ég, ađ finna pláss, potta og vinnuáhöld á undan öllum hinum, svo mađur geti sparađ einhvern tíma. Sjóđa niđur sođin, Kjúklingasođ í súpuna og nautasođ fyrir kálfinn. Ekkert Maggi eđa Knorr. Bannađ međ lögum! 
Klukka hálf tíu um morguninn var lagst ađ bryggju og ţá má kveikja á útvarpinu. Á slaginu drundi geggjađ teenage-teknó úr grćjunum ( ég sé fyrir mér sápukúludisco og ananas breezer) en eftir ađ tante Dorthe (yfirkokkurinn) hafđi gefiđ sitt tónlistarálit í skyn, var einhver sem fann stöđ sem spilađi svona "eitís lög" og hún labbađi brosandi inn á kontor og lokađi á eftir sér.
Hádegismaturinn keyrđi fínt og allir voru ánćgđir, Ég var fyrir löngu byrjađur á kvöldmatnum. Kartöflurnar ţurftu fjóra tíma í ofninum: kartöflusneiđar, tómatar, lauksneiđar, rósmarín, og brćtt smjör lagt í ofnskúffu, heitu nautasođi hellt yfir og bragđbćtt svo međ salti og pipar. Fjórir tímar viđ 140 gráđur. Alls ekki meiri hita, ţví ţá brenna kartöflurnar viđ. Bara láta ţćr malla og sjóđa niđur í ofnskúffuni.
Ţađ eru ca 10 kokkar ađ vinna í heita eldhúsinu ţar sem ég er og stemmingin fín ţrátt fyrir ađ allir vćru ađ flýta sér viđ ađ preppa (undirbúa, á kokkamáli)
Kálfurinn stundi inní ofni og svo var ađ finna steamer (gufupottur af stćrri gerđinni, á kokkamáli) fyrir spaghettíiđ. Súpan var klár, ég sigtađi sósuna og klukkan var farin ađ gefa í. Ţá slokknađi á loftrćstingunni. Yndćlis ţögn fćrđist yfir sem einungis var rofin af Kate Bush ţar sem hún tónađi: WONDERING HIGH. Enginn hafđi tekiđ eftir ţví í öllum hávađanum.  Svo skall hitinn á okkur eins og sleggja. Hitamćlirinn fór upp í 55 gráđur og enginn tími til ţess ađ flýja inn í kćliklefana eins og sumir ţó gerđu. Sem betur fer kom loftrćstingin hálftíma seinna aftur í lag og hitastigiđ varđ normal. (ca 30g) Ţetta var frekar stressandi en gott ţegar gufan og steikarbrćlan hvarf upp í háfinn. Tante Dorthe kom međ ískalt kók handa öllum og rafvirkjaaulanum var fyrirgefiđ.
Klukkan gaf ennţá meira í og skuggalega nálćgt deadline keyrđi ég vagnana ađ lyftunni og niđrá dekk 5 ţar sem messinn (kantínan á sjóaramáli) er. Setja matinn upp og gefa sér tíma til ađ spjalla ađeins viđ John sem stjórnar Messanum. Hlerađ eftir ánćgjuviđbrögđum vinnufélaganna og nćlt sér í tvöfaldan expressó og vínarbrauđ áđur en upp var fariđ til ađ taka til.

Eldhúsiđ var eins og venjulega: Á hvolfi.
Ţvo steamerana og stóru pönnuna, borđiđ og keyra burt rusl. Sko eldhúsiđ er 50 metrar á lengd svo ađ mađur KEYRIR allt burt á vögnum og svoleiđis.


Á morgun eru frikadellur og kartöflusalat. Léttsteikt kálfalifur í lauk og sveppum í hádeginu. Minestrone súpa um kvöldiđ, heilsteiktur kjúlli međ brúnni sósu og ţriđji rétturinn verđur svo ákveđinn á morgun.
Svo er "BĹD OG BRAND" alsherjarćfing. Alltaf klukkan korter yfir tíu ţegar viđ erum í Osló, ca einu sinni í viku. Allir áhafnarmeđlimir eru međ eitthvađ hlutverk ef eitthvađ gerist. Ég er á brunavaktinni sem ađstođarkall. Ţađ er ágćtt ef ćfingin er létt, en ég hef lent í ţví ađ hlaupa upp og niđur frá dekki 1 upp á dekk 12 međ tóma súrefniskúta á leiđinni upp og fulla kúta aftur niđur. Ţarf ađ taka ţađ fram ađ öll notkun á lyftunni er stranglega bönnuđ á međan á ćfingunni stendur? Svo, bara létta ćfingu takk!
Viđ erum líka međ Indverskt ţema á laugardaginn sem ţarfa ađ undirbúa. Ég er búinn ađ fá matseđilinn og hann er bara 6 rétta. Heitir réttir. Plús allt hitt sem líka á ađ vera Indverskt.
Bara gaman.

Kćrar kveđjur til ykkar og sérstaklega austur fyrir fjall og suđur međ sjó.    

Gunni Palli kokkur.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Dásamlegt ađ heyra loksins frá ţér aftur.

Hrönn Sigurđardóttir, 31.3.2011 kl. 23:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband