Pápi veit hvað hann syngur.

Kallinn átti ammæli um daginn og á óskalistan hafði hann skrifað: Fleiri bíflugur. Ekki að það væru svo fáar býflugur eftir í býkúpunni sem hann á útí garði; neinei hann krafðist þes að fá fleiri kúpur          (með býflugum takk:) Hann hafði verið svo lúmskur að vera búinn að semja um kaup á tveimur gömlum búum af gamalli konu sem var að gefa býflugnabúskapinn upp á bátinn. (aha!;) Konan hans var ekki alveg sammála kallinum að þetta væri besta gjöfin fyrir hannn, en kallinn haggaðist ekki og kvaðst þetta vera reyfarakaup. Heilar tvær fjölskyldur á verði hálfar. Jæja tvöþúsundkall er jú slatti og muldraði svo eitthvað um hund sem kallinn gaf kellu og dóttur á vordögum í ammælisgjöf og kostaði fjórumsinnum meira. Býflugurnar eru þó uþb (án ábyrgðar) 20.000 stykki í hverju búi. Kella gafst þá upp og sagði að hann mætti alveg kaupa þessar flugur fyrst hann væri svona áfjáður í þær. Henni væri sko alveg sama.     Jess!                                                                                                                 Kallinn fór út með hundana og var hann hinn ánægðasti með lok mála. Hann hringdi í konuna sem átti býflugurnar og þau sömdu um það að hún myndi hringja þegar hún væri klár. Svo liðu dagar, og kallinn gerði lítið hellubeð þar sem býflugurnar áttu að vera. Inní gamla hænsnagarði þar sem hitt búið er. Þar er ró og næði. Enginn renningur af fólki og girðing kring um. Sem sagt: Fyrirtaksstaður fyrir býflugur. Svo hringdi konan og sagði að kallinn gæti bara komið að ná í búin, búið væri að skoða þau og væru þau laus við sjúkdóma og aðra óáran. Kallinn lánaði kerru hjá nágrönnunum og brenndi af stað. Á leiðinni sá hann fyrir sér allt hunangið sem hann gæti fengið frá þessum blessuðu býflugum. Hvílík sæla! Eftir smá keyrslu renndi kallinn í hlað þar sem býflugnakonan á heima og sýndi hún kallinum þau bú sem kallinn gat valið úr. Hmm! Kallinn gekk um og skoðaði veel og lengi, opnaði búin og dáðist að hversu rólegar býflugurnar væru, eitthvað annað en óargadýrin sem kallin ætti heima, huh. Bölvaðar truntur og órólegar með afbrigðum, þó mættu þær eiga það að þær væru iðnar við hunangssöfnunina. Jájá þær mega eiga það hrós sem þær eiga skilið, blessaðar. Býflugnakonan var eitthvað undirfurðuleg á svipinn og spurði hvort kallinn vildi ekki kaupa þriðja búið sem var þarna við hliðina. Það hafði nefnilega enginn kaupandi komið og sýnt því áhuga. Kallinum vafðist tunga um tönn þar sem hann var bara með tvöþúsundkall og gat því ekki keypt það þriðja, þó hann dauðlangaði í. Hristann hausinn og kvaðst ekki hafa ráð á því þriðja. Býflugnakonan varð frekar óhress með svarið en hjálpaði svo kallinum við að setja búin tvö á kkerruna. Eftir það settust þau niður og býflugnakonan fór að segja frá býflugnaferli sínum og hversu mikið vesen þetta allt væri. Hún væri nú orðin gömul kona og hefði ekki fleiri krafta í allt þetta dund. Kallinn hlustaði á allt þetta með öðru eyranu og vildi nú helst fara að leggja í hann og það fyrst. Býflugnakonan hélt áfram að segja frá og var orðin hin hressasta. Leiddist kalli þófið og kvaðst þurfa að kera heim þar sem bráðum tæki að skyggja og ætti hann eftir að setja búin á sinn stað og tæki það nú tímann sinn. Þaðheldégnú! Býflugnakonan varð þá frekar óróleg og tuðaði áfram um þriðja búið. Hún væri að hætta og vildi ekki halda áfram, það væri bara enginn sem sýndi býjunum áhuga lengur nútildags. en ef kallinn vildi þá mætti hann bara hirða það síðasta bú ef hann vildi, honum að endurgjaldslausu!!!! Hýrnaði þá hagur Stympu og gat kallin ekki neitað þessu tilboði.  Þau komu síðasta búinu á kerruna og kvöddust svo með virktum og óskuðu hvort öðru góðs sumars.Kallinn var eins og gefur að skilja í skýjunum vegna þessara reyfarakaupa og keyrði beinustu leið heim. Hann baksaði svo við að setja búin á sinn stað og fékk ekki einusinni eina stungu, þrátt fyrir tvennar gallabuxur bol, lopapeysu og tvenna hanska með vinyl.Hann situr núna með fartölvuna í skauti sínu og er að monta sig af býflugnabúgarðinum sínum nýkominn úr baði og með Pernod á ís í glasi. Hundþreyttur en mjög ánægður með daginn. Draumur hans er að rætast; orðinn býflugnabóndi, meðlimur í vaxklúbbi þar sem vaxið er án allra eitur og aukaefna, og Býflugnaklúbbi Hróarskeldu sem einnig tekur sveig framhjá öllum eiturefnum sem og erfðabreyttum "nútímaaðferðum". Náttúran sér um sig eins og hún hefur gert alveg frá því að tímar hófust. Guði sé lof.

Sem sagt; Pápi veit hvað hann syngur. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju! Ég stoltast með þér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2009 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ha ha ha...

Til hamingju með að vera orðin BýflugnaBúsStórBóndi, án efa mjög skemmtilegt ef hugurinn stefnir þangað

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 10.7.2009 kl. 06:03

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

   Alveg með eindæmum skemmtilegt, að fylgjast með þér.

Sólveig Hannesdóttir, 12.7.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Bumblebóndinn suðar um bú og þá er ekki nema eitt að gera: Gefa honum bú. Þetta er þræl gefandi á allan máta og skemmtilegt.  Grænn búskapur svo sem um munar. Svo eru býflugurnar hinar þörfustu verur.

Baldur Gautur Baldursson, 13.7.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband