Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Kraftaverkin gerast ennþá.

Við hjónin erum búin að vera í Washington dc sl. tvær vikur á hugleiðsluráðstefnu.                            Alveg dásamleg ferð í dásamlegu veðri með dásamlegu fólki. Í gær bættust englarnir og almættið í hópinn.                                                                                                                                              Við vorum að eyða síðasta deginum niðrí bæ og gengum okkur upp að hnjám í 30 stiga hita og sælu. Við fórum svo á aðalbrautastöðina að fá okkur að borða og svo ætluðum við að taka taxa heim á hótel sem er í útjaðri Washington, lengst upp í Georgstown. Voða voða gaman! Risastór brautarstöð og mannmergðin mikil. Keyptum flott súkkulaði til að hafa með kvöldkaffinu á meðan við ætluðum okkur að horfa á Animal Planet í TVíinu. Rifumst aðeins yfir kaupum á heimskri brandarabók um Georg Bush og veifuðum svo næsta taxa. Fengum svo að sjá meira af Washington af því að taxinn keyrði utan um traffíknina sem keyrði á fullum þunga. Fallegt veður og allt lék í lyndi. Nema þegar ég ætlaði að borga, þá var veskið ekki á sama stað í vasanum!!!!!!!!!!!! Djúpur vasi á lærunum og alltaf rennt fyrir með rennilási. Sætunum var snúið við á nóinu og bíllinn og innkaupapokarnir tékkaðir niðrí saumana. Ekkert veski. Mér fannst eins og jörðin opnaðist undir mér og ég væri í fríu falli og reyndi að krafsa í eitthvað sem stoppaði fallið.  Taxadriverinn keyrði okkur strax niðureftir og á leiðinni sagði hann að hann myndi keyra okkur aftur á hótelið og á flugvöllinn daginn eftir. Við vorum náttúrulega skítblönk eins og málin stóðu og ég kreisti þessa tvo slitnu dollara í hendinni eins og þeir gætu reddað málunum. Við útskýrðum fyrir honum að hann hefði enga tryggingu fyrir því að fá grænan eyri, en hann sagði okkur að hafa engar áhyggjur. Hann myndi keyra okkur þrátt fyrir allt. Við horfðum bara á hvort á annað. Ég skipaði Steinu að hafa samband við samstarfsverur okkar og hugleiða fyrir næstu mínútum.                                         Á meðan var ég að skipuleggja það versta hugsanlega. Kveðja 200 dollara sem við vorum nýbúin að taka út. Hringja í þjónustuverið í bankanum. Loka tveimur kortum og láta yfirfæra peninga fyrir hótelinu, taxanum sem keyrði okkur út um allan bæ bara svona upp á krít, plús smá eyðslufé á flugvellinum.     Með öðru eyranu heyrði ég driverinn tala í símann á sínu tungumáli sem hann sagði að væri "Eþíópíska" og heyrði orð eins og credtitcard og value. Hann var garanterað að segja allri vaktinni frá okkur.          Svo allt í einu vorum við komin og driverinn sagði okkur bara að fara inn og leita. Hann myndi bara bíða!!!!!! ekkert með að skrifa niður nafn og svoleiðis, bara hlaupa. Við hlupum svo inn og fórum í búðina sem við vorum síðast en ekkert veski. Mér féllust hendur en Steina dró mig að súkkulaðibúðinni og þar hljóp afgreiðslustelpan með okkur á lögreglustöðina sem er " á næsta horni á brautarstöðinni"              Þar var veskið MEÐ ÖLLU SEM ÁTTI AÐ VERA Í. Kortin og allir peningarnir. Þá gátu fæturnir ekki borið mig lengur og ég settist niður. Steina faðmaði stelpuna að sér og þakkaði henni fyrir og svo hljóp hún aftur í búðina og var svo horfin.                                                                                                    Bílstjórinn faðmaði mig að sér og svo bað ég hann um hvort hann vildi vera svo vænn að keyra okkur aftur á hótelið, sem hann samþykkti brosandi. Hann hringdi svo í félaga sinn aftur og sagði honum alla sólarsöguna og félaginn spurði alveg gáttaður hvurslags fólk þetta væri; sem týndi öllu sínu og fengi allt straks aftur. Honum þótti þetta algjört einsdæmi.                                                                                  Á leiðinni "heim" fórum við að fatta þetta aðeins og Steina sagði hvernig hún hefði haft samband við sínar  samstarfsverur á innri sviðum og hún bað þær um að passa upp á veskið og setja verndarvegg utan um það. Myndin af afgreiðslustúlkunni í súkkulaðibúðinni kom alltaf upp hjá henni og Steina lét hvítt ljós streyma utan um hana og inn í hana til að halda henni í hreinum hugsunum.                                                                                                          Við vorum ekki svikin þarna þó að við værum alveg að skíta á okkur í orðsins fyllstu...... en þegar Steina fékk efasemdarhugsanirnar yfir sig þá fékk hún ró og vissu um að allt væri í lagi. Sem líka kom á daginn. Við vorum þakklát. Fundum fyrir því hversu heppin við værum að hafa svona vernd yfir okkur, bláeygðum Íslendingunum í útlöndum. "Þakklæti" er bara orð sem auðvelt er að segja.                          En við erum þakklát og full af auðmýkt í dag. Allir þeir englar sem við þekkjum og ábyggilega slatti af öðrum lögðu þarna atburðarrásina fyrir okkur.

TD. Taxabílstjórinn. Hvað ef við hefðum fengið venjulegan bílstjóra sem hefði heimtað myndavélina í pant og svo bara farið, alveg skítsama. 

Afgreiðslustelpan. Ef hún hefði bara farið í innkaupsferð með kortin og peningana. Ég var nýbúinn að borga helling inn á kortið svo að hún hefði getað skreytt sig á okkar kostnað fyrir 200.000 ískr. plús 200 dollarana.

En nei! Venjulegt fólk eru líka englar og heiðarlegar sálir eru víða. Guði sé lof.  

Ég segi nú að ég hefði nú frekar viljað hafa losnað við þessa tvo taugastrekkjandi tíma en þegar ég lít um öxl þá er ég þakklátur þess að hafa fengið þessa upplifun, að finna það svo áþreifanlega hversu vel er passað upp á okkur og almættið heldur verndarhendi sinni yfir þeim sem trúa á og biðja um.

Allt sem maður þarf að gera er að trúa og biðja.

Það er það sem ég hef lært af þessu,,,og er þakklátur fyrir. 


Hið þögla vor

Þá er ég byrjaður að lesa mér til um Lífræna ræktun og þá sérstaklega Bio-dynamic aðferðina. Þar sem áhrif tugla og sólar gætir á lífríkið. Þetta er voðalega gaman og þar gætir margra grasa. Svo ekki sé meira sagt.bi

Við erum að mér finnst alltof fljót á okkur með að eitra og úða á allt sem okkur er ekki vel við og finnst ógeðslegt.  

Í einni bókinni las ég um aðra bók sem kom út árið 1963. THE SILENT SPRING eftir rithöfundinn Rachel Carson.  Hún var á meðal þeira fyrstu vísindamanna sem efuðust um þá eiturstefnu sem herjaði á Bandaríkin á þeim tíma. Bókin fjallar um þegar baráttan við Álmveikina sem herjar á Álmtrén. Veikin breiðir úr sér sem sveppur og svo með sérstökum álmbjöllum.  Leggst hún á öll álmtré og drepur þau eftir eitt ár eða svo. Nema hvað að þessi veiki var meðhöndluð með DDT sem var undrameðal fyrir öllu eftir seinni heimstyrjöldina bæði á menn, dýr og plöntur.  Þá héldu menn að DDT myndi bara brotna niður og hverfa í náttúrunni ,annað var ekki sannað.  En hið sanna  kom svo í ljós, eitrið fór inn í trjáblöðin, svo niður í moldina með haustinu, étið að ánamöðkum og öðrum skordýrum og sem svo seinna voru étnir af fuglum. Þeir urðu svo veikir og eða dóu. Sumstaðar fundu menn ánamðaðka með svo miklu DDT í sér- vorið eftir, að aðeins 10 stykki þyrftu til að drepa venjulegan skógarþröst. Í sumum bæjum voru engir  lifandi fuglar og enginn fuglalasöngur það árið. Þaðan kom titill bókarinnar ‚(isl: Hið þögla vor. GPG).

Það má svo geta þess að fyrir 16 árum síðan herjaði álmveikin hérna í Danmörku og var tekin sú erfiða ákvörðun að fella og brenna trén í staðin fyrir að eitra. Svona smá jávæð þróun!

 Það sem mest er úðað fyrir illgresi og skordýrum, skordýrin verða bara með tímanum ónæm fyrir eitrinu og stærri dýr sem lifa á þeim hverfa.  Mér finnst sláandi líking á notkun DDT í þá daga og á hugarfari okkar á erfðabreyttri  ræktun núna.  Það á að vera nýjasta undraaðferðin að erfðabreyta náttúrunni svo að við getum borðað ennþá meira og ódýrara. Þeir sem hugsa og lifa líífrænt setja spurningarmerki við hvort þetta sé það rétta og benda á að alls ekki sé komin nóg reynsla á hvað það GÆTI gert skaða á umhverfinu til langframa. Fyrirtæki eins og NOVO NORDISK hérna í DK framleiða mikið af allskonar erfðabreyttum hvötum, til framleiðslu á Insúlíni og annað fyrirtæki NOVOZYMES framleiðir erfðabreytta hvata til margskonar notkunnar ma. í þvottaduft. En þar er ferlið lokað. Þannig að ekkert má leka út í umhverfið, gerist það þá verður að tilkynna það til almannavarna Dana.2993n_brun_bi_20040702_lbo

Það var í fréttum í vor að geysistórir stofnar af býflugum hefðu drepist í miðríkjum USA og annað eins í Canada. Þar er erfðabreitt grænmeti ræktað saman með öðru og þar eru bæði smádyr, fuglar og skordýr sem borða af og bera frjókorn og annað frá erfðabreyttu ökrunum til hinna þar sem ekki er erfðabreytt. Það er víst að býflugurnar bera frjókorn á milli plantna og þær gera engan mun á erfðabreyttum og venjulegum blómum. Við vitum ekki hvað þessar aðgerðir gera náttúrunni til langframa. Þetta var bent á þegar fyrir mörgum  árum að það GÆTI verið vandamál þetta með býflugurnar. www.wikipedia.org/wiki/Colony_Collapse_Disorder Að rækta sér til matar án eiturefna og kemiskra hjálpartækja hefur alla tíð heillað mig og þegar ég ákvað það að lesa mér til um býflugnarækt með hunangsframleiðslu í huga, sem ég ætla mér að koma í framkvæmd með næsta vori kynntist ég John Lissner, gullsmiði hérna í bænum og hann er einn af þeim fremstu í dk í býflugnarækt ÁN  LYFJARGJAFAR og  kemiskum baráttuefnum gegn sjúkdómum sem herja á býflugur.

Ég er alls ekki að segja að allt þetta sé satt, heldur að í upphafi skyldi endinn skoða. Á hverju byrjum við og hvert viljum við fara? Ennþá mikilvægari væri spurningin: Og á hvern HÁTT viljum við fara veginn?  Albert Einstein sagði einusinni að ef allar býflugur jarðarinnar myndu deyja þá hefðum við fjögur ár eftir á jörðinni.

Lífrænir bændur nota ekki eitur á plöntur og skordýr. Þeir vinna ekki á MÓTI náttúrunni heldu MEÐ náttúrunni. Til eru fínar aðferðir sem eru  alveg lausar við að DREPA eitthvað, Bio dynamisk ræktun gengur út á það að tungl, sól,stjörnur og sjörnumerkin hafa áhrif á okkur og þá ekki síst plönturnar. Við eigum að rækta jörðina í samráði við jörðina og þá sem passa hana. (sýnilega og ósýnilega) Til eru Dívur og álfar sem passa upp á lífríkið og við verðum að læra að vinna með. Allt hangir saman í hinu stóra samhengi. Við erum svo óendanlega lítil á miðað við aðrar plánetur, bara lítill flugnaskítur á hinu stóra alheimskorti  og ótrúlegt ef aðastaða himintungla hafi ekki þar áhrif á. Margir munu hlæja ef að ég segði að best væri að reyta arfa á sérstökum rótardögum eða að þegar jörðin sé í einhverju stjörnumerki.  Þetta er ekki vísindalega sannað heldur er reynslan látin tala sínu máli. Lífrænt og Bio ræktað grænmeti ,kjötvörur og mjólkurvörur finnst mér bagðast mun betur, þeas. Það ER bragðmunur þar á. Hérna í Danmörku finnast ótrúlega mikið af lífrænum vörum og reynum við að kaupa það eftir megni og fjármagni. Grænmetissali einn í Árósum sagði einusinni að hann hafði séð nágranna sinn nota Bio dynamiske aðferðir og dáðst að árangrinum og var farinn að nota sömu aðferðir með góðum árangri.

Í Skotlandi er staður sem heititr Findhorn. www.findhorn.info  Þar vinna saman manneskjur sem sjá álfa og Dívur og rækta jörðina eftir beinum leiðbeiningum þeirra. Þangað langar mig að fara á námskeið. Sjá og þreifa á. Anda að mér og bragða.Fairies

 Ég er að læra. Læra að verða betri manneskja, með virðingu fyrir öllu lifandi á jörðinni, manneskja sem skilur. Það er langt í land og er ég alls enginn Holy guy. En ég er byrjaður, og ég skal halda áfram að bæta sjálfan mig. Leiðin er löng en hún er alls ekki leiðinleg. Ég hlakka til að verða gamall maður með meiri vitund, ég hlakka til eftir dauðann að skilja meira, ég hlakka til að byrja aftur í nýjum líkama og uppgvöta aftur gamlan lærdóm og svo læra meira.......

Þetta ég er sálin mín sem er hið raunverulega ég

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband