26.11.2008 | 23:32
Næturbrölt og veggir.
Sæl elskurnar mínar.
Stundum vildi ég óska þess að ég væri ekki svona mikill kokkur alltaf hreint. Sko ég er að burðast við að hlaða vegg innandyra. Klukkan er orðin miðnætti og ég var svangur. Óskaði mér þess að ég gæti farið í frystinn og hent einhverju rusli í örbylgjuofninn og fengið þar"gómsæta" máltíð" En þar sem ég er alls ekki svoleiðis þá er ekki neitt til á heimilinu sem nálgast áðurnefndan mat. Hundpirraður gegnumskannaði ég hverja skúffu og endurskipulagði ísskápinn á minna en mínútu. EKKERT! Svo fann ég smá VASA (með sesam) kex og borðaði það með smá ítalskri spægipylsu, heimagerðu mæjói og sinnepi. Drakk eplasafa með og kommst í hátíðarskap við inntökuna og svo fór ég að fílósófa um það hvað sé góð máltíð og hvað ekki. Mér fannst þetta ofsalega gott og ég allur til muna.Sko! góð máltíð er ekki alltaf stórsteik og annað sælkerafæði, nei góður matur er sá matur sem maður borðar í friði og ró og þar sem maður getur notið hans til fullnustu án stress og snobbaraháttar. Og nú hef ég orku í að "klára" vegginn og hlusta á uppáhaldið mitt þessa dagana; CAFÉ DEL MAR 25 YEARS. Mæli með skífunum (3) afslappandi og næs tsjill.
Gunni Palli kokkur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2008 | 04:13
Hæ ég prófa aftur
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2008 | 22:37
Svona styrk getur maður ekki ímyndað sér. Sjáið bara!!!
file:///Users/gunnipalli/Desktop/http-::www.metacafe.com:w:2071253:.webloc
Þeta er bara snilld og einstakur styrkur og svo framvegis. Ég á ekki orð.............
22.11.2008 | 23:56
THE WHITE ALBUM 40 YEARS.
sæl og blessuð.
Er nú á skrifaðri stund að klára dreggjarnar úr rauðvínsflöskunni. Hef átt fínan dag þar sem frost var í Danaveldi. Barði í tilefni dagsins niður einn vegg (ekki þó burðar) þar sem ég vil gera annan traustari. Tók svo til og eldaði dýrindis nautahrygg með ALVÖRU bearnaise sósu og frönskum, gerðum úr stórum bökunarkartöflum mmmmmmm. Sjálfur sötraði ég rauðvín með matnum en Sólin drakk Faxe kondi (Danskt sprite) og jólaöl.
Í
Imbanum/ DR1 var nebbnilega ammælistónleikar í beinni. THE WHITE ALBUM 40 YEARS! Rjóminn af Dönskum tónlistarmönnum og örum erlendum sem fluttu öll lögin á áðurnefndri plötu. Bítlalög í einn og hálfan tíma. Júhúú í öllum útgáfum: ópera með keim af Nínu Hagen, tölvutónlist, cópítónlist, pönk, heví og rapp. Bæði mislukkað og framúrskarandi. En mikilvægast af öllu LIVE. Þátturinn varð svo hálf tíma of langur og var beðist afsökunar á því, vegna þess aö Miss Marple var á eftir og hinn helmingur þjóðarinnar beið hundfúll eftir að þátturinn byrjaði. Það má segja DR1 til hróss, að sýna þáttinn allan þrátt fyrir að tognað hafi á prógramminu. Ég beygi mig í duftið, drekk í botn og sendi kveðjur mínar yfir móðuna miklu: Til; Johns Lennon og Georgs Harrissonar. Yfir álana; til Poul MC Cartneys og suður til Mónakós þar sem Richard Starkey/Ringo Starr heldur til.
TAKK FYRIR ÖLL LÖGIN.
Góða nótt.
Gunni Palli kokkur.
18.11.2008 | 21:34
Kominn aftur á bloggið.
Jæja, þá er ég reiðubúinn til að skrifa aftur (blogga). Ég hef af og til þörf á því að láta mig hverfa úr bloggheimum, til að finna út úr sjálfum mér og mínu nánasta umhverfi. Svo er nú alltaf nóg að gera. Búinn að leggja verönd úr steinum 30m2 úr grjóti sem ég tíndi hjá bónda einum og fékk hann tvær góðar rauðvínsflöskur fyrir. Þetta verður voða flott núna í vor þegar laukarnir koma upp og við setjum niður plönturnar okkar sem við sáum innan dyra í febrúar-mars á næsta ári.
Sitja þarna með morgunkaffið í morgunsólinni (alltaf sólskin í öllum framtíðaráætlunum) og hádegisbjórinn minn undir skugga perutrésins. Horfa á fugla éta orma og flugur, kettina éta fugla og smádýr og Lappa elta kettina. Allt í hinu mesta bróðerni og rólegheitum.
Ég er búinn að skafa af mér ca. 12-14 kíló síðan í Ágúst í MEGRUNARÁTAKIGUNNAPALLA (sjá síðasta blogg) og er þokkalega ánægður með það, þó að stundum hafi ég svindlað svo að um muni.
Eeeen: við erum hætt að parkera okkur fyrir framan imbann á hverju kveldi með gotterí og við veljum það sem við viljum horfa á. Gerum svo bara eitthvað annað. ÞEAS: GERUM EITTHVAÐ. Setjum múzak á fóninn og tökum til eða gerum konfekt.
Við erum að sjálfsögðu með helling af eplum útí skúr og er ég svo að dunda mér með tilraunir með eplakonfekt og gengur bara vel. Líka eru ca: 80 lítrar af eplasafa útí skúr. Uppskeran á eplaplantekrunni var æði og nú eru öll eplin+saftin komin í hús. Samtals náðum við að pressa 3000 lítra af eplasaft í ár, sem við deildum svo niður á okkur sem eru í eplafélaginu í Dumpedal. Hvað um það, næsta átak er inandyra og þarf ég að brjóta niður vegg og setja annan upp. Hinn gamli er svakalega gamall og algjör handvömm. Svo verður settur upp brenniofn með glerhurð og öllu svo að vetrarstemmingin er garanteruð þegar vetrarstormarnir geysa og jarðbönn á velli. Sénsinn, við fengum síðast vetur sl. Janúar í ca. þrjár vikur með föl og smá hálku. Við erum alveg hætt að halda hvít jól eða rauð. Hérna eru haldin græn jól og basta.
Því er spáð að við fáum veðurfar eins og er í Normandíinu. Eg hef alltaf verið hrifinn af Normandíinu, gróðursældin einstök og veðurfarið milt. Eplatrén okkar á plantekrunni fíla það ábyggilega alveg í botn og gefa betur og betur af sér.
Ég hlakka bara til.
Gunni Palli kokkur. (Gunni granni)