Færsluflokkur: Lífstíll

Gunni Palli er kominn aftur í bloggheima...........og er þakklátur fyrir það.

Sælar elskurnar mínar, þá er ég aftur kominn til bloggheima frá raunheimum og hefur margt á fjörur mínar rekið. Þetta var hin mesta svaðilför og mætti ég mörgum góðum manninum, rataði í hin ýmsu ævintýri og slapp naumlega úr mörgum háskanum.

 

 

IMG_1085

 

 

 

 

Ekki ætla ég að tíunda dag hvern og viðburð og þreyta ykkur með því, en nefna það sem ég hef lært og er þakklátur fyrir... 

 

 

 

 

 

Ég er þakklátur fyrir……………

Að…
..vera sá sem ég er í þessu lífi. Ég og mín vandamál eru ekki af þeirri stærðargráðu til að þau verði tíunduð.  Ég hef fjölskyldu, vinnu, heilbrigði, peninga og ást.
Fyrir allt þetta er ég þakklátur.

Að…
..fá að gera mat. Ég hef vinnu við að elda mat og get haft vinnuna mína sem áhugamál. Að hugsa í áferð, lykt og bragði eru gæði sem ekki öllum er fært. Ég get notað heilu dagana til þess að grúska í því. Hjá mér er matur ekki bara eitthvað efni til að vera saddur af, en til þess að punta upp á daginn hjá þeim sem ég elda oní, og svo á maturinn að vera svo og svo hollur, nærandi, fjölbreyttur og líta vel út. Það passar mér vel, þar sem matreiðsla er jú mitt áhugamál frá A til Ö.

Að…
.. hafa góða vinnu gefur af sér góð laun. Ég er ekki hátekjumaður, en ég fæ nóg á hverjum mánuði og launin eru greidd út á réttum tíma.  Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir því sem ég fæ, í gegn um það sem mér finnst gaman að og fyrir það er ég ofsalega þakklátur.  Ég hef verið það heppinn að geta haft góða fjölskyldu og skapað góða ramma utan um hana.

Að…
..vera til staðar og að geta fyllt upp í ramman. Við erum trygg, við lifum á friðartímum og getum gert áætlanir fram í tíman og séð þær framkvæmast….. 
Að hafa hús og garð sem gefa mér góðar stundir .
 
Að…
..hafa gott heilbrigði til að hjálpa börnunum mínum þegar þau kalla á. Að vera hjá Sigyn og Albert sem eru búin að opna veitingastað og eru að drukkna í eigin success. Að þeytast hingað og þangað, frá eldhúsi til eldhúss, frá sólarupprás til sólarlags gefa af mér allt það sem ég gefið af mér.

Að…
..vera þreyttur og finna fyrir augnabrúnunum sem stundum eru eins og sandpappír eftir matreiðslutarnirnar. Þá að hvíla mig á eftir, sofna yfir uppáhalds sjónvarpsþáttunum mínum. Safna kröftum til næstu tarnar sem verður í næstu viku; þess fá ekki allir að njóta.

Að…
..fá að vera hann sem ég er. Ég sem get gert það sem mig langar til að gera, ég hef hvorki einræðisstjórn yfir mér eða siðblinda stjórnmálamenn. Hafi ég yfir einhverju að kvarta, þá er enginn sem hindrar mig í að gera það. Ég get stofnað þrýstihóp/fjöldahreyfingu sem vinnur gegn því sem ég er óánægður með. Það er að segja ef ég get fundið einhvern sem er sammála mér. Eg get komið komið mér á þing og orðið áhrifamaður ef ég er nógu duglegur og ef það er það sem ég vil. Það eina sem ég þarf að gera er að fara eftir landslögum og almennum siðareglum. Ég bý í lýðræðislandi þar sem kosið er um ríkisvald á ákveðnum fresti og skift er um viðkomandi stjórn ef meirihluti kjósenda hefur kosið svo. Ég þarf ekki að greiða mútur eða fara eftir dyntum einhvers lögreglumanns eða þá sýslumanns. Ég lendi heldur ekki í pyntingum eða verð laminn ef mér verður á að segja eitthvað ljótt um annan. Fæ í mesta lagi á mig kæru og þarf að borga miskabætur ef ég verð of grófur.

Að…
.. Fá að trúa því sem mér finnst rétt að trúa á. Ég fæ óáreittur að stunda alla þá vitleysu sem mér finnst rétt og sönn. Ég trúi á álfa og tröll, Dívur og engla, Meistara og endurholdgun, öllum er nákvæmlega sama og finnst það bara æðislegt ef það kemur til tals!

Að…
..Vera þannig úr garði gerður að horfa á björtu hliðarnar þó að himnarnir hóti að hrynja yfir mann tvisvar á dag; …allavega. Og að geta haft þessa andskotans jákvæðni sí og æ og æ og sí. Draga hana æpandi og skrækjandi undan sófanum þar sem hún felur sig, skella henni á hausinn og svo bera hana með ánægju og stolti allan daginn.

Að…
..koma aftur heim eftir vinnu. Heim til fjölskyldunnar minnar og heyra glaðlegt hæ! héðan og þaðan. Sjá Lappa minn hlaupa í hringi í kring um húsið að gleði. Sjá Steinu líta brosandi upp frá tölvunni og að heyra í Sólinni uppi á lofti þar sem hún er að dunda sér. Fá sér kaffibolla og plana svo restina af deginum saman með þeim sem ég elska.

PS:
Og…
..að veðrið næstu daga haldi sér í 9 – 15 gráður og blíðan haldist vegna þess að ég á að vera úti og klára garðinn, kaupa bíflugur og bú og gerast bíflugnabóndi með hunangi og allez! Í mínum  eigin garði.

Gangið á Guðs vegum elskurnar mínar.

Gunni Palli kokkur. 


IÐUNN IN MEMORIAN.


Í nóvember mánuði kvöddum við fjölskyldan okkar  einn náinn vin og félaga. Einn sem tilheyrði fjölskyldunni, hana Iðunni okkar kæru. Iðunn, hundurinn okkar var orðin svo veik af gigtinni að ekkert annað var hægt en að láta hana fá friðinn. Dýralæknirinn kom heim til okkar og allt gekk þetta eins og það átti að vera og nú ertu farin og laus við kvalirnar. Nú ert þú hluti af hundasálinni og hefur það gott. Húsið varð skyndilega hálf tómt þó að hann Lappi okkar hafi nú heldur betur tekið við sér og fylli nú litla húsið okkar með frekjunni sinni og látum.
Hversdagsleikinn er fullur af minningum um þig, Iðunn mín og hver gjörð líka.
Þú varst svo lítil þegar við sáum þig fyrst, en séu eina sem við tókum eftir úr systkinahópnum, lang fjörugust og fyrsta sem var með eyrun upprétt sem er gáfumerki hjá ykkur hundunum. Við náðum svo í þig seinna og varst þú strax augnayndi og hjartagull allra. Líka þegar þú stækkaðir og bjánalætin í þer urðu fyrirferðarmeiri og sýnilegri. Áhugi þinn á fótbolta var óskaplegur, hann Siggi okkar gat aldrei átt fótbolta. eins mikið og hann óskaði þess. Sprungnir og sundurétnir fótboltar hafa prýtt æskuminningu hans sem varð bara að snúa sér að öðrum áhugamálum. Eplin á jörðinni sem nú prýða landslagið minna líka á hversu hneigð þú varst fyrir þess íþrótt, er þú á göngutúrum okkar alltaf greipst eitt eplið í munninn hljóp nokkur skref  í burtu sleppti eplinu og bauð svo upp í dans. Það skifti engu máli þó að kjamminn á þér yrði rauður og þrútinn eftir boltaleikinn þú varst alltaf jafn ánægð og hreykin þegar uppi var staðið. Næturtúrarnir okkkar sem við fórum í þegar ég kom seint heim úr vinnunni og enginn annar var á ferli og þú labbaðir bara á undan eða á eftir, Við skiftum með okkur nætursnarlinu og þú fékkst þér bjór með mér og stundum  þegar ég fékk mér einn wiskhy eða romm þá lagðir þú höfuð þitt í kjöltu mína og góndir biðjandi á mig og svo á drykkinn. Hversu glöð varðstu ekki þegar þú varst búin að lepja veigarnar úr lófa mínum. Þá vorum við pottur og panna, við bæði tvö. 
Ást þín á öllu ungviði var velþekkt hvort sem þau voru afkvæmi manna, kanínu, katta, hænu eða hunda. Allt þetta kveiktií móðurástinni þinni sem þú hafðir í svo ríkum mæli að við fórum oft með þig til vinarfólks okkar eitt haustið,  þar sem hundurinn þeirra beið þín og þið dúlluðu ykkur á meðan hinn stolti pabbi og hin áhyggjufulla mamma fengu sér hressingu. Eitthvað fór víst úrskeiðis væna mín því aldrei varð nú barn úr brók og þú varðst bara að veita móðurást þinni útrás á öllu ungviðinu sem var fyrir hendi í ríkum mæli á kirkebakken1. Við vorum aldrei hrædd um það á þessu tímabili að þú myndir stinga af þar sem við gengum alltaf að þér vísri við stóra kanínubúrið við hliðina á galleríinu.  Þú aldir upp fullt af köttum, hænuungum og sást um það að kanínuungarnir væru á sínum stað í búrinu, sleiktir þá og nússaði með nebbanum. Þú varst eiginlega mamma númer tvö á heimilinu. Settleg lagðist þú í stólinn og hraust svo fallega með eina af kisunum malandi á maganum þinum eða kúrandi í hálsakotinu. Þú hafðir einstaka hæfileika til að vera miðpunktur alls. Þeir eiginleikar komu svo vel í ljós yfir matarborðinu, þegar þú laumaðir þér inn undir borðið lagðist á gólfið við fætur okkar þar sem lyktin vat sterkust og stemmingin best og fékkst það sem þú ætlaðir þér. ATHYGLI. Allir fengu að kynnast prumpulyktinni þinni háir sem lágir.
Eða þegar Gallerý GUK+ var og hét, þá sast þú alltaf fyrir framan kanínubúrið við innganginn, hundstressuð yfir kanínuungunum. Sem margar af myndunum frá heimasíðunni vitna um.
Iðunn mín, þú tíndi jarðarber saman með Sigrúnu Sól, kúkaðir allstaðar á lóðinni, hræddi líftóruna úr amk. þremur kynslóðum af póstútburðarfólki + einhverjum af nágrönnum okkar, passaði að það væri ekki of mikið af krákum og störrum að borða matinn þinn. Þú tókst þátt í að skifta á Sólinni þegar hún vat lítil og hreinsaðir þær bleyjur sem þú náðir í á þinn einstaka og blíða hátt. Þú gerðir semsagt allt til að verða ein af heimilisfólkinu.
Þegar Elli kelling byrjaði að hrella þig fannstu ró og hita í rúminu mínu þar sem þú kúrðir þétt upp að mér undir sænginni til að fá hita í auma gigtarlendina. Svo vaknaði ég með munninn fullan af hárum og eina ánægða Iðunni í fanginu. Ég man ennþá eftir ilminum af pelsinum þínum og hvernig þú naust þess að kúra upp að mér og láta mig klóra þér á bringunni, seinna fórstu svo að eiga erfitt með að brölta upp stigan og við hjálpuðun þér eins og við gátum því að þér þótti svo gaman að vera með okkur uppi í herbergi og helst undir sæng.
Hið síðasta sumar þegar við vissum að hverju stefndi þá bjuggum við um þig niðri í stofu og þar lástu eins og drottning allt sumarið.  Við áttum erfitt med að viðurkenna fyrir okkur það sem  var að gerast hjá þér vina mín og drógum það lengi að taka ákvörðunina miklu og oft vonaði ég að þú hefðir fengið andlát í svefni og værir bara farin þegar við kæmum á fætur en þú varst alltaf á róli þegar ég kom niður eldsnemma á morgnana og þá varð ég alltaf svo glaður að fá að hafa þig amk. einn dag í viðbót.
Þú fylltir líf okkar af lífsgleði og varst allstaðar með langa svarta nebbann þinn.
Það er skrýtið að vera í litla húsinu okkar þegar þú ert farin vina mín, en svona er nú lífið, það eina er víst að þegar maður fæðist er að maður deyr einhverntíman seinna. Það er bara spurning um stað, stund og aðstæður.  Stór orð þegar maður sjálfur gengur í gegn um ferilið, en sönn engu að síður. Ég er glaður að hafa mátt upplifa öll þessi ár saman með þér og þakklátur. Ég vil ekki gráta þig meira og sleppi þér, megi sál þín vera stór búbót fyrir hundasálina þar sem þú ert núna.
Vertu sæl Iða mín og takk fyrir allt.
Gunni Palli Pabbi.

   

Hugleiðingar um ferð.

Jæja þá erum við fjölskyldan komin frá Svíþjóð eftir 9 daga ferð í smálöndum og norður skáni.Ferðin var dásamleg í alla staði og vorum við fyrst í Astid Lindgren garðinum www.astridlindgrenworldBillede 3204.com . Við vorum þar fyrir nokkrum árum og vildi 10 ára gömul dóttir okkar upplifa garðinn áður en hún yrði of mikill táningur. Við mælum með þessum garði fyrir alla sem eiga börn og í staðinn fyrir að fara á sólarströnd þá er þetta alveg einstakt. Disneyland go home! Garðurinn er innréttaður þannig að gestirnir ganga frá rjóðri til rjóðurs og þar eru miniútgáfur af ævintýrunum leiknar fyrir gestina. Þarna eru proof leikarar og fá börnin og barnalegar sálir sögurnar beint í æð. Svo ekki sé minnst á söngvana!  Og þarna er sungið og sungið. Oftast með alvöru hljóðfæraleik  en stundum á teipi. Tvö svið eru þarna og eru sögurnar settar sem söngleik á stóra sviðinu og á litla sviðinu er samansettar syrpur úr öllum sögunum.  Ævintýrapersónurnar ganga svo um allan garðinn og heilsa upp á fólk, þar er Karlson á þakinu sem stríðir öllum og stelur ís, riddararnir í Bróðir minn Ljónshjarta ganga ribbaldalega um og Pabbi hennar Línu er með áhöfninni sinni og spyr börnin hvort þau hafi ekki séð Línu!! Allt er þetta utandyra og svona til að punta upp á þetta og gefa okkur frekari heildarmynd,þá eru beljur, geitur,grísir,hænur,gæsir og kindur í litlum gerðum út um allt og þar sem undanfarið hafði ringt og hitinn uþb 25g þá gáfu dýrin af sér þægilega smálenska sveitalykt.  Svo þegar líða tekur að lokum þá ganga hljófæraleikararnir niður að hliði og leika lögin með þægilegu jazzívafi ( kontrabassi og brass)  Það eru þægileg kaffihús þarna með góðu bakkelsi og alvöru kaffi( expresso og þannig) en maturinn er að sjálfsögðu stílaður fyrir fjölskylduna með ódýran mat. Ekkert slæmt en heldur ekkert VÁÁÁÁ!  Sem betur fer eru svo fullt af veitingastöðum í Vimmerby sem er steinsnar þar frá.  Svo keyrðum við niður á Skán og vorum þar í viku saman með hugleiðslugrúppunni hennar Steinu, í stóru sumarhúsi sem er hluti af svokölluðu börneners by. Þar sem börn einstæðra foreldra eða börn sem af einhverjum ástæðum ekki geta farið í sumarfrí verið og notið þess að vera í náttúrunni saman með öðrum börnum. Húsið okkar er við stórt vatn sem við notuðum óspart til þess að synda í bæði seint og snemma. Þegar sumir stunduðu morgunhugleiðsluna þá vorum við Sigrún Sól að synda klukkan átta um morguninn. Alein fyrir utan endurnar og skógarfuglana. Billede 3447Þarna vorum við í hinu besta yfilæti, baða, sofa, vera í sólbaði, borða saman, tala saman um Esoteriskar upplifanir og reynslu, upplifa hina Sænsku náttúru og að lesa. Ég fékk góða bók em ég las að sjálfsögðu í einu bretti. Bókin er um Findhorn garðinn fræga í Skotlandi sem ég hef nefnt áður. Þar segja þau frá sem byrjuðu á garðinum. Um það að trúa á Guð og stóla á almættið, að elska það sem þau gera til þess að hin jákvæða orka gerandans nýtist og ýti undir verkið og að vinna saman með náttúruöndunum og fá góð ráð frá þeim. Þau fengu algjöra órækt til að byrja með, ófrjóa jörð sem þau ræktuðu upp með beinni aðstoð náttúruandanna. Þau fengu upplýsingar um hvað mikið af þangi, hestaskít og hálmi átti á fara á moltuhauginn til þess að fá réttu næringuna í sandinn til svo að breyta sandinum í mold. Hvernig þau áttu að senda kærleik og vinnugleði í verkefnið þegar þau verkið var unnið. Náttúruandarnir eru meira en viljugir til þess að vinna með okkur ef að við vinnum með náttúrunni og hennar þörfum, en ekki okkar duttlungum. Náttúruandarnir vinna eftir boðum Guðs og gera það með hinni mestu ánægju. Þeir víkja fyrir okkur ef að við spyrjum leyfis og virðum þeirra verk og ef að óskir okkar eru ekki fullar af eigingirni og græðgi. Þeir hafa fengið þau skilaboð um að vinna með okkur og hafa samband við okkur ef að við höfum samband fyrst.  ( þið hafið öll lesið ísl. þjóðsögurnar) Þarna eru álfar og dvergar sem eru verkamennirnir, þeir gera það sem plöntuandarnir segja þeim að gera. Plöntuandarnir fá svo skilaboð frá æðri öndum/englum sem svo fá skilaboð frá Guði/ almættinu. Þetta getum við gert ef að við gerum verk okkar á óeigingjarnan hátt og með ánægju þó að stundum sé erfitt að koma auga á hvað það sé ánægjulegt við það að strita svona mikið. Ef við breytum okkar hugsunarhætti og snúum neikvæðni í jákvæðni þá er allt í einu gaman að lifa og vinnan verður ekki eitthvað sem á að ljúka sem fyrst en allt í einu er dagurinn bara búinn og maður er fullur af gleði eins og sá getur sem skilað hefur góðu dagsverki . Það getur tekið á að vera alltaf svona ansans jákvæður og það er svo auðvelt að velta sér upp úr neikvæðninni og að benda á hvað allt sé ómögulegt og svart.Billede 2945 En í hinu svartasta myrkri er líka ljós og við eigum að finna það og láta það lýsa upp okkar sálir. Ljósið kemur frá Guði, ljósið er kærleikur sem við getum nýtt okkur til þess að lýsa öðrum sem svo lýsa öðrum og svo koll af kolli....... Kærleiksuppsprettan er ótæmanleg og það eina sem við þurfum að gera er bara að bera okkur eftir björginni.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 


Hið þögla vor

Þá er ég byrjaður að lesa mér til um Lífræna ræktun og þá sérstaklega Bio-dynamic aðferðina. Þar sem áhrif tugla og sólar gætir á lífríkið. Þetta er voðalega gaman og þar gætir margra grasa. Svo ekki sé meira sagt.bi

Við erum að mér finnst alltof fljót á okkur með að eitra og úða á allt sem okkur er ekki vel við og finnst ógeðslegt.  

Í einni bókinni las ég um aðra bók sem kom út árið 1963. THE SILENT SPRING eftir rithöfundinn Rachel Carson.  Hún var á meðal þeira fyrstu vísindamanna sem efuðust um þá eiturstefnu sem herjaði á Bandaríkin á þeim tíma. Bókin fjallar um þegar baráttan við Álmveikina sem herjar á Álmtrén. Veikin breiðir úr sér sem sveppur og svo með sérstökum álmbjöllum.  Leggst hún á öll álmtré og drepur þau eftir eitt ár eða svo. Nema hvað að þessi veiki var meðhöndluð með DDT sem var undrameðal fyrir öllu eftir seinni heimstyrjöldina bæði á menn, dýr og plöntur.  Þá héldu menn að DDT myndi bara brotna niður og hverfa í náttúrunni ,annað var ekki sannað.  En hið sanna  kom svo í ljós, eitrið fór inn í trjáblöðin, svo niður í moldina með haustinu, étið að ánamöðkum og öðrum skordýrum og sem svo seinna voru étnir af fuglum. Þeir urðu svo veikir og eða dóu. Sumstaðar fundu menn ánamðaðka með svo miklu DDT í sér- vorið eftir, að aðeins 10 stykki þyrftu til að drepa venjulegan skógarþröst. Í sumum bæjum voru engir  lifandi fuglar og enginn fuglalasöngur það árið. Þaðan kom titill bókarinnar ‚(isl: Hið þögla vor. GPG).

Það má svo geta þess að fyrir 16 árum síðan herjaði álmveikin hérna í Danmörku og var tekin sú erfiða ákvörðun að fella og brenna trén í staðin fyrir að eitra. Svona smá jávæð þróun!

 Það sem mest er úðað fyrir illgresi og skordýrum, skordýrin verða bara með tímanum ónæm fyrir eitrinu og stærri dýr sem lifa á þeim hverfa.  Mér finnst sláandi líking á notkun DDT í þá daga og á hugarfari okkar á erfðabreyttri  ræktun núna.  Það á að vera nýjasta undraaðferðin að erfðabreyta náttúrunni svo að við getum borðað ennþá meira og ódýrara. Þeir sem hugsa og lifa líífrænt setja spurningarmerki við hvort þetta sé það rétta og benda á að alls ekki sé komin nóg reynsla á hvað það GÆTI gert skaða á umhverfinu til langframa. Fyrirtæki eins og NOVO NORDISK hérna í DK framleiða mikið af allskonar erfðabreyttum hvötum, til framleiðslu á Insúlíni og annað fyrirtæki NOVOZYMES framleiðir erfðabreytta hvata til margskonar notkunnar ma. í þvottaduft. En þar er ferlið lokað. Þannig að ekkert má leka út í umhverfið, gerist það þá verður að tilkynna það til almannavarna Dana.2993n_brun_bi_20040702_lbo

Það var í fréttum í vor að geysistórir stofnar af býflugum hefðu drepist í miðríkjum USA og annað eins í Canada. Þar er erfðabreitt grænmeti ræktað saman með öðru og þar eru bæði smádyr, fuglar og skordýr sem borða af og bera frjókorn og annað frá erfðabreyttu ökrunum til hinna þar sem ekki er erfðabreytt. Það er víst að býflugurnar bera frjókorn á milli plantna og þær gera engan mun á erfðabreyttum og venjulegum blómum. Við vitum ekki hvað þessar aðgerðir gera náttúrunni til langframa. Þetta var bent á þegar fyrir mörgum  árum að það GÆTI verið vandamál þetta með býflugurnar. www.wikipedia.org/wiki/Colony_Collapse_Disorder Að rækta sér til matar án eiturefna og kemiskra hjálpartækja hefur alla tíð heillað mig og þegar ég ákvað það að lesa mér til um býflugnarækt með hunangsframleiðslu í huga, sem ég ætla mér að koma í framkvæmd með næsta vori kynntist ég John Lissner, gullsmiði hérna í bænum og hann er einn af þeim fremstu í dk í býflugnarækt ÁN  LYFJARGJAFAR og  kemiskum baráttuefnum gegn sjúkdómum sem herja á býflugur.

Ég er alls ekki að segja að allt þetta sé satt, heldur að í upphafi skyldi endinn skoða. Á hverju byrjum við og hvert viljum við fara? Ennþá mikilvægari væri spurningin: Og á hvern HÁTT viljum við fara veginn?  Albert Einstein sagði einusinni að ef allar býflugur jarðarinnar myndu deyja þá hefðum við fjögur ár eftir á jörðinni.

Lífrænir bændur nota ekki eitur á plöntur og skordýr. Þeir vinna ekki á MÓTI náttúrunni heldu MEÐ náttúrunni. Til eru fínar aðferðir sem eru  alveg lausar við að DREPA eitthvað, Bio dynamisk ræktun gengur út á það að tungl, sól,stjörnur og sjörnumerkin hafa áhrif á okkur og þá ekki síst plönturnar. Við eigum að rækta jörðina í samráði við jörðina og þá sem passa hana. (sýnilega og ósýnilega) Til eru Dívur og álfar sem passa upp á lífríkið og við verðum að læra að vinna með. Allt hangir saman í hinu stóra samhengi. Við erum svo óendanlega lítil á miðað við aðrar plánetur, bara lítill flugnaskítur á hinu stóra alheimskorti  og ótrúlegt ef aðastaða himintungla hafi ekki þar áhrif á. Margir munu hlæja ef að ég segði að best væri að reyta arfa á sérstökum rótardögum eða að þegar jörðin sé í einhverju stjörnumerki.  Þetta er ekki vísindalega sannað heldur er reynslan látin tala sínu máli. Lífrænt og Bio ræktað grænmeti ,kjötvörur og mjólkurvörur finnst mér bagðast mun betur, þeas. Það ER bragðmunur þar á. Hérna í Danmörku finnast ótrúlega mikið af lífrænum vörum og reynum við að kaupa það eftir megni og fjármagni. Grænmetissali einn í Árósum sagði einusinni að hann hafði séð nágranna sinn nota Bio dynamiske aðferðir og dáðst að árangrinum og var farinn að nota sömu aðferðir með góðum árangri.

Í Skotlandi er staður sem heititr Findhorn. www.findhorn.info  Þar vinna saman manneskjur sem sjá álfa og Dívur og rækta jörðina eftir beinum leiðbeiningum þeirra. Þangað langar mig að fara á námskeið. Sjá og þreifa á. Anda að mér og bragða.Fairies

 Ég er að læra. Læra að verða betri manneskja, með virðingu fyrir öllu lifandi á jörðinni, manneskja sem skilur. Það er langt í land og er ég alls enginn Holy guy. En ég er byrjaður, og ég skal halda áfram að bæta sjálfan mig. Leiðin er löng en hún er alls ekki leiðinleg. Ég hlakka til að verða gamall maður með meiri vitund, ég hlakka til eftir dauðann að skilja meira, ég hlakka til að byrja aftur í nýjum líkama og uppgvöta aftur gamlan lærdóm og svo læra meira.......

Þetta ég er sálin mín sem er hið raunverulega ég

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.

 


Hvað er það að vera Esóteríker?

Sæl og blessuð.

Við hjónin höfum oft talað um það að við séum Esóteríkar, Hvað það sé eiginlega, spyrja margir og reyni ég hérna að þýða smá klausu sem ég fann á netinu svona í stórum dráttum.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli. 

Orðið Esaoteric þýðir „hið innra" eða „Í leynum".  Esoteriske lære (?) Esóterískur lærdómur, vísar til okkar skilnings á hinum innri veröldum/vitundum sem aðeins er ætlað þeim sem eru innvígðir. Stór hluti þessa skilnings hefur þegar verið opinberaður almenningi, aðallega í gegnum skrif rithöfundarins Alice Bailey.

Hinn Esóteríski lærdómur Esoteriske lære (?) álítur hinar innri vitundir og svið, sem hinn eiginlegi veruleiki. Ástæðan fyrir því að hin eðlisfræðilega /áþreifanlega veröld lítur út eins og hún gerir, er vegna hinna innri aðstæðna/orsaka. Allt sem við upplifum með okkar ytri synjunarfærum (sjón, heyrn,bragð....) er upprunnið  af aðaleinkennum  í hinni guðdómlegu hugsun, sem mannkynið hefur sótt innblásturinn frá og út frá þvi gert þá hluti í þessum heimi sem við sjáum.  Hin innri sál sem býr í hverri manneskju hefur gert líkama manneskjunnar  í beinum tengslum við endurholdgunnarferilinn.

Alheimurinn er skapaður  af hinum stóra hugsuði - Guði.

Sá skilningur sem birtist okkur í gegnum hinar fimm stóru vígslur, er (leynilegur)fyrir innvígða (hulinn) e: esoteric.                                                                                                                                                                                           En Hann verður það óneitanlega ekki í því augnabliki sem hann verður aðgengilegur öllum/opinber.eksoterisk (?) . Mikið af þeim vísdómi sem hinn leyndi lærdómusskóli  esoteriske lære (?)nú gerir opinbert hefur áður heyrt til leyndra lærdóma og verið leynt almenningi. Nú hinsvegar hefur verið leyft að opinbera hluta af þeim lærdómi og þessvegna í raun alls ekki lengur leynilegur eksoterisk (?)

 

 


Mitt fyrsta Blogg.

Og þá er ég byrjaður að íhuga!!! Ég, af öllum. Við Steina konan mín erum esoterikar og hefur eiginkonan mín verið mjög dugleg  í esóteríkinni á meðan ég hef bara verið að bíða og séð til. En nú er eins og öll innri mótstaða sem alltaf hefur verið til trafala og leiðinda sé farin og ég er farinn að íhuga.  Þetta gengur allt nú vel ennþá og eru engar sjáanlegar breytingar á mér þegar ég er að bursta tennurnar á morgnana. Það er bara allt þetta inni sem er að breytast.Billede 2512

Svo að ég byrji nú á byrjuninni, þá kynntumst við hjónin Esóteríska skólanum fyrir þó nokkrum árum og ætluðum bæði í hann, en þar sem við vorum frekar blönk þá fór Steina fyrst og ég svo þegar hún var búin. Hún fór að stofna hópa og vera aktíf á meðan ég stoppaði og vildi sjá til með allt þetta. Sem er svosem allt í lagi! Vildi venjast þessu og halda öllum mínum (ó)vönum sem eru kanski ekki margir þegar grannt er skoðað. En ég var ekki tilbúinn til að fara að hugleiða eins og konan mín, vildi ekki hætta að fá mér í glas eins og konan gerði og ekki hætta að borða kjöt, ...eins og konan gerði jú líka. Fannst allir vera að ýta mér út í esóteríkina með öllu því sem því fylgir og spyrnti fast við fótum. Svo gerðist það að löngunin í gott glas vín og bjór ( svona af og til ) minnkaði og bragðið fannst mér ekki vera eins gott og áður. Þar sem ég er kokkur og bragð er mitt alfa og omega  þá eðlilega leið lengri og lengri tími á milli eins og eins glass af veigunum og stundum fæ ég mér ekki eitt einasta glas í heila viku. Löngunin minnkaði þegar bragðið versnaði. Mér finnst þetta afskaplega skrýtið og hef hlegið oft að þessu saman með minni heittelskuðu. Spyr sjálfan mig og út í loftið hvað sé verið að pilla við mig.                    

Eins er það með matinn að ég er miklu meira gagnrýninn á hvað það er sem ég fóðra sjálfan mig á. Er þetta einhver klappikálfur með aðgang að spena og víðum völlum, eða búrkálfur alinn á mjólkurdufti frá EU og bundinn við bás alltaf inni. Eins hef ég það með öll dýr.

Eitt stærsta garðyrkju svæðið á Spáni sem ræktar grænmeti handa EU gengur undir nafninu Tjernobyl Spánar. Risastór dalur þar sem ekkert er nema gróðurhús, ræktun undir plasti og hemjulaus eiturúðun svo mikil að ef grænmetið væri ekki þvegið þá væri það beinlínis hættulegt heilsu neytenda. Ekki út af skordýrunum heldur eitrinu sem ennþá er á grænmetinu þrátt fyrir allt. Skordýrin eiga ekki séns þarna sem er sorglegt því að þau gegna stóru hlutverki  til að viðhalda jafnvægi náttúrunnar og hver hefur ekki heyrt um blómin og býflugurnar?Billede 2567

En áfram um mig og mína Esoteriku. 

Það sem ég er að fara með öllu þessu er það að ég (sem er farinn að hugleiða) finn hvernig ég og mitt hugarfar breytist. Hvernig ég get tekið á móti því sem stendur skrifað á veggin. Ég hef verið esóteríker oft áður, ég hef verið kokkur oft áður, og einhvervegin á ég að sameina þetta í þessu lífi. Hvernig sem ég fer nú að því.

Svona í einlægni:  Esóterísk matvælafræði hljómar frekar  dónalega, en ég held að ég noti það nafn þegar ég kem inn á efnið í framtíðinni. Matur sem eldaður er úr hráefni sem hefur notað mikla orku í að lifa, skilar henni til okkar þegar við borðum og bragðast miklu betur. Um allt hvað stendur á bak við kem ég inn á seinna meir enda nýbyrjaður að lesa mér til um biodynamiska ræktun og prófa svo þetta á garðinum mínum fræga.       

Svo mun ég skifa um mína matargerð, bæði  heima og að heiman. Fyrir fína, sem sauðsvartan almúgan.

Bless að sinni og munið að allt það sem ég skrifa er bara mín skoðun og þið ráðið alveg hvað þið gerið við hana.

Gangið á guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband