Smá greinargerð um birkisaft frá kallinum í Danmörku.

Birkisaft.
Ég hef verið að dunda mér við að safna birkisaft síðastliðnn mánuð.
Birkisaft er mjög holl og svo er hægt að sjóða hana niður í sýróp. Alveg eins og við töku á hlynsýrópi.
Aðferðin er frekar einföld og þarfnast ekki mikils útbúnaðar. 
Þeas; 10L plastflaska með loki, slanga, borvél og trébor í sömu stærð og slangan. Jú og svo hellingur af stórum birkitrjám. Í lok mars og í byrjun apríl byrja trén að pumpa vatninu upp í tréð og getur verið allt að því 100 lítrar í stóru fullvöxnu tré. Þá er ég að tala um fullvaxið tré með næstum því 30 – 40 cm stofn að þvermáli. Saftin er mjög holl eins og áður var sagt og braðgðast mjög vel. Vatnið er sætt og djúpt á bragðið. Minir mig á lækjarvatn í Íslenskum skógi, bara ennþá meira bragð. Trén sjá um það í gegn um ræturnar að sjúga vatnið upp úr jörðinni og er saftin full af steinefnum og sykurinn framleiðir tréð svo með ljóstillífun.  Birkisaft inniheldur ma. 8 mismunandi sykurteundir, ávaxtasýru og amínósýru. Einnig c-vítamín  og járntegundirnar: kalíum, calsíum, forsfór, magnesíum, mangan, zink, natríum og járn. Rannsóknir eru í gangi um hvort Birkisaft sé góð við frjóþoli, asma og fleiri kvillum.
Indíánar í Canada kenndu Innflytjendunum að tappa saft af Hlynsaft og af Birkisaft. Þeir höfðu þekkt lækningarmátt saftarinnar í árhundruðir og höfðu tröllatrú á henni.
Í gömlum bókum segir að Birkisaft sé góð við: Kvefi, gallsteinum, nýrnasteinum, skyrbjúg, gulu, ormum í maga og gigt. Svo eitthvað sé nú nefnt.
Hún er blóðhreinsandi, eykur svitaframleiðslu líkamans og er hlandframkallandi.  Einnig er sagt að birkisaft sé góð við heymæði og þeir sem eru með ofnæmi við birkifrjókornum ættu að drekka saftina þar sem hún á að styrkja ónæmiskerfi líkamans við birkifrjói. 
Í Bandaríkjunum (hvar annarstaðar:-) er töppun á birkisaft risa iðnaður þar sem fleiri hundruð birkitré eru tengd saman í lokuðu töppunarkerfi.
Ekki var kallinn svo stórtækur nú á vordögum, en gekk samt ótrauður í gang og fékk leyfi hjá nokkrum vinum og nágrönnum til að tappa saft. Var samið um að eigandi trjánna fengi svo tíund af annaðhvort saft eða sýrópi. Það kom frekar skrýtinn svipur á marga þegar ég bar upp erindið og fæstir höfðu heyrt um fyrirbrigðið. En jújú, byrjaðu bara og svo var fylgst með af forvitni þegar kallinn boraði í tréð, tengdi slönguna og batt dúnkana við trén. Saftin byrjaði að djúpa og fengu sumir glas og smökkuðu svona beint af trénu. Þá fattaði fólk hvað kallinn var að þvæla um og allir hlökkuðu óskaplega til að fá saftina. img_5011_840725.jpg
Svona liðu þrjár vikur og ég bar saftina heim eftir sem dúnkarnir fylltust, borgaði tíund eins og sönnum kristnum manni forðum til kirkjunnar. Fann fleiri tré þar sem ég fékk leyfi til að tappa af.  Svo drakk maður smávegis en sigtaði svo mest af saftinni og sauð niður í sýróp. Það er frekar tímafrekt og ekki beilínis ódýr aðferð, þar sem af 10 lítra saft fær maður ”aðeins” 1dl. af sýrópi. En hvílíkt sýróp! Maður lifandi. Dökkt og með helling af  smá brögðum hér og þar. Ég endaði með ca 1.5 lítra af sýrópi (150 lítra saft) sem ég passa vel upp á. Sýrópið minnir mig á niðursoðið Balsamico, burtséð frá sýrunni. Ég hlakka til að nota sýrópið á pönnukökur með jarðaberjum úr garðinum mínum og svo nokkrir dropar af birkisýrópi. Ég ætla að setja sýrópið á flösku með þröngum stút til að sýrópið hellist ekki út um allt, en lendi bara í dropatali á pönnukökurnar og ísinn í sumar. Ekki það að kallinn sé nískur og beinlínis vilji SPARA rándýrt sýrópið. Heldur það að ég er hræddur um að mér endist ekki sýrópið sumarið út!!!img_5015_840732.jpgimg_5021.jpgimg_5020_840728.jpg

 

 

 

 

 

 

 

_mg_5025.jpg

En svo koma allar hinar sumarframleiðslunar; tvær tökur af hunangi frá gæludýrunum mínum bíflugunum, sulturnar mínar, ylliblómasaftin, rabbabarasaftin, eplasaftin, kveðubrauðið og jurtateið sem ég tíni í allt sumar og þurrka. Ég ætti svosem ekki að vera á flæðiskeri staddur og ætli ég fái mer ekki  smááááá sýróp í kaffið og labbi svo upp með bolla af rótarkaffi til frúarinnar………
Það er nefnilega laugardagur og sólin skín, yndisleg helgi er framundan með sól í heiði og sól í sinni.
Gangið svo á Guðs vegum, elskurnar mínar og megið þið eiga góða helgi, hvar sem þið eruð.   

_mg_5039.jpg  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband