Simbi sjómaður á Oslóbátnum.

Jæja, svo er maður kominn á nýtt partie (staður í eldhúsi á kokkamáli) Heiti á la carten. Er þar með veitingastaðinn Blue Ribband, sem er einhverskonar fínn Brasserie.                                            Moules Marinére (kræklingar í hvítvíni) steikur og þh. 8 tegundir af smjörpískuðum sósum, 4 teg. af karteflum, 6 mismunandi garni ( meðlæti á kokkamáli) og svo framvegis.
Allt á la minute að sjálrögðu.
Venjulega erum við tveir kokkar þarna, en ég fékk einn lalla (kokkanema á kokamáli) til að þjálfa upp. Hann er ekki sem verstur og er bara frekar áhugasamur um matinn nema þegar eitthvað kvenkyns á leið framhjá. Þá breytist hann í algjöra lóðatík!  Blístrandi á eftir þeim í tíma og ótíma og svo á hann það til að labba bara frá steikarpönnuni með steikum á, til þess að gera sig til við einhverja stelpuna  Ég hef nú séð marga kvennabósana í gegn um árin og ef ég man rétt þá var ég heldur ekkert guðslamb í þessum málum. En þessi pjakkur slær öllu við sem ég hef séð.
Það tekur smá á að halda guttanum við efnið (matinn) en þetta á víst eftir að ganga vel 7-9-13. Hann er farinn að átta sig á steikargráðunum.  Medium rare-medium og allt það og ég vona bara að hann verði sæmó þegar að helginni kemur. Það er von á 1600 gestum um helgina og ekkert sérstaklega mikið pantað í hópmatseðla. Þá deilist þetta enhvernvegin svoleiðis: Seven Seas hlaðborðið tekur ca: 1000 gesti, Steikhúsið ca 200, Kaffihúsið aðra 200 og Blue Ribband 200. Á einu kvöldi, tvo daga í röð.
Við byrjum að preppa (undirbúa á kokkamáli) á fimmtudaginn. En það mallar alltaf í soðpottunum. 150 lítra baðkör  full af nautabeinum og grænmeti. Það tekur tvo daga að gera gott nautasoð. Úr svona potti næst 100 l af soði sem er sigtað og soðið niður um helming og svo kæld niður í hraðkælinum, sem er stórt kælibox ca 20 fermetrar sem kælir allt niður á þremur tímum. Þá eru soðin tilbúin til notkunnar í allavega súpur, sósur og gljáa. Maggi, Knorr eða Oscar þekkist ekki um borð á skipinu. 

Í dag á ég að vera með kynningu á skyri fyrir kokkana og yfirmennina. Tanta Dorte (yfirkokkurinn) er búin að kaupa helling af Dönsku skyri sem er alveg eins og það Íslenska og án allra bragðefna. Þar ætla ég að gera nokkrar dressingar, Skyrsorbet með hunangi og sultuðum eplum og svo er skyrterta með bláberjum inni á kæli.
Tanta Dorte er "helt oppe at køre" yfir skyrinu og kynningin á að vera í anda hins nýja norræna eldhúss og þar fram eftir götum.
Svo ég læt þessi orð duga og fer að koma mér í gallann. Sterkt kaffi og crossiant bíða mín í messanum og mér er ekkrt að vanbúnaði.
Kveðjur heim og þá sérstakar kveðjur austur fyrir fjall og suður með sjó.
Simbi sjómaður.
  
 


Bloggfærslur 5. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband