15.7.2007 | 20:53
Grískt allrahanda.
Þessa uppskrift rakst ég svo á um daginn þegar ég var að lesa grein um gríska smárétti. G: mezé.
Ég þýddi hana hérmeð beint.
SOUPIES KRASATO. / SMOKKFISKUR Í RAUÐVÍNI.
Í hina upprunanlegu uppskrift er notadur áttarma kolkrabbi, en þar sem hann er frekar stór ófreskja og óhentugur til heimilisnota vegna stærdar sinnar (og svo er hann heldur ekki veiddur hér vid strendur)
Þá notum við þann smokkfisk sem hægt er ad kaupa hér á landi. Smokkfiskur - kolkrabbi ?? bragðmunurinn er allavega ekki fyrirrúmi og báðir jafngóðir að mínu mati.
Well! Í þessa uppskrift þarf:
250g smokkfisk.
1 lauk.
2 msk extra jómfrúólífuolíu.
1 hvítlauksgeira.
1 dl. Tómatar í dós.
1 dl rauðvín.
½ dl vatn.
1 stöng heill kanill.
2 lárviðarlauf.
Steytt ALLRAHANDA.
Salt og hvítur steyttur pipar.
Hreinsið smokkfiskinn undir rennandi vatni og skerið hann í stóra bita eftir smekk.
Skerið laukinn í grófa bita og saxið hvítlaukinn smátt.
Léttsteikið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíunni í nokkrar mínútur án þess ad brúna.
Látið allt í pottinn; mínus smokkfiskinn og sjóðið niður. Bragðið til med ALLRAHANDA, salti og pipar.
Að síðustu er smokkfiskinum komið fyrir í pottinum og soðið við vægan hita í ca 15 mínútur.
Smokkfiskurinn er frábær heitur, ferlega góður kaldur og yndislegur svona eins og gengur og gerist á venjulegum degi þegar maður ætlar ad gera sér glaðan dag.
Ef þad er erfitt að fá smokkfisk hjá fisksalanum, smellid ykkur á netið og finnið þá veitingastaði sem eru med smokkfisk á matseðlinum. Þad er alltaf hægt ad reyna ad múta yfirkokknum - svona hinsegin þid vitið.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.