15.7.2007 | 20:55
Dauði sælkerans, eftir Robert J. Misch.
Hérna er smásaga eftir Robert J. Misch. Sem ég fann í einni af mínum óteljandi matreiðslubókum.
Ekki nein sérstök saga og mun aldrei vera að finna meðal eðalbókmennta. En skemmtileg eigi að síður.
Sérstaklega út frá því að hún var skrifuð fyrir hundrað árum síðan.
Höfundurinn kom frá Evrópu og má finna samfélagsádeilu á Bandarískt þjóðlíf í sögunni á milli línanna.
Fyrir hundrað árum síðan hefði hann ábyggilega verið ákærður fyrir guðlast, en í því upplýsingarþjóðfélagi sem við búum í myndi engum koma það til hugar.
Í raun inni er hann að lofa eilífri hamingju og sælu ef við förum eftir reglum, boðum og bönnum sem kirkan og samfélagið lofa okkur ef við erum góð og þæg. Og er það ekki málið? Eilíf sæla og hamingja, hvað annað! Eða hvað?
Öll þau orð sem eru skáskrifuð má finna í heimsins stærstu matreiðslubók. GOOGLE.
Sláið orðinu eða réttinum upp og sjá, þar munuð þið finna ógrynni ef ekki hundruðir tilvitnanir í það sem ykkur vantar.
Góða skemmtun.
Gunni Palli Nýbloggari.
DAUÐI SÆLKERANS.
Hann dó með veikan ilminn af skallottenlauk í nösunum og blett af holladndise sósu á bindinu, ánægjubrosi á vörum og með magann fullan af góðgæti.
Hann fór til himins í sjálfkeyrandi farartæki sem óneitanlega líktist gamaldags skítakerru sem rennt var var út úr New York, framhjá risastórum ökrum med mais, blaðlauk, ætiþislum og nýuppsprottnun sperglum. Allt var í blóma og litlu skógarjarðarberin í vegarkantinum puntuðu svo fallega með sínum rauða lit.
Í fjarska glitti í bláa vínberjaklasa svo ekrum skifti en hæðirnar iðuðu af stórum sauðahjörðum sem runnu á beit á iðagrænum völlum.
Þar voru hrífandi Bresse hænur og feitar Strassburgar gæsir med með siginn afturhlutann vegna þunga hinnar unaðslegu lifrar. Fuglarnir vöppuðu um í vegarkantinum kvakandi og gaggandi.
Djúpblátt stöðuvatn merlaði af murtu med kviðinn sprengfullan af hrognum. Urriðinn og regnbogasilungurinn mynduðu rákir í yfirborðið í hinni óstöðvandi leit sinni af mýi á meðan vatnakrabbar skriðu um á botninum.
Mávahláturinn fyrir ofan hann hefði beint ásjónu hans uppávið ef hann hefði ekki þá og þegar horft upp á feit úrhænsnin flúga yfir með vængjaslaögum og lenda rétt hjá stórum hópi af villigæs og kopargrænum fashönum sem gengu um við vatnsbakkan og nörtuðu í sefið.
Kerran stoppaði með látum fyrir framan stórar dyr. Dyravörður klæddur í himnabláan einkennisbúning, hjálpaði honum uppúr kerrunni og inn í þann fínasta borðsal sem hann á æfi sinni hafði séð. Hér var engin flauelskaðall þar sem hann átti að bíða þar til yfiþjóninum þóknaðist,
og heldur ekki langar biðraðir með óþolinmóðum gestum. Borðin glitruðu af gljáfægðum krystalglösum, silfurhnífapörum og kríthvítum tauservíettum, þjónar í kjól og hvítt skáluðu við gestina í Dom Perignon cuvée - að minnsta kosti sýndist honum það eftir útliti flasknanna að dæma. Brosandi yfirþjónn - eitthvað sem maður upplifir sjaldan nema í Paradís - kom á móti honum, vísaði til eins fínasta borðsins og rétti honum matseðilinn í hendur.
Til að byrja með var hægt að velja á milli Beluga kaviars. Gæsalifrar. Sniglum Bourgoignonne. Reyktum skoskum laxi - eða Quiche Lorraine.
Þá á eftir Petit marmite boula-boula eða Consommé double.
Fiskiréttirnir voru: Pompano, úrbeinuð smásíld með hrognum. Silungur au bleu. Sólkoli frá Dover
og Ferskvatnsskjaldbaka
Í aðalrétt stóð valið um Fashana með villihrísgrjónum eða: Pottsteikta akurhænu. Stóran châteaubriand. Kjúkling frá Bresse héraðinu í Frakklandi eða Brizzola steik!
Meðlætið: Blandað grænt salat,. Jólasalat og endífur með Créme Chantilly.
Að ekki sé minnst á eftirréttina: Til dæmis; Eldbakaða eggjaköku. Nýtínd kirsuber eða Soufflé Grand Marnier.
Erfitt að velja á milli - en hann valdi, hiklaust - næstum því. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var hann kallaður Sælkerinn á meðal vina. Svo var það nú svoleiðis að til hægri á matseðlinum, þar sem verðið á matnum er venjulega skrifað - var ekkert að finna nema eintómar raðir af núllum.
--- Þetta gat hvergi neinstaðar gerst nema í Himnaríki.
Vínþjónninn birtist. Kjallaralykillinn hans glitraði eins og gullflögurnar í Danziger Goldwasser líkjörnum.
Og hér vandaðist málið því að úr nógu var að velja. Hann valdi flösku af Montrachet frá ´28 sem var verðugur fylgisveinn síldarinna eða Pompano ef að við eigum nú að vera smámunasöm...og svo Grans Echézeaux ´29 að fylgja châteaubriandinum til dyra.
Skoski reykti laxinn fékk létta drífu úr hinni geysistóru piparkvörn og litlar þrýhyrndar sneiðar af pumpernickel voru himnelskar á bragðið. Svo bar hinn nærgætni þjónn Consommé double á borð.
Hann rétti hendina út eftir saltinu og stráði því í seyðið. Allt í einu heyrðist há þruma og skært leiftur af eldingunni blindaði hann í eitt augnablik. Veitingastaðurinn hvarf, stóllinn hans breyttist í harðan bekk og hinn brosandi vinalegi yfirþjónn breyttist í alvarlegan dómara.
Þér hafið - byrjaði hann, framið alvarlegan glæp. Þér hafið stráð salti í Consomme doble ÁN ÞESS einu sinni að hafa bragðaða á því. Sem sælkeri hafið þér framið mikla og alvarlega synd. Nú skulið þér líða fyrir það. Hafið þér yður eitthvað til málsbóta?
Nei, ekkert, ég hef svo sannarlega syngað, hvíslaði hann svo lágt að næstum heyrðist ekki.
Þér eruð hér með dæmdur til að snúa til baka til jarðarinar. Til þessa helvítis á jörðinni, þar til þér hafið gert yfirbót og aftur verið verðugur til að að sitja í veitingahúsi Himnaríkis.
Og það þrumaði aftur og eldigngarnar leiftruðu --- og allt í einu var hann kominn til baka til New York. Enginn leit upp þegar hann kom inn til sín, enginn gerði hina minnstu athugasemd við tilveru hans, Þess vegna ályktaði hann - með réttu að hann væri einungis ósýnileg afturganga - draugur - sem gæti fylgst með hverju því smáatriði sem dætur hans gerðu, en þær hinsvegin urðu einskins varar.
En hvað í ósköpunum voru þær að gera?!
Mary og kærastinn hennar Lou sátu á gólfinu í einum enda bókasafnins, á meðan Katy og Willy, kærastinn hennar höfðu sett sig í hinn endann á fyrr nefndum stað.
Á milli þeirra voru vínkassar, innihaldinu sem hann hafði safnað að mikilli gætni allt sitt líf. Allar þessar ómetanlegu flöskur sem hann hafði geymt til sérstaks tilefnis, sem aldrei fannst tilefni til og til að verða drukkið af sérstökum gestum sem aldrei komu.
Mary sagði. --- hversvegna takið þið bara ekki þessa sex kassa og við tökum hina sex? Það finnst mér sanngjarnt, sérstaklega þegar við höfum ekki græna glóru um hvers slags vín þetta er.
Bara að pabbi hefði keypt gin og vodka og eitthvað annað. Viturlega hluti í staðinn fyrir þessa vitleysu. - Hvað er svo þetta til dæmis? " Romanée Conti"? Hljómar einhvernvegin Ítalskt.
Hann stirnaði upp.
---- Hlómar ágætlega, sögðu Kathy og Will og Kathy bætti við:--- Og svo skiftum við á milli okkar þeim flöskum sem eftir eru. Ég tek þessa hérna, það stendur Grand Fine Champagne á henni. Það lítur ekki út fyrir að vera kampavín. Og þið takið hina --- Tokay Essence, kannistiði við það??
Það fauk í hann, hann mundi sko eftir þessum tveim flöskum. Sú einstæða og sjaldgæfa aftöppun af Koniakinu frá 1899 og hin: ekta Tokay Essence. Brúðkaupsgjöfin frá sjálfum Frantz Jósef keisara til Georgs fimmta og Maríu drottningar.
Svo stór voru vínin og fín að tilefnið til að bera þau fram einfaldlega bar aldrei upp.
Hann hafði dáið án þess að huga að skrifa erfðarskrá sína hvað þá meira. Og svo meðhöndluðu þau þessa dýrgripi eins og hvert annað rusl!
--- Sjáðu Kathy, hérna er eitthvað sem stendur Chartreuse á og einnig "Frönsk orginal aftöppun".
Þið takið hana og við tökum svo þessa sem stendur á,,,, Rainwater Madeira,, hvað svo sem það er???
Yfirþjónninn hafði sagt:---- Helvíti á jörð, það var ekki einu sinni lygi! Þessi Madeira, frá Baltimore, orginalflaska, var töpuð um aldur og æfi. Chartreuse, munkalíkjörinn fíni. Of fínn til að drekka hann --- alltaf geymdur þangað til næst og þetta næst kom aldrei og þetta voru svo þakkirnar. Sjaldan launar kálfurinn oflætið, segi ég bara.
Will, sá viðkunnalegi Will pakkaði flöskunum inn í sunnudagsblaðið og hann glitti í fyrirsögnina: Fasteignir til sölu. Hvílík smán!
Herbergið hvarf og hann var allt í einu kominn í nýju íbúðina hjá Mary og Lou. Þau héldu veislu eða partí eins og allir kölluðu það. Hann hafði ekki hugmynd um hvaða dagur, mánuður eða ár var
síðan hinn ægilegi atburður gerðist heima hjá honum, þetta með vínin hans og hann hafði engan möguleika á að finna út úr því. - Svo sannarlega var hann í Helvíti!
Veislan var fín, allir skemmtu sér vel, klukkan var tvö um nóttina en enginn leit út fyrir að vera á heimleið. Það voru tvö pör nýkomin inn. Hann flutti sig svo þau gætu komist framhjá en sá svo að það var óþarfi því að þau gengu bara beint í gegn um hann án þess að veita honum hina minnstu athygli. Hann sá Mary, Lou og Will standa úti í horni og tala saman svo að hann færði sig nær þeim til að heyra hvað færi á milli þeirra.
En ástin mín, það er ekki deigur dropi eftir af Bourbon wiskýinu. Það er bara hálf flaska eftir af Skoska Wiskýinu, ekkert Gin og enginn Vodka heldur. Hvað í ósköpunum eigum við að gera?
Will þurkaði svitann af enninu og var örvæntingafullur á svipinn. Á þessu augnabliki leit hann ekki út fyrir að vera þessi heimsmaður og fíni gestgjafi sem hann óneitanlega var.
--- Æ ekki vera svona leið yfir þessu ástin mín! Þau ættu í raun og veru að vera farin heim fyrir löngu síðan.
En hvað með með þessar flöskur frá pabba? Þessar gömlu, manstu?
Ástin mín þú ert snillingur! Gestirnir eru hvort sem er allt of fullir til að finna einhvern mun á því.
Lou var þá þegar kominn hálfa leið upp á loft. Í fatahenginu ofan á sumarskyrtunum hans lágu flöskurnar með Rainwater Madeira og Tokay Essence.
Lou hljóp með þær niður og opnaði þær í hast og án þess að vanda sig.
Afturgangan fann kaldann svitann spretta fram á enni sínu, þrátt fyrir það að hann var steindauður og eiginlega hafði hann ekkert enni, -svona eiginlega.
Lou skvetti smá Madeira í sjússaglas og hellti því í sig. Hann gretti sig og spýtti því í vaskinn.
Svo prófaði hann Tokay, gúlsopa, smjattaði á því og muldraði, Aha!
Svo setti hann mulinn ís í og teygði sig svo eftir flösku af 7up. Þetta var of mikið. Tilfinningar draugsa var stórlega misboðið. Tengdasonurinn sjálfur. Hann var villimaður. Hann rak upp ógurlegt gól, sveiflaði sinni ósýnilegu hendi og sló glasið úr hendinni á fávitanum.
Straks kom eldingaleiftur og það brakaði og brast í öllu af þrumunni. Svo sat hann aftur í Himna Veitingasalnum.Yfirþjónninn/Dómarinn brosti:
--- Þér hafið svo sannarlega þjáðst og afplánað afbot yðar. Bon Appertit.
Í þeim orðum kom þjónninn med Chateaubrianden. Echézeaux vínið var fullkomið, salatið gott og salatsósan pikant. Osturinn bráðnaði í munninum, soufflén var þungt en líka loftkennt, kaffið sterkt.
Hann kallaði þjóninn til sín og pantaði Tokay Essence.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.