15.7.2007 | 21:00
Smásöguklukk.
SMÁSÖGUKLUKK
HVERJUM VILDI ÉG BJÓÐA ÚT AÐ BORÐA EF ÉG ÆTTI KOST Á?
Hvað myndir þú gera ef að þú fengir þann möguleika á að bjóða hverjum sem er í mat, eina kvöldstund? Það skiftir engu máli fjarlægðir, tími eða stund. Dauðir eða lifandi. Raunverulegir eða ímyndaðir. Teiknimyndafígúrur eða tölvuhetjur. You name it.
Sendið mér smásögu um hvern og hversvegna. Hvar borðhaldið ætti að eiga sér stað, matseðillinn/maturinn vel útlistaður og hvers vegna akkúrat þessi matur. Drykkjarvörur og hvaða umræður/skemmtiatriði eigi að eiga sér stað?
Allar sögurnar birtast svo á heimasíðunni.
Vinsamlegast sendið sögurnar á gunnarslaraffenland@gmail.com
Hér kemur svo mitt boð.
Ég myndi bjóða Hallgrími Péturssyni, presti og skáldi heim til mín. Í Den.. var alltaf boðið til stofu að heldri manna sið og ekki vil ég vera þeirra eftirbátur. Ég myndi ég kalla á Ylfu Mist Helgadóttur frænku konunnar minnar. Hún er svoddan menningardama og með afbrigðum tónelsk
(sjá www.ylfa.is ) og svo hóa á Einsa bróður minn sem býr í Keflavík. Hann ætti að koma með harmónikkuna sína sem hann er snillingur á. Við myndum blóta Þorra fram eftir kveldi og þyrftum við ábyggilega að panta fimm manna þorrabakka, eina tunnu af sérbrugguðu öli og ca. Pott af Óðalsbrennivíni fyrir hvern, og auðvitað neftóbak af fínustu gerð handa Hallgrími. Hann var alla sína tíð fátækur maður en kunni vel allt gott að meta bæði gæði þessa heims og hins. Það þótti frekar ófínt í þá daga að prestar tækju í nefið eins og ótíndur bændalýðurinn.
Súrmaturinn kæmi að sjálfsögðu að norðan, hákarlinn að vestan og feitt sauðaketið taðreykt. Harðfiskurinn úr Þorlákshöfn og rúgbrauðið hveraseytt. Heit rófustappa og uppstúf með heitum kartöflum.
Við myndum að sjálfsögðu spyrja hann spjörunum úr um skáldskap hans og koma kallinum í skilning um að hannn er orðinn heimsfrægur á Íslandi eftir dauða sinn og svo eru þessir Passíusálmar hans oðnir þekktir út fyrir landsteinana. Við myndum líka toga uppúr honum allan þann skáldskap sem er þessa heims. Hann orti ógrynninn öll af veraldarlegum kvæðum sem hann ætti að rifja upp og við læra og syngja með.
Eftir matinn yrði borið fram rótsterkt kaffi (með brennivíni), pönnukökur með sykri, þeyttum rjóma, og hnefastórar kleinur.
Það yrði sungið, spilað og kveðið, rætt og hlegið, etið og drukkið fram eftir nóttu og ekki hætt fyrr en við sólarupprás.
Ég myndi fá tæknimenn til að taka allt þetta upp, selja það hæstbjóðanda og gefa alla upphæðina til þurfandi.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
hæ elskan !
knús og ljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.7.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.