Emhetta og spælegg.

Sæl!

Ég sit hérna í ryki og skít upp yfir haus eftir reddingar dagsins.

Sko, það kom rörakall á föstudaginn og boraði gat í gegnum vegginn fyrir nýju emhettuna okkar. Þar sem við fengum okkur nýja gaseldavél í stærri klassanum þá þurftum við emhettu. Hann gerði TVÖ göt á vegginn, og ef við hefðum farið efti leiðbeiningum hans þá hefði verið ca 40 cm bil á milli eldavélar og emhettu. HALLÓ!!!!! Stóru pottarnir mínir eru uþb. Hálfur metri á hæð og fyrir utan hið sjónræna með emhettuna alveg oní eldavélinni, þá vil ég elda annað en bara spælegg og beikon. Í stuttu máli þá er ÉG búinn á gera annað gat á veginn alveg efst uppi og sem leiðir skáhallt upp og út. (Emhettan fer svo upp á morgun.) Þetta hefur tekið bróðurpartinn af deginum og er ég nýbúinn að háma í mig SPÆLEGG og toast med HEINZ ketchup og hálfum lítra af Herslev Bjór svokallaðan Mai Bock. Sjá www.herslevbryghus.dk  Kallinn sem bruggar bjórinn ( Tue )er algjör snillingur, hann er með brugghúsið heima hjá sér og selur grimmt. Bjórinn er ógerilsneyddur og ófilteraður og með fullt af bragði.

Danir eru alveg tjúllaðir í þessa tegund af bjórum. Micró brugghús hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin 6 ár og eru þau orðin ca 100. Sjá meira á www.ale.dk sem er heimasíða bjóráhugamanna hérna í DK. Andsk... bjórinn búinn og ég að fara að taka til eftir sjálfan mig. Fæ mér kanski annan bjór þegar ég verð búinn eða bara fer með Steinu og hundana niður á Herslev strönd og syndi í sjónum. Hitinn verður uþb. 20g í nótt!!!!!! Hlakka til.

Gunni Palli kokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

nammi namm...var að koma heim af kvöldvakt, er svöng og gæti vel hugsað mér beikon og egg...eða bara eitthvað gott...hér er ekkert til...ekki bjór samt fyrir mig...

SigrúnSveitó, 17.7.2007 kl. 00:37

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

EMHETTA????

Þetta heitir HÁFUR EÐA VIFTA á íslensku, þér danskir!

Annars er komið svo mikið blogg hjá þér að ég hélt ég þyrfti allan daginn til að lesa þetta, sá svo að ég hef lesið megnið áður :OÞ

Ástar og SAKNAÐARkveðjur; Ylfa

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.7.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Heitir þá fyrirbrigðið REYKHÁFUR! HAHAHAHAHAHAHAHA

Var ekki gaman á 2. ára brúðkaupsdaginn?

Gunni Palli. 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.7.2007 kl. 22:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sæll Gunnar Páll

takk fyrir commentið á mína síðu. Ég þekki alla þína fjölskyldu - nema þá helst þig.....

Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband