24.7.2007 | 07:59
Hið þögla vor
Þá er ég byrjaður að lesa mér til um Lífræna ræktun og þá sérstaklega Bio-dynamic aðferðina. Þar sem áhrif tugla og sólar gætir á lífríkið. Þetta er voðalega gaman og þar gætir margra grasa. Svo ekki sé meira sagt.
Við erum að mér finnst alltof fljót á okkur með að eitra og úða á allt sem okkur er ekki vel við og finnst ógeðslegt.
Í einni bókinni las ég um aðra bók sem kom út árið 1963. THE SILENT SPRING eftir rithöfundinn Rachel Carson. Hún var á meðal þeira fyrstu vísindamanna sem efuðust um þá eiturstefnu sem herjaði á Bandaríkin á þeim tíma. Bókin fjallar um þegar baráttan við Álmveikina sem herjar á Álmtrén. Veikin breiðir úr sér sem sveppur og svo með sérstökum álmbjöllum. Leggst hún á öll álmtré og drepur þau eftir eitt ár eða svo. Nema hvað að þessi veiki var meðhöndluð með DDT sem var undrameðal fyrir öllu eftir seinni heimstyrjöldina bæði á menn, dýr og plöntur. Þá héldu menn að DDT myndi bara brotna niður og hverfa í náttúrunni ,annað var ekki sannað. En hið sanna kom svo í ljós, eitrið fór inn í trjáblöðin, svo niður í moldina með haustinu, étið að ánamöðkum og öðrum skordýrum og sem svo seinna voru étnir af fuglum. Þeir urðu svo veikir og eða dóu. Sumstaðar fundu menn ánamðaðka með svo miklu DDT í sér- vorið eftir, að aðeins 10 stykki þyrftu til að drepa venjulegan skógarþröst. Í sumum bæjum voru engir lifandi fuglar og enginn fuglalasöngur það árið. Þaðan kom titill bókarinnar (isl: Hið þögla vor. GPG).
Það má svo geta þess að fyrir 16 árum síðan herjaði álmveikin hérna í Danmörku og var tekin sú erfiða ákvörðun að fella og brenna trén í staðin fyrir að eitra. Svona smá jávæð þróun!
Það sem mest er úðað fyrir illgresi og skordýrum, skordýrin verða bara með tímanum ónæm fyrir eitrinu og stærri dýr sem lifa á þeim hverfa. Mér finnst sláandi líking á notkun DDT í þá daga og á hugarfari okkar á erfðabreyttri ræktun núna. Það á að vera nýjasta undraaðferðin að erfðabreyta náttúrunni svo að við getum borðað ennþá meira og ódýrara. Þeir sem hugsa og lifa líífrænt setja spurningarmerki við hvort þetta sé það rétta og benda á að alls ekki sé komin nóg reynsla á hvað það GÆTI gert skaða á umhverfinu til langframa. Fyrirtæki eins og NOVO NORDISK hérna í DK framleiða mikið af allskonar erfðabreyttum hvötum, til framleiðslu á Insúlíni og annað fyrirtæki NOVOZYMES framleiðir erfðabreytta hvata til margskonar notkunnar ma. í þvottaduft. En þar er ferlið lokað. Þannig að ekkert má leka út í umhverfið, gerist það þá verður að tilkynna það til almannavarna Dana.
Það var í fréttum í vor að geysistórir stofnar af býflugum hefðu drepist í miðríkjum USA og annað eins í Canada. Þar er erfðabreitt grænmeti ræktað saman með öðru og þar eru bæði smádyr, fuglar og skordýr sem borða af og bera frjókorn og annað frá erfðabreyttu ökrunum til hinna þar sem ekki er erfðabreytt. Það er víst að býflugurnar bera frjókorn á milli plantna og þær gera engan mun á erfðabreyttum og venjulegum blómum. Við vitum ekki hvað þessar aðgerðir gera náttúrunni til langframa. Þetta var bent á þegar fyrir mörgum árum að það GÆTI verið vandamál þetta með býflugurnar. www.wikipedia.org/wiki/Colony_Collapse_Disorder Að rækta sér til matar án eiturefna og kemiskra hjálpartækja hefur alla tíð heillað mig og þegar ég ákvað það að lesa mér til um býflugnarækt með hunangsframleiðslu í huga, sem ég ætla mér að koma í framkvæmd með næsta vori kynntist ég John Lissner, gullsmiði hérna í bænum og hann er einn af þeim fremstu í dk í býflugnarækt ÁN LYFJARGJAFAR og kemiskum baráttuefnum gegn sjúkdómum sem herja á býflugur.
Ég er alls ekki að segja að allt þetta sé satt, heldur að í upphafi skyldi endinn skoða. Á hverju byrjum við og hvert viljum við fara? Ennþá mikilvægari væri spurningin: Og á hvern HÁTT viljum við fara veginn? Albert Einstein sagði einusinni að ef allar býflugur jarðarinnar myndu deyja þá hefðum við fjögur ár eftir á jörðinni.
Lífrænir bændur nota ekki eitur á plöntur og skordýr. Þeir vinna ekki á MÓTI náttúrunni heldu MEÐ náttúrunni. Til eru fínar aðferðir sem eru alveg lausar við að DREPA eitthvað, Bio dynamisk ræktun gengur út á það að tungl, sól,stjörnur og sjörnumerkin hafa áhrif á okkur og þá ekki síst plönturnar. Við eigum að rækta jörðina í samráði við jörðina og þá sem passa hana. (sýnilega og ósýnilega) Til eru Dívur og álfar sem passa upp á lífríkið og við verðum að læra að vinna með. Allt hangir saman í hinu stóra samhengi. Við erum svo óendanlega lítil á miðað við aðrar plánetur, bara lítill flugnaskítur á hinu stóra alheimskorti og ótrúlegt ef aðastaða himintungla hafi ekki þar áhrif á. Margir munu hlæja ef að ég segði að best væri að reyta arfa á sérstökum rótardögum eða að þegar jörðin sé í einhverju stjörnumerki. Þetta er ekki vísindalega sannað heldur er reynslan látin tala sínu máli. Lífrænt og Bio ræktað grænmeti ,kjötvörur og mjólkurvörur finnst mér bagðast mun betur, þeas. Það ER bragðmunur þar á. Hérna í Danmörku finnast ótrúlega mikið af lífrænum vörum og reynum við að kaupa það eftir megni og fjármagni. Grænmetissali einn í Árósum sagði einusinni að hann hafði séð nágranna sinn nota Bio dynamiske aðferðir og dáðst að árangrinum og var farinn að nota sömu aðferðir með góðum árangri.
Í Skotlandi er staður sem heititr Findhorn. www.findhorn.info Þar vinna saman manneskjur sem sjá álfa og Dívur og rækta jörðina eftir beinum leiðbeiningum þeirra. Þangað langar mig að fara á námskeið. Sjá og þreifa á. Anda að mér og bragða.
Ég er að læra. Læra að verða betri manneskja, með virðingu fyrir öllu lifandi á jörðinni, manneskja sem skilur. Það er langt í land og er ég alls enginn Holy guy. En ég er byrjaður, og ég skal halda áfram að bæta sjálfan mig. Leiðin er löng en hún er alls ekki leiðinleg. Ég hlakka til að verða gamall maður með meiri vitund, ég hlakka til eftir dauðann að skilja meira, ég hlakka til að byrja aftur í nýjum líkama og uppgvöta aftur gamlan lærdóm og svo læra meira.......
Þetta ég er sálin mín sem er hið raunverulega ég
Gangið á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:09 | Facebook
Athugasemdir
Fróðlegt! Ég vildi geta verið miklu lífrænni. Geta keypt eingöngu lífrænt ræktað. Því eins og þú segir - það bragðast betur.
Sammála þér með alla þessa eiturnotkun. Þetta getur ekki verið náttúrunni hollt. Það fer hrollur um mig þegar ég hugsa til þess hverju hefur verið spreyjað á eplin sem ég legg mér til munns. Draumurinn væri að rækta einvörðungu sjálf allt sem ég borða. Verða alger sérvitringur og lifa á sjálfsþurftarbúskap En til þess þarf tíma og betra veðurfar en býðst á Íslandi.
Gangi þér vel og endilega leyfðu mér að fylgjast með
Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 08:40
mjög góð og þörf færsla.
Alheimsljós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 11:29
athyglisverður pistill, Gunni. Takk :)
Þegar ég bjó í Dk þá eignaðist ég danska vinkonu sem kynnti mig fyrir 'lífræna heiminum'. Ég hafði aldrei spáð í þetta, en það breyttist eftir að ég kynntist henni. Ég er afar þakklát fyrir það.
Ljós&kærleikur til þín...
SigrúnSveitó, 25.7.2007 kl. 17:34
allt lífrænt er eftirsóknarverðara af því að það er einfaldlega betri vara. En um leið, hér á Íslandi að minnsta kosti;- helmingi dýrara! Ég kaupi nú samt alltaf af því ef ég mögulega get. Ég er hlynt því að öll ræktun færi sig smátt og smátt aftur í lífrænt horf. Það er eðlilegur framgangur.
Dívur og álfar.... ó þið eruð svo geðveik, elskurnar mínar
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.7.2007 kl. 13:41
Flott færsla hjá þér og umhugsunar verð
Solla Guðjóns, 26.7.2007 kl. 18:22
Ein spurning - Gunni Palli kokkur
Áttu einfalda og góða uppskrift af rabbarbarasaft? Langar svo að nota rabbarbarann minn - man eftir í gamla daga að amma saftaði svakalega góða saft úr rabbarbara. En hún átti líka megagræjur.......
Hrönn Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 18:36
Hæ Hrönn.
Rabbabarasaft já, www.alletiderskogebog.dk/rabarbersaft og þar er hún blessunin.
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.7.2007 kl. 22:49
Jú Ylfa mín, Dífur og álfar,,,,,,,,,,er lífið ekki dásamlegt!
Gunnar Páll Gunnarsson, 26.7.2007 kl. 22:53
Takk - þetta er frábær síða!!
Hrönn Sigurðardóttir, 26.7.2007 kl. 23:40
Kæri bloggfélagi og vinur, takk fyrir þennan fína pistil og gott að þú skulir vera kominn hingað á moggabloggkommúnuna! Þá getum við hist allavega hérna. Við Lóa erum einmitt að fara út í bio-búð að kaupa í matinn, lífrænt ræktað grænmeti og annað góðgæti. Heimurinn er að batna! Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 28.7.2007 kl. 10:31
Flott færsla
Lengi lifi jörðin!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.7.2007 kl. 11:43
Góð skrif og þörf. Ég væri sko til í að flytja aftur í sveit (ólst upp þar) og vera bara með svona sjálfsþurftar búskap sem væri lífrænn...Kanski ég geri það þegar ég verð orðin eldri...
Þar sem þú varst að skrifa um GM þá ætla ég að vera svofrek að dengja á þig þessum færslum mínum sem þú hefðir kanski áhuga á að skoða....
Eru GM / erfðabreyttar nytjaplöntur að drepa hunangsflugur?http://agny.blog.is/blog/agny/entry/140719/GM (erfðabreytt) hrísgrjón með manns erfðavísi á fæðulistanum.http://agny.blog.is/blog/agny/entry/139356/Erfðabreytt matvæli (GM) " Frankenstein" fæða framtíðarinnar..http://agny.blog.is/blog/agny/entry/121947/Grænmeti og ávextir ..svoooooooo hollt og gott..eða er það nú svo?http://agny.blog.is/blog/agny/entry/119668/Agný, 28.7.2007 kl. 16:45
Æi..svo setti ég bæði nafnið á færslunni og slóðina... fattaði ekki að það dugar að setja nafnið...sorry...
Agný, 28.7.2007 kl. 16:47
Ég er að koma til Danmerkur 7 ág og verð til 24 ág....var svo heppin að fá ferðina í afmælisgjöf...Er að fara að heimsækja fólkið sem ég va hjá þegar ég var 17 ára "pige i huset"....verð í Köben, Sorö, Sogard, Fredensborg og jafnvel fleiri stöðum svona eftir því hvort að fólk er heima... Fer svo á námskeið 17-19 hjá Stanley Rosenberg..... það væri gaman að fá þann heiður að mega hitta þig og þína konu....en miðað við hvað ég ætla að gera mikið á 2 vikum þá þarf ég kanski að framlengja tímann Kær kveðja...
Agný, 29.7.2007 kl. 12:44
Hæ Jóna mín, verið þið öll velkomin í litla kotið okkar Ég er straks byrjaður að leggja drög að matseðli.
Gunnar Páll Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 20:52
Sæl Agný, það væri gaman að hitta blogvin svona FACE TO FACE. Við komum frá Svíðjóð þann 13. ág. og láttu okkur barra vita. Síminn er 46480620
Gunni Palli
Gunnar Páll Gunnarsson, 29.7.2007 kl. 20:55
Takk Gunnar já það er gaman að hitta bloggvini face to face..oft er maður búinn að gera sér upp vissa mynd af viðkomandi...sumir eru nefnilega allt annað en þeir gefa sig út fyrir en ég held að ég sé jafn asnaleg, gáfuð/vitlaus á báðum stöðum......vonandi allavega.
Ég tek þig/ykur á orðinu og bjalla í ykkur.. Er að fara á námskeið í Köben 17-19 ág. sem gestur..það kostar 4.800 dk.kr.. en ég er svo heppin að vera boðin.tilviljun.vissi ekki af þessu fyrr en eftir að ég breytti tímanum sem ég fer út.....Tilviljun..eða tilætlun..tilgangur..... Knús til þín og þinna...
Agný, 5.8.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.