17.8.2007 | 11:02
110 ára afmćli Thomasar og Hönnu.
Ţá er ég međ veislu á morgun, Thomas og Hanna, vinir mínir halda upp á ţađ ađ ţau verđa 110 ára saman í ár. Ţau halda upp á ţađ međ manér" á morgun og ég verđ kokkurinn.
Ćtla ég mér ađ blogga allt um veisluna.
MENU.
Forréttur:
-Frauđ af heitreyktum urriđa međ clorophyllsósu, anísbrauđi og lífrćnu sméri.
Vín: Pinot gris.
Ađalréttur/ir:
-Nautahryggur í salvíu. Krónhjörtur og epli. Portvínssósa međ nautamerg.
-Sprotakál/blómkálssulta Polognaise.
-Reykosts/kúrbíts baka og jarđsveppavinaigrette.
-Ofnbakađir tómatar, timian, svartyllisblómaedik og repjuolía.
-Epla og villirósaávexta (DK: hyben)lasagne.
-Skógarsveppir og laukar.
-Sođkartöflur og skessujurt.
-Gamaldags salat međ sćtri sítrónu- rjómadressingu.
-Ţrír ostar einn blár, einn hvítur og einn fastur. Međ öllu ţví sem til heyrir. Međal annars: ólífur, kandísađur pomelobörkur, hnetur og brauđ.
Vín: Rautt. Ástralskt shiraz.
Desert:
-Súkkulađi-khalúa-expresso ţykkni međ Rheine Claude plómum og mintuís.
Vin:Fransk Sauterne og Ítalskt freyđivín.
Late snack:
-Ítalskar og Franskar pylsur, ostar, brauđ og svo allt ţađ sem afgangs verđur frá veislunni. Öl og snaps.
Ég fór eldsnemma (kl:5 )í morgun niđur í KBH og verslađi inn í INCO sem er stórverslun allra kokka.
Kom svo heim um 9 leytiđ. Kyssti konuna mína og kvaddi. Hún fór svo í vinnuna hún mćtti einum og hálfum tíma of seint svo ađ ég gćti verslađ inn. ( hún var svosem ekkert ađ súta ţađ, fékk ađ sofa einum og hálfum tíma lengur vegna ţess) Pakkađi upp og setti nautabeinin yfirí 30 lítra pott, fyrir sósuna. Ţau eiga ađ sjóđa svona non stop í 24 tíma. Fyrst í 12 bara í vatni og svo hina 12 međ grćnmeti, fryddjurtum, víni og öđru gúmmulađi. Suđan var ađ koma upp núna áđan eftir einn tíma yfir eldinum. Byrja svo ađ skera grćnmetiđ og hreinsa urriđan. Á međan hlusta ég á eitthvađ gott klassískt, á helling af svoleiđis góđum cídíum. Tek svo desertinn og ísinn seinnipartinn ásamt ţví ađ binda ketiđ upp og brúna ţađ. Pomelóbörkurinn sem ég er búinn ađ malla undanfarna 3 daga lćt ég svo í krukkur og kćli. Brauđin; Ţrjár tegundir, geri ég í kveld . Ég reikna ekki međ ţví ađ sofa mikiđ í nótt, kanski tek ég mér kríu á sófanum í tíma eđa tvo. Er vanur ţví ađ taka veislurnar í einum rykk. Svo tek ég ţví bara rólega á sunnudaginn og mánudaginn og ţá er allt komiđ í lag. Best ađ byrja ađ vinna og viđ sjáumst seinna.
Gangiđ ávallt á Guđs vegum.
Gunni Palli kokkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Ţetta hljómar rosalega vel! Allt saman.....
Er mér ekki örugglega bođiđ?
Hrönn Sigurđardóttir, 17.8.2007 kl. 12:50
Jú jú koddu bara! Mig vantar alltaf smakkara! Er ekki alltaf vél seinnipartinn til Köben!!!
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2007 kl. 12:52
dúlla geturđu veriđ
Hrönn Sigurđardóttir, 17.8.2007 kl. 12:58
elsku kallinn minn, ţú ert besti kokkur af öllum,
AlheimsLjós til ţín og matsins sem ţú eldar međ mikilli tilfinningu, ţekkingu og samvinnu međ hinum !
Steina
Steinunn Helga Sigurđardóttir, 17.8.2007 kl. 15:01
Guđ, hvađ ég varđ svangur...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.8.2007 kl. 20:51
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.