Gunnar Páll Gunnarsson
Ég er búsettur í Lejre í DK ásamt Steinu konunni minni og Sigrún Sól dóttur okkar. Hundunum okkar Iðunni og Lappa. Alex, Múmín og Frederik köttunum okkar og svo tveim páfagaukum. Sjálfur er ég kokkur að lífi og sál. Fyrir mér er matur og matargerð eithvað sem ég hef gert 1000 sinnum áður í fyrri lífum og vitundum. Bæði vísindalegt og yndislega skemmtilegt í einu. Ég safna gömlunm matreiðslubókum allt frá 1900 til dagsins í dag og les þær mér til skemmtunar. Er með stóran garð umhverfis húsið okkar þar sem ég fer oft útí til að fíla náttúruna og rembast við að vera garðyrkjumaður. Er í hóp einum sem leigir eplaplantekru sem er lífræn á allan hátt, við gerum þann fínasta eplasafa sem við hressum okkur á yfir veturinn. Að gera mat á heiðarlegan hátt sem er heimagerður og helst unnin úr lífrænum hráefnum eða því sem næst er mitt hjartans mál ásamt náttúruvernd og er hlynntur heilbrigðri notkun þessarar jarðar sem við erum svo heppin að hafa til afnota í bili. Andleg áhugamál er ég byrjaður að grúska í og er ég meðlimur í hugleiðsluhópi sem vinnur með náttúru og dýradívum.
Athugasemdir
þetta verður örugglega gott hjá þér gunni minn ! en þú ættir kannski að byrja tveim dögum fyrr þá væri þetta örugglega auðveldara !
næstu helgi er önnur veisla, þannig að þú verður þreyttur maður þegar við förum til Kassel !
AlheimsLkós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.8.2007 kl. 03:26
Já kannski, en við erum ekki með það mikið kælapláss sem þess krefur.
Spáum kannski í það næst?
Gunni Palli kokkur.
Gunnar Páll Gunnarsson, 18.8.2007 kl. 04:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.