19.8.2007 | 22:44
Hvers vegna ég elda mat.
Sorry folks. Ég er ennþá flatur eftir þetta í gær. Svo að ég verð að bíða með færsluna þangað til á morgun. Sorry! En alt gekk vel og allir voru ánægðir. Ég kom fyrst heim um tólf leytið í gærkveldi og sofnaði í bílnum, strax og ég slökkti á honum. Steina kom svo út og vakti mig rétt seinna. Dagurinn hefur svo farið í að ganga frá afgöngunum og vera til staðar gagnvart fjölskyldunni, vafrað um með heilann í eftirdragi. Okkur var svo boðið til vinarfólks okkar seinnipartinn, til John og Mette. Mette gerði þennan fínan franska mat. Steiktan fisk með skeldýrum og ekta miðjarðarhafs fiski/tómatsósu með helling af ólífuolíu og víni. Svona ekta franskt brauð. Seigt og með harðri skorpu. Ost og pylsu frá héraðinu þar sem þau hjónin voru í, í sumarfríinu og svo fínt rosé. Þetta elska allir kokkar: Mat sem er ekkert feik. Gæti verið betra, en gæti líka verið MIKLU verra. Ég veit að hún er svakalega stressuð að ég sé að koma í mat, en hún hefur ALDREI NOKKURNTÍMA skúffað mig. ALDREI!!!!!!!! Hún er perfektionisti í öllu og GERIR EKKERT FEIK bara venjulegan mat og hananú. Ég segi það líka við hana í hvert skifti hversu gott þetta hafi verið.
Svona ekta matur er: Matur úr ekta hráefni, hendið pakkasósunum og tilbúna matnum. Tékkið sósurnar á GOOGLE. Venjulegur matur einsog bjúgu, ketsúpa, hangikjöt, ofnbakaður fiskur, bakaður eins og nautasteik. þeas "hrár í miðjunni" og salat eða nýjar karteflur. ÆÐI. Það er engin afsökun með að segja að maður sé ekki kokkur. HA! Bara undirbúið ykkur vel, gerið ykkar besta og EINBEITIÐ YKKUR AÐ ÞVÍ SEM ÞIÐ ERUÐ AÐ GERA. Spyrjið kokkinn á næsta veitingastað, hann/hún verða örugglega glöð að fá að gefa smá hjálp og fróðleik. SVO; Ekki svara símanum, ekki rökræða um allt og ekki neitt, bara ýtið öllu til hliðar og eldið matinn með þeim mesta kærleika sem finnst í heimi og njótið hans á eftir, með þakklæti yfir að fá að gera þennan góða mat til handa öðrum. Að gera það besta fyrir alla aðra og að senda kærleiksríka hugsun til þeirra sem eiga eftir að borða matinn. Það gerði ég í gær sem endranær og aldrei (bara stundum) klikkað. Þetta hljómar dáldið hmhmhm en trúið mér, kærleikur til annara og jákvætt hugarfar getur verið afgerandi fyrir það sem maður gerir og rennur beinleiðis í hjartastað hjá þeimsem neyta.
Þetta hef ég upplifað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hversu þreyttur ég hef verið þegar ég keyri heim, þá er ég fullur af gleði,þakklæti og ánægju yfir því að að hafa upplifað það að gestirnir skildu hvað ég hef gert, Skildu hversu mikinn tíma matargerðin tók, skildu og meðtóku útlit og bragð matarins og þökkuðu fyrir það. Næstum því að hafa upplifað gjöfina, sem þetta óneitanlega er og ég fæ að sjálfsögðu bogað fyrir. En allt þetta yrði hjóm ef að kærleikurinn til annara ekki kæmi í gegnum matinn. Svona hef ég unnið sem kokkur, ómeðvitað fyrst en svo seinna meir fullt meðvitaður um það að hægt sé að gera mun á orku matarins. Bara með kærleik.
Gangið á Guðs vegum, sem ávallt.
Gunni Palli kokkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
elskan mín, þú gleymir alveg að segja frá morgunkaffinu sem ég og iðunn fórum í langan, langan, göngutúr til að kaupa, færðum þér svo í rúmið ! og sjáðu svo jóna okkar heldur að ég hafi bara setið með hendur í skauti. susssu gunni minni ekki gott !!!
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 06:11
Ég á bróðir sem er menntaður kokkur. Hann tók námið hér úti í Svíþjóð og tuðaði í mér allan tímann um að ég ætti að hætta þessum pakkamat... þessi færslu hefði hann getað skrifað. Ég hef ekki þolmæði í að gera svona "flottan" mat... heimsæki bróðir minn frekar.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.8.2007 kl. 07:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.