Þarkemuraððíaðannskrifareitthvað!!!!!!!!!!

Loksinskrifaégumveisluna.

Þá er ég loksins að drattast til þess að skrifa um veisluna sjálfa. Þegar við komum heim á sunnudagskveldið þá leið mér eitthvað undarlega en var svo ekkert að spá í þetta heldur fór í bælið eftir að hafa bloggað og sofnaði á nóinu. Vaknaði svo morguninn eftir og keyrði í vinnuna með bullandi kvef og með hripleka nös. Sat svo við tölvuna allan daginn og hnerraði niður í lyklaborðið.Billede 3580 SÚPER.  Venjulega tek ég eftir því þegar ég er að verða lasinn og helli þá í mig góðum slurk af einhverju sterku og fer svo í bælið dúðaður upp yfir haus og svitna þessu úr mér. En þessi hrossalækning dugar bara ÞEGAR MAÐUR ER AÐ VERÐA VEIKUR en ekki ÞEGAR MAÐUR ER ORÐINN VEIKUR.  Svo að nú er bara að bíða, venjulegt kvef tekur svona viku að fara úr manni svo að ég á bara eftir ca,, búmm, búmm,,fjóra daga eftir.  NÆS.  SNÖRL,,,, 

Já veislan!  Já það var keyrt eins og druslan og farangurinn þoldi. Síðasti spölurinn var malarvegur með hárri miðju þar sem héri nokkur skokkaði á undan alla leiðina að herragarðinum þar sem veislan var haldin. Bíllinn affermdur í kvelli og svo að finna haus og hala á „eldhúsinu"  og aðstöðunni eða aðstöðuleysinu. Ég hef lent í að keyra veislu undir mörgum aðstæðum en þetta sló öllu við. „Eldhúsið"var gert þannig að gólfið var gert úr þykkum spónaplötum sem voru lagðar á steypt gólfið sem var svo ójafnt að þegar maður labbaði framhjá henni þá vaggaði hún fram og til baka og hélt ég að kartöflupotturin myndi velta á gólfið. ( Billede 3685Tek það fram að þetta er GÖMUL gaseldavél) Tók ég þann kostinn þegar ég þurfti að komast framhjá eldavélinni og tékka á ketinu þá varð ég að stökkva yfir ákveðinn blett svo að eldavélin myndi ekki vagga alltof mikið. Það þurfti að sjóða upp á sósunni, bæta portvíni í ásamt helling af sméri. Svo tók ég eftir því að ég hafði tekið með mér sýrða rjómann,eplin og blaðlaukinn, og gerði ég þá Smetanasósu ( GOOGLE: sauce smetana) fyrir hjörtinn og portvínssósuna hafði ég  fyrir nautið.  Kryddjurtirnar grófsaxaði ég, setti í blandarann ásamt hvítlauk, scallottulauk, salti og pipar og svo ólífuolíu. Þá fékk ég Chlorophyllsósu á karteflurnar. Þessa sósu gerðu Roux bræðurnir (kokkar) áBillede 3681 Uppatímabilinu fræga. Svo var bara að fara yfir tékklistann sem hékk uppá vegg, skreyta fötin og keyra forréttinn, aðalréttina, koma ostunum fyrir á borðinu ásamt meðlætinu og svo gera klárt fyrir desert, pakka, vaska smá upp það sem er frekar viðkvæmt; hnífa, græjur og þh.  

Danir eru mjög afslappaðir þegar þeir halda veislur. Það eru haldnar ræður, sungnir söngvar um afmælis"barnið" haldnar pásur, slappað af, og yfirleitt gert allt annað en að flýta sér. Þeir hreinlega setja í hlutlausan og eru bara ekkert með neitt stress. Svo að borðhaldið hjá Dönskunum getur dregist í hátt á fimmta tímann þegar vel tekst til. Sæi þetta á klakanum. Þegar ég hef verið með veislur fyrir íslendinga þá er allt keyrt á fullu spítti forr...aðalr....og dese.. í einum streit. TD: Þegar ég og Gunna (yfirkokkur á Jómfrúnni REK) vorum með Þorrablótið í KBH í Den Graa Hal, í Kristianíu borðuðu uþb 500 manns TVISVAR á 45 min. Sem þykir óheyrt hérna í DK. Allavega, þeir sem pössuðu staðinn áttu ekki til orð yfir því hvernig þetta væri hægt.  Veislan sú toppaði 50 ára afmæliskonsert Nínu Hagen sem haldinn var helginni á undan.  En þetta var nú smá útúrdúr.  Svo var mér ekkert að vanbúnaði og ekkert eftir en að kveðja og keyra svo heim. Allir mjög ánægðir með matinn og þá sérstaklega afmælisbörnin.Billede 3692 Keyra heim heilum 43 tímum eftir að ég byrjaði  á að kaupa inn í INCO og aðeins tveir og hálfur tími í svefn! Ég keyrði frekar varlega með gluggana opna og söng hátt, svo sofnaði ég strax þegar ég slökkti á bílnum heima í innkeyrslunni og Steina mín vakti mig korteri seinna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú ert nú meiri dúkkan gunni minn kvefaði !

hafðu fallegan dag í dag !

AlheimsLjós til þín

steina kleina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 04:45

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Thú ert nú meiri morgunhaninn elskan mín. Sömuleidis hafdu fallegan dag.

'Eg hef bara fallega kvefadan dag.

Manninn thinn.

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.8.2007 kl. 06:05

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Ástand er þetta á manni sem nýbúin er að gleðja marga maga

Góðan bata! 

Guðrún Þorleifs, 22.8.2007 kl. 06:40

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mmmmm... hljómar vel. En ég komst að því að ég verð að vinna með kóarann í mér! Ég stressaðist svo upp þegar ég las pistilinn þinn að ég varð að fá mér róandi tebolla á eftir!

Ylfa Mist Helgadóttir, 22.8.2007 kl. 15:54

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hef setið til borð í dönskum veislum - þær eru yndislegar.....

Held ég hafi fæðst í vitlausu landi - sem er þó betra en að fæðast í vitlausum líkama.....

Kveðja, Pollýanna

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2007 kl. 19:07

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Já sammála þér með íslenskar speed veislur......gefa í og ganga frá....svo fer maður sársvangur heim því maður ríkur nú ekki út um leið og búið er að eta....

En vá dugnaðurinn.......mér finnst(fannst reyndar) tarnavinna best og skemmtilegust.

Flott hjá þér.

Solla Guðjóns, 24.8.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband