17.1.2008 | 20:15
ALLT UM DÖÐLUR.
Það eru ábyggilega fáar manneskjur á Íslandi sem ekki þekkja til döðlunnar. Fyrir hugskotssjónum bregður upp mynd af lítilli flatri öskju með brúnum klístruðum ávöxtum. Jólalög, jólasveinar, kökuilmur og jóla amstur, því döðlur og jól tengjast æskuminningu okkar, þó sú sé minna algeng þar sem margir hafa upplifað döðlupálmann undir suðrænni sól en þó í flestum tilvikum án döðluklasa.
Döðlur eru líka að sjálfsögðu hinir flötu, klístruðu ávextir í öskjunni sem við höfum þekkt í svo mörg ár og eru ábyggilega ok. En stundum undrar maður sig á því af hverju er þeim dýft í glúkósasýróp, svo að maður verður að þvo sér eftir að hafa borðað þá með fingrunum. Þó skal nefna það að úr sumum svo kölluðu þurrkuðu döðlum mun alltaf drjúpa sykursýróp úr á meðan þurrkun á sér stað.
Frá náttúrunnar hendi er daðlan aflöng, sporöskjulaga næstum því sívalur ávöxtur. Sú þurrkaða daðla sem við þekkjum best er 3-5 cm. löng og 1,5-2 cm að ummáli. Ferskar döðlur sem tiltölulega nýlega er farið að rækta, tilheyrir annarri tegund af döðlum, þær verða allt að 10 cm langar og 2,5 cm að ummáli. Á yfirborðinu eru þær sléttar en þær verða fljótlega hrukkóttar (næstum því eins og sveskjur). Liturinn er breytilegur, frá svörtum til gullinn og gulum að rauðbrúnum blæ. Sumar verða líka alveg svartar. Hýðið fær á sig glærann blæ og virkar þá næstum því gegnsætt. Lítill tappi er á endanum og er hann leifarnar af blóminu.
Innan í fersku döðlunum getur maður séð að ávaxtakjötið er næstum því hvítt. En í þeim þurrkuðu hefur ávaxtakjötið náð þeim sama lit eins og hýðið bara aðeins ljósara. Eftir endilöngum ávextinum fyrir miðju er grjóthart fræ sem ekki er hægt að borða. Fræið er umlukið þunnri silfurgljáandi himnu.
Ávaxtakjötið er þykkt og dáldið seigt eða hart undir tönn. Ástæðan er að lítið magn vatns er í ávöxtunum. Í eyðimerkurlöndunum er hægt að finna tegundir sem eru þurrar og ekki eins sætar. Þessar tegundir eru mikilvægar í fæðu innbyggjanna og eru aldrei notaðar sem desertuávextir.
Daðlan ER sæt á bragðið. Mismunurinn á bragðinu af hinum mismunandi tegundum liggur í þeirri meðhöndlun, ávextirnir hafa fengið og svo hefur loftslagið mikið að segja. Í flestum tilvikum getur maður sagt að ferskar döðlur séu með hunangsbragði vegna þeirra sykurtegunda sem í séu ( glúkósi og frugtósi), sem hefur þróast efir því sem þær þroskast meira. Þær eru líka ekki eins sætar á bragðið eins og hinar þurrkuðu.
Bragðið af döðlum passar vel með kanil og kardimommum.
En eru samt fínar au natur. Ferskar döðlur geta verið með harðara hýði en þær þurrkuðu, en það er léttara að flysja þær fersku. Þær eru líka kærkomnar í ávaxtasalat saman með ávöxtum sem frá að náttúrunnar hendi eru súrir. Af sömu ástæðu passa döðlur vel við osta, og döðlur í litlum bitum eru góðar í múslí.
Konfekt er auðgert úr ferskum döðlum, td. með að fjarlægja steininn og bæta í hnetum, núggati, afhýddum möndlum eða þá marsípani. Eftir á eru þeim oft dýft í bráðið súkkulaði og kókosmjöli stráð yfir.
Ferskar döðlur er hægt að fylla með osti og þá grillaðar, líka er beikoni þá oft vafið utan um.
Í arabískri eldamennsku er hægt að finna óteljandi matreiðslumöguleika úr döðlum. Þær eru mikð notaðar í forrétti og aðalrétti.
Ávöxturinn inniheldur lítið af C-vítamíni (3mg. í 100g) En aftur á móti inniheldur daðlan mikið af A, B og D-vítamíni. Einnig er ávöxturinn troðfullur af steinefnunum, fosfór, járni, kalcium, kalíum og magnesíum. Þurrkaðar döðlur innihalda meira af vítamínum og steinefnum en þær fersku vegna þéttleika þeirra og þurrkun. Daðlan getur innihaldið allt að 70% af auðmeltanlegum sykri og er hún þess vegna mjög næringarríkur ávöxtur. Ávöxturinn inniheldur líka uþb. 1,5-2g af prótíni í 100g af döðlu.
Sagan öll.
Nokkur vafi er á því hvaðan döðlupálminn hefur uppruna sinn. Hann er nefnilega einn af þeim fyrstu plöntum manneskjan byrjaði að rækta. Sumir vilja halda því fram að hann komi frá Norður Afríku, aðrir segja að hann komi frá Indlandi, en líklegasta skýringin er að hann komi frá ósasvæðinu á milli fljótanna Erfrat og Tígris þeas: Íran og Írak.
Í norðurhluta Írak, í Shanidar hellunum hafast fundist döðlusteinar, sem eru 50.000 ára gamlir. Steinarnir eru frá villtum döðlum (Phoenix silvestris) og vitna um það hversu snemma mennirnir fóru að hafa áhuga á ávöxtunum.
Hinar fyrstu heimildir um döðluræktun koma frá Austurlöndum nær uþb. Árinu 3000 fyrir Krist og eru líkur á því að ræktun á döðlum hefur fundið sér stað þó nokkuð áður í sandinum í Sahara.
Daðlan hefur spilað stórt hlutverk fyrir íbúana á því stóra eyðimerkursvæði, sem teygir sig alla leiðina frá Norður Afríku yfir Arabíuskagann og til Indlands. Þar á stórann hlut í að þessi næringarríki ávöxtur getur vaxið og dafnað á þeim stöðum sem aðrar næringarríkar plöntur geta alls ekki vaxið. Jafnvel nú í dag er daðlan undirstaðan í daglegum kosti fólksins sem býr í eyðimerkursvæðum.
Þess vegna skal það engan undra að döðlupálminn er nefndur svo oft í hinum stóru trúarbrögðum.
Móses prísaði hinar góðu döðlur frá Egyptalandi og hjá Forn Egyptum var daðlan tákn frjósemis. Í Gamla Testamentinu er Jeríkó nefnd sem borg döðlunnar. Jesús reið inn í Jerúsalem, var hylltur með blöðum döðlupálmans og er dagurinn því nefndur Pálmasunnudagur eins og allir vita og stendur um í Nýja Testamentinu. Hjá Gyðingum eru pálmagreinar notaðar til hyllingar.
Í Forn grikklandi og seinna í Rómarríki voru pálmablöðin tákn sigurs, til jafns við lárviðarlauf. Svo voru fyrstu pálmarnir gróðursettir í Grikklandi ca. árið 1000. En loftslagið hefur aldrei verið nógu gott til ræktun Döðlupálmans þar, og heldur ekki á Ítalíu þar sem tilraunaræktun fór einnig fram.
Karþagó, sem var þar sem nú er Túnis var í fornöld mikilvæg miðstöð döðludýrkunnar. Fundist hafa steintöflur með myndum sem sína frjóvgun á döðlublómum og döðluuppskeru.
Seinna kom svo Múhammeð til með Íslam. Hann hvatti múslíma til að heiðra föðursystur sína, döðlupálmann með öðrum orðum: Sína eigin frænku! Það fyrsta sem múslímar borða eftir föstumánuðinn (Ramadamen) eru döðlur. Þó að við tengjum döðlur og íslam saman, þá hefur daðlan táknrænt gildi í kristindómnum sem tákn um frið og píslarvætti (og Jesú þann fyrsta) Það er til umhugsunar að hjá þessum tveim trúarskoðunum, kristni og íslam, sem alltaf eiga í hnippingum við hvorn aðra, að frænka hvers múslíma er friðartákn allra kristinna manna.
Að öllum líkindum hafa döðlur komið til Norður Evrópu um 1200. Þær voru kallaðar fingurepli og næstu 600 ár voru þær það sem aðeins þeir ríkustu átt völ á. Hjá fína fólkinu voru döðlur borðaðar í desert eða eins og í Englandi; bakaður búðingur úr. (pudding)
Þá fyrst þegar stórþjóðirnar sölsuðu undir sig eyðimerkursvæðin og skiptu nýlendunum á milli sín, fór verð á döðlum að lækka svo að almúginn fór að hafa ráð á að borða þennan prýðilega ávöxt. Það gerðist fyrst árið 1830 og voru það döðlur frá Alsír sem áttu heiðurinn.
Fyrst i byrjun 19. aldar var byrjað að rækta döðlur annarstaðar en þar sem hefð var fyrir. Það var árið 1920 þegar plantað var döðlupálmum í Kaliforníu (USA)
Til hinna hefðbundinna ræktunarsvæða má telja: Alsír, Bahrain, Egyptaland, Sameinuðu Arabafurstadæmin, Indland, Ísrael, Írak, Íran, Líbýa, Malí, Marokkó, Máritanía, Níger, Óman, Pakistan, Saudi Arabía, Sómalía, Súdan, Tchad, Túnis og Jemen.
Af nýjum ræktunarsvæðum má nefna; Argentína, Brasilía, Mexíkó, Suður Afríka, og USA ( Kalifornía, Arinsóna og Texas ). Í Evrópu er aðeins lítið svæði á Spáni þar sem ræktun og uppskera er hægt að framkvæma. Sem er umhverfis bæina Allicante og Murcia, í sjálfstjórnarhéraðinu Murcia. Þó eru döðlupálmar og túristagildrur víðsvegar í suður Evrópu, en pálmarnir bera ekki ávexti vegna hinna miklu krafna sem pálminn gerir til umhverfis og veðurfars.
Döðlupálminn getur orðið 200 ára gamall og gæti eflaust sagt frá mörgu gæti hann mælt.
Þegar plantan er fyrst orðin 6-8 ára er fyrst hægt að tína ferskar döðlur og oftast gefur hann af sér flestar döðlur þegar hann er 100 ára og eldri.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt að lesa pistlana þína og fá smá innsýn í allan þennan fróðleik um mat......
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:42
Ég las alla færsluna um döðlur... ég trúi þessu ekki.
Þú skrifar skemmtilega, það skemmtilega að ég gat ekki hætt... takk fyrir fróðleikinn.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 21:00
frábært, nú verða sennilega döðlur með öllu og öllu.
knús og
BlessYou
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 21:19
Döðlur hér og döðlur þar, döðlur allstaðar.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 21:23
Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég byrjaði að lesa DÖÐLUR OG JÓLIN einmitt ég man......Mér finst döðlur rosalega góðar og fæ mér oft en enginn annar á heimilinu borðar þær.
Þú segir söguna vel og ekki eru hugmyndirnar af fyllingunum verri.
Takk fyrir þetta
Solla Guðjóns, 18.1.2008 kl. 02:35
Frábær fróðleikur! Döðlur eru frábærar og má nota til að gera allt mögulegt sætt á bragðið. Allskonar sheika, hristinga og kökur. Góðar fréttir fyrir sætindagrísi...... eins og mig.
Ylfa Mist Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 08:19
Ja hérna hér, þetta var fróðlegt. Hingað til hef ég borðað döðlur með bestu list án þess að vita neitt um þær! En núna er ég orðin töluvert fróðari um þennan frábæra ávöxt. Takk, Gunni!
Knús í bæinn þinn.
SigrúnSveitó, 19.1.2008 kl. 16:09
Takk fyrir þessa fróðlegu grein...hlakka til að koma í heimsókn og fá eina gómsæta...jafnvel með eplacider!!!!
Guðni Már Henningsson, 22.1.2008 kl. 10:50
Skemmtileg lesning hjá þér Gunni Palli. Döðlur eru mikið sælgæti í mínum munni. kær kveðja frá Íslandi.
Frú skrú Skrú (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 15:45
Takk fyrir þetta, ég hef einmitt velt fyrir mér afhverju lífrænu döðlurnar frá Urtekram eru ekki eins klístraðar og sætar og hinar "venjulegu", og mun betri að mínu mati.
Best ég haldi mig bara við þessar ökologisku.
takk aftur fyrir fróðleikinn.
kkv Jóna
jóna björg (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.