26.11.2008 | 23:32
Næturbrölt og veggir.
Sæl elskurnar mínar.
Stundum vildi ég óska þess að ég væri ekki svona mikill kokkur alltaf hreint. Sko ég er að burðast við að hlaða vegg innandyra. Klukkan er orðin miðnætti og ég var svangur. Óskaði mér þess að ég gæti farið í frystinn og hent einhverju rusli í örbylgjuofninn og fengið þar"gómsæta" máltíð" En þar sem ég er alls ekki svoleiðis þá er ekki neitt til á heimilinu sem nálgast áðurnefndan mat. Hundpirraður gegnumskannaði ég hverja skúffu og endurskipulagði ísskápinn á minna en mínútu. EKKERT! Svo fann ég smá VASA (með sesam) kex og borðaði það með smá ítalskri spægipylsu, heimagerðu mæjói og sinnepi. Drakk eplasafa með og kommst í hátíðarskap við inntökuna og svo fór ég að fílósófa um það hvað sé góð máltíð og hvað ekki. Mér fannst þetta ofsalega gott og ég allur til muna.Sko! góð máltíð er ekki alltaf stórsteik og annað sælkerafæði, nei góður matur er sá matur sem maður borðar í friði og ró og þar sem maður getur notið hans til fullnustu án stress og snobbaraháttar. Og nú hef ég orku í að "klára" vegginn og hlusta á uppáhaldið mitt þessa dagana; CAFÉ DEL MAR 25 YEARS. Mæli með skífunum (3) afslappandi og næs tsjill.
Gunni Palli kokkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:36 | Facebook
Athugasemdir
Lenti í þessu miðnætur hungri í gærkvöldi þar sem ég sjallaði framm á nótt við dóttulna í Ammríkuhreppi. Átti ekkert sem mig langaði í nema belgískan ís og lakkrísreimar frá ísl. Nú er ísinn enn í frysti, lakkrísinn búin, þökk sé eldri dóttlunni sem leiddi móður sína úr freisni( át restina) og ég verð leeeeengi í ræktinni í dag
Kær kveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 27.11.2008 kl. 06:54
haha hér á bæ er það nú oft svo þegar mig langar í svona snarl að það er jú hellingur til en ekkert sem mig langar í Langar alltaf í eitthvað allt annað en það sem er til hehe
Dísa Dóra, 27.11.2008 kl. 15:13
Hér sit ég um miðja nótt og kjamsa á congasúkkulaði.....þessu gamla góða.
Gangi þér vel að hlaða.
Ég næ ekki að ná Café del........inn
Solla Guðjóns, 28.11.2008 kl. 01:54
Ég er nú snjarl meistari... og finn alltaf eitthvað...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.11.2008 kl. 19:13
Verði þér að góðu; svona miðnætursnarl er gulls ígildi. Veistu, ég er með Café del Mar í bílnum og hefur hlutað á hann upp til agna. Elska þessa diska, ásamt Buddha Bar; þekkirðu þá?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.12.2008 kl. 20:47
haha, skemmtilegt. elska Café del mar, frábær tónlist
jóna björg (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 08:51
Ég á mína miðnæturrökkurgöngur sömuleiðis. Wasa hrökkbrauð með danskri spæjó er hátíðarmatur þegar maður er smá svangur og vill bara "njóta" nokkurra skaðlausra munnbita. :)
Núna bráðum verður svo kallt hangikjöt í skápnum til að skera niður á ristað fransbrauð yummy!
Baldur Gautur Baldursson, 6.12.2008 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.