Bíflugur og taugastrekkingur í DK.

Það er komið vor í DK og kallinn kominn á kreik í garðinum sínum. Tékkaði bíflugurnar fyrir viku og þar var allt á fullu hjá þeim. Setti svo nýja ramma í búrið og tékkaði aftur seinnipartinn í dag.   Drottninguna fann ég bara strax, umvafin þernum og önnum kafin við að verpa eggjum. Bíflugurnar eru á fullu við að safna hunangi og gera klárt fyrir nýja kynslóð. Nú er fullt af brumi á trjánum og safna þær frjókornum til matar og í töflunum var bæði hunang, frjókorn og lirfur. Sem sagt: VORIÐ ER KOMIÐ. Það var ekki laust við að ég væri smá taugastrekktur um daginn þegar ég opnaði búrið í fyrsta skifti frá því í fyrrahaust þegar ég tók hunangið. Það fór nefnilega allt úr böndunum hjá mér. Ég var allt of seinn heim og var að þvælast í þessu í rökkrinu og svo fór að smárigna og bíflugurnar urðu órólegri við það. Ég varð meira og meira stressaður og fékk á mig helling af stungum á lappirnar. Ég var svo vitlaus að fara ekki í stígvélin vegna þess að þau voru blaut. Hélt bara að það væri nóg að vera í tvennum sokkum! HA. Ég fann fyrir smá stungum á ökklanum og leit niður og það var eins og ég væri með Tarsan ökklaband. Allt morandi af flugum á löppunum. Ég henti öllu frá mér, labbaði smá frá búrinu og stappaði þeim burtu. Fór svo í  blaut stígvélin og kláraði svo að taka hunangsrammana. Bílugurnar voru út um allt og ég þakkaði bara fyrir gallann svo ég yrði ekki stunginn annarstaðar. Einhvernvegin náði ég svo að klára þetta og fór svo inn með rammana, óvitandi um að ég var með heila hersveit af bíflugum á bakinu. Ég spurði dótturina á bænum hvort ég væri með nokkuð á bakinu og hún bakkaði bara inn í stofu og svo heyrði ég bara hálfkæft "já" úr sófanum undan teppi og allt. Sem betur fer sóttu bíflugurnar í ljósið í eldhúslampanum svo að þær enduðu allar í ryksugunni, blessaðar. Það var svo ekki mikið af hunangi, vegna mjög þurrs sumars, en það er djö..... gott.

Dagarnir eftir voru erfiðir. Ég taldi ca 20 stungur á hverjum ökkla plús nokkrar á lærunum og á höndunum þrátt fyrir þykka gúmmíhanska. Devil Ég gat ekki tekið mér frí úr vinnunni vegna veikinda annara ( ég er séffinn) Haltraði um sárþjáður við eldamennskuna og þess á milli sat ég með fæturna í 20 lítra bala með kamillutei sem kínverjarnir mínir voru svo vænir að gera. Ég ætla ekki að segja frá hvað fór mikið af tepokum í balann. En það virkaði. Vekirnir voru ekki eins slæmir á meðan ég var í fótabaði. Hringdi svo í lækninn minn þegar mig fór að svima, en hún óskaði mér bara til hamingju með að vera ekki með ofnæmi fyrir eitrinu. Úr því að ég væri uppistandandi eftir þessa meðferð þá gæti ég óhræddur haldið áfram að vera bíflugnabóndi. Hvílíkur hrossalæknir hugsaði ég með mér og tók verkjatöflu númer 7 eða 8. Yfirmenn mínir þurft líka endilega að koma í skyndiheimsókn þann daginn og kommenteruðu hálf hlæjandi þessa kínversku lækningaraðferð.

Þetta jafnaði sig svo eftir nokkra daga en ég á erfitt með að taka mig saman og vera rólegur þegar ég skoða búið. Það er nefnilega Alfa og Omega að vera rólegur. Bíflugurnar finna á sér ef maður er taugastrekktur, verða líka órólegar,,,,,, og stinga.                                                                           En það er bara gaman að æfa sig í að vera rólegur og yfirvegaður fyrir framan 70.0000 bíflugur sem geta orðið að stórhættulegum óargardýrum ef maður stendur sig ekki.

Svo,,,,,, BEE COOL.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gaman að sjá þig hérna elsku gunni minn. muna að þakka býflugunum fyrir !!!

knus

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Búinn aððí!

Gunnar Páll Gunnarsson, 16.4.2009 kl. 20:58

3 identicon

Ég get bara ekki skilið þig, elsku karlinn, að kalla bíflugur "gæludýr"!!! Á maður ekki að geta knúsað og klappað gæludýrum ??? Spyr sá er ekki veit !

En helv... geta þær verið skæðar littlu skinninn, gangi þér hið besta með þessa rækt !!

Sölvi B Hilmarsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 00:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað það er gott að fá færslu frá þér aftur GP kokkur! Ég var farin að sakna þeirra allótæpilega....

Hér eru engar býflugur komnar á kreik þannig að ég þarf ekki enn að æfa bee kúlið ;) en það styttist í þær með hverjum deginum.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 11:30

5 Smámynd: Líney

Vó,þú ert harðjaxl

Líney, 19.4.2009 kl. 11:53

6 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

En hvað það er ánægjulegt að heya frá þér.  Til lukku með vorið, og góð er hún býflugnasagan. Ég er með tegund hér eins og allir aðrir Íslendingar sem ég nefni Hunangsflugu, mér finnst það svo skemmtilegt nafn. Hún er félagi minn, eða þær sem taka sér bólfestu hér í garðinum mínum. Hún var óttalega lufsuleg í rigningunni í gær, en þetta kemur.

Dáist að þessu þrekvirki þínu. 

Sólveig Hannesdóttir, 19.4.2009 kl. 22:51

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gaman að fá blogg frá þér.

Gangi þér vel að halda taugunum í lagi þegar þú heimsækir þessa 70 þús. vini þína  

Guðrún Þorleifs, 20.4.2009 kl. 00:48

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þó undarlegt megi virðast, er eitthvað notalegt við þessar býflugnaraunir þínar! Ég veit að þú lærir af reynslunni og verður alveg "fuldbefaren" í þessari ræktun áður en við verður litið. Ekki gæti ég farið í þessi spor þín, - frekar en önnur! Gott gengi, kæri GP!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband