Hvers vegna ég elda mat.

Sorry folks. Ég er ennþá flatur eftir þetta í gærSleeping. Svo að ég verð að bíða með færsluna þangað til á morgun. Sorry! En alt gekk vel og allir voru ánægðir. Ég kom fyrst heim um tólf leytið í gærkveldi og sofnaði í bílnum, strax og ég slökkti á honum. Steina kom svo út og vakti mig rétt seinna. Dagurinn hefur svo farið í að ganga frá afgöngunum og vera til staðar gagnvart fjölskyldunni, vafrað um með heilann í eftirdragi. Okkur var svo boðið til vinarfólks okkar seinnipartinn, til John og Mette. Mette gerði þennan fínan franska mat. Steiktan fisk með skeldýrum og ekta miðjarðarhafs fiski/tómatsósu með helling af ólífuolíu og víni. Svona ekta franskt brauð. Seigt og með harðri skorpu. Ost og pylsu frá héraðinu þar sem þau hjónin voru í, í sumarfríinu og svo fínt rosé. Þetta elska allir kokkar: Mat sem er ekkert feik. Gæti verið betra, en gæti líka verið MIKLU verra. Ég veit að hún er svakalega stressuð að ég sé að koma í mat, en hún hefur ALDREI NOKKURNTÍMA skúffað mig. ALDREI!!!!!!!! Hún er perfektionisti í öllu og GERIR EKKERT FEIK bara venjulegan mat og hananú. Ég segi það líka við hana í hvert skifti hversu gott þetta hafi verið.     

Svona ekta matur er: Matur úr ekta hráefni, hendið pakkasósunum og tilbúna matnum. Tékkið sósurnar á GOOGLE. Venjulegur matur einsog bjúgu, ketsúpa, hangikjöt, ofnbakaður fiskur, bakaður eins og nautasteik. þeas "hrár í miðjunni" og salat eða nýjar karteflur. ÆÐI. Það er engin afsökun með að segja að maður sé ekki kokkur. HA! Bara undirbúið ykkur vel, gerið ykkar besta og EINBEITIÐ YKKUR AÐ ÞVÍ SEM ÞIÐ ERUÐ AÐ GERA. Spyrjið kokkinn á næsta veitingastað, hann/hún  verða örugglega glöð að fá að gefa smá hjálp og fróðleik. SVO; Ekki svara símanum, ekki rökræða um allt og ekki neitt, bara ýtið öllu til hliðar og eldið matinn með þeim mesta kærleika sem finnst í heimi og njótið hans á eftir, með þakklæti yfir að fá að gera þennan góða mat til handa öðrum. Að gera það besta fyrir alla aðra og að senda kærleiksríka hugsun til þeirra sem eiga eftir að borða matinn. Það gerði ég í gær sem endranær og aldrei (bara stundum)  klikkað. Þetta hljómar dáldið hmhmhm en trúið mér, kærleikur til annara og jákvætt hugarfar getur verið afgerandi fyrir það sem maður gerir og rennur beinleiðis í hjartastað hjá þeimsem neyta.Billede 3693

Þetta hef ég upplifað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hversu þreyttur ég hef verið þegar ég keyri heim, þá er ég fullur af gleði,þakklæti og ánægju yfir því að að hafa upplifað það að gestirnir skildu hvað ég hef gert, Skildu hversu mikinn tíma matargerðin tók, skildu og meðtóku útlit og bragð matarins og þökkuðu fyrir það. Næstum því að hafa upplifað gjöfina, sem þetta óneitanlega er og ég fæ að sjálfsögðu bogað fyrir. En allt þetta yrði hjóm ef að kærleikurinn til annara ekki kæmi í gegnum matinn. Svona hef ég unnið sem kokkur, ómeðvitað fyrst en svo seinna meir fullt meðvitaður um það að hægt sé að gera mun á orku matarins. Bara með kærleik.

Gangið á Guðs vegum, sem ávallt. 

 

Gunni Palli kokkur. 


Endaspretturinn á matarmaraþoni.

Þá er maður byrjaður á endasprettinum á þessu matarmaraþoni. Allt virðist ætla að ganga upp.                                                            7-9-Billede 3636Billede 363313.

Skrifaði niður minnislistan svo að ég gleymi nú engu. Ég þarf að keyra 20 km til staðarins sem er lengst úti á landi.  Það verður ekkert bara að skreppa út í búð takk! Staðurinn er algjört ÆÐI. Hundgamalt hús og eldavélin er BARA MÍNUS GÓÐ. dáldið krípí, með spónaplötum á gólfinu sem dúa þegar maður gengur yfir í eldhúsinu. Ég tek extra batterí með fyrir myndavélina svo að maður geti dókúmenterað herlegheitin. Næsta blog verður í kvöld eða snemma á morgun. Bless bless og gangið á Guðs vegum sem endranær.

Gunni Palli kokkur.   


Góðan daginn.

Ókey! tvoog hálfan tíma tók það að sofa. En nú er kallinn vaknaður og klár. Sólin skýn og fuglarnir byrjaðir að tísta. Þetta verður frábær dagur. Ég hnoða deigin upp aftur og byrja svo á kúrbíts/reykostabökunni. En fyrst,,,,,KAFFI.Billede 3615 

Góða nótt.

Þá er klukkan hálf fimm að morgni og það er sprungið á öllum hjá mér. Ég tek mér kríu í einn tíma eða svo. Ég er búinn að ná upp flestu sem ég setti á hakan fræga fyrr í „dag"Billede 3620 Deigin þrju liggja og hefa, tómatarnir eru bakaðir og allt gúmmulaðið er komið í bæði soðin. Góða Billede 3621Billede 3623nótzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz


Miðnætti og meira kaffi.

                                                                                                                                                 Miðnætti! Það gargar á pásu og kaffi, Billede 3615þó að ég eigi hana ekker skilið, hundlatur í dag og fór svo að horfa á sjónvarpið,,, fussum svei.  Réttlætti þetta fyrir mér og almættinu að þetta var þáttur um atómbombuna og fyrstu árásina á Hirosima. Sorglegt. En það tókst mér að standa upp og byrja aftur með veisluna. Búinn að sigta fyrsta soðpottinn, sauð hann ekki eins lengi og ég sagði í fyrra blogginu, bara í 12 tíma. Billede 3594Beinin geymi ég svo þar til pláss  er fyrir og seinni potturinn hefur soðið líka í 12 tíma. Þá steypi ég gömlu beinunum í og geri svokallað  súpusoð ( lesið: þunnt) þurfti líka að skera mig í lófann svo að best er að blogga í bili.  Ég batt ketið til, bakaði kökuna og gerði ísinn. Á eftir hnoða ég deigin í brauðin. Eitt með anísbragði, annað gróft og það þriðja verður með polenta og durum hveiti. Ég náði í litla glymskrattan hennar dóttur minnar og er að hlusta á popp frá þeim tíma þegar ég var ungur strákur og átti ekkert nema framtíðina fyrir mér. Útvarpsstöð sem heitir því frumlega nafni: YESTERDAY. Þar hittu þau naglan á höfuðið, bara gamalt popp og þh. Jæja, þarf að fara að fleyta af soðinu og gera brauðið. Bæjó í bili. 

 Billede 3610

Billede 3617

Gunni Palli kokkur.

110 ára afmæli Thomasar og Hönnu.

Þá er ég með veislu á morgun, Thomas og Hanna, vinir mínir halda upp á það að þau verða 110 ára saman í ár. Þau halda upp á það með „manér" á morgun og ég verð kokkurinn.

                                                     Ætla ég mér að blogga allt um veisluna.

Billede 3570

MENU.

Forréttur:

-Frauð af heitreyktum urriða með clorophyllsósu, anísbrauði og lífrænu sméri.

Vín: Pinot gris.

Aðalréttur/ir:

-Nautahryggur í salvíu. Krónhjörtur og epli.  Portvínssósa með nautamerg.

-Sprotakál/blómkálssulta Polognaise.

-Reykosts/kúrbíts baka og jarðsveppavinaigrette.

-Ofnbakaðir tómatar, timian, svartyllisblómaedik og repjuolía.

-Epla og villirósaávexta (DK: hyben)lasagne.

-Skógarsveppir og laukar.

-Soðkartöflur og skessujurt.

-Gamaldags salat með sætri sítrónu- rjómadressingu.

-Þrír ostar einn blár, einn hvítur og einn fastur. Með öllu því sem til heyrir. Meðal annars: ólífur, kandísaður pomelobörkur, hnetur og brauð.

Vín: Rautt. Ástralskt shiraz.

Desert:

-Súkkulaði-khalúa-expresso þykkni með Rheine Claude plómum og mintuís.

Vin:Fransk Sauterne og Ítalskt freyðivín.

Late snack:

-Ítalskar og Franskar pylsur, ostar, brauð og svo allt það sem afgangs verður frá veislunni. Öl og snaps.

 

 

Ég fór eldsnemma  (kl:5 )í morgun niður í KBH og verslaði inn í INCO sem er stórverslun allra kokka.

Kom svo heim um 9 leytið. Kyssti konuna mína og kvaddi. Hún fór svo í vinnuna hún mætti einum og hálfum tíma of seint svo að ég gæti verslað inn. ( hún var svosem ekkert að súta það, fékk að sofa einum og hálfum tíma lengur vegna þess) Billede 3590Billede 3566Pakkaði upp og setti nautabeinin yfirí 30 lítra pott, fyrir sósuna. Þau eiga að sjóða svona non stop í 24 tíma. Fyrst í 12 bara í vatni og svo hina 12 með grænmeti, fryddjurtum, víni og öðru gúmmulaði. Suðan var að koma upp núna áðan eftir einn tíma yfir eldinum. Byrja svo að skera grænmetið og hreinsa urriðan. Á meðan hlusta ég á eitthvað gott klassískt, á helling af svoleiðis góðum cídíum. Tek svo desertinn og ísinn seinnipartinn ásamt því að binda ketið upp og brúna það. Pomelóbörkurinn sem ég er búinn að malla undanfarna 3 daga læt ég svo í krukkur og kæli.  Brauðin; Þrjár tegundir, geri ég í kveld . Ég reikna ekki með því að sofa mikið í nótt, kanski tek ég mér kríu á sófanum í tíma eða tvo.  Er vanur því að taka veislurnar í einum rykk. Svo tek ég því bara rólega á sunnudaginn og mánudaginn og þá er allt komið í lag. Best að byrja að vinna og við sjáumst seinna.

Gangið ávallt á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.

 


Sumarfríið búið.

Á morgun byrja ég aftur að vinna eftir æðislegt sumarfrí....................................................................

...........................................................................................................................................................

...........................................................................................................................................................

...........................................................................................................................................................

..........................................................................................................................................................

............................................................................................................................................................

................................................................................................................................................................

...............................................................................................................................................................

.............................................................................................................................................................

............................................................................................................................................................

..............................................................................................................................................................

...............................................................................................................................................................

...................................................................................................................................................................

 ...............................................................................................................................................................

 ...............................................................................................................................................................

.............................................................................................................................................................

............................................................................................................................................................

..............................................................................................................................................................

og ég hlakka raunverulega til að byrja aftur á amstrinu......... alveg satt.

 

Billede 2262

 

 

 

 

 

 

 

 

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hugleiðingar um ferð.

Jæja þá erum við fjölskyldan komin frá Svíþjóð eftir 9 daga ferð í smálöndum og norður skáni.Ferðin var dásamleg í alla staði og vorum við fyrst í Astid Lindgren garðinum www.astridlindgrenworldBillede 3204.com . Við vorum þar fyrir nokkrum árum og vildi 10 ára gömul dóttir okkar upplifa garðinn áður en hún yrði of mikill táningur. Við mælum með þessum garði fyrir alla sem eiga börn og í staðinn fyrir að fara á sólarströnd þá er þetta alveg einstakt. Disneyland go home! Garðurinn er innréttaður þannig að gestirnir ganga frá rjóðri til rjóðurs og þar eru miniútgáfur af ævintýrunum leiknar fyrir gestina. Þarna eru proof leikarar og fá börnin og barnalegar sálir sögurnar beint í æð. Svo ekki sé minnst á söngvana!  Og þarna er sungið og sungið. Oftast með alvöru hljóðfæraleik  en stundum á teipi. Tvö svið eru þarna og eru sögurnar settar sem söngleik á stóra sviðinu og á litla sviðinu er samansettar syrpur úr öllum sögunum.  Ævintýrapersónurnar ganga svo um allan garðinn og heilsa upp á fólk, þar er Karlson á þakinu sem stríðir öllum og stelur ís, riddararnir í Bróðir minn Ljónshjarta ganga ribbaldalega um og Pabbi hennar Línu er með áhöfninni sinni og spyr börnin hvort þau hafi ekki séð Línu!! Allt er þetta utandyra og svona til að punta upp á þetta og gefa okkur frekari heildarmynd,þá eru beljur, geitur,grísir,hænur,gæsir og kindur í litlum gerðum út um allt og þar sem undanfarið hafði ringt og hitinn uþb 25g þá gáfu dýrin af sér þægilega smálenska sveitalykt.  Svo þegar líða tekur að lokum þá ganga hljófæraleikararnir niður að hliði og leika lögin með þægilegu jazzívafi ( kontrabassi og brass)  Það eru þægileg kaffihús þarna með góðu bakkelsi og alvöru kaffi( expresso og þannig) en maturinn er að sjálfsögðu stílaður fyrir fjölskylduna með ódýran mat. Ekkert slæmt en heldur ekkert VÁÁÁÁ!  Sem betur fer eru svo fullt af veitingastöðum í Vimmerby sem er steinsnar þar frá.  Svo keyrðum við niður á Skán og vorum þar í viku saman með hugleiðslugrúppunni hennar Steinu, í stóru sumarhúsi sem er hluti af svokölluðu börneners by. Þar sem börn einstæðra foreldra eða börn sem af einhverjum ástæðum ekki geta farið í sumarfrí verið og notið þess að vera í náttúrunni saman með öðrum börnum. Húsið okkar er við stórt vatn sem við notuðum óspart til þess að synda í bæði seint og snemma. Þegar sumir stunduðu morgunhugleiðsluna þá vorum við Sigrún Sól að synda klukkan átta um morguninn. Alein fyrir utan endurnar og skógarfuglana. Billede 3447Þarna vorum við í hinu besta yfilæti, baða, sofa, vera í sólbaði, borða saman, tala saman um Esoteriskar upplifanir og reynslu, upplifa hina Sænsku náttúru og að lesa. Ég fékk góða bók em ég las að sjálfsögðu í einu bretti. Bókin er um Findhorn garðinn fræga í Skotlandi sem ég hef nefnt áður. Þar segja þau frá sem byrjuðu á garðinum. Um það að trúa á Guð og stóla á almættið, að elska það sem þau gera til þess að hin jákvæða orka gerandans nýtist og ýti undir verkið og að vinna saman með náttúruöndunum og fá góð ráð frá þeim. Þau fengu algjöra órækt til að byrja með, ófrjóa jörð sem þau ræktuðu upp með beinni aðstoð náttúruandanna. Þau fengu upplýsingar um hvað mikið af þangi, hestaskít og hálmi átti á fara á moltuhauginn til þess að fá réttu næringuna í sandinn til svo að breyta sandinum í mold. Hvernig þau áttu að senda kærleik og vinnugleði í verkefnið þegar þau verkið var unnið. Náttúruandarnir eru meira en viljugir til þess að vinna með okkur ef að við vinnum með náttúrunni og hennar þörfum, en ekki okkar duttlungum. Náttúruandarnir vinna eftir boðum Guðs og gera það með hinni mestu ánægju. Þeir víkja fyrir okkur ef að við spyrjum leyfis og virðum þeirra verk og ef að óskir okkar eru ekki fullar af eigingirni og græðgi. Þeir hafa fengið þau skilaboð um að vinna með okkur og hafa samband við okkur ef að við höfum samband fyrst.  ( þið hafið öll lesið ísl. þjóðsögurnar) Þarna eru álfar og dvergar sem eru verkamennirnir, þeir gera það sem plöntuandarnir segja þeim að gera. Plöntuandarnir fá svo skilaboð frá æðri öndum/englum sem svo fá skilaboð frá Guði/ almættinu. Þetta getum við gert ef að við gerum verk okkar á óeigingjarnan hátt og með ánægju þó að stundum sé erfitt að koma auga á hvað það sé ánægjulegt við það að strita svona mikið. Ef við breytum okkar hugsunarhætti og snúum neikvæðni í jákvæðni þá er allt í einu gaman að lifa og vinnan verður ekki eitthvað sem á að ljúka sem fyrst en allt í einu er dagurinn bara búinn og maður er fullur af gleði eins og sá getur sem skilað hefur góðu dagsverki . Það getur tekið á að vera alltaf svona ansans jákvæður og það er svo auðvelt að velta sér upp úr neikvæðninni og að benda á hvað allt sé ómögulegt og svart.Billede 2945 En í hinu svartasta myrkri er líka ljós og við eigum að finna það og láta það lýsa upp okkar sálir. Ljósið kemur frá Guði, ljósið er kærleikur sem við getum nýtt okkur til þess að lýsa öðrum sem svo lýsa öðrum og svo koll af kolli....... Kærleiksuppsprettan er ótæmanleg og það eina sem við þurfum að gera er bara að bera okkur eftir björginni.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 


Hið þögla vor

Þá er ég byrjaður að lesa mér til um Lífræna ræktun og þá sérstaklega Bio-dynamic aðferðina. Þar sem áhrif tugla og sólar gætir á lífríkið. Þetta er voðalega gaman og þar gætir margra grasa. Svo ekki sé meira sagt.bi

Við erum að mér finnst alltof fljót á okkur með að eitra og úða á allt sem okkur er ekki vel við og finnst ógeðslegt.  

Í einni bókinni las ég um aðra bók sem kom út árið 1963. THE SILENT SPRING eftir rithöfundinn Rachel Carson.  Hún var á meðal þeira fyrstu vísindamanna sem efuðust um þá eiturstefnu sem herjaði á Bandaríkin á þeim tíma. Bókin fjallar um þegar baráttan við Álmveikina sem herjar á Álmtrén. Veikin breiðir úr sér sem sveppur og svo með sérstökum álmbjöllum.  Leggst hún á öll álmtré og drepur þau eftir eitt ár eða svo. Nema hvað að þessi veiki var meðhöndluð með DDT sem var undrameðal fyrir öllu eftir seinni heimstyrjöldina bæði á menn, dýr og plöntur.  Þá héldu menn að DDT myndi bara brotna niður og hverfa í náttúrunni ,annað var ekki sannað.  En hið sanna  kom svo í ljós, eitrið fór inn í trjáblöðin, svo niður í moldina með haustinu, étið að ánamöðkum og öðrum skordýrum og sem svo seinna voru étnir af fuglum. Þeir urðu svo veikir og eða dóu. Sumstaðar fundu menn ánamðaðka með svo miklu DDT í sér- vorið eftir, að aðeins 10 stykki þyrftu til að drepa venjulegan skógarþröst. Í sumum bæjum voru engir  lifandi fuglar og enginn fuglalasöngur það árið. Þaðan kom titill bókarinnar ‚(isl: Hið þögla vor. GPG).

Það má svo geta þess að fyrir 16 árum síðan herjaði álmveikin hérna í Danmörku og var tekin sú erfiða ákvörðun að fella og brenna trén í staðin fyrir að eitra. Svona smá jávæð þróun!

 Það sem mest er úðað fyrir illgresi og skordýrum, skordýrin verða bara með tímanum ónæm fyrir eitrinu og stærri dýr sem lifa á þeim hverfa.  Mér finnst sláandi líking á notkun DDT í þá daga og á hugarfari okkar á erfðabreyttri  ræktun núna.  Það á að vera nýjasta undraaðferðin að erfðabreyta náttúrunni svo að við getum borðað ennþá meira og ódýrara. Þeir sem hugsa og lifa líífrænt setja spurningarmerki við hvort þetta sé það rétta og benda á að alls ekki sé komin nóg reynsla á hvað það GÆTI gert skaða á umhverfinu til langframa. Fyrirtæki eins og NOVO NORDISK hérna í DK framleiða mikið af allskonar erfðabreyttum hvötum, til framleiðslu á Insúlíni og annað fyrirtæki NOVOZYMES framleiðir erfðabreytta hvata til margskonar notkunnar ma. í þvottaduft. En þar er ferlið lokað. Þannig að ekkert má leka út í umhverfið, gerist það þá verður að tilkynna það til almannavarna Dana.2993n_brun_bi_20040702_lbo

Það var í fréttum í vor að geysistórir stofnar af býflugum hefðu drepist í miðríkjum USA og annað eins í Canada. Þar er erfðabreitt grænmeti ræktað saman með öðru og þar eru bæði smádyr, fuglar og skordýr sem borða af og bera frjókorn og annað frá erfðabreyttu ökrunum til hinna þar sem ekki er erfðabreytt. Það er víst að býflugurnar bera frjókorn á milli plantna og þær gera engan mun á erfðabreyttum og venjulegum blómum. Við vitum ekki hvað þessar aðgerðir gera náttúrunni til langframa. Þetta var bent á þegar fyrir mörgum  árum að það GÆTI verið vandamál þetta með býflugurnar. www.wikipedia.org/wiki/Colony_Collapse_Disorder Að rækta sér til matar án eiturefna og kemiskra hjálpartækja hefur alla tíð heillað mig og þegar ég ákvað það að lesa mér til um býflugnarækt með hunangsframleiðslu í huga, sem ég ætla mér að koma í framkvæmd með næsta vori kynntist ég John Lissner, gullsmiði hérna í bænum og hann er einn af þeim fremstu í dk í býflugnarækt ÁN  LYFJARGJAFAR og  kemiskum baráttuefnum gegn sjúkdómum sem herja á býflugur.

Ég er alls ekki að segja að allt þetta sé satt, heldur að í upphafi skyldi endinn skoða. Á hverju byrjum við og hvert viljum við fara? Ennþá mikilvægari væri spurningin: Og á hvern HÁTT viljum við fara veginn?  Albert Einstein sagði einusinni að ef allar býflugur jarðarinnar myndu deyja þá hefðum við fjögur ár eftir á jörðinni.

Lífrænir bændur nota ekki eitur á plöntur og skordýr. Þeir vinna ekki á MÓTI náttúrunni heldu MEÐ náttúrunni. Til eru fínar aðferðir sem eru  alveg lausar við að DREPA eitthvað, Bio dynamisk ræktun gengur út á það að tungl, sól,stjörnur og sjörnumerkin hafa áhrif á okkur og þá ekki síst plönturnar. Við eigum að rækta jörðina í samráði við jörðina og þá sem passa hana. (sýnilega og ósýnilega) Til eru Dívur og álfar sem passa upp á lífríkið og við verðum að læra að vinna með. Allt hangir saman í hinu stóra samhengi. Við erum svo óendanlega lítil á miðað við aðrar plánetur, bara lítill flugnaskítur á hinu stóra alheimskorti  og ótrúlegt ef aðastaða himintungla hafi ekki þar áhrif á. Margir munu hlæja ef að ég segði að best væri að reyta arfa á sérstökum rótardögum eða að þegar jörðin sé í einhverju stjörnumerki.  Þetta er ekki vísindalega sannað heldur er reynslan látin tala sínu máli. Lífrænt og Bio ræktað grænmeti ,kjötvörur og mjólkurvörur finnst mér bagðast mun betur, þeas. Það ER bragðmunur þar á. Hérna í Danmörku finnast ótrúlega mikið af lífrænum vörum og reynum við að kaupa það eftir megni og fjármagni. Grænmetissali einn í Árósum sagði einusinni að hann hafði séð nágranna sinn nota Bio dynamiske aðferðir og dáðst að árangrinum og var farinn að nota sömu aðferðir með góðum árangri.

Í Skotlandi er staður sem heititr Findhorn. www.findhorn.info  Þar vinna saman manneskjur sem sjá álfa og Dívur og rækta jörðina eftir beinum leiðbeiningum þeirra. Þangað langar mig að fara á námskeið. Sjá og þreifa á. Anda að mér og bragða.Fairies

 Ég er að læra. Læra að verða betri manneskja, með virðingu fyrir öllu lifandi á jörðinni, manneskja sem skilur. Það er langt í land og er ég alls enginn Holy guy. En ég er byrjaður, og ég skal halda áfram að bæta sjálfan mig. Leiðin er löng en hún er alls ekki leiðinleg. Ég hlakka til að verða gamall maður með meiri vitund, ég hlakka til eftir dauðann að skilja meira, ég hlakka til að byrja aftur í nýjum líkama og uppgvöta aftur gamlan lærdóm og svo læra meira.......

Þetta ég er sálin mín sem er hið raunverulega ég

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.

 


Hvað er það að vera Esóteríker?

Sæl og blessuð.

Við hjónin höfum oft talað um það að við séum Esóteríkar, Hvað það sé eiginlega, spyrja margir og reyni ég hérna að þýða smá klausu sem ég fann á netinu svona í stórum dráttum.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli. 

Orðið Esaoteric þýðir „hið innra" eða „Í leynum".  Esoteriske lære (?) Esóterískur lærdómur, vísar til okkar skilnings á hinum innri veröldum/vitundum sem aðeins er ætlað þeim sem eru innvígðir. Stór hluti þessa skilnings hefur þegar verið opinberaður almenningi, aðallega í gegnum skrif rithöfundarins Alice Bailey.

Hinn Esóteríski lærdómur Esoteriske lære (?) álítur hinar innri vitundir og svið, sem hinn eiginlegi veruleiki. Ástæðan fyrir því að hin eðlisfræðilega /áþreifanlega veröld lítur út eins og hún gerir, er vegna hinna innri aðstæðna/orsaka. Allt sem við upplifum með okkar ytri synjunarfærum (sjón, heyrn,bragð....) er upprunnið  af aðaleinkennum  í hinni guðdómlegu hugsun, sem mannkynið hefur sótt innblásturinn frá og út frá þvi gert þá hluti í þessum heimi sem við sjáum.  Hin innri sál sem býr í hverri manneskju hefur gert líkama manneskjunnar  í beinum tengslum við endurholdgunnarferilinn.

Alheimurinn er skapaður  af hinum stóra hugsuði - Guði.

Sá skilningur sem birtist okkur í gegnum hinar fimm stóru vígslur, er (leynilegur)fyrir innvígða (hulinn) e: esoteric.                                                                                                                                                                                           En Hann verður það óneitanlega ekki í því augnabliki sem hann verður aðgengilegur öllum/opinber.eksoterisk (?) . Mikið af þeim vísdómi sem hinn leyndi lærdómusskóli  esoteriske lære (?)nú gerir opinbert hefur áður heyrt til leyndra lærdóma og verið leynt almenningi. Nú hinsvegar hefur verið leyft að opinbera hluta af þeim lærdómi og þessvegna í raun alls ekki lengur leynilegur eksoterisk (?)

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband