18.7.2007 | 21:58
Ótrúlega flottar.
Hver man ekki eftir þessum stelpum? Voru þær ekki ekki fyrstar með stelpupopp?
Þær voru allavega í rosalegu uppáhaldi hjá mér þegar ég var ca 12+
18.7.2007 | 21:15
Darfur og vatn.
![]() |
Vatnsforði fannst í Darfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2007 | 17:45
Emhetta og spælegg.
Sæl!
Ég sit hérna í ryki og skít upp yfir haus eftir reddingar dagsins.
Sko, það kom rörakall á föstudaginn og boraði gat í gegnum vegginn fyrir nýju emhettuna okkar. Þar sem við fengum okkur nýja gaseldavél í stærri klassanum þá þurftum við emhettu. Hann gerði TVÖ göt á vegginn, og ef við hefðum farið efti leiðbeiningum hans þá hefði verið ca 40 cm bil á milli eldavélar og emhettu. HALLÓ!!!!! Stóru pottarnir mínir eru uþb. Hálfur metri á hæð og fyrir utan hið sjónræna með emhettuna alveg oní eldavélinni, þá vil ég elda annað en bara spælegg og beikon. Í stuttu máli þá er ÉG búinn á gera annað gat á veginn alveg efst uppi og sem leiðir skáhallt upp og út. (Emhettan fer svo upp á morgun.) Þetta hefur tekið bróðurpartinn af deginum og er ég nýbúinn að háma í mig SPÆLEGG og toast med HEINZ ketchup og hálfum lítra af Herslev Bjór svokallaðan Mai Bock. Sjá www.herslevbryghus.dk Kallinn sem bruggar bjórinn ( Tue )er algjör snillingur, hann er með brugghúsið heima hjá sér og selur grimmt. Bjórinn er ógerilsneyddur og ófilteraður og með fullt af bragði.
Danir eru alveg tjúllaðir í þessa tegund af bjórum. Micró brugghús hafa sprottið upp eins og gorkúlur undanfarin 6 ár og eru þau orðin ca 100. Sjá meira á www.ale.dk sem er heimasíða bjóráhugamanna hérna í DK. Andsk... bjórinn búinn og ég að fara að taka til eftir sjálfan mig. Fæ mér kanski annan bjór þegar ég verð búinn eða bara fer með Steinu og hundana niður á Herslev strönd og syndi í sjónum. Hitinn verður uþb. 20g í nótt!!!!!! Hlakka til.
Gunni Palli kokkur.
16.7.2007 | 08:15
Matargatið
Takk fyrir það bróðir.
Ég vildi að sjórinn yrði mjólk
undirdjúpin að sméri
Fjöll og hálsar flot og tólg
undirdjúpin að skyri
uppfyllist óskin mín
öll vötn í brennivín
Holland að heitum graut
horngrýti gamalt naut
Grikkland að grárri meri
15.7.2007 | 21:00
Smásöguklukk.
SMÁSÖGUKLUKK
HVERJUM VILDI ÉG BJÓÐA ÚT AÐ BORÐA EF ÉG ÆTTI KOST Á?
Hvað myndir þú gera ef að þú fengir þann möguleika á að bjóða hverjum sem er í mat, eina kvöldstund? Það skiftir engu máli fjarlægðir, tími eða stund. Dauðir eða lifandi. Raunverulegir eða ímyndaðir. Teiknimyndafígúrur eða tölvuhetjur. You name it.
Sendið mér smásögu um hvern og hversvegna. Hvar borðhaldið ætti að eiga sér stað, matseðillinn/maturinn vel útlistaður og hvers vegna akkúrat þessi matur. Drykkjarvörur og hvaða umræður/skemmtiatriði eigi að eiga sér stað?
Allar sögurnar birtast svo á heimasíðunni.
Vinsamlegast sendið sögurnar á gunnarslaraffenland@gmail.com
Hér kemur svo mitt boð.
Ég myndi bjóða Hallgrími Péturssyni, presti og skáldi heim til mín. Í Den.. var alltaf boðið til stofu að heldri manna sið og ekki vil ég vera þeirra eftirbátur. Ég myndi ég kalla á Ylfu Mist Helgadóttur frænku konunnar minnar. Hún er svoddan menningardama og með afbrigðum tónelsk
(sjá www.ylfa.is ) og svo hóa á Einsa bróður minn sem býr í Keflavík. Hann ætti að koma með harmónikkuna sína sem hann er snillingur á. Við myndum blóta Þorra fram eftir kveldi og þyrftum við ábyggilega að panta fimm manna þorrabakka, eina tunnu af sérbrugguðu öli og ca. Pott af Óðalsbrennivíni fyrir hvern, og auðvitað neftóbak af fínustu gerð handa Hallgrími. Hann var alla sína tíð fátækur maður en kunni vel allt gott að meta bæði gæði þessa heims og hins. Það þótti frekar ófínt í þá daga að prestar tækju í nefið eins og ótíndur bændalýðurinn.
Súrmaturinn kæmi að sjálfsögðu að norðan, hákarlinn að vestan og feitt sauðaketið taðreykt. Harðfiskurinn úr Þorlákshöfn og rúgbrauðið hveraseytt. Heit rófustappa og uppstúf með heitum kartöflum.
Við myndum að sjálfsögðu spyrja hann spjörunum úr um skáldskap hans og koma kallinum í skilning um að hannn er orðinn heimsfrægur á Íslandi eftir dauða sinn og svo eru þessir Passíusálmar hans oðnir þekktir út fyrir landsteinana. Við myndum líka toga uppúr honum allan þann skáldskap sem er þessa heims. Hann orti ógrynninn öll af veraldarlegum kvæðum sem hann ætti að rifja upp og við læra og syngja með.
Eftir matinn yrði borið fram rótsterkt kaffi (með brennivíni), pönnukökur með sykri, þeyttum rjóma, og hnefastórar kleinur.
Það yrði sungið, spilað og kveðið, rætt og hlegið, etið og drukkið fram eftir nóttu og ekki hætt fyrr en við sólarupprás.
Ég myndi fá tæknimenn til að taka allt þetta upp, selja það hæstbjóðanda og gefa alla upphæðina til þurfandi.
15.7.2007 | 20:58
Sultarsöngvar frá ýmsum löndum.
MATARKVÆÐI + ÁST.
Kokkar og sælkerar hafa í gegnum tíðina oft verð með háleitar og fleygar hugmyndir um það sem þeir meðhöndla í eldhúsinu og borða.
Fullt er til af allsonar matarvísum og söngvum og er okkur í fersku minni er við sungum saman með Bakaradrengnum í Dýrunum í Hálsaskógi og Sultarsöngur Mikka Refs og Söngur Húsamúsarinnar eru lofsöngvar um ketneyslu á háu stigi.
Karíus og Baktus þráðu franskbrauð og sætindi, en í Afmæli Bangsapabba er Dýrðaróður til grænmetis og hollustu.
Hérna er svo smá samantíningur á Íslensku, Dönsku og Frönsku um mat, át og matreiðslu.
Verði ykkur að góðu.
Gunni Palli Nýbloggari.
Ode til det gode gamle Køkken.
Vort land af blanke fiskestimer randet,
Hvor korn til brød af brede bakker vælder.
Sig skæbnen Tak! Her er Slaraffenlandet,
vort rige bord et eventyr fortæller.
Se, dagligkosten bli´r en festlig gave,
Naar kvinden digter med i kogebogen.
De gamle retter, kok, du skal dem lave,
Kom Danske mad, kom frit fra skammekrogen!
Vel viser jeg det Vælske køkken ære,
Jeg priser gerne Frankrigs omeletter,
men til vort bord skal du, vor husmor, bære
de gode, jævne, danske folkeretter.
Tak kok og husmor, tak for fantasien,
For tusind raad af spiselige gaver.
Madglade Danmark, grib nu servietten.
Oh, Kallunsuppe! Fryd for alle maver!
KONG MADGLAD.
-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-
Hvad nyder mon tørken og hvad æder jøden?
Hvad slagter en frimurer vel?
Et fødeland kendes selfødelig på føden,
og maden er best hos os sel.
Først propper vi i os så stærkt vi kan orke,
Til drøvlen slår i som en klap,
Så passer det danskere ganske å snorke,
Og verden blir hip som hap.
Jeg elsker det kolde, det store og stille
Og helt usandsynlige bord
Med fade og stege og silder i dille
Og ingen der mæler et ord.
Det bugner og vælter og stavles og tårnes
Og skvalper i øl og snaps.
Så er der en hamburgerryg der skal ordnes,
Og resten blir hipper som haps.
Dönsk matarvísa frá því herrans ári 1031.
Heill sé þér, þorskur, vor bjargvættur besti, |
Hannes Hafstein |
|
|
|
O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-
Færi þér feiti
fýlungakyn,
bjargfugl sig á borð
beri sig sjálfur;
salti sig lundi,
sjóði sig rita,
hengi sig hvalir,
en sig hnísur roti,
skeri sig skarfar,
skjóti sig selir,
stingi sig kolar,
en steiki lúður;
fletji sig fiskar,
en flatar skötur
biðji þig grátandi
Sín börð að smakka!
Matthías Jochumsson; HAMINGJUÓSK!
-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-
Margt er gott í lömbunum,
Þegar þau koma af fjöllunum,
gollurinn og görnin,
og vel stíga börnin.
GÖMUL BARNAGÆLA.
-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-
Sé ég eftir sauðunum,
sem að fara úr réttunum
og étnir eru í útlöndum.
Áður fyrr á árunum
ég fékk bita af sauðunum,
hress var ég þá í huganum.
En nú er komið annað snið,
en mig næsta hryllir við,
þeir lepja í sig léttmetið.
Skinnklæðin er ekkert í
ull og tólg er fyrir bí;
sauða veldur salan því.
Eiríkur bóndi frá Reykjum á Skeiðum.
-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-
Loftur er í eyjum
bítur lundabein.
Sæmundur er á heiðum
Og etur berin ein.
DANSSTEF.
-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-O-
Ecoutez bien ceci, vieux cusiners novices,
Qui faites des homards avec des écrevisses,
Et qui croyezqu'on peut, ches Potel ou Chabot,
Traduire mon plat grec en tranches de turbot.
L´heure est enfinvenue où notre capitale
Peut joindre à ses banquets la table orientale,
Et donner marseillais et non un plat menteur.
À ce plat phocéen accompli sans défaut,
Indispensablement, meme avant tout, il faut
La rascasse, poissos, certes, des plus vulgaires.
Isolé sur un gril, on ne l'estime guère,
Mais dans la bouillabaisse aussitôt il répand
De merveilleux parfums aux d'où le success depend.
La racasse, nourrie aux crevasses des syrtes,
Dans les golfes couverts de lauries et de myrtes.
Ou devant un rocher garni de fleurs de thym.
Puis les poissons nourris assez loin de la rade,
Dans le creux des récfis: le beau rouget, l'orade,
Le pagel délikat, le saint-pierra odorant,
Gibier de mer suivi par les ichthyologues
Fins poissons que Neptune, aux feux d'un ciel ardent,
Choisist à la fourchetteet jamais au trident.
Bálkur um Bouillabaisse á Frönsku.
15.7.2007 | 20:55
Dauði sælkerans, eftir Robert J. Misch.
Hérna er smásaga eftir Robert J. Misch. Sem ég fann í einni af mínum óteljandi matreiðslubókum.
Ekki nein sérstök saga og mun aldrei vera að finna meðal eðalbókmennta. En skemmtileg eigi að síður.
Sérstaklega út frá því að hún var skrifuð fyrir hundrað árum síðan.
Höfundurinn kom frá Evrópu og má finna samfélagsádeilu á Bandarískt þjóðlíf í sögunni á milli línanna.
Fyrir hundrað árum síðan hefði hann ábyggilega verið ákærður fyrir guðlast, en í því upplýsingarþjóðfélagi sem við búum í myndi engum koma það til hugar.
Í raun inni er hann að lofa eilífri hamingju og sælu ef við förum eftir reglum, boðum og bönnum sem kirkan og samfélagið lofa okkur ef við erum góð og þæg. Og er það ekki málið? Eilíf sæla og hamingja, hvað annað! Eða hvað?
Öll þau orð sem eru skáskrifuð má finna í heimsins stærstu matreiðslubók. GOOGLE.
Sláið orðinu eða réttinum upp og sjá, þar munuð þið finna ógrynni ef ekki hundruðir tilvitnanir í það sem ykkur vantar.
Góða skemmtun.
Gunni Palli Nýbloggari.
DAUÐI SÆLKERANS.
Hann dó með veikan ilminn af skallottenlauk í nösunum og blett af holladndise sósu á bindinu, ánægjubrosi á vörum og með magann fullan af góðgæti.
Hann fór til himins í sjálfkeyrandi farartæki sem óneitanlega líktist gamaldags skítakerru sem rennt var var út úr New York, framhjá risastórum ökrum med mais, blaðlauk, ætiþislum og nýuppsprottnun sperglum. Allt var í blóma og litlu skógarjarðarberin í vegarkantinum puntuðu svo fallega með sínum rauða lit.
Í fjarska glitti í bláa vínberjaklasa svo ekrum skifti en hæðirnar iðuðu af stórum sauðahjörðum sem runnu á beit á iðagrænum völlum.
Þar voru hrífandi Bresse hænur og feitar Strassburgar gæsir med með siginn afturhlutann vegna þunga hinnar unaðslegu lifrar. Fuglarnir vöppuðu um í vegarkantinum kvakandi og gaggandi.
Djúpblátt stöðuvatn merlaði af murtu med kviðinn sprengfullan af hrognum. Urriðinn og regnbogasilungurinn mynduðu rákir í yfirborðið í hinni óstöðvandi leit sinni af mýi á meðan vatnakrabbar skriðu um á botninum.
Mávahláturinn fyrir ofan hann hefði beint ásjónu hans uppávið ef hann hefði ekki þá og þegar horft upp á feit úrhænsnin flúga yfir með vængjaslaögum og lenda rétt hjá stórum hópi af villigæs og kopargrænum fashönum sem gengu um við vatnsbakkan og nörtuðu í sefið.
Kerran stoppaði með látum fyrir framan stórar dyr. Dyravörður klæddur í himnabláan einkennisbúning, hjálpaði honum uppúr kerrunni og inn í þann fínasta borðsal sem hann á æfi sinni hafði séð. Hér var engin flauelskaðall þar sem hann átti að bíða þar til yfiþjóninum þóknaðist,
og heldur ekki langar biðraðir með óþolinmóðum gestum. Borðin glitruðu af gljáfægðum krystalglösum, silfurhnífapörum og kríthvítum tauservíettum, þjónar í kjól og hvítt skáluðu við gestina í Dom Perignon cuvée - að minnsta kosti sýndist honum það eftir útliti flasknanna að dæma. Brosandi yfirþjónn - eitthvað sem maður upplifir sjaldan nema í Paradís - kom á móti honum, vísaði til eins fínasta borðsins og rétti honum matseðilinn í hendur.
Til að byrja með var hægt að velja á milli Beluga kaviars. Gæsalifrar. Sniglum Bourgoignonne. Reyktum skoskum laxi - eða Quiche Lorraine.
Þá á eftir Petit marmite boula-boula eða Consommé double.
Fiskiréttirnir voru: Pompano, úrbeinuð smásíld með hrognum. Silungur au bleu. Sólkoli frá Dover
og Ferskvatnsskjaldbaka
Í aðalrétt stóð valið um Fashana með villihrísgrjónum eða: Pottsteikta akurhænu. Stóran châteaubriand. Kjúkling frá Bresse héraðinu í Frakklandi eða Brizzola steik!
Meðlætið: Blandað grænt salat,. Jólasalat og endífur með Créme Chantilly.
Að ekki sé minnst á eftirréttina: Til dæmis; Eldbakaða eggjaköku. Nýtínd kirsuber eða Soufflé Grand Marnier.
Erfitt að velja á milli - en hann valdi, hiklaust - næstum því. Þegar öllu er á botninn hvolft þá var hann kallaður Sælkerinn á meðal vina. Svo var það nú svoleiðis að til hægri á matseðlinum, þar sem verðið á matnum er venjulega skrifað - var ekkert að finna nema eintómar raðir af núllum.
--- Þetta gat hvergi neinstaðar gerst nema í Himnaríki.
Vínþjónninn birtist. Kjallaralykillinn hans glitraði eins og gullflögurnar í Danziger Goldwasser líkjörnum.
Og hér vandaðist málið því að úr nógu var að velja. Hann valdi flösku af Montrachet frá ´28 sem var verðugur fylgisveinn síldarinna eða Pompano ef að við eigum nú að vera smámunasöm...og svo Grans Echézeaux ´29 að fylgja châteaubriandinum til dyra.
Skoski reykti laxinn fékk létta drífu úr hinni geysistóru piparkvörn og litlar þrýhyrndar sneiðar af pumpernickel voru himnelskar á bragðið. Svo bar hinn nærgætni þjónn Consommé double á borð.
Hann rétti hendina út eftir saltinu og stráði því í seyðið. Allt í einu heyrðist há þruma og skært leiftur af eldingunni blindaði hann í eitt augnablik. Veitingastaðurinn hvarf, stóllinn hans breyttist í harðan bekk og hinn brosandi vinalegi yfirþjónn breyttist í alvarlegan dómara.
Þér hafið - byrjaði hann, framið alvarlegan glæp. Þér hafið stráð salti í Consomme doble ÁN ÞESS einu sinni að hafa bragðaða á því. Sem sælkeri hafið þér framið mikla og alvarlega synd. Nú skulið þér líða fyrir það. Hafið þér yður eitthvað til málsbóta?
Nei, ekkert, ég hef svo sannarlega syngað, hvíslaði hann svo lágt að næstum heyrðist ekki.
Þér eruð hér með dæmdur til að snúa til baka til jarðarinar. Til þessa helvítis á jörðinni, þar til þér hafið gert yfirbót og aftur verið verðugur til að að sitja í veitingahúsi Himnaríkis.
Og það þrumaði aftur og eldigngarnar leiftruðu --- og allt í einu var hann kominn til baka til New York. Enginn leit upp þegar hann kom inn til sín, enginn gerði hina minnstu athugasemd við tilveru hans, Þess vegna ályktaði hann - með réttu að hann væri einungis ósýnileg afturganga - draugur - sem gæti fylgst með hverju því smáatriði sem dætur hans gerðu, en þær hinsvegin urðu einskins varar.
En hvað í ósköpunum voru þær að gera?!
Mary og kærastinn hennar Lou sátu á gólfinu í einum enda bókasafnins, á meðan Katy og Willy, kærastinn hennar höfðu sett sig í hinn endann á fyrr nefndum stað.
Á milli þeirra voru vínkassar, innihaldinu sem hann hafði safnað að mikilli gætni allt sitt líf. Allar þessar ómetanlegu flöskur sem hann hafði geymt til sérstaks tilefnis, sem aldrei fannst tilefni til og til að verða drukkið af sérstökum gestum sem aldrei komu.
Mary sagði. --- hversvegna takið þið bara ekki þessa sex kassa og við tökum hina sex? Það finnst mér sanngjarnt, sérstaklega þegar við höfum ekki græna glóru um hvers slags vín þetta er.
Bara að pabbi hefði keypt gin og vodka og eitthvað annað. Viturlega hluti í staðinn fyrir þessa vitleysu. - Hvað er svo þetta til dæmis? " Romanée Conti"? Hljómar einhvernvegin Ítalskt.
Hann stirnaði upp.
---- Hlómar ágætlega, sögðu Kathy og Will og Kathy bætti við:--- Og svo skiftum við á milli okkar þeim flöskum sem eftir eru. Ég tek þessa hérna, það stendur Grand Fine Champagne á henni. Það lítur ekki út fyrir að vera kampavín. Og þið takið hina --- Tokay Essence, kannistiði við það??
Það fauk í hann, hann mundi sko eftir þessum tveim flöskum. Sú einstæða og sjaldgæfa aftöppun af Koniakinu frá 1899 og hin: ekta Tokay Essence. Brúðkaupsgjöfin frá sjálfum Frantz Jósef keisara til Georgs fimmta og Maríu drottningar.
Svo stór voru vínin og fín að tilefnið til að bera þau fram einfaldlega bar aldrei upp.
Hann hafði dáið án þess að huga að skrifa erfðarskrá sína hvað þá meira. Og svo meðhöndluðu þau þessa dýrgripi eins og hvert annað rusl!
--- Sjáðu Kathy, hérna er eitthvað sem stendur Chartreuse á og einnig "Frönsk orginal aftöppun".
Þið takið hana og við tökum svo þessa sem stendur á,,,, Rainwater Madeira,, hvað svo sem það er???
Yfirþjónninn hafði sagt:---- Helvíti á jörð, það var ekki einu sinni lygi! Þessi Madeira, frá Baltimore, orginalflaska, var töpuð um aldur og æfi. Chartreuse, munkalíkjörinn fíni. Of fínn til að drekka hann --- alltaf geymdur þangað til næst og þetta næst kom aldrei og þetta voru svo þakkirnar. Sjaldan launar kálfurinn oflætið, segi ég bara.
Will, sá viðkunnalegi Will pakkaði flöskunum inn í sunnudagsblaðið og hann glitti í fyrirsögnina: Fasteignir til sölu. Hvílík smán!
Herbergið hvarf og hann var allt í einu kominn í nýju íbúðina hjá Mary og Lou. Þau héldu veislu eða partí eins og allir kölluðu það. Hann hafði ekki hugmynd um hvaða dagur, mánuður eða ár var
síðan hinn ægilegi atburður gerðist heima hjá honum, þetta með vínin hans og hann hafði engan möguleika á að finna út úr því. - Svo sannarlega var hann í Helvíti!
Veislan var fín, allir skemmtu sér vel, klukkan var tvö um nóttina en enginn leit út fyrir að vera á heimleið. Það voru tvö pör nýkomin inn. Hann flutti sig svo þau gætu komist framhjá en sá svo að það var óþarfi því að þau gengu bara beint í gegn um hann án þess að veita honum hina minnstu athygli. Hann sá Mary, Lou og Will standa úti í horni og tala saman svo að hann færði sig nær þeim til að heyra hvað færi á milli þeirra.
En ástin mín, það er ekki deigur dropi eftir af Bourbon wiskýinu. Það er bara hálf flaska eftir af Skoska Wiskýinu, ekkert Gin og enginn Vodka heldur. Hvað í ósköpunum eigum við að gera?
Will þurkaði svitann af enninu og var örvæntingafullur á svipinn. Á þessu augnabliki leit hann ekki út fyrir að vera þessi heimsmaður og fíni gestgjafi sem hann óneitanlega var.
--- Æ ekki vera svona leið yfir þessu ástin mín! Þau ættu í raun og veru að vera farin heim fyrir löngu síðan.
En hvað með með þessar flöskur frá pabba? Þessar gömlu, manstu?
Ástin mín þú ert snillingur! Gestirnir eru hvort sem er allt of fullir til að finna einhvern mun á því.
Lou var þá þegar kominn hálfa leið upp á loft. Í fatahenginu ofan á sumarskyrtunum hans lágu flöskurnar með Rainwater Madeira og Tokay Essence.
Lou hljóp með þær niður og opnaði þær í hast og án þess að vanda sig.
Afturgangan fann kaldann svitann spretta fram á enni sínu, þrátt fyrir það að hann var steindauður og eiginlega hafði hann ekkert enni, -svona eiginlega.
Lou skvetti smá Madeira í sjússaglas og hellti því í sig. Hann gretti sig og spýtti því í vaskinn.
Svo prófaði hann Tokay, gúlsopa, smjattaði á því og muldraði, Aha!
Svo setti hann mulinn ís í og teygði sig svo eftir flösku af 7up. Þetta var of mikið. Tilfinningar draugsa var stórlega misboðið. Tengdasonurinn sjálfur. Hann var villimaður. Hann rak upp ógurlegt gól, sveiflaði sinni ósýnilegu hendi og sló glasið úr hendinni á fávitanum.
Straks kom eldingaleiftur og það brakaði og brast í öllu af þrumunni. Svo sat hann aftur í Himna Veitingasalnum.Yfirþjónninn/Dómarinn brosti:
--- Þér hafið svo sannarlega þjáðst og afplánað afbot yðar. Bon Appertit.
Í þeim orðum kom þjónninn med Chateaubrianden. Echézeaux vínið var fullkomið, salatið gott og salatsósan pikant. Osturinn bráðnaði í munninum, soufflén var þungt en líka loftkennt, kaffið sterkt.
Hann kallaði þjóninn til sín og pantaði Tokay Essence.
15.7.2007 | 20:53
Grískt allrahanda.
Þessa uppskrift rakst ég svo á um daginn þegar ég var að lesa grein um gríska smárétti. G: mezé.
Ég þýddi hana hérmeð beint.
SOUPIES KRASATO. / SMOKKFISKUR Í RAUÐVÍNI.
Í hina upprunanlegu uppskrift er notadur áttarma kolkrabbi, en þar sem hann er frekar stór ófreskja og óhentugur til heimilisnota vegna stærdar sinnar (og svo er hann heldur ekki veiddur hér vid strendur)
Þá notum við þann smokkfisk sem hægt er ad kaupa hér á landi. Smokkfiskur - kolkrabbi ?? bragðmunurinn er allavega ekki fyrirrúmi og báðir jafngóðir að mínu mati.
Well! Í þessa uppskrift þarf:
250g smokkfisk.
1 lauk.
2 msk extra jómfrúólífuolíu.
1 hvítlauksgeira.
1 dl. Tómatar í dós.
1 dl rauðvín.
½ dl vatn.
1 stöng heill kanill.
2 lárviðarlauf.
Steytt ALLRAHANDA.
Salt og hvítur steyttur pipar.
Hreinsið smokkfiskinn undir rennandi vatni og skerið hann í stóra bita eftir smekk.
Skerið laukinn í grófa bita og saxið hvítlaukinn smátt.
Léttsteikið laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíunni í nokkrar mínútur án þess ad brúna.
Látið allt í pottinn; mínus smokkfiskinn og sjóðið niður. Bragðið til med ALLRAHANDA, salti og pipar.
Að síðustu er smokkfiskinum komið fyrir í pottinum og soðið við vægan hita í ca 15 mínútur.
Smokkfiskurinn er frábær heitur, ferlega góður kaldur og yndislegur svona eins og gengur og gerist á venjulegum degi þegar maður ætlar ad gera sér glaðan dag.
Ef þad er erfitt að fá smokkfisk hjá fisksalanum, smellid ykkur á netið og finnið þá veitingastaði sem eru med smokkfisk á matseðlinum. Þad er alltaf hægt ad reyna ad múta yfirkokknum - svona hinsegin þid vitið.
15.7.2007 | 20:50
Allrahanda uppskriftir.
ALLRAHANDAÍS:
1 L rjómi.
8 eggjarauður.
180g sykur.
2 msk. Steytt allrahanda.
Sykurinn er léttbrúnadur í potti, vatni hellt á ásamt allrahanda og soðið niður í þunnt sýróp.
À meðan eru eggin þeytt og heitu sýrópinu hellt varlega í. Keyrt á fullu þar til eggin eru frauðkennd og þykk. Rjóminn er þeyttur og blandað varlega saman við. Smakkað kannski til með meira allrahanda ef þykir. Fryst.
PERUR Í KRÆKIBERJUM OG LÁRVIÐARLAUFUM.
8 Perur. Helst Clara Friis eda Conference perur. ( Sjá viðbæti )
1 kg krækiber .
Sykur.
8 lárviðarlauf.
Fyrst gerið þið löginn.
Hleypt er upp á berjunum í nokkrar mínútur og er látid drjúpa af þeim yfir nótt.
Perurnar skrældar og kjarninn tekinn út med parísarjárni eda teskeið.
Settar í pott þannig ad þær nái ad standa uppréttar og styðji hvor aðrar. Krækiberjasafanum, sykrinum og lárviðarlaufunum bætt í pottinn. Þétt lok sett á og soðið varlega í 10 mínútur.
Perurnar eru teknar uppúr og safinn soðinn nidur í þunnt sýróp, perurnar látnar í og soðið aftur í ca. 5 mín. Geymt yfir nótt svo að perurnar marinerist vel og fái góðann lit á sig.
Ef ad þjóðlegheitin eru að drepa ykkur þá er snilld ad skvetta svona kvart mjólkurglasi af Hvannarrótarbrennivíni í á meðan perurnar eru ennþá volgar. Yndislegt!!!!
VIÐBÆTIR.
Clara Friis og Coference perur eru mjög sætar og hafa djúft bragd þegar þær eru vel þroskaþar.
Í rauninni á alls ekki, ef ég á ad blanda mér í málið, að nota harðar perur. Geymið þær frekar í glugganum og snúid þeim vid kvölds og morgna þar til þær eru mjúkar og ávaxstasykurinn nær að njóta sín að fullu.
Í guðs bænum flippið ekki út ef að þid sjáið smá brúna bletti á þeim (marbletti) þad er frekar merki um að þær séu að verða nothæfar. Skerid bara utan af blettunum og njótið þess að bragða á yndislegum og vel þroskuðum perum.
Þad sparar líka sykurinn og styttir suðutímann.
Óþroskaðar og harðar perur eru bragðlitlar og harðar og þar sem krækiberin eru frekar bragðlítil og gefa litla sætu, þá segir það sér sjálft að perurnar verða amk. að bragðast af einhverju.
Krækiberin eru mest til að gefa lit og svo þad ferska bragð sem óneitanlega er af þeim.
15.7.2007 | 20:49
Gamlar greinar
Er dáldið latur og læt bara gamlar greinar inní bili þar til ég verð í betra stuði.
Ég hef alltaf verið upptekin af kryddi og kryddjurtum. Fyrst heillaðist ég af þeim sem voru sterkust og sérkennilegust. Td. Ferskur hvítlaukur, hundasúrur og múskat. Basilikumtímabilið gekk ég í gegnum á meðan aðrir fengu Hemmingvaydelluna. Edik og allavega vín í mat gerði ég tilraunir með og á tímabili gerði ég ekkert annað en að prófa hinar og þessar fæðutegundir saman með appelsínum.
Fyrir nokkrum árum fór ég að lesa mér til um gamlar matreiðsluaðferðir frá Danmörku sankaði að mér helling af gömlum matreiðslubókum og helst frá 1960 - 1980 opnaði svo smurbrauðsstofu sem ég rak um skeið. Er ég grúskaði í bókunum og tímaritunum rakst ég aftur og aftur á krydd sem við fyrstu kynni fannst mér frekar óhrjálegt á bragðið. Samt var eitthvað kunnulegt við þetta sem sótti á og eftir smá tíma var ég kominn í samskonar tilraunastarfsemi eins og þetta með appelsínurnar... Kyddið að þarna reyndist vera ALLRAHANDA. Kunnulegheitin komu úr bernsku, nánar til tekið frá Skólavöllunumá Selfossi. Úr eldhússkápunum Ingiríðar ömmu og svo seinna hjá henni Unni móður minni.
Allrahanda heitir á latínu Pimenta offincialis og kemur frá tré ( e: allspice walk) sem vex í Carabisku eyjunum, Hondúras og Mexikó. Á vorin er loftið fyllt með ylminum frá blómunum, berkinum, blöðunum og svo seinna meir frá berjunum. Berin eru tínd á meðan þau eru græn og óþroskuð. Þau eru svo sólþurrkuð og geymd. Fá þau þá þennan rauðbrúna blæ á sig.
Iníánarnir frá ofannefndum svæðum notuðu allrahanda í sína matargerð og líklegt er að Aztek og Maya indíánarnir hafi notað það líka. En það voru svo Spánverjar sem komu með fyrstu þurrkuðu berin til Evrópu á sextándu öld og þaðan fluttist svo notkun þess norðueftir í álfuna.
Allrahanda er selt bæði heilt og steytt. Það fínasta allrahanda kemur frá Jamaica og á frönsku er kallað piment de la jamaique. Allrahanda er frekar nýtt krydd í okkar tilveru en hefur náð ótrúlegum árangri með að troða sér í allavega rétti sem við köllum þjóðlega. Td. Kæfa, rúllupylsa, kryddbrauð, lifrarkæfa, danskar frikadeller, dönsk svínasulta og svo er síldin þar sem allrahanda spilar stórt hlutverk og þá aðallega í kryddsíldinni. Í evrópu norðanlegri er allrahanda mikið notað í allavega pylsur, saltað ket, picles og hina frægu ensku jólaköku.
Allrahanda er td. oft notað saman með negulnöglum og kanil. Margir hafa haldið að steytt allrahanda sé kryddblanda vegna þess hversu líkt það er negulnöglum, kanil og múskati. Einnig hefur enska nafnið allspice verið með til að ýta undir misskilninginn.
Einkenni allrahanda eru þau að þegar það er notað í hófi er næstum því ekki hægt að spora bragðið en þegar því er sleppt finnst manni alltaf vanta eitthvað. Hef ég heyrt margar getgátur í þá áttina frá viðskiftavinum mínum sem kunnu vel að meta og reyndu að setja í orð það gamaldags bragð sem allrahanda gaf réttunum mínum í smurbrauðsstofunni fyrrnefndu en enginn fékk að vita um.
Allrahanda smeygir sér einhvernvegin inn á milli annars krydds á sama ósýnilega hátt eins og laumufarþegi um borð í skipi felur sig og stelur af kostinum svo enginn sjái en alla grunar að ekki sé allt með felldu.
Svo fékk ég delluna, og mér var ekkert heilagt. Glögg, ostaréttir, sósur, kryddað brennivín, soð, appelsínur....... Allrahanda í staðinn fyrir negulnagla. Allrahanda í ís í staðinn fyrir vanillu. Djö.... ég mátti sko passa mig. Allrahanda hér og allrahanda þar.
Þetta var voðalega gaman og læt ég nokkrar niðurstöður ( uppskriftir) fylgja með. Sem koma seinna.
Góða skemmtun.
Gunni Palli.