1.11.2009 | 12:30
Sunnudagur og lambalæri.
Ég verð bara að ganga að staðreyndum.
Ég er heimsins mesti matarnörd. Heilinn á mér byrjar fyrst að funkera þegar ég geri eitthvað sem er matartengt. Ég þvoði jú gólfið og vaskaði upp, fór út með hundana og þvoði mér hér og þar. Núna er ég búinn að tína 10 kg af kveðum sem ég sulta svo í kveld, tíndi salvíu úr garðinum og er að brúna lamblærið sem ég svo hyl með salvíunni og læt svo lambalærið morrast í ofninum leengi við vægan hita. Borist fram rósarautt. Á meðan ilmurinn færist yfir húsið þá tek ég til í stofunni og pæli aðeins í kveðumarmelaðinu. Steina hristir stundum hausinn yfir mér.
En, mottó dagsins er: LIVE IS FOR LIVING. Enjoy!