AÐ VERA HERMAÐUR.



Þegar ég var drengur þá lék ég mér saman með félögum mínum í byssuleik og í skylmingum. Við vorum indíánar og kúrekar, við vorum Prins Valiant og félagar í stanslausum bardögum. Við hentumst garð úr garði, yfir götur og földum okkur undir bílum og hjólbörum. Ekkert  svæði var látið ónotað til að berjast og vopnin voru jafn hugmyndarík eins og í veruleikanum. Tréprik sem vélbyssur, sviðakjálkar sem skammbyssur, leggir sem handsprengjur og svo vorum við með ”alvöru” sverð og skildi þegar við vorum í víkingahamnum. Við myrtum hvern annan og óðum blóðið upp í ökkla, sprengdu hvern annan í tætlur og vorum ferlegar hetjur.
Þegar ég varð stærri og við fengum sjónvarp þar sem ég sá ógnir stríðsins í alvörunni þá fór þetta allt að rifjast upp fyrir mér aftur. Þá var ég fyrir löngu búinn að leggja vopin á hilluna og grafa stríðsöxina. En samt þá þyrmdi þetta allt yfir mig og þó að ég skildi þetta ekki í samhengi eins og ég skil það núna þá varð það til að ég varð trylltur úr hræðslu og átti myrkrið stór tök á mér í æsku og ungdómsárunum.
Þegar ég las fyrstu bók Sven Hazzel ”Hersveit hinna fordæmdu” þá upplifði ég aftur hrylling stríðsins, ógnin þjakaðist nær og nær eins og svartur veggur. Ég fór að sökkva mér í stríðsbækur og las allt sem skrifað var um seinni heimstyjöldina. Gömul stríð fyrr á öldum sökkti ég mér í án þess að vita hvers vegna. Ég var kristinn og trúði á eitt líf, endurholdgun og þess háttar átti ekki upp á pallborðið hjá mér og þeir sem trúðu á svoleiðis voru bara djö… hippar og bölvaðir dópistar með meiru. Samt sem áður átti ég erfitt með að gúddera þessa svart/hvítu stemmingu innan kirkjunnar. Trúaðir/heiðnir, eilíft líf og eilíf glötun. Þetta var of einhæft fyrir minn smekk.
Svo hætti ég að trúa…….
Fór svo í læri sem kokkur og þá fékk ég ævinlega rosaskammir sem við fengum öll með reglulegu millibili. Vorum niðurlægð fyrir framan alla þar sem mistök okkar voru tíunduð og ekkert var skafið af. Við vorum brotin niður bara til að byggja okkur upp eins og hentaði. Margir grétu fyrir framan alla, aðrir fóru beint heim eða voru reknir. Ég grét aldrei. Ég brotnaði aldrei niður fyrir framan alla.  Ég gat staðið beinn fyrir framan alla og tekið á móti skömmunum sem dundu yfir mig. Ég gat með vilja sótt orku sem ég sá fara í gegn um kokkahúfuna niður í mig og styrkt mig. Ég var engin hetja, heldur enginn harðjaxl sem glotti við tönn eins og allir héldu og ef ég hef glottað eftir á,  þá hefur það verið taugarnar. Ég titraði og skalf og ég fann niðurlæginguna eins og höggbylgju á taugakerfið. Samt þá náði ég að viðurkenna mistök mín og byrja aftur á nýtt með sama hraða og fyrr.  Hundþreyttur í fótunum eftir 10 tíma stanslaus hlaup og 4-5 tímar eftir, brenndur á puttunum, hitinn að kvelja mig og pantanirnar dundu á mér eins og vélbyssuskothríð.
Sálfræðiaðstoðin var svo eldhúsvínið sem við stálum eins og okkur væri borgað fyrir það, brandy, pernod, grand marnier, brennivín, vermouth, rauðvín og hvítvín mm. Eftir vaktina var oftast dottið rækilega íða. Mætt svo morguninn eftir með mega timburmenn og böstuðum sjúkrakassann með þeim verkjatöflum sem þar voru. Það skifti svosem engu máli, við fylltum alltaf á hann daglega. Svo byrjað aftur á 15 tíma vakt þar sem hápunktur dagsins var hálftíma kaffipása klukkan 3. Aðrar pásur misstum við yfirleitt af. Við vorum nefnilega alltaf á eftir áætlun og þá.,,, engin pása. Sorrý Stína. 
Ég varð svo duglegur kokkur, og lærði svo með tímanum að verða ágætis yfirmaður. Á góðum tímabilum þá leiddi ég eldhúsið með dugnaði, kom með nýjar hugmyndir, og hafði alltaf þörf á að standa fremst og gera mest. Koma fyrstur og fara síðastur, 16 tímar á dag voru algengar föstudag laugardag og sunnudag …..í  eldhúsinu. Ég vissi alltaf hvað væri að gerast og hvernig ætti að tækla það. Ég var eins og hershöfðingi í her einum þar sem  barist væri í nágvígi. Ég varð jafn drullugur, sveittur, stressaður og kjaftfor eins og allir hinir sem unnu með mér. Ég var kominn á vígvöllin aftur. Reynsla fyrri viunda minnar brutust í gegn og flæddu í gegn um mig þó að ég hafi aldrei séð neitt, bara haft þetta á tilfinningunni og verið tilbúinn.  Ég veit að hafi ég séð fyrri vitundir mína á þessu tímabili þá hafi allt farið úr skorðum hjá mér tilfinninga og ég einfaldlega ekki meikað það. Ég var einfaldlega endurfæddur yfirmaður, hermaður eða kokkur, þetta blandaðist bara saman og rann út í eitt. Seinna fórum við konan mín í esoteriske skólann í köben og þar fyrst gat ég raðað púsluspilinu saman, verið meðvitaður um ferlið. Frá því ég var frummaður með engar tilfinningar og þar til nú í dag.  Ég hef verið kóngur og betlari, auðmaður og fátæklingur. Hermaður og fiðarsinni andlega sinnaður og tilfinningalegur þumbi, níðingur og góðmenni. Allt þetta verðum við að fara í gegn um til að þroskast.
Einhver spurði: hvers vegna erum við til? Og svarið kom: Til að sálin myndi upplifa eitthvað! Sálin safnar reynslu, bæði góðri og slæmri. Hvorutveggja er jafn dýrmætt. Mannkynið er að þroska sig og við erum komin mislangt. Þess vegna gerum við mörg mistök og illskan nær oft yfirtökum og svo verðum við hermenn sem berjumst fyrir hinu góða. Hvort sem við trúum á svart eða rautt. Við leysum vandamálin með átökum sem svo leiða til friðs. Oft með bauki og bramli þar sem þúsundir eru leidd yfir móðuna miklu, bara til að endurfæðast og gera enn eina tilraun. Skapa velsæld eða örbirgð, gleði eða sorgir. Á meðan þokumst við hægt og bítandi áfram til betri vitundar, skilnings og kærleika.
Það er ósköp auðvellt að sitja á rassinum í mjúkum sófanum, saddur og nýkominn úr heitu baði í hreinum fötum og með gnótt alls. Í landi þar sem stríðslíkur eru hverfandi á meðan ég er í líkama Gunna Palla kokks. En svo sé ég þátt í sjónvsrpinu frá Afríku, um þá sem hafa lent í barnahermönnum þar sem börnin hafa höggvið hendur og fætur af fullorðnu fólki sem hefur lifað af og getur sagt söguna án biturleika og reiði. Þetta fólk skidi að fyrirgefning er eina leiðin til að losna úr þessum vítahring stríðshelvítisins. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir svona fólki. Ég sæi bara mig sjálfan í sömu aðstöðu! HA.
En svona er nú þetta og mannkynið hefur ennþá þörf á hermönnum til að skapa frið með ófriði hvernig sem það verður framkvæmt.  Annars dáist ég að hermönnum sem þramma í stríð til að berjast og deyja fyrir tilveru annars fólks. Að fórna líkama sínum þannig fyrir málstað sem sjaldan heldur vatni hvað þá meira.   Eins og sjálfboðaliðinn í þeirri góðu bók; Góði dátinn Svejk sagði við hann:


Lítill piltur lagði í stríð
Og lenti þar í kúlnahríð,
Ekki er að efa það!
Nú unir hann við englasöng
Með orðu á brjósti dægrin löng.
Það er nú svo með það!

Eins og persónuuppbygging mín er í þessu lífi, þá gæti ég ekki orðið hermaður í stríði. Það er allt annað að vinna sem kokkur eins og hermaður, vera viss um að sleppa lifandi af vaktinni og þurfa ekki að vera dröslað á sjúkrahús með sundurskotinn maga eða vakna upp með afskorna útlimi eftir erfiða vakt. Það er enginn dýrðarljómi yfir því að vera hermaður í stríði, þó að ekki vanti gloríuna í kvikmyndunum. Það að gera árás á meðan allt springur í kring um mann fær flesta til að gera í buxurnar og  fæstir deyja með föðurlandið á vörunum. Það er veinað á mömmu og Guð og föðurlandinu er formælt niður í heitasta helvíti. Það hefur óneitanlega hjálpað mér og ég sé stríðsmyndir með allt öðrum augum eftir að ég varð Esóteriker.  Öll þessi þjáning og allur þessi dauði, allt hjálpar þetta okkur til að komast áfram þó það sé erfitt að koma auga á það. Mel Gibbson tekst vela að túlka stríð og dauða í sínum myndum ásamt því að sýna manneskjulegu hliðina, þó að persónulega finnst mér hann vera æði ameíkanskur í túlkun sinni á þjóðernissinna. Eins var mjög esoteriskur kafli í myndinni Black Hawk Down. Þar var einn hermaður í losti og grét ákaft fallinn vin sinn, en annar hermaður horfði skilningssljór á hann og sagði við hann að sjálfsögðu væri hann dáinn, við erum í stríði og í stríði deyja menn comon.
Þetta var honum ósköp eðlilegt og ekkert til að gráta yfir, hann hafði án efa átt að hafa prófað þetta fyrr. 
 Sumir munu nú mæla og spyrja hvað ég viti nú um þetta, sem aðeins hef barist með prikum og sauðabeinum?  En ég hef prófað þetta áður og ég vona að ég sleppi við að prófa það þegar ég endurfæðist næst og þarnæst og….. Ég er með allt önnur verkefni á dagskránni í þessu lífi sem ég á að leysa og ég vona að mér farnist það vel úr hendi svo að ég þurfi ekki að gera þau aftur en fái ný og viðameiri í næsta skifti.
En ég veit þá fyrst allt þetta þegar ég stend fyrir framan það að vilja aftur niður á jörðina og ég og hjálparmenn mínir eru að fylla út persónuleika minn á stóru töfluna og þau vandamál sem ég á að takast á við eftir karmalögunum, sem eru ófrávíkjanleg og óhagganleg. Svo að það er bara að gera sitt besta og reyna af öllum mætti að verða betri og betri manneskja. Það er hin rétta leið til andlegs þroska mannkynsins. Á friðartímum eykst velsæld og við fáum tíma til að sinna öðru en að hafa áhyggjur af því að hafa eitthvað til hnífs og skeiðar. Við förum betur með hvort annað og það verður meira svigrúm fyrir réttlæti og kærleika.
Og Guð leit á það og sá að það er gott.

Gangið á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ójá, þær voru ófáar næturnar sem ég hélt vöku fyrir móður minni vegna þess að ég sá sprengju springa "úti í móa" og var viss um að nú væri stríðið komið......

Góður pistill hjá þér kokkur!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 01:57

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er ekki góður pistill... þetta er frábær pistill. Ég naut þess að lesa hann og hugsaði: Við erum kannski ekki svo ólíkir þú og ég.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.1.2008 kl. 11:25

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg frábær pistill minn kærasti !

ÁstarLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.1.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Sigyn Huld

Takk fyrir síðast:) Góður pistill

Sigyn Huld, 7.1.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæri Gunni, takk fyrir frábæran pistil (og langan maður...) Bestu kveðjur til ykkar allra og þakkir fyrir öll kommentin, Hlynur

Hlynur Hallsson, 7.1.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Kommentið mitt hljóðar svo  "Þú ert frábær"

Solla Guðjóns, 8.1.2008 kl. 14:17

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður pistill, takk fyrir!

Guðrún Þorleifs, 8.1.2008 kl. 19:40

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég þoli ekki stríðsmyndir. Ég get ekki sofið, hvað þá hugsað eðlilega eftir að hafa horft á slíkan hrylling. Jafnvel þó að þetta sé " bara bíómynd." Ég veit að raunveruleikinn er enn skelfilegri og mennirnir enn meiri skepnur en á tjaldinu. Og það gerir mig sorgmædda og dapra. Og þá finnst mér lífið tilgangslaust.

Best er að horfa bara á Sound of Music...... :)

Nýjárskveðjur.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 22:00

9 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sæll Gunnar Páll.

Rakst fyrir tilviljun á síðuna þína og þakka hér með fyrir skemmtilega lesningu.

Skil samt ekkert í því hvernig þið hafið leikið ykkur þarna á Skólavöllunum! Var Steini Púlla með þér í liði!??  Ekki var leikið svona á Hjarðarholtinu...a.m.k. ekki við stelpurnar

Manst´ekk´eftir mér....?

Kveðja

Sigþrúður Harðardóttir

Sigþrúður Harðardóttir, 16.1.2008 kl. 17:23

10 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sæl og blessuð Sigþrúður Harðardóttir!!!  Ég get sagt þér að það vantaði  hvorki líf né fjör á Skólavöllunum í DEN. Steini Púlla,,,,, ég held að ég hafi drepið hann alla vega sjö sinnum með hríðskotabyssunni minni. Gaman að heyra frá þér. Ætla svo að skoða bloggið þitt. Kveðjur heim á klakann.

Gunni Pallikokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband