Petit Syrah og matur.

Á morgun ( miðvikudag) verð ég að elda í Færeyingahúsinu í Köben. Á vegum vínklúbbs eins.                DAWS ( Danish Amerikan Wine Society) Víntegundin sem þeir taka fyrir er Petite Syrah. Það verða 76 manns á fyrirlestrinum og á ég svo að gera þrjá rétti sem passa við vínið. Vínið er bragðmikið og með stóran kropp og yfirleitt dumbrautt. 

Á diskinum verður: "

Black and white" Nauta og svínahryggur með madeira og  hráskinku.

Kartöflu og seljurótarmauk með jalapénos og djúpsteiktri salvíu.

Kvibille; Sænskur gráðaostur með madagasgarpipar (græn piparkorn) og sykursoðnum kvæðum. (google: kvæder DK)

PÆLING.
Madeirasósan verður að vera vel sýrópskennd til að ekki týnast með víninu og á skinkan að toppa bragðið.      Kartöflumaukið á að mildast með seljurótinni. Chili og Syrah passa mjög vel saman og salvían gefur heildarmyndina með sínu beiska og stökka bragði. Kvibilleosturinn fær að vera uppá hillu allan daginn í ca 20 stiga hita svo að bláa bragðið nái að morrast vel fram, Grænu piparkornin blanda ég og smyr/pensla á diskinn. Kvæðin eru mitt uppáhald! Yndislegur ávöxtur, grjóthörð og þurfa hálf tíma suðu, svo eru þau maukuð og soðin niður í þykkildi með sykri. Yndislegt jukk með ostum.

Læt svo vita og vonandi koma myndirnar með.

Sjáumst.

Gunni Palli kokkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Með vatn í munninum ......spennandi réttir.

Solla Guðjóns, 23.1.2008 kl. 18:35

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta hljómar vel Spennandi réttir með áhugaverðu víni. Gangi þér vel með þetta!

Guðrún Þorleifs, 23.1.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held, svei mér þá, að ég þyngist við að lesa pistlana þína

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:09

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Er alveg laf,,,,,,, og blogga um þetta á morgun. Þetta gekk alveg þræl vel og allir ánægðir.  En Hrönn mín! þú hlýtur að léttast í lundu við lesturinn. Eða hvað?

Góða nótt. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 23.1.2008 kl. 21:31

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf, Gunni Palli kokkur, alltaf.

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: SigrúnSveitó

Hlakka til að sjá myndir!

Knús til Lejre af Skaganum! 

SigrúnSveitó, 24.1.2008 kl. 10:59

8 Smámynd: Linda

jumms!

Linda, 24.1.2008 kl. 20:40

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dísus!!! Þetta er EKKI eitthvað sem maður á að lesa á næturvakt þar sem það eina sem ætt er í húsinu er frónkex! Kvæðurnar sem þú vísar í heita kveður á íslensku. Ég á nokkrar uppskriftir úr gamalli þýddri, danskri bók, með kveðum í :)

Hlakka til a sjá myndirnar!! Slef!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 01:52

10 identicon

Shit Gunni Palli svona gerir maður bara ekki, æsir bragðlaukana og svo hvað....?

Geturðu ekki komið og verið gestakokkur frá Danaveldi hér í t.d. Friðriki fimmta?

knús

Frú Skrú Skrú

Frú skrú Skrú (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband