MOLEKYLÆR GASTRONOMI. EÐA BARA - M.G.

 

 
Ég var á fyrirlestri í gær um M.G. sem var frekar áhugaverður, svo ekki sé meira sagt. Fyrst þriggja kortera fyrirlestur um bragðefni, samansetningu og samlíkingu. Hvaða bragðefni eru í td. Jarðaberi og hversvegna það bragðast svo vel saman með basiliku. Svarið er að jarðaberið og basilikan innihalda bæði sömu bragðefni/efni í miklum mæli þó að magn og áherslan séu mismunandi. Þá eru andstæðurnar ekki nógu miklar og til að þau passi ekki saman. En jarðaber og rjómi hinsvegar eiga feiri og viðameiri bragðefni/efni sameiginlega til að allir kinka kolli með bros á vör þega minnst er á. Einnig var talað um hvernig við skynjum ilm/lykt - bragð - áferð og lit. Hvað miklu máli skiftir hvert atriði og hvers vegna, ekki síst. Uppbygging mólikúla í hverju bragði og hvaða áhrif þau hafa á samansetningu matarins og svo löng útskýring um hvernig lyktin er numin, alveg í smáatriðum. Svo var það sýnikennsla og fyrirlestur með einum besta M.G. kokki Dana Thorstein Smith frá veitingastaðnum Malling og Smith. ( prófið bara að Googla nafnið á veitingastaðnum )  Hvernig hann leitar að hverju bragði og stanslaust og óþreytandi prófun á öllu mögulegu og ómögulegu.
Ef þið viljið finna meira um þessa tegund af matreiðslu þá er best að Googla: EL BULLI. THE FAT DUCK. MALLING OG SMITH. Eða bara MG.
Verð að ná lestinni, sjáumst og hafið góðan dag.
Gunni Palli kokkur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

athyglisvert!

Knús í kot. 

SigrúnSveitó, 25.1.2008 kl. 19:54

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Hef nú aldrei hugsað um bragð í mólikúlum bara í bragði þarf að gefa mér meiri tíma í bragð. Snilld er þetta allt saman.

Kærar kveðjur til ykkar og góða helgi.  

Guðrún Þorleifs, 25.1.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Hef oft spurt mig hvejum dettur í hug að blanda hinu eða þessu saman......þetta hlýtur að vera ferlega gaman.

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband