11.5.2008 | 10:15
Hvítasunna og spánarveður.
Það er svo svo svo gott veður að maður trúir því bara ekki.
Í gærkveldi around midnight gekk ég út með Lappa og það var næstum því hitabeltisnótt. Stjörnubjart, minkandi tungl og undir götuljósunum skein í hvanngræna runna og tré, blóm og allt. Blankalogn. Æðislegt að labba svona á eftir hundinum með fráhneppta skyrtu og portvín í mjólkurglasi. Um sjöleytið í morgun rölti ég út með kaffibollan minn út í guðsgræna náttúruna þar sem fuglarnir sungu, sólin skein í gegn um trén og skuggaspilið var svo fallegt. Það var komin hitalykt af náttúrunni plús brumhnappailmur út um allt. Um níu leytið var hitinn kominn í 35 gráður fyrir framan húsið og nú fer hitinn hækkandi. Maður verður undarlegur í framan af öllum þessum hita.
Well; garðurinn bíður og ísskápurinn er troðfullur af vökva í allavega útgáfum. Sól og sæla í allan dag, og líka á morgun.
Bless í bili.
Ég geng nú í gegn um hlið tilverunnar, inn í annað land, þar sem sól og sumar eru allsráðandi, inn í veröld náttúruanda og dverga, veröld sem ég elska og langar helst að hverfa alveg inn í. Náttúruandakveðjur frá Kirkebakken 1 í Lejre DK.
Gunni Palli kokkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
úffffff þegar hitinn er kominn um og yfir 30° finnst mér nú orðið allt of heitt.
Hafðu það gott í blíðunni
Dísa Dóra, 11.5.2008 kl. 10:57
Kæri Gunni, Njótið blíðunnar. Bestu kveðjur til ykar allra, Hlynur
Hlynur Hallsson, 11.5.2008 kl. 12:29
Frábært, það er einmitt svo gott að verða svona einn með náttúrunni.. Þið eruð lukkunnar pamfílar í dönsku vori. Allra bestu kveðjur til ykkar!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.5.2008 kl. 13:17
Hitinn hér í smálöndum Svíþjóðar er á milli 20 og 25 gráður... æðislegt.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 13:26
Það slær enginn Hafnarfirði við, nýlega skriðu krókódílar á land þarsem sjórinn var orðinn of heitur!!! Fílarnir ráku þá til baka... Sendi ykkur góðar kveðjur og bið að heilsa Tappa!!!
Guðni Már Henningsson, 11.5.2008 kl. 15:50
Þrjátíu og fimm gráður! Það er meira bara svona hitabeltishiti! Mér dettur í hug, Afríka eða eitthvað þessháttar! Njóttu hvítasunnudagsins :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 11.5.2008 kl. 17:17
Já..... þú verður hálfskrýtinn í framan............
Njóttu þín dvergur
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 20:29
Blíðan var dásamleg og siestan um miðjan daginn; yndisleg. Unnið svo til klukkan tíu í kvöld. Jess!
Guðni minn: Satt er það og rétt; Ekkert slær Habbnarfjörðinn út. PS: Lappi er móðgaður.
Allir hinir: Jukkan, bananapálminn, sítrónutréð og hitabeltisplönturnar og svo páfagaukarnir eru komnir út á stétt ( páfagaukarnir í stóra búrið) og fara aftur inn svona um miðjan september.
Góða nótt.
Gunni Palli kokkur
Gunnar Páll Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 23:50
Sólarkveðja frá Als
Guðrún Þorleifs, 12.5.2008 kl. 19:43
Er ekki tilveran dásamleg.Væri alveg til í að vera þú í einn dag eða svo í þessu yndilega veðri.
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 21:23
Bíddu hað er að sjá framan í þig
Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 21:24
Góðar helgaróskir til ykkar í sveitinni.
Guðrún Þorleifs, 16.5.2008 kl. 08:36
Sendi kveðju á fallegu skvísuna þína.
Heiða Þórðar, 20.5.2008 kl. 00:42
Til hamingju með eiginkonu þína.
Heidi Strand, 20.5.2008 kl. 07:22
Kæri Gunni. Til hamingju með hana Steinu. Bestu kveðjur til ykkar allra,
Hlynur Hallsson, 20.5.2008 kl. 11:44
Inilega til hamingju með afmælið Steinu.
Friður og blessun sé með ykkur!!
Toshiki Toma, 20.5.2008 kl. 14:55
Til hamingju með konuna þína í gær
Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 22:34
heheh smá púkó að lesa þetta"Til hamingju með konuna þína í gær" Bæti bara við til hamingju með hana alla daga
Solla Guðjóns, 21.5.2008 kl. 22:48
Sæll Gunni Palli
Það var virkilega gaman að fá ábendingu á síðuna þína. Hún er ákaflega skemmtileg aflestrar. Ég hef verið að fikra mig færslu úr færslu og það gaman að fá kynnast vangaveltum fagmanns. Hlakka til að sjá næstu færslu frá þér!
Takk fyrir þín innskot á síðuna mína - ég kann virkilega að meta þær.
Ragnar Freyr
Ragnar Freyr Ingvarsson, 23.5.2008 kl. 19:36
Allt er þetta eitthvað svo notalegt.
Til hamingju með afmæli Steinu um daginn!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.5.2008 kl. 12:50
bara að stimpla mig inn......
Haraldur Davíðsson, 24.5.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.