Sikileyskur matur og fiskur.

Afsakið seinkunina!
Ég er soldið fúll út í sjálfan mig þessa dagana. Ég eyddi heilli grein um daginn sem ég var í skýjunum útaf.  (fullt af forljótum blótsyrðum)Angry En sem betur fer hafði ég aðra hálfkláraða sem ég er að vinna úr og gera bloggfæra.
Annars hef ég haft í nógu að snúast og er garðurinn að fá á sig hina réttu mynd, bíflugurnar fæ ég nú á fimmtudaginn. Steina mín átti svo afmæli á þiðjudaginn sem bloggheimum mun vera ljóst. WinkIMG_6899

 

 

 

 

 

 

Vínkynning á d’Angleterre saman með Sigyn þar sem við smökkuðum á Brunello víninu í allavega útgáfum, þar vorum við voða gáfuleg saman með helstu vínsnobburum danaveldis, veitingafólki og öðru gottfólki.  Fór svo á tveggja daga námskeiði í að gera Sikileyskan mat og svo keppni í því sama. Vinningurinn var viku ferð til Sikileyjar með mat og vín sem meginefni. Ég var svo númer þrjú og fékk platta. Smile Þetta var svakalega gaman og skemmtilegur hópur. IMG_6868Þrír kokkar frá eldfjallaeyjunni ásamt fullt að Gastrónómum allskonar.

 

 

 

 

 

 

 Allt var í suður – ítölsku tempói (hægt - sloow mootioon) og þegar dæmt var um matinn var rifist hástöfum og bjuggumst við við að slagsmál brytust út. Við sem vorum að bíða eftir niðurstöðunni skemmtum okkur konunglega og biðum spennt eftir fyrsta snoppunginum. En! Allt endaði vel og dregið var um fyrstu tvö sætin og svo var kallað á mig vegna þriðja sætisins.
En eins og ég sagði þá gekk þetta þannig fyrir sig að á þriðjudeginum þá áttum við að mæta klukkan 10 um morguninn. Ég var kominn kl: 9:30 og var næstum því kominn á undan þeim sem skipulögðu herlegheitin. Þeir tíndust svo inn einn og einn, sallarólega saman með kokkunum sem tóku þátt í  námskeiðinu. Um og yfir tíu þá byrjaði námskeiðið með smá fyrirlestri og svo fóru næstu tímar í að pakka upp fiskinum og tala saman og útskýra. Við áttum svo að fá bragðprufur að nokkrum réttum frá Sikiley. Þeir voru með tveggja metra langan sverðfisk plús sverðið, allavega smokkfiska, risarækjur, reyktan túnfisk, þurrkuð túnfiskhrogn, og svo framvegis. IMG_6756Allt flogið inn til Kastrup þann morguninn.

 

 

 

 

 

 

 Grænmetið líka og kryddin. Ferskt og fyrsta klassa vörur allt saman. Svo fóru þeir að skera og sneiða, saxa og tala, tala og tala. Tveimur tímum seinna vorum við búin að fá steiktan sverðfisk með sítrónu og ólífuolíu og fjallaoregano ( einskonar blóðberg ) hráan sverðfisk með því sama, smá ratatouille og einn pastarétt með ansjósum og tómötum. Annars var þetta mest um það að kynna vörurnar sem voru virkilega fyrsta flokks og hvernig matreiðslan á Sikiley er öðruvísi en á ”meginlandinu” Margar þjóðir /menningarheimar hafa haft áhrif sín á Sikiley, Arabar, Spánverjar, Grikkir og víkingarnir meira að segja réðu lögum og lofum á Sikiley um tíma. Matreiðslan ber keim af öllu þessu og má segja að þeir eru ekkert feimnir við .að að krydda matinn sinn og blanda saman hráefnum. Salt og sætt, súrt og sterkt. Hráefnið samt haft í fyrirrúmi og kryddið látið styðja við  matinn.

IMG_6760

 

 

 

 

 

 


Td; steiktar kúrennur og furuhnetur í ólífuolíu og hvítlauk, þá beinlausar sardínur (helling) og svo ferskir tómarar í litlum bitum og gróft mulinn svartur pipar og vínedik. Soðið saman og borið fram með pasta. Enginn parmesan takk en smávegis af saxaðri steinselju yfir!IMG_6809 Sérkennilegt bragð, en góður sætukeimur af réttinum og bara ferlega góður og einfaldur. Svona voru allir réttirnir sem við fengum þessa báða daga. Sætt ratatouille, reyktur túnfiskur með appelsínum, myntu og fennikel. Steiktur fastur ostur (bragðmeiri en haloumi) með stökkri skorpu með vínediki og ólífuolíu yfir.

 

 

 

 

 

 

IMG_6759Allstaðar rakst maður á þetta fjalla oregano og svarta piparinn. Norður Ítalar nota næstum því ekki pipar í matinn sinn. Þeir segja að matreiðslan sé fusion úr fyrrnefndum löndum en samt þrættu þeir hástöfum um hvort ratatouillið ætti að vera með tómötum eins og í Palermo eða án, eins og þeir gera hinumegin á eyjunni. Alþjóðlegt og lokalt á einu bretti.  Svo var galakvöldverður á fimmtudagskvöldinu. Þar var tíu rétta fiski-tastingmenu með tilheyrandi hvítvínstegundum sem allar innihéldu staðbundin vín blandað með ”alþjóðlegum” tegundum. ma: Chardonnay.  Sú ”retro” stefna er mjög vinsæl, að nota staðbundnar vínberjategundir sem uppistöðu og svo poppa þær upp með vinsælum vínberjategundum svo bragðið verði alþjóðlegra.  Allt alveg guðdómlega gott og kannski geri ég pistil um matinn og keppnina á morgun.
En ég segi þetta svo gott í bili og ætli það sé ekki best að ég setji greinina inn áður en ég eyði henni, eins og hinni sem ég var svo ánægður með.
Kveðjur heim á klakan úr sumrinu í Danmörku.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

mmmmmmmmm ég fæ nú bara vatn í munninn af því að lesa þessa færslu *slef*

Dísa Dóra, 27.5.2008 kl. 18:51

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Váááá.... hvað mig langar að smakka sverðfisk eftir lesninguna Þetta er nú meiri listgreinin, það verð ég að segja

Kær kveðja frá Als 

Guðrún Þorleifs, 27.5.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þetta hljómar ævintýralega vel. Mikið voðalega er gaman í þínum bekk - og bragðgott! Takk fyrir skemmtilega færslu, hlakka til frekari lýsinga.

Til hamingju með afmæli eiginkonunnar um daginn. Hlustaði á hana í eigin persónu í gær, þegar þátturinn af útvarpi Sögu var endurtekinn. Skynsöm og skemmtileg kona, ekki var svosem von á öðru.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:34

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottur! Til hamingju með þriðja sætið - sæti........ tíhíhíhíhíhíhíhíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 28.5.2008 kl. 10:33

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hjartanlega til hamingju með þriðja sætið og samhryggist færslutapinu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.5.2008 kl. 10:42

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Guð minn góður! Eg VERÐ að fara að koma í heimsókn og fá yndislega matinn þinn Gunni minn!

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.5.2008 kl. 18:39

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Til hamingju með sætið þitt.

Þú ert hafsjór af upplýsingum sem ég ætla sko að nýta mér.

En það get ég sagt þér að sverðfiskur er það alversta sem ég hef smakkað.Pantapi mér einu sinni svoleiðis á Spáni og mér varð að orði..frekar ét ég Fíl(Múkka) en þetta ógeð.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Til lukku Gunni glæsilegt. Ég er svosem ekkert hissa....

Haraldur Davíðsson, 3.6.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband