14.7.2008 | 21:59
SJÚKLEGT HEILBRIGÐI
Það er ekki öll vitleysan eins, hugaði ég um daginn, stórhneykslaður og lokaði dagblaðinu sem ég var að lesa. Þar stóð að sumt fólk er svo manískt í því að borða hollan mat að það hreinlega verður veikt.
Ég var að fletta 24 TÍMUM á aðalbrautastöðini hérna í Köben um daginn og þar rakst ég á þessa grein sem ég þýði svona beint (á ská).
Ef maður hættir að fara út að borða eða hættir að hitta vini, ættingja eða vini yfir máltíð eða svo, til þess að helga sig gjörsamlega sínum súperhollu matarvenjum þá getur það verið tákn um að maður er með ORTOTREKSI á byrjunarskeiði.
Þannig byrjar greinin. Og heldur svo áfram
..
ORTOREKSI sem við köllum þetta nútíma tilfelli er að þegar við erum svo manísk eftir hollum mat, er nokkurskonar Hollywood-sjúkdómur. Þekktir Ameríkanar eru snillingar í að borða ofur-hollt í það miklum mæli að þeir ma. taka sinn eigin (súper holla) mat með í nestisboxinu í fínu designertöskunni þegar farið er út að borða, jafnvel þó að bókað sé borð á Michelin-veitingastað.
Þetta er áhættuferli sem svo getur leitt til ORTOREKSI, og er það hættuleg leið til eiginlegar ANOREXI.
Segir Anna Minor Christiansen formaður í LMS; Landsforeningen Mod Spiseforstyrelser og Selvskade.
Gamli góði píramíðinn sem við öll lásum og lærðum í gamla daga er týndur og tröllum gefinn. Fínni og meira nákvæmari matvælafræði tröllríður öllu og hefur sett allt á hvolf.
Tilgangurinn nú á tímum er hollusta, forvarnir sjúkdóma og að reyna að spyrna við Elli kerlingu . Kenningar þessar snerta fjöldann allan af fólki sem velur svo að útiloka ákveðnar matvörur eins og; hveiti, kartöflur, sykur og mjólk.
Sá stóri fókus á mat, þyngd, líkama og hreyfingu getur þýtt að við deilum okkur upp í tvo hópa: Þá sem halda sér hraustum, fá meiri orku og fyrirbyggja sjúkdóma og svo þá sem er alveg sama hvað þeir láta ofan í sig. En það getur svo orðið að hinn þriðji hópur verði til, þar sem viðkomandi geta orðið svo hollir að það sé hreinlega óhollt. Segir Anne Minor Christensen.
HRÆÐSLA VIÐ AÐ VERÐA GAMALL.
Takmarkið hjá þeim með ortoreksi er ekki að grenna sig, heldur að fá svo hollan líkama sem mögulega verður á kosið jafnvel þó að hinn einhæfi kostur virki kannski alveg öfugt. Anne Minior Christensen meinar að það er hræðslan við sjúkdóma og að verða gamalt, er það sem fær fólk til að breyta matarvenjum sínum svo róttækt. Það getur svo verið til þess að fólk fái brenglaða mynd af venjulegum mat og matarvenjum. Maður þorir varla nú á tímum að segja upphátt að maður borði alveg venjulegan mat! Ef að við höldum áfram að láta rigna yfir okkur með upphrópunum með ráðleggingum eins og ; ekki borða feitan mat passaðu þig á sykrum ekki borða ítalskan ost af því að það hafa fundist leifar af eiturefnum í mun það fyrst og fremst lenda á þeim sem þegar hugsa um að lifa og borða hollt. Meinar Anne Minior Christensen.
Ekki er öll vitleysan eins, hugsaði ég og hristi höfuðið hneykslaður. En svo fór ég að hugsa og las svo greinina aftur og aftur. Það er satt að þessi heilsubylgja sem tröllríður öllu hefur áhrif og það er kannski mjög gott að hún fari út í svona öfgar til þess að við opnum augun fyrir því hvað sé hollt og hvað er það ekki.
Ég er svo heppinn að vinna hjá fyrirtæki þar sem hin heilbrigða skynsemi er ráðandi þegar matur og hollustupólitík er annars vegar. Þar er ekki talað um hollar eða óhollar vörur, heldur er áherslan lögð á hvernig SAMANSETNINGIN á sér stað og í hvaða magni við borðum og hversu oft. Þessi kenning er ekkert ný af nálinni, en engu að síður sönn og skiljanleg. Við höfum bæði heimagert majónes og yogúrtdressingar hlið við hlið svo að kúnninn geti valið. Við setjum hlaðborðið svoleiðis upp að hin sýnilega hollusta blasi fyrst við. Svo sem ferskir ávextir, salatbar, gróf nýbökuð brauð og kryddjurtir. Seinna kemur svo að óhollustunni sem er áleggin, salötin og heiti maturinn. (Ókey, ókey! Þar eru flestu kaloríurnar samankomnar) Við erum meðvituð um það að við eigum að leiðbeina kúnnanum eins vel og við getum án þess að vera með einhverjar predikanir. Við erum með skilti þar sem á stendur hversu mikil fita sé í hverju salati, sósu og áleggi, svona cirka. Í gamla daga (1970 ) var gamaldags matur GAMALDAGS þar sem bragðið var byggt upp að mestu úr salti, sykri og fitu. (svína og andafitu (dýra)) Hið góða bragð af matnum var oftast kæft með fitu. Nú myndum við bragðsamansetninguna með bitru, súru, beisku, minna salti og miklu minna af sykri. Helst með hunangi, hrásykri og púðursykri. Góð edik, krydd og kryddjurtir undirstrika og skerpa bragðið af matnum. Þetta er ákveðin þróun hjá manninum í takt við hina andlegu og líkamlegu. Það er fókuserað í stórum stíl á fituna í matnum og þær olíur sem við notum mest í DK. eru repjuolía og ólífuolía. Þær eru hollari en td. Sólblóma og sojaolía, sem innihalda færri einómettaðar fitusýrur. Smjör og aðrar olíur td: dökk sesam olía og smjör (..
líki nefnum við ekki í þessu samhengi) notum við sparlega og aðeins ef að bragð og áferð skiptir afgerandi máli. Það er ótrúlegt hversu mikið er hægt að minnka olíuna í mat ef að maður bara reynir, án þess að það komi niður á bragðinu. En þegar við höfum td hamborgara og franskar eða djúpsteiktan fisk með remó og frönskum, þá göngum við alla leið.
OK! Hamborgarinn úr HREINU nautakjöti og steiktur á næstum því þurri pönnu, fiskurinn með eins litlu raspi á og mögulegt er og frönskurnar DJÚPSTEIKTAR. Einfaldlega vegna þess að þær bragðast miklu betur þannig en hinar sem eru bakaðar í ofninum. Steiktar upp úr nýrri olíu sem er svo hent eftir hádegismatinn. Svo eru dressingarnar og ídýfurnar bæði feitar og magrar svo fólk geti valið eftir eigin ásigkomulagi, vilja og smekk.
Kokkarnir eru svo frammi hjá gestunum og leiðbeina þeim við valið, komum með útskýringar og góð ráð. Bæði um samansetningu, bragð og hollustu. Við eigum að taka afstöðu og velja matinn okkar með umhyggju, ástúð á líkama okar og sál og heilbrigðri skynsemi. Við munum gera helling af vitleysum og við hendum okkur aftur og aftur í örvæntingarfulla megrun þegar aðeins tvær vikur eru í sólarlandaferð eða árshátíðina. En mín kenning er að ef maður lærir að borða skynsamlega og ráða yfir eigin líkama, þá eigi maður ekki langt í land.
Grikkirnir höfðu rétt fyrir sér: Heilbrigð sál í hraustum líkama.
Lifið lengi og vel.
Gunni Palli kokkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
getið þið ekki eldað mat fyrir okkur í skólanum og sent það með leigubíl krúttið mitt !
knús
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 22:10
Heilbrigður líkami með hrausta sál.
Heilbrigð skynsemi og millivegurinn gullni.
Þessi kona hefur geysimargt til síns máls. Ekki spurning. Þetta er mjög interessant og holl pæling.
Góða nótt!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:14
Það er alltaf eins og fólk þurfi að rekast á vegg öfganna áður en það áttar sig!
Knús á þig kokkur og takk fyrir síðast! Verst að ég komst ekki á sunnudagsmorguninn. Það var svo margt sem ég átti eftir að spyrja þig um
Hrönn Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 22:31
Orthorexi er náttúrulega eitthvað sem hefur alltaf fundist í "menningar og borgarsamfélögum" - bara skelfilegt að þetta virðist vera litið sömu augum og lifnaðarhættir einsetumanna fyrri tíma; að það að svelta sit næstum verður göfugt. Hér blandast það við óskina um eilífan ungdóm. Við erum skapaðar manneskjur, því breytum við ekki, enda það ekki hluti hins göfuga sköpunartilgangs okkar. Gunnar Páll, þú ættir kannski að notfæra þér trúgirni þessa Hollywood fólks og búa til eitthvert skítaseyði og selja það dýrum dómum (meðan þú sendir okkur hinum, lífsnautnafólkinu marzipankökur, feitt kjöt og annað spillingafæði - og sjá: Ég mun verða eldri en þetta sjálfspíslarfólk).
Baldur Gautur Baldursson, 15.7.2008 kl. 08:42
Góður pistill og fræðandi. Hafði ekki hugsað út í þessa hlið matarvenjunnar þ.e. að fólk borði (eða kannski frekar borði ekki) til að halda ellikerlingu og sjúkdómum í burtu. Held það sé best að ganga hinn gullna meðalveg í þessu sem og öðru. Það segi ég sem er algjör matarfíkill og elska góðan mat
Dísa Dóra, 15.7.2008 kl. 09:07
Það er vandfarinn vegur skynseminnar
Guðrún Þorleifs, 16.7.2008 kl. 06:34
Góður og fróðlegu pistill takk fyrir...En er sammála þessu með grikkina hef aldrei fengið eins hollan og góðan mat og á krít enda fann ég á þessum mánuði mikinn mun á mér
Brynja skordal, 17.7.2008 kl. 02:46
Takk fyrir kommentin bloggvinir.
Steina: Því miður erum við ekki með heimsendingarþjónustu, annars væri ekkert mál að skutlast til Köge með matinn.
Hrannsla: Ég svaf líka yfir mig á sunnudeginum, var nýkominn frá Washington dc og jetlagið að ná mér.
Baldur: Því miður er búið að finna upp jukk jukkana; HERBALIFE eitthvað sem margir myndu óska sér að hægt væri að finna upp til baka svo að það hverfi ALVEG.
Dísa Dóra og Guðrún: Sammála, hinn gullni meðalvegurer alltaf bestur, þó það sé allaf gaman að keyra útaf , svona af og til.
Brynja: Ef ég væri að byrja upp á nýtt og vissi að ég yrði eins og ég er núna, þá mundi ég velja einhverja af Grísku eða Tyrknesku eyjunum og vera með bú með öllu, kindur, kýr og geitur. grænmeti og ávexti, býflugur og svo litla duggu til að veiða. Ohhh jeahhh.
Gunnar Páll Gunnarsson, 17.7.2008 kl. 06:06
".....finna upp til baka....." Þú ert perla GP Kokkur
Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 12:09
Ég segi nú eins og Hrönn "finna upp til baka " flott setning.
Þrælgóðir pistlar hjá ykkur báðum.Það er staðreynd að heimurinn er búinn að vera fitna undanfarin ár.Sam vita allir fræðin á bakvið það.þ.e. innbyrða ekki meira en þú brennir..Og það er synd að í einu góðu súkkulaðistykki skuli vera 3/4 allra þeirra kaloría sem innbyrða ætti daglega.......
Mér finnst það mjög aðdáunarvert samt hvernig veitingahús eru farin að meðhödla matinn og fólk er alltaf að verða meðvitaðra um hollari eldunarmáta.
Takk fyrir þettta.
P.S byrja hvern dag á Herbalife-tei
Solla Guðjóns, 23.7.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.