Kraftaverkin gerast ennþá.

Við hjónin erum búin að vera í Washington dc sl. tvær vikur á hugleiðsluráðstefnu.                            Alveg dásamleg ferð í dásamlegu veðri með dásamlegu fólki. Í gær bættust englarnir og almættið í hópinn.                                                                                                                                              Við vorum að eyða síðasta deginum niðrí bæ og gengum okkur upp að hnjám í 30 stiga hita og sælu. Við fórum svo á aðalbrautastöðina að fá okkur að borða og svo ætluðum við að taka taxa heim á hótel sem er í útjaðri Washington, lengst upp í Georgstown. Voða voða gaman! Risastór brautarstöð og mannmergðin mikil. Keyptum flott súkkulaði til að hafa með kvöldkaffinu á meðan við ætluðum okkur að horfa á Animal Planet í TVíinu. Rifumst aðeins yfir kaupum á heimskri brandarabók um Georg Bush og veifuðum svo næsta taxa. Fengum svo að sjá meira af Washington af því að taxinn keyrði utan um traffíknina sem keyrði á fullum þunga. Fallegt veður og allt lék í lyndi. Nema þegar ég ætlaði að borga, þá var veskið ekki á sama stað í vasanum!!!!!!!!!!!! Djúpur vasi á lærunum og alltaf rennt fyrir með rennilási. Sætunum var snúið við á nóinu og bíllinn og innkaupapokarnir tékkaðir niðrí saumana. Ekkert veski. Mér fannst eins og jörðin opnaðist undir mér og ég væri í fríu falli og reyndi að krafsa í eitthvað sem stoppaði fallið.  Taxadriverinn keyrði okkur strax niðureftir og á leiðinni sagði hann að hann myndi keyra okkur aftur á hótelið og á flugvöllinn daginn eftir. Við vorum náttúrulega skítblönk eins og málin stóðu og ég kreisti þessa tvo slitnu dollara í hendinni eins og þeir gætu reddað málunum. Við útskýrðum fyrir honum að hann hefði enga tryggingu fyrir því að fá grænan eyri, en hann sagði okkur að hafa engar áhyggjur. Hann myndi keyra okkur þrátt fyrir allt. Við horfðum bara á hvort á annað. Ég skipaði Steinu að hafa samband við samstarfsverur okkar og hugleiða fyrir næstu mínútum.                                         Á meðan var ég að skipuleggja það versta hugsanlega. Kveðja 200 dollara sem við vorum nýbúin að taka út. Hringja í þjónustuverið í bankanum. Loka tveimur kortum og láta yfirfæra peninga fyrir hótelinu, taxanum sem keyrði okkur út um allan bæ bara svona upp á krít, plús smá eyðslufé á flugvellinum.     Með öðru eyranu heyrði ég driverinn tala í símann á sínu tungumáli sem hann sagði að væri "Eþíópíska" og heyrði orð eins og credtitcard og value. Hann var garanterað að segja allri vaktinni frá okkur.          Svo allt í einu vorum við komin og driverinn sagði okkur bara að fara inn og leita. Hann myndi bara bíða!!!!!! ekkert með að skrifa niður nafn og svoleiðis, bara hlaupa. Við hlupum svo inn og fórum í búðina sem við vorum síðast en ekkert veski. Mér féllust hendur en Steina dró mig að súkkulaðibúðinni og þar hljóp afgreiðslustelpan með okkur á lögreglustöðina sem er " á næsta horni á brautarstöðinni"              Þar var veskið MEÐ ÖLLU SEM ÁTTI AÐ VERA Í. Kortin og allir peningarnir. Þá gátu fæturnir ekki borið mig lengur og ég settist niður. Steina faðmaði stelpuna að sér og þakkaði henni fyrir og svo hljóp hún aftur í búðina og var svo horfin.                                                                                                    Bílstjórinn faðmaði mig að sér og svo bað ég hann um hvort hann vildi vera svo vænn að keyra okkur aftur á hótelið, sem hann samþykkti brosandi. Hann hringdi svo í félaga sinn aftur og sagði honum alla sólarsöguna og félaginn spurði alveg gáttaður hvurslags fólk þetta væri; sem týndi öllu sínu og fengi allt straks aftur. Honum þótti þetta algjört einsdæmi.                                                                                  Á leiðinni "heim" fórum við að fatta þetta aðeins og Steina sagði hvernig hún hefði haft samband við sínar  samstarfsverur á innri sviðum og hún bað þær um að passa upp á veskið og setja verndarvegg utan um það. Myndin af afgreiðslustúlkunni í súkkulaðibúðinni kom alltaf upp hjá henni og Steina lét hvítt ljós streyma utan um hana og inn í hana til að halda henni í hreinum hugsunum.                                                                                                          Við vorum ekki svikin þarna þó að við værum alveg að skíta á okkur í orðsins fyllstu...... en þegar Steina fékk efasemdarhugsanirnar yfir sig þá fékk hún ró og vissu um að allt væri í lagi. Sem líka kom á daginn. Við vorum þakklát. Fundum fyrir því hversu heppin við værum að hafa svona vernd yfir okkur, bláeygðum Íslendingunum í útlöndum. "Þakklæti" er bara orð sem auðvelt er að segja.                          En við erum þakklát og full af auðmýkt í dag. Allir þeir englar sem við þekkjum og ábyggilega slatti af öðrum lögðu þarna atburðarrásina fyrir okkur.

TD. Taxabílstjórinn. Hvað ef við hefðum fengið venjulegan bílstjóra sem hefði heimtað myndavélina í pant og svo bara farið, alveg skítsama. 

Afgreiðslustelpan. Ef hún hefði bara farið í innkaupsferð með kortin og peningana. Ég var nýbúinn að borga helling inn á kortið svo að hún hefði getað skreytt sig á okkar kostnað fyrir 200.000 ískr. plús 200 dollarana.

En nei! Venjulegt fólk eru líka englar og heiðarlegar sálir eru víða. Guði sé lof.  

Ég segi nú að ég hefði nú frekar viljað hafa losnað við þessa tvo taugastrekkjandi tíma en þegar ég lít um öxl þá er ég þakklátur þess að hafa fengið þessa upplifun, að finna það svo áþreifanlega hversu vel er passað upp á okkur og almættið heldur verndarhendi sinni yfir þeim sem trúa á og biðja um.

Allt sem maður þarf að gera er að trúa og biðja.

Það er það sem ég hef lært af þessu,,,og er þakklátur fyrir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Já það er ótrúlega magnað hve vel virkar að biðja um vernd og trúa á hana.  Hef sjálf lent í því á ferðalagi á námskeið í Frakklandi að síðasta daginn var einmitt stolið litlu veski sem ég var með og í því voru kortin mín, peningar, vegabréfið og síminn minn plús fleira.  En var eins og hefði verið potað í öxlina á mér þegar 2 ungar dömur tóku þetta án þess að ég yrði þess vör.  Fattaði því strax hvað hafði gerst og horfði á eftir dömunum - ákvað að rölta í rólegheitum á eftir þeim (enda með stóra ferðatösku líka þar sem við vorum á leið út á völl) í stað þess að fara að hlaupa og garga.  Dömurnar röltu á bak við lítinn klukkuturn sem þarna var rétt hjá og ég rölti bara hinu megin við turninn og kom á móti þeim.  Gerði ekkert annað en að rétta fram höndina og segja Thank you þar sem þær stóðu með veskið mitt í höndunum og ætluðu að fara að kanna feng sinn.  Þær urðu svo hræddar að þær hentu veskinu bara í mig og hlupu.  Verndin sannaði sig þarna - þær hefðu alveg eins getað hlaupið með veskið til dæmis ég hafði lítinn séns á að ná þeim.

En sem betur fer er verndin sterk trúi maður á hana og biðji um hana   Það sást í þessum tilfellum okkar beggja greinilega

Dísa Dóra, 25.6.2008 kl. 14:29

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábært að fá sögu sem þessa. Þetta er líka góðru heimur sem við lifum í

Velkomin aftur til DK

Guðrún Þorleifs, 25.6.2008 kl. 15:26

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góð saga - takk fyrir hana. Hugsunin getur flutt fjöll, það er engin spurning! Veriði velkomin á Danagrund að nýju.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.6.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er ábyggilegt að það er til gott fólk allsstaðar..og Guð er að sjálfsögðu bestur og lítur vel eftir ykkur, sem eruð jú uppáhaldsbörnin hans, einsog við öll erum uppáhaldsbörnin hans...

Guðni Már Henningsson, 26.6.2008 kl. 10:08

5 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Gott að fá áminningu um að hugsa fallegar hugsanir og búast við því besta og trúa á það góða í fólki.

Sólveig Klara Káradóttir, 27.6.2008 kl. 02:35

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey Gunni Palli kokkur! Breyttar áætlanir! Hittumst á sama stað, sama tíma en bara á Sunnudagsmorguninn! Flautaðu tvisvar ef þú samþykkir ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 27.6.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þetta er ótrúlegt!! Ætlarðu ekkert að skreppa vestur?!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.6.2008 kl. 20:50

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með afmælið kæri Gunni. Hafið það ávalt gott.

Bestu kveðjur til ykkar,

Hlynur Hallsson, 1.7.2008 kl. 15:49

9 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með afmælið

Guðrún Þorleifs, 1.7.2008 kl. 18:32

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hjartanlega til hamingju með afmælið í dag, kæri Gunni Palli!!!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:39

11 Smámynd: SigrúnSveitó

Góð saga :) Ég einmitt upplifði um daginn að læsa skápnum mínum í sundi en gleymdi að setja töskuna mína inn...fattaði það alls ekki og var áhyggjulaus í lauginni...sá þetta þegar ég kom inn aftur, og í GALopinni töskunni mátti sjá bíl-og húslyklana mína, gemsann minn og kortaveskið mitt plús klink. Jamm, greinilega engir óheiðarlegir á ferð þarna. Mikið var ég þakklát, fékk sko öran hjartslátt þegar ég sá að taskan hékk þarna....

Knús á ykkur bæði hjónakornin.

SigrúnSveitó, 2.7.2008 kl. 12:23

12 identicon

Þetta er frábær saga,, haha alveg yndisleg. Ég er nýkominn frá D.C og mér fannst fólk einmitt vera svona gegnumgangandi mjög heiðarlegt og kurteist. Nema að sjálfsögðu Bush það er nú meiri frekjudallurinn, hann bara lokar ÖLLUM götum á þeirri leið sem hann er að fara 10 mínútum áður en hann keyrir þær. Af hverju tekur hann ekki bara strætó eins og við hin?

Siggi Rúnar Kokkur (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband