29.7.2008 | 21:38
AÐ KOMA SÉR Í FORM MEÐ EÐLILEGU MATARÆÐI OG AUKINNI HREYFINGU.
Þá er komið aððí, þyngdin nálægt þriggjasafatölunni og magaummálið er 107cm.
Ég lít út eins og páskaegg á eldspýtum. En ég er með teoríu: Borða eðlilegan mat og hreyfa mig duglega. Ég hef verið frekar slappur í mataræðinu í sumar og bætt ámig eins og ég hef átt skilið. Steina í lööööngu sumarfríi og ég hef bara notað bílinn. Lallað í gegnum sumarið og allt bara keyrt í beibíolíu. Morgunmaturinn hefur alltaf verið ½ rúnnstykki með osti og hunangi og á hinn helminginn eitthvað kjötálegg, aaaaðeins eitt vínarbrauð (ekki á hverjum degi) og svo dönsk södmælk, sem er feitasta mjólkin í DK. Ekki dregið af mér í hádegismatnum en svo verið frekar góður áðí með kvöldmatinn. Borðað fyrir kl: 6 um kvöldið og látið vera að narta seinna um kvöldið. Samt alls ekki verið með á nótunum.
Svo er einn FERLEGUR GALLI: ég er sínartandi í vinnunni. Afsaka mig áðí að ég þurfi að smakka á matnum en það er enginn sem segir mér td. að troða heilli matskeið af kjúklingasalati uppí mig; bara til að segja viðkomandi að það þurfi meiri sinnep í. Ein og ein kjötbolla sem er nýkomin af pönnunni sem verða svo þegar upp er staðið; FIMM.
Svo er bakkelsið saman með einum sterkum kaffibolla óviðráðanleg freisting. Þetta er orðið svo sjálfsagt að stinga upp í sig að ég hef verið hættur að taka eftir því. Glæsilegt. Fullt af lélegum afsökunum að ég sé stressaður og svo þetta og hitt og eitt og annað. Ég er orðinn kaosátvagl sem ét mig saddan áður en ég þarf að takast á við eitt smávandamálið í vinnunni, er aldrei svangur þegar ég sest að borðum og finnst ég alltaf þurfa á einhverju ætilegu að halda, alltaf.
Ég byrjaði á því að borða eðlilega í fyrradag og líður bara vel. Narta ekkert, er þó oft kominn með mat í munninn, bara til þess að smakka og þarf svo að spýta því útúr mér í tunnuna áður en ég freistast til þess að kyngja. Ég bragða á öllu sem ég þarf að bragða á, en nota teskeið og svo spýti ég því út úr mér.
Líkami minn er engin ruslatunna sem ég get troðið og troðið í, líkami minn er minn eigin og ég ætla að fara vel með hann þangað til að ég losa mig við hann í fyllingu tímans.
PS: Skrifa svo um hina auknu hreyfingu seinna. Er núna alveg laf, eftir kvöldhlaupatúrinn og svo þarf ég að "systemera" æðibunuganginn á mér.
Gunni Palli kokkur og fitubolla.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Hey, nú er að koma sér í form kall minn.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:47
Sammála síðasta ræðumanni.
Gunni Palli kokkur og bráðlega vöðvabúnt.
Gunnar Páll Gunnarsson, 29.7.2008 kl. 21:50
Þú ert flottur eins og þú ert krúttið mitt :)
Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 21:54
NONO! Flottur, flottari, glæsilegur eftir tvo mánuði og svo restina af mínum dögum.
Gunnar Páll Gunnarsson, 29.7.2008 kl. 21:57
Ég ætla að fylgjast með þér kall minn. Markviss hreyfing, hóflegt magn fæðu og drykkja, jákvætt hugarfar og virðing fyrir sjálfum sér gefur árangur......
Gangi þér vel alla tíð !
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 31.7.2008 kl. 09:45
Jú, Jóna mín Ingibjörg. "Hreyfing" er holl; sagdi Jónína í morgunútvarpsleikfiminni í gamla daga. Hvernig var ekki mottóid í fyrra eda hittifyrra "Ísland á idi" Mér fannst alltaf thad hljóma svolítid "sósíalt".
Fjóla mín: Gott ad finna ad thú fylgist med mér á næstunni. Ég er búinn ad kíkja á bloggid thitt og madur finnur hardsperrurnar bara fyrirfram.
Gunnar Páll Gunnarsson, 31.7.2008 kl. 10:26
Gangi þér vel -
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2008 kl. 14:04
Mér finnst þú bara mjög sexí svona ber :)
Þú ert ástríðumathákur, eins og ég. Það er erfitt hlutskipti þegar kemur að því að halda þyngdinni innan hæfilegra marka.
Ylfa Mist Helgadóttir, 1.8.2008 kl. 22:50
Góðir pistlar hjá þér Gunni Palli. Ég hef aldrei heyrt orðið orthotexi. Ég verð að nefna að ekki finnst mér ástæða til að hafa áhyggjur af þessum 107 centimetrum, það eru miklu meiri meðmæli með kokk ef hann er svona í þybbnara lagi, finnst mér, grindhorað lúkk á kokki er afskaplega fráhrindandi. Örugglega fær maður ekki of mikið af olíunni, kartöflurnar hálfþurrar, og spurning um allt það.
Er ekki bara málið að borða aðeins minna, borða allt, og hreyfa sig mátulega????
Sólveig Hannesdóttir, 4.8.2008 kl. 19:36
Gangi þér vel, lítur vel út, en alltaf má laga og bæta :)
Baldur Gautur Baldursson, 5.8.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.