6.8.2008 | 21:52
AÐ BORÐA EÐLILEGA EN LÉTTAST ÞÓ.
Í dag fékk ég óhrekjanlega sönnun þess að megrunarkúrinn minn virkar. ( ef það er hægt að kalla eðlilegt mataræði megrunarkúr) Ég var niðrá Striki í Köben í dag, í salla blíðu. Þar var maður sem vildi getta, hvað fólk væri gamalt og hvað það væri þungt. Hann var í tilefni dagsins með þessa líka fínu baðvigt með sér. Kostaði 20 Dkr. að láta hann getta ef ekki skeikaði 2 kílóum eða 2 árum. Kvitt og frítt. Fyrst var það aldurinn! HmHmHmHmmm! Hann gekk í kring um mig og skoðaði mig allan, hátt og lágt eins og væri ég verlaunahrossið sem hann ætlaði að kaupa, 5 mínútum fyrir uppboðið. Svo kom dómurinn; 41. árs!!!!! Það skeikaði þremur, svo að þetta var frítt. (Er 45ára) Hann vildi ólmur ná sér niðrá mér og skoraði á mig að prófa vigtina. En fyrst fékk ég leyfi til þess að fá að vera skoðaður ennþá gaumgæfilegra en áður fyrr. Dómurinn hljómaði upp á 98 kíló. Fjandinn; hugsaði ég með mér á meðan tölurnar rúlluðu fyrir framan mig á vigtinni. 94 kíló! Það skeikaði 4 kílóum. Kallin varð frekar fúll en ég gekk glaður heim.
Vikutörn með eðlilegu mataræði, og ég meina EÐLILEGU mataræði + aukinni hreyfingu, hressilegu kvöldskokki og ekkert nart á milli mála. Ég smakka og borða oft, en á milli mála eru ávextir búnir að leysa af ALLT HITT og ekkert vínarbrauð á morgnana. Fullt af grænmeti og hálfan skammt af því sem mig langar í. Takið eftir því: HÁLFAN SKAMMT AF ÞVÍ SEM MIG LANGAR Í. Majo, smjör, og feitir ostar? Já takk! En bara lítið. Ég er glaður kall þessa dagana, teorían mín virkar án þess að snerta nokkuð sem byrjar á Diet.
Og bið ég svo að heilsa að sinni.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Athugasemdir
Hrifin af þessu hjá þér. En er þetta ekki bara skynsemi sem er í gangi hjá þér? Ég er allavega búin að vera verulega óskynsöm í sumarfríinu mínu (og lengur usss... )
Guðrún Þorleifs, 7.8.2008 kl. 06:30
Hey þetta er flottur kúr - ég held ég prófi þetta líka
Dísa Dóra, 7.8.2008 kl. 15:51
Mikið ertu Duglegur en svona á víst að gera þetta á heilbrigðan ekki spurning með það allt í rólegheitum bara engin boð og bönn þá kemur þetta allt með hreyfingu og hollu fæði ekkert flóknari en það ekkert djé.....Duft og endalausar pillur æ sorry en bara mitt mat!!!! Hafðu það ljúft minn kæri og gangi þér vel
Brynja skordal, 7.8.2008 kl. 16:17
Góður
Guðjón H Finnbogason, 10.8.2008 kl. 16:31
Þú ert flottastur í þessu; þú ert búinn að fatta trikkið. Gott gengi!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.8.2008 kl. 22:48
Ótrúlega góður "kúr", ég er algjörlega á því að það er einmitt þetta sem virkar, engin diet, heldur breyttur lífsstíll! Borða minna, hreyfa sig meira. Getur ekki klikkað.
Gangi þér vel og knús á ykkur hjónin
SigrúnSveitó, 12.8.2008 kl. 23:29
innlitskvitt - og gangi þér vel í "kúrnum"
Sigrún Óskars, 13.8.2008 kl. 23:49
gakktu nú ekki of langt í þessu...vinur minn fór í megrun og hann hefur ekki sést síðan.....
Haraldur Davíðsson, 17.8.2008 kl. 02:28
Alveg er þetta kórrétt hjá þér.
vandamálið virðist samt alltaf vera að byrja að stramma sig af í átinu.........svo fáránlegt sem það nú er þá liggur við að maður byrji á að sjá eftir öllu sem maður nú annars gæti étið ef manni dettur í hug að fara að huga að matarræðinu.gangi þér vel.Hver veit nema að ég feti í fótspor þín í þessum efnum.
Solla Guðjóns, 17.8.2008 kl. 12:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.