Ástarjátning.

Sæl og blessuð. Það er nokkur tími síðan ég hef mannað mig upp til að skrifa minn vanalega pistil. Málið er bara að ég hef lokað mig af í raunheimum og lítið þvælst um bloggslóðir í netheimum. Hvað þá skrifað. Ekki það að ekki hafi nokkuð að viti rekið á strendur vitundar minnar, nei nei sussum svei!   Ég hef bara ekki komið mér að lyklaborðinu til að deila þeim upplifunum með ykkur kæru bloggvinir og félagar.
En hvað um það, þið hafið verið ferlega dugleg við að halda blogginu við og allt hefur gengið sinn vanagang án mín og það er nú bara gott.

En ég æla að skrifa um konuna mína og þær pælingar sem ég hef verið að vinna í.
Málið er að ég er ferlega vel kvæntur, það vissi ég svosem fyrir löngu, en þar sem ég er nú kokkur og vinn með öðrum kokkum og kokkar tala stundum saman svona á trúnaðarstiginu og þá sérstaklega um þær skvessur sem prýða vitund okkar, híbýli og bedda.  Eiginkonurnar.  Við tölum stundum um þessar verur og hvernig þær trufla tilveru okkar og hvernig þær ná að gleðja okkur með bæði hinu og þessu og er okkur stundum ekkert heilagt. En oft á tíðum berast umræðurnar um innkaup á matvörum, umgengni í eldhúsinu sem flestir ástríðufullir kokkar líta á sem sinn eigin heilaga terriatorium þar sem þeir reyna að stjórna. Alveg eins og í vinnuni. ( kannast ekkert við þetta) Þær reyna af veikum mætti að komast að með fallegri blómaskreytingu eða krukkuuppsetningu þar sem vinnupláss á að vera að okkar mati. Og þar fram eftir götunum. Sumum kokkum finnst voðalega gaman að elda mat heima hjá sér eins og mér, og fer þá humyndaflugið á fullt, alveg eins og í vinnunni. En þar  vill bregða við að sumir kokkar hafi veðjað á rangan hest (fyrirgefið mér orðbragðið en mér datt bara ekkert betra í hug) þeirra heittelskuðu eru bara ekkert fyrir svona hinsegin mat, finnst þetta ekkert merkilegt og vilja bara kjúkling án puru, grænt salat og sódavatn. Eða matur segir þeim ekki neitt. Sumar eiginkonur vina minna leysa  Sudoku, senda SMS eða blaðra við vinkonurnar í síma á meðan máltíðinni stendur. Eru fullkomlega áhugasamar yfr hinum Gastrónómíska universi þar sem bragð og áferð er á sfelldri hreyfingu út í það óendanlega. Ekki það að mín ástkæra deili ástíðu minni á þesskonar fyrirbrigðum, en hún er forvitin og opin fyrir nýungum og breytileika. Hún gefur sig fullkomlega þegar ég kem með eihhvað nýtt sem mér var að detta í hug og endilega þurfti að prófa. Eða þegar ég fæ delluna og byrja á einhverju óskiljanlegu sem stundum dagar uppi í hillu eða inní ísskáp þar sem ég vona að einhverskonar lífræn keðjuverkun geri þetta að einhverju gastromisku undri.  Þar sem eðlis, og efnafræði ásamt  tíma, fá frítt spil.Þar myndu flestar eiginkonur fá tvöfallt taugaáfall, henda öllu út og dauðhreinsa ísskápinn og hella sér yfir vesalings tilraunaeldhússeiginmanninn sinn.
  Mín heittelskaða er grænmetisæta með twist af ljósu fuglakjöti og fisk. En hvernig maturinn er eldaður og meðhandlaður, með hinum og þessum brögðum, áferðum og litum, þar er hún opin og forvitin, hún bragðar á og gefur raunhæf comment, hennar viðbrögð koma eftir að hún hefur bragðað og kyngt. Og með ánægju. Hún elskar allan þann mat sem ég elska að elda handa henni. Betri gjöf get ég ekki fengið.

Ástin mín, ég er stundum ferlega mikill nördari sem stundum ætti að skammast sín og vera ekki að þessum tilraunum með mat og ”gerabaramateinsogallirhinirgera” En þannig er ég einfaldlega bara ekki uppbyggður í höfðinu. Eg hugsa í mat, flestar mínar hugsanir snúast um mat og matargerð. Núna sit ég hérna á aðalbrautarstöðinni í köben á einhverjum stálpramma og bíð eftir lestinni þar sem fyrri lestinni var aflýst og skrifa þessi orð.  Fór í millitíðinni til Hal al gæjanna á Hálmtorginu þar sem við versluðum svo mikið þegar við vorum nýkomin til DK.   Þeir báðu að heilsa þér.
 Þar keypti ég blómkál, spergilkál og blaðlauk, ásamt tveimur glænýjum körfum á fimmtíu kall stykkið. Báðir með innyflum, slori og allez.

Mig langar til að gera handa þér: Ofnbakaðan karfa með blaðlauksstrimlum, rauðri papriku blómkáli og karöflum. Svo geri ég smá thai soð með engifer, soja, Nam Pla  helling af steinselju og svo smá sítrónu. Karfann hreinsa ég og klippi alla ugga af og tálkn. Hausinn læt ég vera á og skola greyið vel í ísköldu vatni. Þurrka svo vel og krydda með jurtasaltinu mínu. Læt hann svo í djúpa pönnu, ásamt öllu grænmetinu sem skorið er í smá bita. Kryddinu og soðinu helli ég svona yfir hér og þar pakka þessu öllu inn í álpappír og baka þetta í ofninum í svona 30 min. OK svona cirka þangað til fiskurinn er bakaður. Fjarlægi roðið og ber þetta fram í pönnunni og borðað sem fiskisúpa.  Svo förum við út að labba/trimma með Lappa litla og Sól. Það er frost og heiðskýrt  og fallegur dagur í DK.  Ég hlakka til að heyra viðbrögð þín ástin mín.
Gunni Palli kokkur.

PS: Viðbrögðin voru að vonum, og við kveðum héðan og bjóðum góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Æj hvað ég er glöð að sjá þig aftur með þínar "allrahanda" uppskriftir ;)

Kreistu kellu frá mér  Big Hug 





Hrönn Sigurðardóttir, 26.11.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jahá, þarna er einn góður bloggari á ferðinni sem ég hef náttúrlega misst af !

Ætla sko ekki að láta það gerast aftur.

Flott færsla!

Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 23:47

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk ástin mín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.11.2007 kl. 04:57

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin aftur og takk fyri færsluna. Já matur og matur, getur nú verið ýmislegt

Guðrún Þorleifs, 28.11.2007 kl. 11:26

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

ÉSÚS HVAÐ ÞETTA VAR EROTISK LESNING!!

Svonalagað kemur mér nú bara til! nú er ég farin að leita að honum Halla mínum!

Ylfa Mist Helgadóttir, 28.11.2007 kl. 18:01

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég vildi óska að ég gæti verið KOKKUR

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2007 kl. 20:38

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj.Þið Steina eruð lánsöm að eiga hvort annað.

Eitt sem ég skil ekki hjá kokkum erlendis í þeim löndum sem ég hef farið og pantað mér einhvern fisk.........þá er alltaf hausinn á honum.......mér verður alltaf jafn illa við að fá þannig framreiddan fisk og reyni að lauma hausnum í servíettuna tila að geta borðað......afhverju er þetta.....hefur þetta eitthvað með bragð að gera?

Gaman að sjá þig aftur.

haltu áfram að elda með Steinu í huga og hjarta.

Solla Guðjóns, 29.11.2007 kl. 21:57

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

það hefur eitthvaö með heildarnyndina að gera. Sumum finnst gott að narta í kinnarnar og aðrir að sjúga hausinn. Annars er í hausnum fullt af bragðefnum sem ekki nást öðruvísi en með að gera soð af hausnum.

GP. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 04:20

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Velkominn aftur í bloggheima.  Yndisleg færsla.  Held svei mér að þú og Steina séuð jafn lánsöm og ég og minn heittelskaði.  Grunaði það reyndar strax og ég byrjaði að lesa bloggið hennar Steinu.

Ljós&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 30.11.2007 kl. 14:00

10 Smámynd: Agný

Þú tjáir konu þinni ást þína í gegnum eldamennskuna.....aðrir gera það í gegnum bíla áhugamálið, hestamennskuna, tónlist og svo framvegis....þar fyrir utan eru nokkrir sem fatta það of seint að eir hefðu betur ekki tekið þá sem þeir kölluðu ástina sína fyrir gefna.....tóku sem sjálfsögðum hlut.... en of seint fyrir þá að grípa í rassinn þegar allt er komið í buxurnar..... en ég tel að þú sért ekki einn af þeim...vona að konan þín fatti það líka........

Agný, 1.12.2007 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband