1.12.2007 | 07:53
Kaffið á Tíu dropum.
Ég fékk það besta kaffi sem ég hef á ævinni fengið að öllum öðrum kaffibollum ólöstuðum. Þannig er nú máli vaxið að ég var á íslandi í apríl sl. Saman með Dóttur minni Sigrúnu Sól, og einn daginn fórum við saman með mömmu minni í bæinn (Reykjavík) að versla og fara í heimsókn.
Að sjálfsögðu löbbuðum við Laugaveginn og ísköld fórum svo inn á Tíu dropa til að fá kaffi og meððí. Ef eitthvað er heimilislegt þá er það ilmurinn inni á Tíu dropum. Stuna. Dóttirin fékk kakó og pönnukökur, manmma kaffi, brauð og pönnukökur, og ég fékk mér flatkökur með hangikjöti, kaffi og pönnukökur með sykri. Kaffi, saman með flatkökum og hangikjöti hefur alla tíð verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að drekka kaffi í sveitinni hjá Eyþóri og Borgu í Kaldaðarnesi rétt hjá æskustöðvunum á Selfossi. Þar var ég nokkur sumur og síðan þá, hefur ilmurinn af kaffi, flatbrauði og hangikjöti alltaf kallað fram minninguna úr réttunum blandað saman með ilmi af ull og móa....... en þetta er nú útúrdúr. Við vorum í fínu skapi og stemmingin eftir því, stanslaust rennerí á gestum og afslappað andrúmsloft á staðnum. En KAFFIÐ, stal senunni, Fyrstu viðbrögð mín voru þessi venjulegu UMMMMMM! En svo fattaði ég að þetta var hvorki meira né minna en fullkomið kaffi!!!
Stórt tekið upp í sig HA. Þetta var hvorki Café Latte, Cortato, eða Expresso, bara venjulegt svart kaffi þar sem kaffibragðið lék sér svona fallega við soðna vatnið. Ég gekk upp að afgreiðsluborðinu og bað um annan bolla sem að sjálfsögðu var rétt yfir borðið með bros á vör. Ég lýsti aðdáun minni á kaffinu og spurði hvaða tegund þetta væri og fékk að vita að þetta væri einhver ný tegund....Santos ...frá Suðurnesjunum. Ég hrósaði kaffinu í hástert og mælti með því að þessi kaffitegund yrði áfram á staðnum vegna þess að sýrustig og biturleiki kaffisins passaði einfaldlega svo vel við vatnið í krananaum. Svo gekk ég aftur að borðinu okkar og borðaði pönnukökuna mína og NAUUUUT kaffisins út í ystu æsar. Við kvöddum svo og borguðum og gengum út í aprílveðrið, versluðum svolítið og keyrðum um allan daginn. Ég var með þetta kaffibragð í munninum allan daginn, ég tímdi ekki að fá mér neitt að borða því að þá myndi kaffibragðið hverfa, þið vitið að þegar maður smáropar eftir kraftmikla máltíð eða eftir að hafa drukkið td.... kaffi! Þá fær maður bragðið aftur í munninn og getur þá japlað á því í smá stund. (svona eins og beljurnar) ☺ Mamma og Sól fengu sér hitt og þetta á meðan ég naut og jórtraði á kafibragðinu í algerri sæluvímu.
Það var ekki fyrr en við mættum í heimsókn hjá Herthu og Stefáni frænku og frænda að ég fékk mér að borða því að bakkelsið hjá Herthu frænku er alltaf gert og borið fram með ást og kærleika. Hún er líka góður kokkur og ég man ennþá eftir matarboðunum hennar í gamla daga. (Svo gaf hún mér líka pönnukökupönnuna sína því að henni fannst það alveg ómögulegt að íslenskur kokkur í útlöndum ætti ekki einusinni pönnukökupönnu! Takk fyrir Hertha mín. Pannan er mikið notuð)
En áfram með kaffið... Ég las einusinni grein um veitingastað í Árósum á Jótlandi sem var með stóran kaffimatseðil, þeir höðu verið á matvælasýningu í Bella Center sem er staðsett á Amager rétt hjá Kastrup flugvelli. Þar höfðu eigendur, kokkar og þjónar staðarins verið í kaffismökkun og valið þær kaffibaunir og tegundir fyrir matseðilinn sem áttu að passa svo vel fyrir hina og þessa kaffitegund. Pressukaffi, könnukaffi (gamaldags), expresso, mocca og svo framvegis. Semsagt: Fulltime jobb fyrir alla í einn dag.
Það var svo keypt inn og gengið frá öllu. Allt klappað og klárt og allir duttu íða. Í vikunni á eftir kom svo kaffið og matseðillinn settur í gang. En þetta bragðaðist ekki eins og í vikunni á undan, allt annað bragð af kaffinu. Það endaði á því að heildsalinn kom til Árósa með allar sínar tegundir og byrja kaffismökkunina aftur þar sem VATNIÐ í Árósum er harðara en vatnið er á Amager!
Vatnið er ca: 99% hluti af kaffinu og skiftir öllu máli við uppáhellinginn, með sumum kaffitegundum er ekki hægt að gera td. Expresso. En venjulegt kaffi, ekki sterkt, er hinsvegar ljómandi. Þetta er hægt að prófa og prófa og prófa. Aðalmálið er að ef ykkur finnst sterka kaffið vont, súrt eða beiskt, þá að finna betra kaffi. Þarf ég baunir sem eru meira brenndar? Bragða á og alltaf að hugsa: HVAÐ FINNST MÉR. Þarna á Tíu Dropum heppnaðist samspil vatnsins og kaffibaunanna svoleiðis að ég heyrði englana syngja. Takk fyrir kaffið og gangið sem ætíð á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:25 | Facebook
Athugasemdir
þú ert svo mikill kaffi kall !!!
ætli við fáum okkur nokkuð kaffi í dýragarðinum í dag.
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 08:15
Sjálf drekk ég afarsjaldan kaffi.......en mér finnst kaffibragð gott.
Þar sem við eigum eitt tærasta og besta vatn í heimi hlítur kaffið hér að vera með eindæmum gott.
Solla Guðjóns, 1.12.2007 kl. 13:45
Þetta er besta kaffi auglýsing ég hef séð ever... ég ætla fá mér kaffi og vona að það verði gott
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 23:22
Þetta minnir mig á er þú kendir mér að kreista safann úr matnum með því að þrýsta honum út í kinnina....
Guðni Már Henningsson, 3.12.2007 kl. 12:15
Já Guðni minn, Það var þegar ég stakk upp ímig góðri steik og tuggði hana vel, setti svo tugguna út í kinn, klemmdi saman tönnunum og pressaði með hnefanum á kinnina utanverða. Þá fékk ég allan þann safa úr steikinni sem hún hafði. Lék mér með hana og bragðið í smá stund og svo spýtti ég út þurru ketinu.
Hugmyndina fékk ég frá Mae West sem sagði að þetta væri eitt af ungdóms undrameðulum sínum
Gunnar Páll Gunnarsson, 3.12.2007 kl. 14:29
verð að játa að mér finnst kaffi gott..en misgott þó..ég er ekkert mjög hrifin af einhverju sem heitir kaffi lattie eitthvað eða eitthvað gerfi... En er farin að halda mig mest viðö lífrænt kaffi þó að dýrara sé en það fer bara svo mörgum sinnum betur í maga..En það er alvöru kaffi..mínus tilbúinn áburð og skordýraeitur... Uppáhldið mitt er BIO kaffi... Mér finnst eins og þér hangikjöt og flatkökur og kaffi passa mjög vel saman en ekki síður það sem ég ólst mikið upp við ..soðibrauð með hangikjöt og kaffi..nammi namm....
Agný, 6.12.2007 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.