Mitt fyrsta Blogg.

Og þá er ég byrjaður að íhuga!!! Ég, af öllum. Við Steina konan mín erum esoterikar og hefur eiginkonan mín verið mjög dugleg  í esóteríkinni á meðan ég hef bara verið að bíða og séð til. En nú er eins og öll innri mótstaða sem alltaf hefur verið til trafala og leiðinda sé farin og ég er farinn að íhuga.  Þetta gengur allt nú vel ennþá og eru engar sjáanlegar breytingar á mér þegar ég er að bursta tennurnar á morgnana. Það er bara allt þetta inni sem er að breytast.Billede 2512

Svo að ég byrji nú á byrjuninni, þá kynntumst við hjónin Esóteríska skólanum fyrir þó nokkrum árum og ætluðum bæði í hann, en þar sem við vorum frekar blönk þá fór Steina fyrst og ég svo þegar hún var búin. Hún fór að stofna hópa og vera aktíf á meðan ég stoppaði og vildi sjá til með allt þetta. Sem er svosem allt í lagi! Vildi venjast þessu og halda öllum mínum (ó)vönum sem eru kanski ekki margir þegar grannt er skoðað. En ég var ekki tilbúinn til að fara að hugleiða eins og konan mín, vildi ekki hætta að fá mér í glas eins og konan gerði og ekki hætta að borða kjöt, ...eins og konan gerði jú líka. Fannst allir vera að ýta mér út í esóteríkina með öllu því sem því fylgir og spyrnti fast við fótum. Svo gerðist það að löngunin í gott glas vín og bjór ( svona af og til ) minnkaði og bragðið fannst mér ekki vera eins gott og áður. Þar sem ég er kokkur og bragð er mitt alfa og omega  þá eðlilega leið lengri og lengri tími á milli eins og eins glass af veigunum og stundum fæ ég mér ekki eitt einasta glas í heila viku. Löngunin minnkaði þegar bragðið versnaði. Mér finnst þetta afskaplega skrýtið og hef hlegið oft að þessu saman með minni heittelskuðu. Spyr sjálfan mig og út í loftið hvað sé verið að pilla við mig.                    

Eins er það með matinn að ég er miklu meira gagnrýninn á hvað það er sem ég fóðra sjálfan mig á. Er þetta einhver klappikálfur með aðgang að spena og víðum völlum, eða búrkálfur alinn á mjólkurdufti frá EU og bundinn við bás alltaf inni. Eins hef ég það með öll dýr.

Eitt stærsta garðyrkju svæðið á Spáni sem ræktar grænmeti handa EU gengur undir nafninu Tjernobyl Spánar. Risastór dalur þar sem ekkert er nema gróðurhús, ræktun undir plasti og hemjulaus eiturúðun svo mikil að ef grænmetið væri ekki þvegið þá væri það beinlínis hættulegt heilsu neytenda. Ekki út af skordýrunum heldur eitrinu sem ennþá er á grænmetinu þrátt fyrir allt. Skordýrin eiga ekki séns þarna sem er sorglegt því að þau gegna stóru hlutverki  til að viðhalda jafnvægi náttúrunnar og hver hefur ekki heyrt um blómin og býflugurnar?Billede 2567

En áfram um mig og mína Esoteriku. 

Það sem ég er að fara með öllu þessu er það að ég (sem er farinn að hugleiða) finn hvernig ég og mitt hugarfar breytist. Hvernig ég get tekið á móti því sem stendur skrifað á veggin. Ég hef verið esóteríker oft áður, ég hef verið kokkur oft áður, og einhvervegin á ég að sameina þetta í þessu lífi. Hvernig sem ég fer nú að því.

Svona í einlægni:  Esóterísk matvælafræði hljómar frekar  dónalega, en ég held að ég noti það nafn þegar ég kem inn á efnið í framtíðinni. Matur sem eldaður er úr hráefni sem hefur notað mikla orku í að lifa, skilar henni til okkar þegar við borðum og bragðast miklu betur. Um allt hvað stendur á bak við kem ég inn á seinna meir enda nýbyrjaður að lesa mér til um biodynamiska ræktun og prófa svo þetta á garðinum mínum fræga.       

Svo mun ég skifa um mína matargerð, bæði  heima og að heiman. Fyrir fína, sem sauðsvartan almúgan.

Bless að sinni og munið að allt það sem ég skrifa er bara mín skoðun og þið ráðið alveg hvað þið gerið við hana.

Gangið á guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband