Mitt fyrsta Blogg.

Og þá er ég byrjaður að íhuga!!! Ég, af öllum. Við Steina konan mín erum esoterikar og hefur eiginkonan mín verið mjög dugleg  í esóteríkinni á meðan ég hef bara verið að bíða og séð til. En nú er eins og öll innri mótstaða sem alltaf hefur verið til trafala og leiðinda sé farin og ég er farinn að íhuga.  Þetta gengur allt nú vel ennþá og eru engar sjáanlegar breytingar á mér þegar ég er að bursta tennurnar á morgnana. Það er bara allt þetta inni sem er að breytast.Billede 2512

Svo að ég byrji nú á byrjuninni, þá kynntumst við hjónin Esóteríska skólanum fyrir þó nokkrum árum og ætluðum bæði í hann, en þar sem við vorum frekar blönk þá fór Steina fyrst og ég svo þegar hún var búin. Hún fór að stofna hópa og vera aktíf á meðan ég stoppaði og vildi sjá til með allt þetta. Sem er svosem allt í lagi! Vildi venjast þessu og halda öllum mínum (ó)vönum sem eru kanski ekki margir þegar grannt er skoðað. En ég var ekki tilbúinn til að fara að hugleiða eins og konan mín, vildi ekki hætta að fá mér í glas eins og konan gerði og ekki hætta að borða kjöt, ...eins og konan gerði jú líka. Fannst allir vera að ýta mér út í esóteríkina með öllu því sem því fylgir og spyrnti fast við fótum. Svo gerðist það að löngunin í gott glas vín og bjór ( svona af og til ) minnkaði og bragðið fannst mér ekki vera eins gott og áður. Þar sem ég er kokkur og bragð er mitt alfa og omega  þá eðlilega leið lengri og lengri tími á milli eins og eins glass af veigunum og stundum fæ ég mér ekki eitt einasta glas í heila viku. Löngunin minnkaði þegar bragðið versnaði. Mér finnst þetta afskaplega skrýtið og hef hlegið oft að þessu saman með minni heittelskuðu. Spyr sjálfan mig og út í loftið hvað sé verið að pilla við mig.                    

Eins er það með matinn að ég er miklu meira gagnrýninn á hvað það er sem ég fóðra sjálfan mig á. Er þetta einhver klappikálfur með aðgang að spena og víðum völlum, eða búrkálfur alinn á mjólkurdufti frá EU og bundinn við bás alltaf inni. Eins hef ég það með öll dýr.

Eitt stærsta garðyrkju svæðið á Spáni sem ræktar grænmeti handa EU gengur undir nafninu Tjernobyl Spánar. Risastór dalur þar sem ekkert er nema gróðurhús, ræktun undir plasti og hemjulaus eiturúðun svo mikil að ef grænmetið væri ekki þvegið þá væri það beinlínis hættulegt heilsu neytenda. Ekki út af skordýrunum heldur eitrinu sem ennþá er á grænmetinu þrátt fyrir allt. Skordýrin eiga ekki séns þarna sem er sorglegt því að þau gegna stóru hlutverki  til að viðhalda jafnvægi náttúrunnar og hver hefur ekki heyrt um blómin og býflugurnar?Billede 2567

En áfram um mig og mína Esoteriku. 

Það sem ég er að fara með öllu þessu er það að ég (sem er farinn að hugleiða) finn hvernig ég og mitt hugarfar breytist. Hvernig ég get tekið á móti því sem stendur skrifað á veggin. Ég hef verið esóteríker oft áður, ég hef verið kokkur oft áður, og einhvervegin á ég að sameina þetta í þessu lífi. Hvernig sem ég fer nú að því.

Svona í einlægni:  Esóterísk matvælafræði hljómar frekar  dónalega, en ég held að ég noti það nafn þegar ég kem inn á efnið í framtíðinni. Matur sem eldaður er úr hráefni sem hefur notað mikla orku í að lifa, skilar henni til okkar þegar við borðum og bragðast miklu betur. Um allt hvað stendur á bak við kem ég inn á seinna meir enda nýbyrjaður að lesa mér til um biodynamiska ræktun og prófa svo þetta á garðinum mínum fræga.       

Svo mun ég skifa um mína matargerð, bæði  heima og að heiman. Fyrir fína, sem sauðsvartan almúgan.

Bless að sinni og munið að allt það sem ég skrifa er bara mín skoðun og þið ráðið alveg hvað þið gerið við hana.

Gangið á guðs vegum.

Gunni Palli kokkur.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

til hamingju með síðuna þína ástin mín

steina 

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.7.2007 kl. 06:31

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fyrirgefðu ég var víst inni á þínu stjórnborði

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 06:33

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Upps þú hefur verið klukkaður af mér Hahaha. Viltu koma og vera barn aftur í smá tíma og leika við mig og hina ?

Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þín og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn og erum þannig öll hluti af leik sem er svo mikilvægt að muna þegar maður verður fullorðin.við gleymum því of oft þegar við verðum fullorðin og þess vegna er heimurinn kannski eins og hann er.

Svo er bara að fara í gang KLUKKKKK

ljós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.7.2007 kl. 08:06

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með bloggsíðuna þína og velkominn á moggablogg.  Það verður gaman að fá að kynnast hinum helmingnum af Steinu.

SigrúnSveitó, 10.7.2007 kl. 09:43

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkominnn og ég hlakka til að lesa´hjá þér. Hvað nákvæmlega þýðir Esoterik? Þetta er danskt orð sem þið hjón notið mikið en ég veit ekki hvað það nákvæmlega þýðir.

Og hvað er þetta sem þú ert að gera við þennan rabarbara????

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.7.2007 kl. 17:15

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Kæra Sara og Ylfa.

Þetta fundum við á netinu svona stutt og laggott. www.kentaurnet.dk

Vantar ykkur þýðingu látið þá vita. Kveðjur heim frá okkur Steinu.

Gunni og Steina. 

Esoterisk
Esoterisk betyder “indre” eller “skjult”. Den Esoteriske lære (?) henviser til den indsigt i de indre verdener, som er forbeholdt de indviede. En stor del af denne indsigt er gjort tilgængelig for offentligheden gennem især Alice Baileys forfatterskab.
Den esoteriske lære (?) betragter de indre verdener og planer, som den egentlige virkelighed, fordi årsagerne til at den fysiske verden ser ud som den gør skyldes indre forhold. Alt hvad vi oplever med de fysiske sanser er opstået på baggrund af de arketypiske ideer i det guddommelige sind, som mennesket bl.a. har kontaktet gennem inspiration. Der ud fra har mennesket skabt alle de mangfoldige ting i verden. Menneskets krop ligeledes skabt af den indre sjæl, der bor i hvert eneste menneske i forbindelse med inkarnationsprocessen. Jordkloden er skabt af den store tænker - Gud.
Den indsigt, der afsløres under menneskets fem store indvielser, er esoterisk, men den bliver eksoterisk (?) i samme øjeblik den offentliggøres. Meget af den viden, som den esoteriske lære (?) nu offentliggør, har tidligere hørt til den esoteriske eller hemmelige lære. Nu er det blevet tilladt at offentliggøre dele af den, og derfor er den reelt ikke længere esoterisk.

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.7.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Kæra Ylfa.

Rabbabarinn var notaður í rabbabarasaftina hina góðu. www.alletiders kogebog.dk/rabarbersaft og himmnarnir munu opnast með englasöng og lúðrablæstri. Kvejur til strákarna þinna allra, special til Halla.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.7.2007 kl. 21:00

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst þetta hljóma spennandi - þetta með hráefnið sem hefur notað mikla orku til að lifa....

Gangi þér vel

Hrönn Sigurðardóttir, 21.7.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband