Færsluflokkur: Matur og drykkur
5.4.2011 | 08:27
Simbi sjómaður á Oslóbátnum.
Jæja, svo er maður kominn á nýtt partie (staður í eldhúsi á kokkamáli) Heiti á la carten. Er þar með veitingastaðinn Blue Ribband, sem er einhverskonar fínn Brasserie. Moules Marinére (kræklingar í hvítvíni) steikur og þh. 8 tegundir af smjörpískuðum sósum, 4 teg. af karteflum, 6 mismunandi garni ( meðlæti á kokkamáli) og svo framvegis.
Allt á la minute að sjálrögðu.
Venjulega erum við tveir kokkar þarna, en ég fékk einn lalla (kokkanema á kokamáli) til að þjálfa upp. Hann er ekki sem verstur og er bara frekar áhugasamur um matinn nema þegar eitthvað kvenkyns á leið framhjá. Þá breytist hann í algjöra lóðatík! Blístrandi á eftir þeim í tíma og ótíma og svo á hann það til að labba bara frá steikarpönnuni með steikum á, til þess að gera sig til við einhverja stelpuna Ég hef nú séð marga kvennabósana í gegn um árin og ef ég man rétt þá var ég heldur ekkert guðslamb í þessum málum. En þessi pjakkur slær öllu við sem ég hef séð.
Það tekur smá á að halda guttanum við efnið (matinn) en þetta á víst eftir að ganga vel 7-9-13. Hann er farinn að átta sig á steikargráðunum. Medium rare-medium og allt það og ég vona bara að hann verði sæmó þegar að helginni kemur. Það er von á 1600 gestum um helgina og ekkert sérstaklega mikið pantað í hópmatseðla. Þá deilist þetta enhvernvegin svoleiðis: Seven Seas hlaðborðið tekur ca: 1000 gesti, Steikhúsið ca 200, Kaffihúsið aðra 200 og Blue Ribband 200. Á einu kvöldi, tvo daga í röð.
Við byrjum að preppa (undirbúa á kokkamáli) á fimmtudaginn. En það mallar alltaf í soðpottunum. 150 lítra baðkör full af nautabeinum og grænmeti. Það tekur tvo daga að gera gott nautasoð. Úr svona potti næst 100 l af soði sem er sigtað og soðið niður um helming og svo kæld niður í hraðkælinum, sem er stórt kælibox ca 20 fermetrar sem kælir allt niður á þremur tímum. Þá eru soðin tilbúin til notkunnar í allavega súpur, sósur og gljáa. Maggi, Knorr eða Oscar þekkist ekki um borð á skipinu.
Í dag á ég að vera með kynningu á skyri fyrir kokkana og yfirmennina. Tanta Dorte (yfirkokkurinn) er búin að kaupa helling af Dönsku skyri sem er alveg eins og það Íslenska og án allra bragðefna. Þar ætla ég að gera nokkrar dressingar, Skyrsorbet með hunangi og sultuðum eplum og svo er skyrterta með bláberjum inni á kæli.
Tanta Dorte er "helt oppe at køre" yfir skyrinu og kynningin á að vera í anda hins nýja norræna eldhúss og þar fram eftir götum.
Svo ég læt þessi orð duga og fer að koma mér í gallann. Sterkt kaffi og crossiant bíða mín í messanum og mér er ekkrt að vanbúnaði.
Kveðjur heim og þá sérstakar kveðjur austur fyrir fjall og suður með sjó.
Simbi sjómaður.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 09:02
Simbi sómaður á Oslóbátnum.
Úff maður hvað tíminn líður. Það er sunnudagur og það er bara lítil vika eftir og svo er ég aftur kominn í sveitasæluna.
Ég var að lesa á Feisið áðan að konan fílar sig bara vel í vorinu heima, garðavinna og sólböð. Ég hlakka til að koma heim og sjá öll fallegu beðin og svo kaffibrúna kellu.
En,,,,,, já! Ég endaði síðast þegar ég var að biðja um létta brunaæfingu. Ég hef greinilega hitt á óskastundina. Við mættum eins og venjulega upp á dekk 12 og biðum svo eftir fyrirmælum um bruna sem aldrei varð úr. Svo við héngum þarna úti á þilfari í ca 3 tíma, litum yfir Osló í vorbúningi þaeas; snjórinn var á undanhaldu og bara einstakir klakar á reki.
Ég og Mads kokur fórum að tala um hvað það væri nú gaman að fara til Svíþjóðar, lengst uppí skóga næsta haust, svona eina langa helgi. Búa í litlum bústað og svo tína ber og jurtir. Hafa að sjálfsögðu helling af krukkum með sér og dehydrator. Æðisleg græja sem þurrkar ber og ávexti, jurtir og allt sem hægt er að þurrka. Bara fara einn og njóta kyrrðarinnar. Svona draumóra finnum við oft uppá þegar við erum þreyttir á hamaganginum, loftræstingunni, konu eða kallaleysinu og svo áfengisleysisins ( það er bannað fyrir áhöfnina að drekka vín og svoleiðis á meðan törninni stendur) Ekki það að við séum að klepra á vinnunni, en við vinnum stanslaust í 16 daga það er stundum þörf á að tala um það villtasta sem manni langar að gera þegar heim er komið og allir vita að þetta eru bara draumórar og maður þarf bara að létta á sér.
Sólin skein í heiði og þetta var bara hin ágætasta æfing.
Svo var þeyst niður og hádegismaturinn keyrður niður í messa. Allir hinir voru á fundi um hagtölur mánaðarins (Ég fékk frí)
Danskar frikadellur með kartöflusalati og agúrkusalati og svo uppáhaldið mitt: Léttsteikt kálfalifur með lauk og sveppum. Það var frekar erfitt að koma sér í gír eftir þann mega skammt en af stað litli kall, það var heilsteikur kjúlli í kvöldmat með brúnni sósu og allez og ég þurfti að vera búinn að steikja 90 kjúklinga fyrir klukkan 2 kæla þá niður og skera niður við trog. Beggi kokkur sem sér um Seven Seas hlaðborðið mætti á slaginu hálf fjögur og þá urðu ofnarnir að vera klárir. Minestronesúpan var klár og tortillagumsið líka og svo var bara að taka allar side orders: Rífa ost, skera agúrkur, lauka og tómata, fylla skálar með allskonar sósum, chutneyum, spírum og sýrðum rjóma. Allt sem hægt er að troða í tortillas eftir smekk, græðgi og góðum siðum.
(eða vöntun á því síðastnefnda)
Eftir tiltekt og hálftíma í sófanum, þá var farið í ræktina og hamast þar dágóða stund. Ég veit ekkert betra en að skreiðast upp í bæli alveg laf, eftir harðan dag og sjóðandi heita sturtu. Það síðastnefnda kostaði mig áminningu frá brúnni, vegna þess að ég opnaði hurðina á baðinu og öll gufan fyllti káetuna og að sjálfsögðu kviknaði á helv. skynjaranum. Sekúndu seinna hringdi síminn og hvöss rödd spurði hvort það væri kviknað í hjá mér. Þegar ég úrskýrði málið fyrir kallium þá hélt ég að hann myndi nú eitthvað mildast, en hann varð bara ennþá verri, gaf mér svo munnlega áminningu fyrir þetta (og öll hin skiftin) og hótaði mér bannfæringu og öllu mögulegu ef þetta kæmi fyrir aftur. Ég sofnaði svo eins og lítið saklaust barn og dreymdi fallegan draum um ónefndan stýrimann sem grátandi bað mig um fyrirgefningu á kokhreystinni. Daginn eftir vaknaði ég eins og nýsleginn túskildingur með brosi á brá.
31.3.2011 | 22:18
Simbi Sjómaður á Oslóbátnum
Sæl aftur bloggaravinir.
Ég hef ákveðið að blogga um vinnuna mína á Pearl Seaways eða Oslóbátnum, eins og skipið er kallað hér í Danmörku.
Well, þegar ég kom um borð sl. föstudag þá fékk ég staffamatinn sem tjans. Það er reyndar stór viðurkenning að fá þá stöðu og ábyrgðarmikil, því maður heldur vinnufélögunum keyrandi og ánægðum ef allt gengur að óskum. Annars er manni velt upp úr tjöru og fiðri og ekki einu sinni treystandi fyrir uppvaskinu, hvað þá meira. Þetta eru ca 170 manns sem ég fóðra, bæði í hádeginu og í svo kvöldmat. Það er ekkert sparað til og er alltaf tvíréttað í hádeginu og þrí - eða fjórréttað á kvöldin. Þá er ég bara að tala um heita matinn sem ég sé um og svo er allt hitt sem líka er á boðstólnum, álegg, ostar, sallöt mm. Vaktin er frá 6:00 á morgnana til 18:00 á kvöldin.
Í hádeginu í dag voru grilluð svínarif með bökuðum kartöflum, kryddsmjöri og coleslaw, sem fyrsti réttur. Svo voru steiktar núðlur með sterkri salsa, skeldýrum og djúpsteiktum smokkfiski. Í kvöld var svo, klassísk Pólsk súpa Borzjt með sýrðum rjóma og grófsöxuðu fersku dilli. Kálfasteik með timiangljáa, smjörbökuðu grænmeti og ítölskum kartöflurétti með tómat, lauk og rósmaríni. Þriðji rétturinn var svo bláskel í rjóma og hvítvíni med spaghettí og ferskum parmesan. Sko; það er ekki lygi að maður er á drullufloti frá kl: 06:00 og til kl: 18:00.
Pása er eitthvað oná brauð og ég hef lúmskan grun um að klukkuhelvítinu sé eitthvað illa við mig. Síðasti klukkutíminn fyrir deadline er miklu styttri en allir hinir. Ég kíkti í gær og er sko alveg viss.
Svo í morgun var ekki til hvítkál í coleslawið (hrásalat Ísl.) svo ég notaði jöklasalat og romainesalat. (Sem var fyrir vikið miklu betra á bragðið) Flotið helltist yfir mig og með tvöaldan ekspresso í glasi og crossiant í kjammanum þeyttist ég af stað með vagninn á undan mér niðri á dekki 1, (kjallaranum á landkrabbamáli). Minnismiðinn varð strax blettóttur af kaffi og öðru góðgæti sem á vagninn fór. Upp á dekk 8 þar sem kabyssen (eldhús á sjóaramáli) er. Henda öllu á sinn stað og svo keyra keyra keyra. (vinna eins hratt og maður getur á kokkamáli)
Fimmtudagur og allir eins og ég, að finna pláss, potta og vinnuáhöld á undan öllum hinum, svo maður geti sparað einhvern tíma. Sjóða niður soðin, Kjúklingasoð í súpuna og nautasoð fyrir kálfinn. Ekkert Maggi eða Knorr. Bannað með lögum!
Klukka hálf tíu um morguninn var lagst að bryggju og þá má kveikja á útvarpinu. Á slaginu drundi geggjað teenage-teknó úr græjunum ( ég sé fyrir mér sápukúludisco og ananas breezer) en eftir að tante Dorthe (yfirkokkurinn) hafði gefið sitt tónlistarálit í skyn, var einhver sem fann stöð sem spilaði svona "eitís lög" og hún labbaði brosandi inn á kontor og lokaði á eftir sér.
Hádegismaturinn keyrði fínt og allir voru ánægðir, Ég var fyrir löngu byrjaður á kvöldmatnum. Kartöflurnar þurftu fjóra tíma í ofninum: kartöflusneiðar, tómatar, lauksneiðar, rósmarín, og brætt smjör lagt í ofnskúffu, heitu nautasoði hellt yfir og bragðbætt svo með salti og pipar. Fjórir tímar við 140 gráður. Alls ekki meiri hita, því þá brenna kartöflurnar við. Bara láta þær malla og sjóða niður í ofnskúffuni.
Það eru ca 10 kokkar að vinna í heita eldhúsinu þar sem ég er og stemmingin fín þrátt fyrir að allir væru að flýta sér við að preppa (undirbúa, á kokkamáli)
Kálfurinn stundi inní ofni og svo var að finna steamer (gufupottur af stærri gerðinni, á kokkamáli) fyrir spaghettíið. Súpan var klár, ég sigtaði sósuna og klukkan var farin að gefa í. Þá slokknaði á loftræstingunni. Yndælis þögn færðist yfir sem einungis var rofin af Kate Bush þar sem hún tónaði: WONDERING HIGH. Enginn hafði tekið eftir því í öllum hávaðanum. Svo skall hitinn á okkur eins og sleggja. Hitamælirinn fór upp í 55 gráður og enginn tími til þess að flýja inn í kæliklefana eins og sumir þó gerðu. Sem betur fer kom loftræstingin hálftíma seinna aftur í lag og hitastigið varð normal. (ca 30g) Þetta var frekar stressandi en gott þegar gufan og steikarbrælan hvarf upp í háfinn. Tante Dorthe kom með ískalt kók handa öllum og rafvirkjaaulanum var fyrirgefið.
Klukkan gaf ennþá meira í og skuggalega nálægt deadline keyrði ég vagnana að lyftunni og niðrá dekk 5 þar sem messinn (kantínan á sjóaramáli) er. Setja matinn upp og gefa sér tíma til að spjalla aðeins við John sem stjórnar Messanum. Hlerað eftir ánægjuviðbrögðum vinnufélaganna og nælt sér í tvöfaldan expressó og vínarbrauð áður en upp var farið til að taka til.
Eldhúsið var eins og venjulega: Á hvolfi.
Þvo steamerana og stóru pönnuna, borðið og keyra burt rusl. Sko eldhúsið er 50 metrar á lengd svo að maður KEYRIR allt burt á vögnum og svoleiðis.
Á morgun eru frikadellur og kartöflusalat. Léttsteikt kálfalifur í lauk og sveppum í hádeginu. Minestrone súpa um kvöldið, heilsteiktur kjúlli með brúnni sósu og þriðji rétturinn verður svo ákveðinn á morgun.
Svo er "BÅD OG BRAND" alsherjaræfing. Alltaf klukkan korter yfir tíu þegar við erum í Osló, ca einu sinni í viku. Allir áhafnarmeðlimir eru með eitthvað hlutverk ef eitthvað gerist. Ég er á brunavaktinni sem aðstoðarkall. Það er ágætt ef æfingin er létt, en ég hef lent í því að hlaupa upp og niður frá dekki 1 upp á dekk 12 með tóma súrefniskúta á leiðinni upp og fulla kúta aftur niður. Þarf að taka það fram að öll notkun á lyftunni er stranglega bönnuð á meðan á æfingunni stendur? Svo, bara létta æfingu takk!
Við erum líka með Indverskt þema á laugardaginn sem þarfa að undirbúa. Ég er búinn að fá matseðilinn og hann er bara 6 rétta. Heitir réttir. Plús allt hitt sem líka á að vera Indverskt.
Bara gaman.
Kærar kveðjur til ykkar og sérstaklega austur fyrir fjall og suður með sjó.
Gunni Palli kokkur.
1.11.2009 | 12:30
Sunnudagur og lambalæri.
Ég verð bara að ganga að staðreyndum.
Ég er heimsins mesti matarnörd. Heilinn á mér byrjar fyrst að funkera þegar ég geri eitthvað sem er matartengt. Ég þvoði jú gólfið og vaskaði upp, fór út með hundana og þvoði mér hér og þar. Núna er ég búinn að tína 10 kg af kveðum sem ég sulta svo í kveld, tíndi salvíu úr garðinum og er að brúna lamblærið sem ég svo hyl með salvíunni og læt svo lambalærið morrast í ofninum leengi við vægan hita. Borist fram rósarautt. Á meðan ilmurinn færist yfir húsið þá tek ég til í stofunni og pæli aðeins í kveðumarmelaðinu. Steina hristir stundum hausinn yfir mér.
En, mottó dagsins er: LIVE IS FOR LIVING. Enjoy!
26.7.2009 | 10:50
Sunnudagur og að vera utan við sig.
Það er ekkert betra en hressandi göngutúr á sunnudagsmorgni.
Miðsumarið í Danmörku er yndislegt og við Lappi trölluðum niður með ánni.
Á íslensku myndi fyrirbrigðið kallast LÆKUR. En þar sem allt er småt og smukt í Danaveldi, þá kalla þeir þetta á.
Það er enginn kominn á fætur og Lappi þess vegna alltaf langt á undan eða að vaða í ánni/læknum.
Ég hafði þess vegna nógan tíma til að vera utan við mig, sem oft er mín helsta og skemmtilegasta tómstundariðja. Einbeita mér að því að vera á slóðanum og skoða blóm og tré. Sjá bamba í fjarska á einhverri hæð og heyra í flugvélum sem eru að fljúga eitthvað út í buskan með fólk í maganum.
Þar sem ég er aleinn í kotinu þessa stundina, konan, dóttirin og Dimmalimm fóru í sumarbústað (og ég er byrjaður að vinna) lá mér/okkur svosem ekkert á og löbbuðum við lengst niður eftir og yfir ána, þar er gullfallegt skógarbrýni eða kjarr með helling af skógarjarðarberjum og kryddjurtum sem akkúrat eru að byrja að blómstra. Það er ekkert betra en að tína skógarjarðarber svona frá plöntu og í munn á meðan fuglarnir syngja í dúr og moll.
Í gamla daga var það venja að safna skógarjarðaberjum og stinga þeim í löng strá og bera þau svo heim.
H.C. Andersen og Astrid Lindgren skrifuðu svo fallega um þessa hefð í ævintýrum sínum.
Danir eiga mörg ljóð um skógarjarðarberin, meðal annars þetta gullkorn:
De vilde jordbær blomstrer
blandt mos og spæde strå,
vor hemmelige have
fra dengang vi var små.
Vi drømte og vi længtes
å lykkelige stund,
de sødmefyldte røde
der friskede vor mund.
Lauritz Larsen (F. 1881 D. 1967 ) Digtern fra Mön.
Ég hafði verið svo forsjáll að taka með mér poka og byrjaði að tína kryddjurtir sem voru þarna í stórum breiðum. Aðallega blóðbergstegund, sem er meira eins og Provance timian. Fjólubláar breiður svo langt sem augað eygði.
Núna liggja kryddjurtirnar í vaskinum tilbúnar til þurrkunar. Fara sumar í te og aðrar í kryddjurtasaltið mitt. Lappi er alveg laf og ég sit bara hérna hamingjusamur með kaffið mitt og skrifa þessar línur.
Svo er best að drífa sig út í garð og gera eitthvað á meðan veðrið er svona gott. Þá fer hugurinn jafnan á flug þegar ég er að dunda mér þarna.
Það er nefnilega ekkert betra en að vera útí náttúrunni þegar maður þarf að finna haus eða sporð á sjáfum sér.
Hver niðurstaðan verður, læt ég ekki uppi, þar sem forvitinn má ekki vita.
Hafið þið það svo gott á þessum sunnudegi og gangið á Guðs vegum.... sem ávallt
Gunni Palli kokkur.
8.7.2009 | 22:46
Pápi veit hvað hann syngur.
Kallinn átti ammæli um daginn og á óskalistan hafði hann skrifað: Fleiri bíflugur. Ekki að það væru svo fáar býflugur eftir í býkúpunni sem hann á útí garði; neinei hann krafðist þes að fá fleiri kúpur (með býflugum takk:) Hann hafði verið svo lúmskur að vera búinn að semja um kaup á tveimur gömlum búum af gamalli konu sem var að gefa býflugnabúskapinn upp á bátinn. (aha!;) Konan hans var ekki alveg sammála kallinum að þetta væri besta gjöfin fyrir hannn, en kallinn haggaðist ekki og kvaðst þetta vera reyfarakaup. Heilar tvær fjölskyldur á verði hálfar. Jæja tvöþúsundkall er jú slatti og muldraði svo eitthvað um hund sem kallinn gaf kellu og dóttur á vordögum í ammælisgjöf og kostaði fjórumsinnum meira. Býflugurnar eru þó uþb (án ábyrgðar) 20.000 stykki í hverju búi. Kella gafst þá upp og sagði að hann mætti alveg kaupa þessar flugur fyrst hann væri svona áfjáður í þær. Henni væri sko alveg sama. Jess! Kallinn fór út með hundana og var hann hinn ánægðasti með lok mála. Hann hringdi í konuna sem átti býflugurnar og þau sömdu um það að hún myndi hringja þegar hún væri klár. Svo liðu dagar, og kallinn gerði lítið hellubeð þar sem býflugurnar áttu að vera. Inní gamla hænsnagarði þar sem hitt búið er. Þar er ró og næði. Enginn renningur af fólki og girðing kring um. Sem sagt: Fyrirtaksstaður fyrir býflugur. Svo hringdi konan og sagði að kallinn gæti bara komið að ná í búin, búið væri að skoða þau og væru þau laus við sjúkdóma og aðra óáran. Kallinn lánaði kerru hjá nágrönnunum og brenndi af stað. Á leiðinni sá hann fyrir sér allt hunangið sem hann gæti fengið frá þessum blessuðu býflugum. Hvílík sæla! Eftir smá keyrslu renndi kallinn í hlað þar sem býflugnakonan á heima og sýndi hún kallinum þau bú sem kallinn gat valið úr. Hmm! Kallinn gekk um og skoðaði veel og lengi, opnaði búin og dáðist að hversu rólegar býflugurnar væru, eitthvað annað en óargadýrin sem kallin ætti heima, huh. Bölvaðar truntur og órólegar með afbrigðum, þó mættu þær eiga það að þær væru iðnar við hunangssöfnunina. Jájá þær mega eiga það hrós sem þær eiga skilið, blessaðar. Býflugnakonan var eitthvað undirfurðuleg á svipinn og spurði hvort kallinn vildi ekki kaupa þriðja búið sem var þarna við hliðina. Það hafði nefnilega enginn kaupandi komið og sýnt því áhuga. Kallinum vafðist tunga um tönn þar sem hann var bara með tvöþúsundkall og gat því ekki keypt það þriðja, þó hann dauðlangaði í. Hristann hausinn og kvaðst ekki hafa ráð á því þriðja. Býflugnakonan varð frekar óhress með svarið en hjálpaði svo kallinum við að setja búin tvö á kkerruna. Eftir það settust þau niður og býflugnakonan fór að segja frá býflugnaferli sínum og hversu mikið vesen þetta allt væri. Hún væri nú orðin gömul kona og hefði ekki fleiri krafta í allt þetta dund. Kallinn hlustaði á allt þetta með öðru eyranu og vildi nú helst fara að leggja í hann og það fyrst. Býflugnakonan hélt áfram að segja frá og var orðin hin hressasta. Leiddist kalli þófið og kvaðst þurfa að kera heim þar sem bráðum tæki að skyggja og ætti hann eftir að setja búin á sinn stað og tæki það nú tímann sinn. Þaðheldégnú! Býflugnakonan varð þá frekar óróleg og tuðaði áfram um þriðja búið. Hún væri að hætta og vildi ekki halda áfram, það væri bara enginn sem sýndi býjunum áhuga lengur nútildags. en ef kallinn vildi þá mætti hann bara hirða það síðasta bú ef hann vildi, honum að endurgjaldslausu!!!! Hýrnaði þá hagur Stympu og gat kallin ekki neitað þessu tilboði. Þau komu síðasta búinu á kerruna og kvöddust svo með virktum og óskuðu hvort öðru góðs sumars.Kallinn var eins og gefur að skilja í skýjunum vegna þessara reyfarakaupa og keyrði beinustu leið heim. Hann baksaði svo við að setja búin á sinn stað og fékk ekki einusinni eina stungu, þrátt fyrir tvennar gallabuxur bol, lopapeysu og tvenna hanska með vinyl.Hann situr núna með fartölvuna í skauti sínu og er að monta sig af býflugnabúgarðinum sínum nýkominn úr baði og með Pernod á ís í glasi. Hundþreyttur en mjög ánægður með daginn. Draumur hans er að rætast; orðinn býflugnabóndi, meðlimur í vaxklúbbi þar sem vaxið er án allra eitur og aukaefna, og Býflugnaklúbbi Hróarskeldu sem einnig tekur sveig framhjá öllum eiturefnum sem og erfðabreyttum "nútímaaðferðum". Náttúran sér um sig eins og hún hefur gert alveg frá því að tímar hófust. Guði sé lof.
Sem sagt; Pápi veit hvað hann syngur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.5.2009 | 08:53
Smá greinargerð um birkisaft frá kallinum í Danmörku.
Birkisaft.
Ég hef verið að dunda mér við að safna birkisaft síðastliðnn mánuð.
Birkisaft er mjög holl og svo er hægt að sjóða hana niður í sýróp. Alveg eins og við töku á hlynsýrópi.
Aðferðin er frekar einföld og þarfnast ekki mikils útbúnaðar.
Þeas; 10L plastflaska með loki, slanga, borvél og trébor í sömu stærð og slangan. Jú og svo hellingur af stórum birkitrjám. Í lok mars og í byrjun apríl byrja trén að pumpa vatninu upp í tréð og getur verið allt að því 100 lítrar í stóru fullvöxnu tré. Þá er ég að tala um fullvaxið tré með næstum því 30 40 cm stofn að þvermáli. Saftin er mjög holl eins og áður var sagt og braðgðast mjög vel. Vatnið er sætt og djúpt á bragðið. Minir mig á lækjarvatn í Íslenskum skógi, bara ennþá meira bragð. Trén sjá um það í gegn um ræturnar að sjúga vatnið upp úr jörðinni og er saftin full af steinefnum og sykurinn framleiðir tréð svo með ljóstillífun. Birkisaft inniheldur ma. 8 mismunandi sykurteundir, ávaxtasýru og amínósýru. Einnig c-vítamín og járntegundirnar: kalíum, calsíum, forsfór, magnesíum, mangan, zink, natríum og járn. Rannsóknir eru í gangi um hvort Birkisaft sé góð við frjóþoli, asma og fleiri kvillum.
Indíánar í Canada kenndu Innflytjendunum að tappa saft af Hlynsaft og af Birkisaft. Þeir höfðu þekkt lækningarmátt saftarinnar í árhundruðir og höfðu tröllatrú á henni.
Í gömlum bókum segir að Birkisaft sé góð við: Kvefi, gallsteinum, nýrnasteinum, skyrbjúg, gulu, ormum í maga og gigt. Svo eitthvað sé nú nefnt.
Hún er blóðhreinsandi, eykur svitaframleiðslu líkamans og er hlandframkallandi. Einnig er sagt að birkisaft sé góð við heymæði og þeir sem eru með ofnæmi við birkifrjókornum ættu að drekka saftina þar sem hún á að styrkja ónæmiskerfi líkamans við birkifrjói.
Í Bandaríkjunum (hvar annarstaðar:-) er töppun á birkisaft risa iðnaður þar sem fleiri hundruð birkitré eru tengd saman í lokuðu töppunarkerfi.
Ekki var kallinn svo stórtækur nú á vordögum, en gekk samt ótrauður í gang og fékk leyfi hjá nokkrum vinum og nágrönnum til að tappa saft. Var samið um að eigandi trjánna fengi svo tíund af annaðhvort saft eða sýrópi. Það kom frekar skrýtinn svipur á marga þegar ég bar upp erindið og fæstir höfðu heyrt um fyrirbrigðið. En jújú, byrjaðu bara og svo var fylgst með af forvitni þegar kallinn boraði í tréð, tengdi slönguna og batt dúnkana við trén. Saftin byrjaði að djúpa og fengu sumir glas og smökkuðu svona beint af trénu. Þá fattaði fólk hvað kallinn var að þvæla um og allir hlökkuðu óskaplega til að fá saftina.
Svona liðu þrjár vikur og ég bar saftina heim eftir sem dúnkarnir fylltust, borgaði tíund eins og sönnum kristnum manni forðum til kirkjunnar. Fann fleiri tré þar sem ég fékk leyfi til að tappa af. Svo drakk maður smávegis en sigtaði svo mest af saftinni og sauð niður í sýróp. Það er frekar tímafrekt og ekki beilínis ódýr aðferð, þar sem af 10 lítra saft fær maður aðeins 1dl. af sýrópi. En hvílíkt sýróp! Maður lifandi. Dökkt og með helling af smá brögðum hér og þar. Ég endaði með ca 1.5 lítra af sýrópi (150 lítra saft) sem ég passa vel upp á. Sýrópið minnir mig á niðursoðið Balsamico, burtséð frá sýrunni. Ég hlakka til að nota sýrópið á pönnukökur með jarðaberjum úr garðinum mínum og svo nokkrir dropar af birkisýrópi. Ég ætla að setja sýrópið á flösku með þröngum stút til að sýrópið hellist ekki út um allt, en lendi bara í dropatali á pönnukökurnar og ísinn í sumar. Ekki það að kallinn sé nískur og beinlínis vilji SPARA rándýrt sýrópið. Heldur það að ég er hræddur um að mér endist ekki sýrópið sumarið út!!!
En svo koma allar hinar sumarframleiðslunar; tvær tökur af hunangi frá gæludýrunum mínum bíflugunum, sulturnar mínar, ylliblómasaftin, rabbabarasaftin, eplasaftin, kveðubrauðið og jurtateið sem ég tíni í allt sumar og þurrka. Ég ætti svosem ekki að vera á flæðiskeri staddur og ætli ég fái mer ekki smááááá sýróp í kaffið og labbi svo upp með bolla af rótarkaffi til frúarinnar
Það er nefnilega laugardagur og sólin skín, yndisleg helgi er framundan með sól í heiði og sól í sinni.
Gangið svo á Guðs vegum, elskurnar mínar og megið þið eiga góða helgi, hvar sem þið eruð.
16.4.2009 | 20:37
Bíflugur og taugastrekkingur í DK.
Það er komið vor í DK og kallinn kominn á kreik í garðinum sínum. Tékkaði bíflugurnar fyrir viku og þar var allt á fullu hjá þeim. Setti svo nýja ramma í búrið og tékkaði aftur seinnipartinn í dag. Drottninguna fann ég bara strax, umvafin þernum og önnum kafin við að verpa eggjum. Bíflugurnar eru á fullu við að safna hunangi og gera klárt fyrir nýja kynslóð. Nú er fullt af brumi á trjánum og safna þær frjókornum til matar og í töflunum var bæði hunang, frjókorn og lirfur. Sem sagt: VORIÐ ER KOMIÐ. Það var ekki laust við að ég væri smá taugastrekktur um daginn þegar ég opnaði búrið í fyrsta skifti frá því í fyrrahaust þegar ég tók hunangið. Það fór nefnilega allt úr böndunum hjá mér. Ég var allt of seinn heim og var að þvælast í þessu í rökkrinu og svo fór að smárigna og bíflugurnar urðu órólegri við það. Ég varð meira og meira stressaður og fékk á mig helling af stungum á lappirnar. Ég var svo vitlaus að fara ekki í stígvélin vegna þess að þau voru blaut. Hélt bara að það væri nóg að vera í tvennum sokkum! HA. Ég fann fyrir smá stungum á ökklanum og leit niður og það var eins og ég væri með Tarsan ökklaband. Allt morandi af flugum á löppunum. Ég henti öllu frá mér, labbaði smá frá búrinu og stappaði þeim burtu. Fór svo í blaut stígvélin og kláraði svo að taka hunangsrammana. Bílugurnar voru út um allt og ég þakkaði bara fyrir gallann svo ég yrði ekki stunginn annarstaðar. Einhvernvegin náði ég svo að klára þetta og fór svo inn með rammana, óvitandi um að ég var með heila hersveit af bíflugum á bakinu. Ég spurði dótturina á bænum hvort ég væri með nokkuð á bakinu og hún bakkaði bara inn í stofu og svo heyrði ég bara hálfkæft "já" úr sófanum undan teppi og allt. Sem betur fer sóttu bíflugurnar í ljósið í eldhúslampanum svo að þær enduðu allar í ryksugunni, blessaðar. Það var svo ekki mikið af hunangi, vegna mjög þurrs sumars, en það er djö..... gott.
Dagarnir eftir voru erfiðir. Ég taldi ca 20 stungur á hverjum ökkla plús nokkrar á lærunum og á höndunum þrátt fyrir þykka gúmmíhanska. Ég gat ekki tekið mér frí úr vinnunni vegna veikinda annara ( ég er séffinn) Haltraði um sárþjáður við eldamennskuna og þess á milli sat ég með fæturna í 20 lítra bala með kamillutei sem kínverjarnir mínir voru svo vænir að gera. Ég ætla ekki að segja frá hvað fór mikið af tepokum í balann. En það virkaði. Vekirnir voru ekki eins slæmir á meðan ég var í fótabaði. Hringdi svo í lækninn minn þegar mig fór að svima, en hún óskaði mér bara til hamingju með að vera ekki með ofnæmi fyrir eitrinu. Úr því að ég væri uppistandandi eftir þessa meðferð þá gæti ég óhræddur haldið áfram að vera bíflugnabóndi. Hvílíkur hrossalæknir hugsaði ég með mér og tók verkjatöflu númer 7 eða 8. Yfirmenn mínir þurft líka endilega að koma í skyndiheimsókn þann daginn og kommenteruðu hálf hlæjandi þessa kínversku lækningaraðferð.
Þetta jafnaði sig svo eftir nokkra daga en ég á erfitt með að taka mig saman og vera rólegur þegar ég skoða búið. Það er nefnilega Alfa og Omega að vera rólegur. Bíflugurnar finna á sér ef maður er taugastrekktur, verða líka órólegar,,,,,, og stinga. En það er bara gaman að æfa sig í að vera rólegur og yfirvegaður fyrir framan 70.0000 bíflugur sem geta orðið að stórhættulegum óargardýrum ef maður stendur sig ekki.
Svo,,,,,, BEE COOL.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.11.2008 | 23:32
Næturbrölt og veggir.
Sæl elskurnar mínar.
Stundum vildi ég óska þess að ég væri ekki svona mikill kokkur alltaf hreint. Sko ég er að burðast við að hlaða vegg innandyra. Klukkan er orðin miðnætti og ég var svangur. Óskaði mér þess að ég gæti farið í frystinn og hent einhverju rusli í örbylgjuofninn og fengið þar"gómsæta" máltíð" En þar sem ég er alls ekki svoleiðis þá er ekki neitt til á heimilinu sem nálgast áðurnefndan mat. Hundpirraður gegnumskannaði ég hverja skúffu og endurskipulagði ísskápinn á minna en mínútu. EKKERT! Svo fann ég smá VASA (með sesam) kex og borðaði það með smá ítalskri spægipylsu, heimagerðu mæjói og sinnepi. Drakk eplasafa með og kommst í hátíðarskap við inntökuna og svo fór ég að fílósófa um það hvað sé góð máltíð og hvað ekki. Mér fannst þetta ofsalega gott og ég allur til muna.Sko! góð máltíð er ekki alltaf stórsteik og annað sælkerafæði, nei góður matur er sá matur sem maður borðar í friði og ró og þar sem maður getur notið hans til fullnustu án stress og snobbaraháttar. Og nú hef ég orku í að "klára" vegginn og hlusta á uppáhaldið mitt þessa dagana; CAFÉ DEL MAR 25 YEARS. Mæli með skífunum (3) afslappandi og næs tsjill.
Gunni Palli kokkur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2008 | 04:13
Hæ ég prófa aftur
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 04:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)