Færsluflokkur: Matur og drykkur
6.1.2008 | 01:21
AÐ VERA HERMAÐUR.
Þegar ég var drengur þá lék ég mér saman með félögum mínum í byssuleik og í skylmingum. Við vorum indíánar og kúrekar, við vorum Prins Valiant og félagar í stanslausum bardögum. Við hentumst garð úr garði, yfir götur og földum okkur undir bílum og hjólbörum. Ekkert svæði var látið ónotað til að berjast og vopnin voru jafn hugmyndarík eins og í veruleikanum. Tréprik sem vélbyssur, sviðakjálkar sem skammbyssur, leggir sem handsprengjur og svo vorum við með alvöru sverð og skildi þegar við vorum í víkingahamnum. Við myrtum hvern annan og óðum blóðið upp í ökkla, sprengdu hvern annan í tætlur og vorum ferlegar hetjur.
Þegar ég varð stærri og við fengum sjónvarp þar sem ég sá ógnir stríðsins í alvörunni þá fór þetta allt að rifjast upp fyrir mér aftur. Þá var ég fyrir löngu búinn að leggja vopin á hilluna og grafa stríðsöxina. En samt þá þyrmdi þetta allt yfir mig og þó að ég skildi þetta ekki í samhengi eins og ég skil það núna þá varð það til að ég varð trylltur úr hræðslu og átti myrkrið stór tök á mér í æsku og ungdómsárunum.
Þegar ég las fyrstu bók Sven Hazzel Hersveit hinna fordæmdu þá upplifði ég aftur hrylling stríðsins, ógnin þjakaðist nær og nær eins og svartur veggur. Ég fór að sökkva mér í stríðsbækur og las allt sem skrifað var um seinni heimstyjöldina. Gömul stríð fyrr á öldum sökkti ég mér í án þess að vita hvers vegna. Ég var kristinn og trúði á eitt líf, endurholdgun og þess háttar átti ekki upp á pallborðið hjá mér og þeir sem trúðu á svoleiðis voru bara djö
hippar og bölvaðir dópistar með meiru. Samt sem áður átti ég erfitt með að gúddera þessa svart/hvítu stemmingu innan kirkjunnar. Trúaðir/heiðnir, eilíft líf og eilíf glötun. Þetta var of einhæft fyrir minn smekk.
Svo hætti ég að trúa
.
Fór svo í læri sem kokkur og þá fékk ég ævinlega rosaskammir sem við fengum öll með reglulegu millibili. Vorum niðurlægð fyrir framan alla þar sem mistök okkar voru tíunduð og ekkert var skafið af. Við vorum brotin niður bara til að byggja okkur upp eins og hentaði. Margir grétu fyrir framan alla, aðrir fóru beint heim eða voru reknir. Ég grét aldrei. Ég brotnaði aldrei niður fyrir framan alla. Ég gat staðið beinn fyrir framan alla og tekið á móti skömmunum sem dundu yfir mig. Ég gat með vilja sótt orku sem ég sá fara í gegn um kokkahúfuna niður í mig og styrkt mig. Ég var engin hetja, heldur enginn harðjaxl sem glotti við tönn eins og allir héldu og ef ég hef glottað eftir á, þá hefur það verið taugarnar. Ég titraði og skalf og ég fann niðurlæginguna eins og höggbylgju á taugakerfið. Samt þá náði ég að viðurkenna mistök mín og byrja aftur á nýtt með sama hraða og fyrr. Hundþreyttur í fótunum eftir 10 tíma stanslaus hlaup og 4-5 tímar eftir, brenndur á puttunum, hitinn að kvelja mig og pantanirnar dundu á mér eins og vélbyssuskothríð.
Sálfræðiaðstoðin var svo eldhúsvínið sem við stálum eins og okkur væri borgað fyrir það, brandy, pernod, grand marnier, brennivín, vermouth, rauðvín og hvítvín mm. Eftir vaktina var oftast dottið rækilega íða. Mætt svo morguninn eftir með mega timburmenn og böstuðum sjúkrakassann með þeim verkjatöflum sem þar voru. Það skifti svosem engu máli, við fylltum alltaf á hann daglega. Svo byrjað aftur á 15 tíma vakt þar sem hápunktur dagsins var hálftíma kaffipása klukkan 3. Aðrar pásur misstum við yfirleitt af. Við vorum nefnilega alltaf á eftir áætlun og þá.,,, engin pása. Sorrý Stína.
Ég varð svo duglegur kokkur, og lærði svo með tímanum að verða ágætis yfirmaður. Á góðum tímabilum þá leiddi ég eldhúsið með dugnaði, kom með nýjar hugmyndir, og hafði alltaf þörf á að standa fremst og gera mest. Koma fyrstur og fara síðastur, 16 tímar á dag voru algengar föstudag laugardag og sunnudag
..í eldhúsinu. Ég vissi alltaf hvað væri að gerast og hvernig ætti að tækla það. Ég var eins og hershöfðingi í her einum þar sem barist væri í nágvígi. Ég varð jafn drullugur, sveittur, stressaður og kjaftfor eins og allir hinir sem unnu með mér. Ég var kominn á vígvöllin aftur. Reynsla fyrri viunda minnar brutust í gegn og flæddu í gegn um mig þó að ég hafi aldrei séð neitt, bara haft þetta á tilfinningunni og verið tilbúinn. Ég veit að hafi ég séð fyrri vitundir mína á þessu tímabili þá hafi allt farið úr skorðum hjá mér tilfinninga og ég einfaldlega ekki meikað það. Ég var einfaldlega endurfæddur yfirmaður, hermaður eða kokkur, þetta blandaðist bara saman og rann út í eitt. Seinna fórum við konan mín í esoteriske skólann í köben og þar fyrst gat ég raðað púsluspilinu saman, verið meðvitaður um ferlið. Frá því ég var frummaður með engar tilfinningar og þar til nú í dag. Ég hef verið kóngur og betlari, auðmaður og fátæklingur. Hermaður og fiðarsinni andlega sinnaður og tilfinningalegur þumbi, níðingur og góðmenni. Allt þetta verðum við að fara í gegn um til að þroskast.
Einhver spurði: hvers vegna erum við til? Og svarið kom: Til að sálin myndi upplifa eitthvað! Sálin safnar reynslu, bæði góðri og slæmri. Hvorutveggja er jafn dýrmætt. Mannkynið er að þroska sig og við erum komin mislangt. Þess vegna gerum við mörg mistök og illskan nær oft yfirtökum og svo verðum við hermenn sem berjumst fyrir hinu góða. Hvort sem við trúum á svart eða rautt. Við leysum vandamálin með átökum sem svo leiða til friðs. Oft með bauki og bramli þar sem þúsundir eru leidd yfir móðuna miklu, bara til að endurfæðast og gera enn eina tilraun. Skapa velsæld eða örbirgð, gleði eða sorgir. Á meðan þokumst við hægt og bítandi áfram til betri vitundar, skilnings og kærleika.
Það er ósköp auðvellt að sitja á rassinum í mjúkum sófanum, saddur og nýkominn úr heitu baði í hreinum fötum og með gnótt alls. Í landi þar sem stríðslíkur eru hverfandi á meðan ég er í líkama Gunna Palla kokks. En svo sé ég þátt í sjónvsrpinu frá Afríku, um þá sem hafa lent í barnahermönnum þar sem börnin hafa höggvið hendur og fætur af fullorðnu fólki sem hefur lifað af og getur sagt söguna án biturleika og reiði. Þetta fólk skidi að fyrirgefning er eina leiðin til að losna úr þessum vítahring stríðshelvítisins. Ég get ekki annað en borið virðingu fyrir svona fólki. Ég sæi bara mig sjálfan í sömu aðstöðu! HA.
En svona er nú þetta og mannkynið hefur ennþá þörf á hermönnum til að skapa frið með ófriði hvernig sem það verður framkvæmt. Annars dáist ég að hermönnum sem þramma í stríð til að berjast og deyja fyrir tilveru annars fólks. Að fórna líkama sínum þannig fyrir málstað sem sjaldan heldur vatni hvað þá meira. Eins og sjálfboðaliðinn í þeirri góðu bók; Góði dátinn Svejk sagði við hann:
Lítill piltur lagði í stríð
Og lenti þar í kúlnahríð,
Ekki er að efa það!
Nú unir hann við englasöng
Með orðu á brjósti dægrin löng.
Það er nú svo með það!
Eins og persónuuppbygging mín er í þessu lífi, þá gæti ég ekki orðið hermaður í stríði. Það er allt annað að vinna sem kokkur eins og hermaður, vera viss um að sleppa lifandi af vaktinni og þurfa ekki að vera dröslað á sjúkrahús með sundurskotinn maga eða vakna upp með afskorna útlimi eftir erfiða vakt. Það er enginn dýrðarljómi yfir því að vera hermaður í stríði, þó að ekki vanti gloríuna í kvikmyndunum. Það að gera árás á meðan allt springur í kring um mann fær flesta til að gera í buxurnar og fæstir deyja með föðurlandið á vörunum. Það er veinað á mömmu og Guð og föðurlandinu er formælt niður í heitasta helvíti. Það hefur óneitanlega hjálpað mér og ég sé stríðsmyndir með allt öðrum augum eftir að ég varð Esóteriker. Öll þessi þjáning og allur þessi dauði, allt hjálpar þetta okkur til að komast áfram þó það sé erfitt að koma auga á það. Mel Gibbson tekst vela að túlka stríð og dauða í sínum myndum ásamt því að sýna manneskjulegu hliðina, þó að persónulega finnst mér hann vera æði ameíkanskur í túlkun sinni á þjóðernissinna. Eins var mjög esoteriskur kafli í myndinni Black Hawk Down. Þar var einn hermaður í losti og grét ákaft fallinn vin sinn, en annar hermaður horfði skilningssljór á hann og sagði við hann að sjálfsögðu væri hann dáinn, við erum í stríði og í stríði deyja menn comon.
Þetta var honum ósköp eðlilegt og ekkert til að gráta yfir, hann hafði án efa átt að hafa prófað þetta fyrr.
Sumir munu nú mæla og spyrja hvað ég viti nú um þetta, sem aðeins hef barist með prikum og sauðabeinum? En ég hef prófað þetta áður og ég vona að ég sleppi við að prófa það þegar ég endurfæðist næst og þarnæst og
.. Ég er með allt önnur verkefni á dagskránni í þessu lífi sem ég á að leysa og ég vona að mér farnist það vel úr hendi svo að ég þurfi ekki að gera þau aftur en fái ný og viðameiri í næsta skifti.
En ég veit þá fyrst allt þetta þegar ég stend fyrir framan það að vilja aftur niður á jörðina og ég og hjálparmenn mínir eru að fylla út persónuleika minn á stóru töfluna og þau vandamál sem ég á að takast á við eftir karmalögunum, sem eru ófrávíkjanleg og óhagganleg. Svo að það er bara að gera sitt besta og reyna af öllum mætti að verða betri og betri manneskja. Það er hin rétta leið til andlegs þroska mannkynsins. Á friðartímum eykst velsæld og við fáum tíma til að sinna öðru en að hafa áhyggjur af því að hafa eitthvað til hnífs og skeiðar. Við förum betur með hvort annað og það verður meira svigrúm fyrir réttlæti og kærleika.
Og Guð leit á það og sá að það er gott.
Gangið á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
18.12.2007 | 23:07
KLEMENTÍNUR
Hérna er lítil saga um klementínuna.
Góða skemmtun.
Margir halda að klementínan sé önnur ávaxtategund en mandarínan. En klementínan er mandarína, sem á sínum tíma var framleidd sem hin steinlausa mandarína. Þetta virkar nokkuð tvímælis þar sem nokkrar tegundir af klementínum geta haft meira en 10 steina.
Svo finnast líka fínar steinlausar mandarínur (satsuma mandarínur) sem alls ekki eru klementíur.
Klementínur eru mismunandi, bæði hvað varðar stærð, útlit og svo bragð. Flestar klementínur er auðveldar að flysja miðað við aðra sítrusávexti, en það finnast þó einstakar tegundir em erfiðar er að flysja og híðið er seigt. Jafnvel þó að það sé dáldið auðveldara að flysja (easy peelers), þá eru þær oftast dáldið erfiðari í flysjun en flestar tegundir af mandarínum.
Í útliti geta klementínur og mandarínur verið flatar, kúlulaga eða aflangar.
Óþroskaðir ávextir eru dökkgrænir á litinn, sem breytist svo í ljósan og allt til dökkappelsínugulan lit. Stærðin er líka mismunandi, allt frá 3cm. til 8cm. að ummáli. Í október mánuði geta sumar, en fáar tegundir verið þroskaðar þó að þær hafi grænt hýði. Það hefur þó engin áhrif á bragðið. Það á sérstaklega við um Bekria tegundina/afbrigðið sem er tínd þegar ávextirnir eru næstum grænir. Ávöxturinn inniheldur þó ekki eins mikinn sykur eins og aðrar tegundir sem tíndar eru seinna.
Yfirborðið er jafnt, en þó svolítið hrukkótt vegna þess að í berkinum er fullt af litlum pokum með sítrusolíu. Yfirborðið er frá náttúrunnar hendi gljáandi en þó er það þó oftar vegna yfirborðsmeðhödlunarinnar í pökkuninni (citrachine). Hýðið getur verið allt að 2-4mm að þykkt.
Innan í er svo ávaxtakjötið í 9-12 appelsínugulum bátum.
Á milli hýðis og ávaxtakjöts er sveppakenndur hvítur vefur, kallaður albedo. Þessi albedo liggur sem hvítur strengur í miðu ávaxtarins upp og niður. Ef ávöxturinn er skorinn þvert líkist hver helmingur hjóli á reiðhjóli. Hverjum báti er haldið saman með föstum gegnsæum vef. Innan í bátunum er svo saftin í aflöngum sekkjum/pokum gerðum úr öðrum en jafn gegsæum vef.
Bragðið af klemantínunum er jafnan bæði súrt og sætt með hinu velþekkta sítrusbragði. Klementínurnar innihalda þó svo mikinn sykur að sýran verður oft undir, og bragðið þess vegna með meiri fyllingu og mýkt en hjá öðrum sítrusávöxtum. Þær eru líka oftast sætari en mandarínur. Það er þó aðallega í byrjun upskerunnar að klementínur geta verið súrar (október og nóvember)
Ávextirnir innihald mikið af A-vítamíni og C-vítamíni(ca 40mg pr. 100g) plús ca. 12 önnur vítamín í minnra mæli. Þar að auki mikið af söltum: fosfór, járni og kalíum.
Það má með sanni segja að klementínur komi sem sendar frá himninum í hinum dimmu vetrarmánuðum.
Hið sæta bragð er samansett úr hrásykri, þrúgusykri og ávaxtasykri. Súra bragðið hinsvear, er samansett af vínsýru, sítrónusýru og eplasýru.
Sagan.
Klementínur eru sérstök afbrigði af mandarínunni sem á náttúrulegan uppruna sinn að rekja til Asíu. Nákvæmlega, er erfitt að slá föstu. Það er haldið að tréð eigi uppruna sinn í NA Indlandi eða SV Kína, en tilvera plöntunnar í SA Asíu bendir til þess að plantan hafi haft breitt útbreiðslusvæði í Asíu frá byrjun tímans
..
Mandrínur hafa ábyggilega verið ræktaðar í fleiri þúsund ár í Kína. Hinar fyrstu sagnir um ávöxtinn koma frá Kína uþb um 1200 f.kr. Uþb. 950 e kr. var mandarínan ræktuð í stórum hluta S-Japan. Rúmlega 400 árum fyrr voru nokkkur fræ flutt til Japan frá Kína. Þær mandarínur höfðu þegar um 1500 þróast í hinar frægu satsuma-mandarínur sem við í dag borðum með bestu lyst. Sir Abraham Hume flutti árið 1805 inn tvær mandarínutegundir til Englands. Það varð brumið til þess að mandarínan varð útbreidd um allan vestræna heim. Tré frá Englandi voru svo send til Möltu og seinna til Ítalíu.
Í lok nítjándu aldar uppgvötaði Faðir Clement Rodier klementínuna í garðinum á barnaheimili hjá bænum Misserghin nálægt Oran í Alsír. Það varð svo byrjunin fyrir þá mandarínu tegund sem við þekkjum í dag sem er næstum því steinalaus.
Við í Norður Evrópu erum erfiðir kúnnar og viljum einungis mandarínur án steina.
Þess vegna hefur klementínan áunnið sér stóran markað á kostnað mandarínanna, vegna þess að þær eru næstum því alltaf steinlausar. Það varð til þess í kring um 1970 að Konungur Hassan II fyrirskipaði það að útrýma ætti mandarínutegundinni Wilking. Frjóin frá tegundinni dreifa sér nefnilega til nærliggjandi tegunda og jafnvel klementínur eru ekki óhultar.
Klementínan fékk nafn sitt eftir áðurnefndum Föður Clement, en margar rannsóknir benda til þess að ávöxturinn sé alveg eins og hin svokallaða Canton Mandarína. Hún er ræktuð í stórum stíl í Gwangxi og Guangdong héruðunum í Kína. En föður Clement er ábyggilega alveg sama. Hann fékk þennan himneska ávöxt nefndan eftir sér og svo er þessi góði maður kominn fyrir löngu kominn til himins.
Klementínan vex á takmörkuðum svæðum. Hún er ræktuð í Alsír, Egyptalandi, Marokko, Spáni, Korsíku(Frakklandi), Ítalíu og nýlega er byrjað að rækta hana í Chile, Suðurafríku og Úrúgúæ. Í Chíle eru klementínurnar ræktaðar í eyðimörk, þar sem eyðimörkin er með til þess að fjarlægðin er mikil til annara sítrusávaxta og þar með er komist hjá vindfrjógvun og þess vegna eru allar klementínurnar steinlausar.
Það er lenska að nota orðið mandarína um þá sítrusávexti sem auðvelt er að flysja. Nokkrar mandarínutegundir hafa komið fram með náttúrulegri frjógvun eða kynblandaðar með einni eða fleiri sítrustegundum og þess vegna ekki hreinar mandarínur, á meðan aðrar eru blandaðar með öðrum mandarínutegundum eða stökkbreyttar.
Það gerir málið ekki einfaldara að aðrar sítrustegundir geta líka verið blandaðar í málið. Útkoman er jú alltaf nýjar og spennandi ávaxtategundir, en janframt gerir það að verkum að mismunurinn á milli tegunda verður soldið þokukenndur.
Sumar þessar tegundir eru hvorki fugl né fiskur en samt hægt að rekja til mandaínunnar og eru þekktar undir nöfnum eins og td: Tangor og Tangelo. Nokkrar tegundir hafa orðið vinsælar í Evrópu. Nöfn eins og Minneola, Mandor, Temple, Topaz og Ugli hafa fest rætur sér í lagi.
Eins og Góði Dátinn Svejk sagði: En það er nú önnur saga.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.12.2007 | 20:43
IÐUNN IN MEMORIAN.
Í nóvember mánuði kvöddum við fjölskyldan okkar einn náinn vin og félaga. Einn sem tilheyrði fjölskyldunni, hana Iðunni okkar kæru. Iðunn, hundurinn okkar var orðin svo veik af gigtinni að ekkert annað var hægt en að láta hana fá friðinn. Dýralæknirinn kom heim til okkar og allt gekk þetta eins og það átti að vera og nú ertu farin og laus við kvalirnar. Nú ert þú hluti af hundasálinni og hefur það gott. Húsið varð skyndilega hálf tómt þó að hann Lappi okkar hafi nú heldur betur tekið við sér og fylli nú litla húsið okkar með frekjunni sinni og látum.
Hversdagsleikinn er fullur af minningum um þig, Iðunn mín og hver gjörð líka.
Þú varst svo lítil þegar við sáum þig fyrst, en séu eina sem við tókum eftir úr systkinahópnum, lang fjörugust og fyrsta sem var með eyrun upprétt sem er gáfumerki hjá ykkur hundunum. Við náðum svo í þig seinna og varst þú strax augnayndi og hjartagull allra. Líka þegar þú stækkaðir og bjánalætin í þer urðu fyrirferðarmeiri og sýnilegri. Áhugi þinn á fótbolta var óskaplegur, hann Siggi okkar gat aldrei átt fótbolta. eins mikið og hann óskaði þess. Sprungnir og sundurétnir fótboltar hafa prýtt æskuminningu hans sem varð bara að snúa sér að öðrum áhugamálum. Eplin á jörðinni sem nú prýða landslagið minna líka á hversu hneigð þú varst fyrir þess íþrótt, er þú á göngutúrum okkar alltaf greipst eitt eplið í munninn hljóp nokkur skref í burtu sleppti eplinu og bauð svo upp í dans. Það skifti engu máli þó að kjamminn á þér yrði rauður og þrútinn eftir boltaleikinn þú varst alltaf jafn ánægð og hreykin þegar uppi var staðið. Næturtúrarnir okkkar sem við fórum í þegar ég kom seint heim úr vinnunni og enginn annar var á ferli og þú labbaðir bara á undan eða á eftir, Við skiftum með okkur nætursnarlinu og þú fékkst þér bjór með mér og stundum þegar ég fékk mér einn wiskhy eða romm þá lagðir þú höfuð þitt í kjöltu mína og góndir biðjandi á mig og svo á drykkinn. Hversu glöð varðstu ekki þegar þú varst búin að lepja veigarnar úr lófa mínum. Þá vorum við pottur og panna, við bæði tvö.
Ást þín á öllu ungviði var velþekkt hvort sem þau voru afkvæmi manna, kanínu, katta, hænu eða hunda. Allt þetta kveiktií móðurástinni þinni sem þú hafðir í svo ríkum mæli að við fórum oft með þig til vinarfólks okkar eitt haustið, þar sem hundurinn þeirra beið þín og þið dúlluðu ykkur á meðan hinn stolti pabbi og hin áhyggjufulla mamma fengu sér hressingu. Eitthvað fór víst úrskeiðis væna mín því aldrei varð nú barn úr brók og þú varðst bara að veita móðurást þinni útrás á öllu ungviðinu sem var fyrir hendi í ríkum mæli á kirkebakken1. Við vorum aldrei hrædd um það á þessu tímabili að þú myndir stinga af þar sem við gengum alltaf að þér vísri við stóra kanínubúrið við hliðina á galleríinu. Þú aldir upp fullt af köttum, hænuungum og sást um það að kanínuungarnir væru á sínum stað í búrinu, sleiktir þá og nússaði með nebbanum. Þú varst eiginlega mamma númer tvö á heimilinu. Settleg lagðist þú í stólinn og hraust svo fallega með eina af kisunum malandi á maganum þinum eða kúrandi í hálsakotinu. Þú hafðir einstaka hæfileika til að vera miðpunktur alls. Þeir eiginleikar komu svo vel í ljós yfir matarborðinu, þegar þú laumaðir þér inn undir borðið lagðist á gólfið við fætur okkar þar sem lyktin vat sterkust og stemmingin best og fékkst það sem þú ætlaðir þér. ATHYGLI. Allir fengu að kynnast prumpulyktinni þinni háir sem lágir.
Eða þegar Gallerý GUK+ var og hét, þá sast þú alltaf fyrir framan kanínubúrið við innganginn, hundstressuð yfir kanínuungunum. Sem margar af myndunum frá heimasíðunni vitna um.
Iðunn mín, þú tíndi jarðarber saman með Sigrúnu Sól, kúkaðir allstaðar á lóðinni, hræddi líftóruna úr amk. þremur kynslóðum af póstútburðarfólki + einhverjum af nágrönnum okkar, passaði að það væri ekki of mikið af krákum og störrum að borða matinn þinn. Þú tókst þátt í að skifta á Sólinni þegar hún vat lítil og hreinsaðir þær bleyjur sem þú náðir í á þinn einstaka og blíða hátt. Þú gerðir semsagt allt til að verða ein af heimilisfólkinu.
Þegar Elli kelling byrjaði að hrella þig fannstu ró og hita í rúminu mínu þar sem þú kúrðir þétt upp að mér undir sænginni til að fá hita í auma gigtarlendina. Svo vaknaði ég með munninn fullan af hárum og eina ánægða Iðunni í fanginu. Ég man ennþá eftir ilminum af pelsinum þínum og hvernig þú naust þess að kúra upp að mér og láta mig klóra þér á bringunni, seinna fórstu svo að eiga erfitt með að brölta upp stigan og við hjálpuðun þér eins og við gátum því að þér þótti svo gaman að vera með okkur uppi í herbergi og helst undir sæng.
Hið síðasta sumar þegar við vissum að hverju stefndi þá bjuggum við um þig niðri í stofu og þar lástu eins og drottning allt sumarið. Við áttum erfitt med að viðurkenna fyrir okkur það sem var að gerast hjá þér vina mín og drógum það lengi að taka ákvörðunina miklu og oft vonaði ég að þú hefðir fengið andlát í svefni og værir bara farin þegar við kæmum á fætur en þú varst alltaf á róli þegar ég kom niður eldsnemma á morgnana og þá varð ég alltaf svo glaður að fá að hafa þig amk. einn dag í viðbót.
Þú fylltir líf okkar af lífsgleði og varst allstaðar með langa svarta nebbann þinn.
Það er skrýtið að vera í litla húsinu okkar þegar þú ert farin vina mín, en svona er nú lífið, það eina er víst að þegar maður fæðist er að maður deyr einhverntíman seinna. Það er bara spurning um stað, stund og aðstæður. Stór orð þegar maður sjálfur gengur í gegn um ferilið, en sönn engu að síður. Ég er glaður að hafa mátt upplifa öll þessi ár saman með þér og þakklátur. Ég vil ekki gráta þig meira og sleppi þér, megi sál þín vera stór búbót fyrir hundasálina þar sem þú ert núna.
Vertu sæl Iða mín og takk fyrir allt.
Gunni Palli Pabbi.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.12.2007 | 07:53
Kaffið á Tíu dropum.
Ég fékk það besta kaffi sem ég hef á ævinni fengið að öllum öðrum kaffibollum ólöstuðum. Þannig er nú máli vaxið að ég var á íslandi í apríl sl. Saman með Dóttur minni Sigrúnu Sól, og einn daginn fórum við saman með mömmu minni í bæinn (Reykjavík) að versla og fara í heimsókn.
Að sjálfsögðu löbbuðum við Laugaveginn og ísköld fórum svo inn á Tíu dropa til að fá kaffi og meððí. Ef eitthvað er heimilislegt þá er það ilmurinn inni á Tíu dropum. Stuna. Dóttirin fékk kakó og pönnukökur, manmma kaffi, brauð og pönnukökur, og ég fékk mér flatkökur með hangikjöti, kaffi og pönnukökur með sykri. Kaffi, saman með flatkökum og hangikjöti hefur alla tíð verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég byrjaði að drekka kaffi í sveitinni hjá Eyþóri og Borgu í Kaldaðarnesi rétt hjá æskustöðvunum á Selfossi. Þar var ég nokkur sumur og síðan þá, hefur ilmurinn af kaffi, flatbrauði og hangikjöti alltaf kallað fram minninguna úr réttunum blandað saman með ilmi af ull og móa....... en þetta er nú útúrdúr. Við vorum í fínu skapi og stemmingin eftir því, stanslaust rennerí á gestum og afslappað andrúmsloft á staðnum. En KAFFIÐ, stal senunni, Fyrstu viðbrögð mín voru þessi venjulegu UMMMMMM! En svo fattaði ég að þetta var hvorki meira né minna en fullkomið kaffi!!!
Stórt tekið upp í sig HA. Þetta var hvorki Café Latte, Cortato, eða Expresso, bara venjulegt svart kaffi þar sem kaffibragðið lék sér svona fallega við soðna vatnið. Ég gekk upp að afgreiðsluborðinu og bað um annan bolla sem að sjálfsögðu var rétt yfir borðið með bros á vör. Ég lýsti aðdáun minni á kaffinu og spurði hvaða tegund þetta væri og fékk að vita að þetta væri einhver ný tegund....Santos ...frá Suðurnesjunum. Ég hrósaði kaffinu í hástert og mælti með því að þessi kaffitegund yrði áfram á staðnum vegna þess að sýrustig og biturleiki kaffisins passaði einfaldlega svo vel við vatnið í krananaum. Svo gekk ég aftur að borðinu okkar og borðaði pönnukökuna mína og NAUUUUT kaffisins út í ystu æsar. Við kvöddum svo og borguðum og gengum út í aprílveðrið, versluðum svolítið og keyrðum um allan daginn. Ég var með þetta kaffibragð í munninum allan daginn, ég tímdi ekki að fá mér neitt að borða því að þá myndi kaffibragðið hverfa, þið vitið að þegar maður smáropar eftir kraftmikla máltíð eða eftir að hafa drukkið td.... kaffi! Þá fær maður bragðið aftur í munninn og getur þá japlað á því í smá stund. (svona eins og beljurnar) ☺ Mamma og Sól fengu sér hitt og þetta á meðan ég naut og jórtraði á kafibragðinu í algerri sæluvímu.
Það var ekki fyrr en við mættum í heimsókn hjá Herthu og Stefáni frænku og frænda að ég fékk mér að borða því að bakkelsið hjá Herthu frænku er alltaf gert og borið fram með ást og kærleika. Hún er líka góður kokkur og ég man ennþá eftir matarboðunum hennar í gamla daga. (Svo gaf hún mér líka pönnukökupönnuna sína því að henni fannst það alveg ómögulegt að íslenskur kokkur í útlöndum ætti ekki einusinni pönnukökupönnu! Takk fyrir Hertha mín. Pannan er mikið notuð)
En áfram með kaffið... Ég las einusinni grein um veitingastað í Árósum á Jótlandi sem var með stóran kaffimatseðil, þeir höðu verið á matvælasýningu í Bella Center sem er staðsett á Amager rétt hjá Kastrup flugvelli. Þar höfðu eigendur, kokkar og þjónar staðarins verið í kaffismökkun og valið þær kaffibaunir og tegundir fyrir matseðilinn sem áttu að passa svo vel fyrir hina og þessa kaffitegund. Pressukaffi, könnukaffi (gamaldags), expresso, mocca og svo framvegis. Semsagt: Fulltime jobb fyrir alla í einn dag.
Það var svo keypt inn og gengið frá öllu. Allt klappað og klárt og allir duttu íða. Í vikunni á eftir kom svo kaffið og matseðillinn settur í gang. En þetta bragðaðist ekki eins og í vikunni á undan, allt annað bragð af kaffinu. Það endaði á því að heildsalinn kom til Árósa með allar sínar tegundir og byrja kaffismökkunina aftur þar sem VATNIÐ í Árósum er harðara en vatnið er á Amager!
Vatnið er ca: 99% hluti af kaffinu og skiftir öllu máli við uppáhellinginn, með sumum kaffitegundum er ekki hægt að gera td. Expresso. En venjulegt kaffi, ekki sterkt, er hinsvegar ljómandi. Þetta er hægt að prófa og prófa og prófa. Aðalmálið er að ef ykkur finnst sterka kaffið vont, súrt eða beiskt, þá að finna betra kaffi. Þarf ég baunir sem eru meira brenndar? Bragða á og alltaf að hugsa: HVAÐ FINNST MÉR. Þarna á Tíu Dropum heppnaðist samspil vatnsins og kaffibaunanna svoleiðis að ég heyrði englana syngja. Takk fyrir kaffið og gangið sem ætíð á Guðs vegum.
Gunni Palli kokkur.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.11.2007 | 21:19
Ástarjátning.
Sæl og blessuð. Það er nokkur tími síðan ég hef mannað mig upp til að skrifa minn vanalega pistil. Málið er bara að ég hef lokað mig af í raunheimum og lítið þvælst um bloggslóðir í netheimum. Hvað þá skrifað. Ekki það að ekki hafi nokkuð að viti rekið á strendur vitundar minnar, nei nei sussum svei! Ég hef bara ekki komið mér að lyklaborðinu til að deila þeim upplifunum með ykkur kæru bloggvinir og félagar.
En hvað um það, þið hafið verið ferlega dugleg við að halda blogginu við og allt hefur gengið sinn vanagang án mín og það er nú bara gott.
En ég æla að skrifa um konuna mína og þær pælingar sem ég hef verið að vinna í.
Málið er að ég er ferlega vel kvæntur, það vissi ég svosem fyrir löngu, en þar sem ég er nú kokkur og vinn með öðrum kokkum og kokkar tala stundum saman svona á trúnaðarstiginu og þá sérstaklega um þær skvessur sem prýða vitund okkar, híbýli og bedda. Eiginkonurnar. Við tölum stundum um þessar verur og hvernig þær trufla tilveru okkar og hvernig þær ná að gleðja okkur með bæði hinu og þessu og er okkur stundum ekkert heilagt. En oft á tíðum berast umræðurnar um innkaup á matvörum, umgengni í eldhúsinu sem flestir ástríðufullir kokkar líta á sem sinn eigin heilaga terriatorium þar sem þeir reyna að stjórna. Alveg eins og í vinnuni. ( kannast ekkert við þetta) Þær reyna af veikum mætti að komast að með fallegri blómaskreytingu eða krukkuuppsetningu þar sem vinnupláss á að vera að okkar mati. Og þar fram eftir götunum. Sumum kokkum finnst voðalega gaman að elda mat heima hjá sér eins og mér, og fer þá humyndaflugið á fullt, alveg eins og í vinnunni. En þar vill bregða við að sumir kokkar hafi veðjað á rangan hest (fyrirgefið mér orðbragðið en mér datt bara ekkert betra í hug) þeirra heittelskuðu eru bara ekkert fyrir svona hinsegin mat, finnst þetta ekkert merkilegt og vilja bara kjúkling án puru, grænt salat og sódavatn. Eða matur segir þeim ekki neitt. Sumar eiginkonur vina minna leysa Sudoku, senda SMS eða blaðra við vinkonurnar í síma á meðan máltíðinni stendur. Eru fullkomlega áhugasamar yfr hinum Gastrónómíska universi þar sem bragð og áferð er á sfelldri hreyfingu út í það óendanlega. Ekki það að mín ástkæra deili ástíðu minni á þesskonar fyrirbrigðum, en hún er forvitin og opin fyrir nýungum og breytileika. Hún gefur sig fullkomlega þegar ég kem með eihhvað nýtt sem mér var að detta í hug og endilega þurfti að prófa. Eða þegar ég fæ delluna og byrja á einhverju óskiljanlegu sem stundum dagar uppi í hillu eða inní ísskáp þar sem ég vona að einhverskonar lífræn keðjuverkun geri þetta að einhverju gastromisku undri. Þar sem eðlis, og efnafræði ásamt tíma, fá frítt spil.Þar myndu flestar eiginkonur fá tvöfallt taugaáfall, henda öllu út og dauðhreinsa ísskápinn og hella sér yfir vesalings tilraunaeldhússeiginmanninn sinn.
Mín heittelskaða er grænmetisæta með twist af ljósu fuglakjöti og fisk. En hvernig maturinn er eldaður og meðhandlaður, með hinum og þessum brögðum, áferðum og litum, þar er hún opin og forvitin, hún bragðar á og gefur raunhæf comment, hennar viðbrögð koma eftir að hún hefur bragðað og kyngt. Og með ánægju. Hún elskar allan þann mat sem ég elska að elda handa henni. Betri gjöf get ég ekki fengið.
Ástin mín, ég er stundum ferlega mikill nördari sem stundum ætti að skammast sín og vera ekki að þessum tilraunum með mat og gerabaramateinsogallirhinirgera En þannig er ég einfaldlega bara ekki uppbyggður í höfðinu. Eg hugsa í mat, flestar mínar hugsanir snúast um mat og matargerð. Núna sit ég hérna á aðalbrautarstöðinni í köben á einhverjum stálpramma og bíð eftir lestinni þar sem fyrri lestinni var aflýst og skrifa þessi orð. Fór í millitíðinni til Hal al gæjanna á Hálmtorginu þar sem við versluðum svo mikið þegar við vorum nýkomin til DK. Þeir báðu að heilsa þér.
Þar keypti ég blómkál, spergilkál og blaðlauk, ásamt tveimur glænýjum körfum á fimmtíu kall stykkið. Báðir með innyflum, slori og allez.
Mig langar til að gera handa þér: Ofnbakaðan karfa með blaðlauksstrimlum, rauðri papriku blómkáli og karöflum. Svo geri ég smá thai soð með engifer, soja, Nam Pla helling af steinselju og svo smá sítrónu. Karfann hreinsa ég og klippi alla ugga af og tálkn. Hausinn læt ég vera á og skola greyið vel í ísköldu vatni. Þurrka svo vel og krydda með jurtasaltinu mínu. Læt hann svo í djúpa pönnu, ásamt öllu grænmetinu sem skorið er í smá bita. Kryddinu og soðinu helli ég svona yfir hér og þar pakka þessu öllu inn í álpappír og baka þetta í ofninum í svona 30 min. OK svona cirka þangað til fiskurinn er bakaður. Fjarlægi roðið og ber þetta fram í pönnunni og borðað sem fiskisúpa. Svo förum við út að labba/trimma með Lappa litla og Sól. Það er frost og heiðskýrt og fallegur dagur í DK. Ég hlakka til að heyra viðbrögð þín ástin mín.
Gunni Palli kokkur.
PS: Viðbrögðin voru að vonum, og við kveðum héðan og bjóðum góða nótt.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.8.2007 | 20:56
Lítil saga fyrir svefninn.
24.8.2007 | 19:29
Heimagerð tómatsósa.
Þá er ég með aðra veislu á morgun og ætla mér að vinna í alla nótt. Það liggur mikið við að ég verði búinn snemma og að hreinsa og taka til, vegna þess að litla dóttir okkar heldur upp á 10 ára afmælið sitt annað kvöld(laugardag). Bekkurinn kemur og gistir í tjaldi útí garði 16 krakkar. Siggi okkar er hjá okkur og hjálpar mikið til. Ég ætla ekki að blogga um þessa veislu, heldur að gefa ykkur uppskrift að Tómatsósu (ketchup) sem ég gerði í vikunni.
Ég keypti nefnilega fullt af vel þroskuðum tómötum hjá Halal gæjunum á Hálmtorginu í Köben. Ég hef verslað við þá allar götur síðan við komum til DK.
Ókey! Tómatarnir eru settir í pott, suðunni hleypt upp og þeir maukaðir. Svo nota ég eftirfarandi:Heil piparkorn, korianderfræ, allarahanda, lárviðarlauf, hvítlauk, lauk, timian, skessujurt, salvíu, steinseljusellery, paprikuduft, hrásykur, salt, epli og gott edik, í þessu tilfelli heimagert ylliblómaedik.
Eplin,laukarnir og hvítlaukurinn saxaði ég gróft og hellti öllu í pott ásamt öllu hinu (nema tómötunum) og kveikti undir á vægum hita. Má alls ekki brúnast.
Þegar edikið er gufað upp þá hellið tómatmaukinu í og sjóðið varlega í ca 30 min.
Maukið herlegheitin með töfrasprota ( eða kremjið í gegnum gróft sigti)
og sigtið svo.
Bragðið til eins og þið viljið. Meiri sykur, meira edik, meira hitt og meira þetta. Sjóðið svo sósuna niður í þá þykkt sem þið óskið og hellið svo á hreinar flöskur (ATAMOM????) og kælið svo vel.
Gerið svo vel.
Gunni Palli kokkur.
PS: Ef ykkur vantar ýtarlegri uppskrift þá smellið ykkur á www.alletiderskogebog.dk Þar finnið þið fimm eða átta uppskriftir.
Velbekomme.
21.8.2007 | 22:46
Þarkemuraððíaðannskrifareitthvað!!!!!!!!!!
Loksinskrifaégumveisluna.
Þá er ég loksins að drattast til þess að skrifa um veisluna sjálfa. Þegar við komum heim á sunnudagskveldið þá leið mér eitthvað undarlega en var svo ekkert að spá í þetta heldur fór í bælið eftir að hafa bloggað og sofnaði á nóinu. Vaknaði svo morguninn eftir og keyrði í vinnuna með bullandi kvef og með hripleka nös. Sat svo við tölvuna allan daginn og hnerraði niður í lyklaborðið. SÚPER. Venjulega tek ég eftir því þegar ég er að verða lasinn og helli þá í mig góðum slurk af einhverju sterku og fer svo í bælið dúðaður upp yfir haus og svitna þessu úr mér. En þessi hrossalækning dugar bara ÞEGAR MAÐUR ER AÐ VERÐA VEIKUR en ekki ÞEGAR MAÐUR ER ORÐINN VEIKUR. Svo að nú er bara að bíða, venjulegt kvef tekur svona viku að fara úr manni svo að ég á bara eftir ca,, búmm, búmm,,fjóra daga eftir. NÆS. SNÖRL,,,,
Já veislan! Já það var keyrt eins og druslan og farangurinn þoldi. Síðasti spölurinn var malarvegur með hárri miðju þar sem héri nokkur skokkaði á undan alla leiðina að herragarðinum þar sem veislan var haldin. Bíllinn affermdur í kvelli og svo að finna haus og hala á eldhúsinu" og aðstöðunni eða aðstöðuleysinu. Ég hef lent í að keyra veislu undir mörgum aðstæðum en þetta sló öllu við. Eldhúsið"var gert þannig að gólfið var gert úr þykkum spónaplötum sem voru lagðar á steypt gólfið sem var svo ójafnt að þegar maður labbaði framhjá henni þá vaggaði hún fram og til baka og hélt ég að kartöflupotturin myndi velta á gólfið. ( Tek það fram að þetta er GÖMUL gaseldavél) Tók ég þann kostinn þegar ég þurfti að komast framhjá eldavélinni og tékka á ketinu þá varð ég að stökkva yfir ákveðinn blett svo að eldavélin myndi ekki vagga alltof mikið. Það þurfti að sjóða upp á sósunni, bæta portvíni í ásamt helling af sméri. Svo tók ég eftir því að ég hafði tekið með mér sýrða rjómann,eplin og blaðlaukinn, og gerði ég þá Smetanasósu ( GOOGLE: sauce smetana) fyrir hjörtinn og portvínssósuna hafði ég fyrir nautið. Kryddjurtirnar grófsaxaði ég, setti í blandarann ásamt hvítlauk, scallottulauk, salti og pipar og svo ólífuolíu. Þá fékk ég Chlorophyllsósu á karteflurnar. Þessa sósu gerðu Roux bræðurnir (kokkar) á Uppatímabilinu fræga. Svo var bara að fara yfir tékklistann sem hékk uppá vegg, skreyta fötin og keyra forréttinn, aðalréttina, koma ostunum fyrir á borðinu ásamt meðlætinu og svo gera klárt fyrir desert, pakka, vaska smá upp það sem er frekar viðkvæmt; hnífa, græjur og þh.
Danir eru mjög afslappaðir þegar þeir halda veislur. Það eru haldnar ræður, sungnir söngvar um afmælis"barnið" haldnar pásur, slappað af, og yfirleitt gert allt annað en að flýta sér. Þeir hreinlega setja í hlutlausan og eru bara ekkert með neitt stress. Svo að borðhaldið hjá Dönskunum getur dregist í hátt á fimmta tímann þegar vel tekst til. Sæi þetta á klakanum. Þegar ég hef verið með veislur fyrir íslendinga þá er allt keyrt á fullu spítti forr...aðalr....og dese.. í einum streit. TD: Þegar ég og Gunna (yfirkokkur á Jómfrúnni REK) vorum með Þorrablótið í KBH í Den Graa Hal, í Kristianíu borðuðu uþb 500 manns TVISVAR á 45 min. Sem þykir óheyrt hérna í DK. Allavega, þeir sem pössuðu staðinn áttu ekki til orð yfir því hvernig þetta væri hægt. Veislan sú toppaði 50 ára afmæliskonsert Nínu Hagen sem haldinn var helginni á undan. En þetta var nú smá útúrdúr. Svo var mér ekkert að vanbúnaði og ekkert eftir en að kveðja og keyra svo heim. Allir mjög ánægðir með matinn og þá sérstaklega afmælisbörnin. Keyra heim heilum 43 tímum eftir að ég byrjaði á að kaupa inn í INCO og aðeins tveir og hálfur tími í svefn! Ég keyrði frekar varlega með gluggana opna og söng hátt, svo sofnaði ég strax þegar ég slökkti á bílnum heima í innkeyrslunni og Steina mín vakti mig korteri seinna.
19.8.2007 | 22:44
Hvers vegna ég elda mat.
Sorry folks. Ég er ennþá flatur eftir þetta í gær. Svo að ég verð að bíða með færsluna þangað til á morgun. Sorry! En alt gekk vel og allir voru ánægðir. Ég kom fyrst heim um tólf leytið í gærkveldi og sofnaði í bílnum, strax og ég slökkti á honum. Steina kom svo út og vakti mig rétt seinna. Dagurinn hefur svo farið í að ganga frá afgöngunum og vera til staðar gagnvart fjölskyldunni, vafrað um með heilann í eftirdragi. Okkur var svo boðið til vinarfólks okkar seinnipartinn, til John og Mette. Mette gerði þennan fínan franska mat. Steiktan fisk með skeldýrum og ekta miðjarðarhafs fiski/tómatsósu með helling af ólífuolíu og víni. Svona ekta franskt brauð. Seigt og með harðri skorpu. Ost og pylsu frá héraðinu þar sem þau hjónin voru í, í sumarfríinu og svo fínt rosé. Þetta elska allir kokkar: Mat sem er ekkert feik. Gæti verið betra, en gæti líka verið MIKLU verra. Ég veit að hún er svakalega stressuð að ég sé að koma í mat, en hún hefur ALDREI NOKKURNTÍMA skúffað mig. ALDREI!!!!!!!! Hún er perfektionisti í öllu og GERIR EKKERT FEIK bara venjulegan mat og hananú. Ég segi það líka við hana í hvert skifti hversu gott þetta hafi verið.
Svona ekta matur er: Matur úr ekta hráefni, hendið pakkasósunum og tilbúna matnum. Tékkið sósurnar á GOOGLE. Venjulegur matur einsog bjúgu, ketsúpa, hangikjöt, ofnbakaður fiskur, bakaður eins og nautasteik. þeas "hrár í miðjunni" og salat eða nýjar karteflur. ÆÐI. Það er engin afsökun með að segja að maður sé ekki kokkur. HA! Bara undirbúið ykkur vel, gerið ykkar besta og EINBEITIÐ YKKUR AÐ ÞVÍ SEM ÞIÐ ERUÐ AÐ GERA. Spyrjið kokkinn á næsta veitingastað, hann/hún verða örugglega glöð að fá að gefa smá hjálp og fróðleik. SVO; Ekki svara símanum, ekki rökræða um allt og ekki neitt, bara ýtið öllu til hliðar og eldið matinn með þeim mesta kærleika sem finnst í heimi og njótið hans á eftir, með þakklæti yfir að fá að gera þennan góða mat til handa öðrum. Að gera það besta fyrir alla aðra og að senda kærleiksríka hugsun til þeirra sem eiga eftir að borða matinn. Það gerði ég í gær sem endranær og aldrei (bara stundum) klikkað. Þetta hljómar dáldið hmhmhm en trúið mér, kærleikur til annara og jákvætt hugarfar getur verið afgerandi fyrir það sem maður gerir og rennur beinleiðis í hjartastað hjá þeimsem neyta.
Þetta hef ég upplifað oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hversu þreyttur ég hef verið þegar ég keyri heim, þá er ég fullur af gleði,þakklæti og ánægju yfir því að að hafa upplifað það að gestirnir skildu hvað ég hef gert, Skildu hversu mikinn tíma matargerðin tók, skildu og meðtóku útlit og bragð matarins og þökkuðu fyrir það. Næstum því að hafa upplifað gjöfina, sem þetta óneitanlega er og ég fæ að sjálfsögðu bogað fyrir. En allt þetta yrði hjóm ef að kærleikurinn til annara ekki kæmi í gegnum matinn. Svona hef ég unnið sem kokkur, ómeðvitað fyrst en svo seinna meir fullt meðvitaður um það að hægt sé að gera mun á orku matarins. Bara með kærleik.
Gangið á Guðs vegum, sem ávallt.
Gunni Palli kokkur.
18.8.2007 | 09:48
Endaspretturinn á matarmaraþoni.
Þá er maður byrjaður á endasprettinum á þessu matarmaraþoni. Allt virðist ætla að ganga upp. 7-9-13.
Skrifaði niður minnislistan svo að ég gleymi nú engu. Ég þarf að keyra 20 km til staðarins sem er lengst úti á landi. Það verður ekkert bara að skreppa út í búð takk! Staðurinn er algjört ÆÐI. Hundgamalt hús og eldavélin er BARA MÍNUS GÓÐ. dáldið krípí, með spónaplötum á gólfinu sem dúa þegar maður gengur yfir í eldhúsinu. Ég tek extra batterí með fyrir myndavélina svo að maður geti dókúmenterað herlegheitin. Næsta blog verður í kvöld eða snemma á morgun. Bless bless og gangið á Guðs vegum sem endranær.
Gunni Palli kokkur.