Gamlar greinar

Er dáldiđ latur og lćt bara gamlar greinar inní bili ţar til ég verđ í betra stuđi.

 

Ég hef alltaf veriđ upptekin af kryddi og kryddjurtum. Fyrst heillađist ég af ţeim sem voru sterkust og sérkennilegust. Td. Ferskur hvítlaukur, hundasúrur og múskat. Basilikumtímabiliđ gekk ég í gegnum á međan ađrir fengu Hemmingvaydelluna. Edik og allavega vín í mat gerđi ég tilraunir međ og á tímabili gerđi ég ekkert annađ en ađ prófa hinar og ţessar fćđutegundir saman međ appelsínum.

Fyrir nokkrum árum fór ég ađ lesa mér til um gamlar matreiđsluađferđir frá Danmörku sankađi ađ mér helling af gömlum matreiđslubókum og helst frá 1960 - 1980  opnađi svo smurbrauđsstofu sem ég rak um skeiđ. Er ég grúskađi í bókunum og tímaritunum rakst ég aftur og aftur á krydd sem viđ fyrstu kynni fannst mér frekar óhrjálegt á bragđiđ. Samt var eitthvađ kunnulegt viđ ţetta sem sótti á og eftir smá tíma var ég kominn í samskonar tilraunastarfsemi eins og ţetta međ appelsínurnar... Kyddiđ ađ ţarna reyndist vera ALLRAHANDA. Kunnulegheitin komu úr bernsku, nánar til tekiđ frá Skólavöllunumá Selfossi. Úr eldhússkápunum Ingiríđar ömmu og svo seinna hjá henni Unni móđur minni.

Allrahanda heitir á latínu Pimenta offincialis og kemur frá tré ( e: allspice walk) sem vex í Carabisku eyjunum, Hondúras og Mexikó. Á vorin er loftiđ fyllt međ ylminum frá blómunum, berkinum, blöđunum og svo seinna meir frá berjunum. Berin eru tínd á međan ţau eru grćn og óţroskuđ. Ţau eru svo sólţurrkuđ og geymd. Fá ţau ţá ţennan rauđbrúna blć á sig.

Iníánarnir frá ofannefndum svćđum notuđu allrahanda í sína matargerđ og líklegt er ađ Aztek og Maya indíánarnir hafi notađ ţađ líka. En ţađ voru svo Spánverjar sem komu međ fyrstu ţurrkuđu berin til Evrópu á sextándu öld og ţađan fluttist svo notkun ţess norđueftir í álfuna.

Allrahanda er selt bćđi heilt og steytt. Ţađ fínasta allrahanda kemur frá Jamaica og á frönsku er kallađ piment de la  jamaique. Allrahanda er frekar nýtt krydd í okkar tilveru en hefur náđ ótrúlegum árangri međ ađ trođa sér í allavega rétti sem viđ köllum ţjóđlega. Td. Kćfa, rúllupylsa, kryddbrauđ, lifrarkćfa, danskar frikadeller, dönsk svínasulta og svo er síldin ţar sem allrahanda spilar stórt hlutverk og ţá ađallega í kryddsíldinni. Í evrópu norđanlegri er allrahanda mikiđ notađ í allavega pylsur, saltađ ket, picles og hina frćgu ensku jólaköku.

Allrahanda er td. oft notađ saman međ negulnöglum og kanil. Margir hafa haldiđ ađ steytt allrahanda sé kryddblanda vegna ţess hversu líkt ţađ er negulnöglum, kanil og múskati. Einnig hefur enska nafniđ allspice veriđ međ til ađ ýta undir misskilninginn.

Einkenni allrahanda eru ţau ađ ţegar ţađ er notađ í hófi er nćstum ţví ekki hćgt ađ spora bragđiđ en ţegar ţví er sleppt finnst manni alltaf vanta eitthvađ. Hef ég heyrt margar getgátur í ţá áttina frá viđskiftavinum mínum sem kunnu vel ađ meta og reyndu ađ setja í orđ ţađ gamaldags bragđ sem allrahanda gaf réttunum mínum í smurbrauđsstofunni fyrrnefndu en enginn fékk ađ vita um.

Allrahanda smeygir sér einhvernvegin inn á milli annars krydds á sama ósýnilega hátt eins og laumufarţegi um borđ í skipi felur sig og stelur af kostinum svo enginn sjái en alla grunar ađ ekki sé allt međ felldu.

Svo fékk ég delluna, og mér var ekkert heilagt. Glögg, ostaréttir, sósur, kryddađ brennivín, sođ, appelsínur....... Allrahanda í stađinn fyrir negulnagla. Allrahanda í ís í stađinn fyrir vanillu. Djö.... ég mátti sko passa mig. Allrahanda hér og allrahanda ţar.

Ţetta var vođalega gaman og lćt ég nokkrar niđurstöđur ( uppskriftir) fylgja međ. Sem koma seinna.

Góđa skemmtun.

Gunni Palli.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband