PEITE SIRAH OG MATUR. ANNAR HLUTI, ŢREMUR DÖGUM SEINNA.



Já eins og ég sagđi ţá ćtla ég ađ klára greinina áđur en allt of margt gerist í lífi mínu. Ţví eins og Einar afi sagđi: GLEYMT ER ŢÁ GLEYPT ER!

Peti Syrah vínberjategundin er ţrúga sem á sér marga ađdáendur og neytendur. Hún var upprunalega bara rćktuđ í Kaliforníu. Uppruni hennar er ókunnur ţar til seinnipart ársins 2003 og var hún oftast notuđ til blöndunar međ öđrum líkum ţrúgum. Seinna hefur hún náđ fótfestu í Ástralíu, ţar undir nafninu: Durif.
Fyrst var fyrirlestur um ţrúguna og bragđađ á 9 tegundum af Petite Syrah.
Fyrirlesari var Lars Spring. Vínţjónn á veitingastađnum Saison í Hellerup.
IMG_2167

 

 

 

 

 

 

Vínin voru:
Fyrst ţrír árgangar af Clay Station frá Lodi í Kaliforníu. Árgerđ 2002 – 2003 og 2004.
Svo: Brown Brothers (Durif Cellar Door Rel.) Frá Aust.Heathcote, Vic. Árgerđ 2004.
Nugan,(Manuka Grove Vineyard Durif) Frá Aust.Riverina,NSW.            Árgerđ 2004.
Bogle Petit Syrah, frá Monterey, Kaliforníu.                                              Árgerđ 2004.
Foppiano Dry Creek, frá Sonoma Coutry.                                                  Árgerđ 2000.
Tobin James (Black Magic) frá Paso Robles, Kaliforníu.                          Árgerđ 2003.
Miner, frá Napa Kaliforníu.                                                                        Árgerđ 2004.

Međ matnum var boriđ fram: Mc Manis, frá Kaliforníu.                           Árgerđ 2005.

Vínin voru öll frekar ung, árgerđ 2000 – 2004 og sérstaklega ţađ sem var međ matnum. Fékk ég svo náđarsamlegast eitt glas međ mér inn í eldhúsiđ til ađ smakka og finna bragđsamansetningu.
Víniđ var ein sprengja af lykt og bragđi. Lyktin lífleg og höfug, góđur botn/grunnur og mjög fersk jurta/blómalykt. Bragđiđ var líka mjög líflegt, ţađ lék sér í öllu munnholinu, svo kom mýktin og svo krafturinn. Sem sagt: ekki ţessi ţungi og kraftur sem ég hafđi fyrirséđ og ţekki frá Syrah ţrúgunni. Víniđ er líka frá Kaliforníu og ţar er léttleikinn oftast í fyrirrúmi. Nújćja, ég hafđi heilann klukkutíma til ađ breyta bragđi og mynda ný.
Sósan hélt ég ađ ćtti ađ vera sýrópskennd og ţung varđ ég ađ létta međ fersku balsamico og sítrónusafa ásamt timian, salvíu og fersku Madeira sem ég lét trekkja í sósunni og sigtađi svo 5 mín áđur en ég keyrđi matinn. Ţannig léttist hún og fékk fleiri bragđ tilbrigđi í sig sem passađi vel viđ sprelliđ í víninu.
Annars var hún gerđ úr afskurđinum af bćđi nauta og svínahryggnum. Ég steikti allan afskurđinn í mikilli olíu, ţar til sinar og smábein urđu brún og stökk í gegn. Hellti svo öllu í stórt sigti og lét drjúpa af í 10 mín. Aftur í pottinn međ ţađ ásamt köldu vatni svo vel flyti yfir og gasiđ á fullt. Í öđrum potti sauđ ég 2 lítra ađ balsamico niđur í sýróp ásamt lauk, hvítlauk ,gulrót, seljurót, timian, lárviđarlaufum, piparkornum, negulnöglum og heilum allrahanda. Allt sett svo í einn pott og haldiđ áfram ađ sjóđa í rólegu tempói í marga klukkutíma ţar til fór ađ ţykkna.
Madeirađ var svo sođiđ niđur um helming međ timianstilkum og ţykka sođiđ sigtađ ţar yfir, sođiđ enn meira niđur í tvo lítra og svo dćlt í ţađ ca tvö kíló af Dönsku sméri og ţeytt vel í á međan.     
Kartöflu/seljurótarstappan mátti heldur ekki vera of sterk og bćtti ég fersku fínsöxuđu timian í til ađ fá meiri fyllingu í án ţess ađ gera hana feitari. Madagaskarpiparinn (ferskur) pillađi ég í blandarann á međan ég brúnađi hálft kíló af sméri, hellti svo sítrónusafa í ásamt glasi af hvítvíni og tók svo til hliđar og kćldi. Allt svo keyrt í blandaranum ţar til fór ađ ţykkna og varđ ađ eins konar loftkenndu smjörkremi.  Kvćđin (kveđurnar ÍS) voru maukađar og sođnar í ţykkildisaman međ hunangi og svo kćlt.


Kjötiđ var í sjálfu sér ekkert vandamál, sina og fituhreinsađ, kryddađ og brúnađ á pönnu. Svínaketiđ steikt ţar til ţađ var ööööörlítđ rautt inní. Nautakjötiđ fékk hinsvegar fyrst 15 mín inní ofni og 15 mín í trekki viđ opinn glugga. Svo endurtekiđ aftur og aftur og aftur og aftur 10 mín inni og 10 mín í trekki og snúiđ viđ í hvert skipti, ţar til ţar til mýktin sýndi ađ kjötiđ vćri medium rare. Alveg frá fyrsta millimetra í kantinum og inn í miđju. 
Svo var bara ađ ”anrette”. Ég nota alltaf ţriggja hólfa mötuneytisdiska ţá sullast sósan ekki yfir alla réttina ţar sem ekki á ađ vera. Svolítiđ nördalegt, en sćtt og praktískt. Osturinn í litla báta í eitt hólfiđ ásamt litlum skammti af kveđum og stóru pensilfari af madagasgarpiparsmjörkreminu. Stór klessa af seljurótarmaukinu í annađ hólfiđ og hellti svo jómfrú repjuolíu yfir á diskinn ásamt stökku djúpsteiktu salvíunni og smá Maldon salti yfir. Svínakjötiđ var skoriđ í sneiđar og hverri sneiđ pakkađ inn í hráskinku og svo hitađ varlega í ofninum, sett svo í stćrsta hólfiđ ásamt einni sneiđ af nautahrygg ofan á og örlitlu af sósunni hellt yfir. Velbekomme. 

Sorrý ţađ var ekki hćgt ađ setja fleiri myndir inn, tölvan fór í verkfall. Ţarf ađ fá Sigga minn til ađ tjúna hana upp.

Gunni Palli kokkur.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Hljómar svo einfalt.....

....en ţađ er líka háttur snillinga ;)

Hrönn Sigurđardóttir, 26.1.2008 kl. 12:15

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurđardóttir

ţú ert flottur

NAN

BlessYou

steina 

Steinunn Helga Sigurđardóttir, 26.1.2008 kl. 13:23

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ţetta hljómar dýrt..
Ég er svangur....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir ţessi frábćru vínberja og gómsćtisfrćđi kćri Gunni. Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 26.1.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Guđjón H Finnbogason

Ţetta er frábćrt gaman ađ svona greinum.Spurning hvađa hluti af nautinu varstu međ ég giska á innralćri miđađ viđ samsetninguna á steikinguni?Halltu áfram á svona braut ţú ert frábćr.Kv.kokkurinn

Guđjón H Finnbogason, 27.1.2008 kl. 19:45

6 Smámynd: Guđni Már Henningsson

Kćri vinur...ég ćtla ađ prenta ţetta allt saman út og eiga ţađ í eldhúsinu...ţá get ég montađ mig á ţekkingu (ţ)minni

Guđni Már Henningsson, 27.1.2008 kl. 22:50

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Almáttugur. Ég sem ćtlađi bara ađ hafa snarl í kvöldmatinn... Ţađ gengur augljóslega ekki lengur upp!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 15:23

8 Smámynd: Solla Guđjóns

Segi húrra fyrir ţér!!! frábćrt ţetta...

Ég hef lítiđ vit og takmarkađan áhuga á víni en mér finnst mjög gott ađ borđa súkkulađi međ rauđvíni geri ég ţađ á annađ borđ

Solla Guđjóns, 29.1.2008 kl. 23:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband