Smávegis um býflugur.

Ég set hérna smá færslu um býflugur. Ég hef verið stunginn og það er ekkert gott, hinsvegar er það heldur ekkert sérstaklega vont.Wink Gigtsjúklingum er bent á að láta býflugur stinga sig í liðina þar sem þeir þrútna út og hitna vel.

Linast þá verkirnir á meðan (í tvo eða þrjá daga) Einn gamall býflugnabóndi sagði við mig að  þetta er allt í hausnum á manni. Vertu alveg kaldur og meðhöndlaðu þær af öryggi. Ekki neinar hraðar hreyfingar, ýta þeim burtu en aldrei slá. Ekki koma að þeim ef þú ert sveittur og eða þreyttur. Þær espast upp við svitalykt og með þreytu minnkar nákvæmnin og meiri hætta á mistökum. Ef þú ert hræddur þá finna þær það á lyktinni og verða nervösar. (stinga)  Hann veit hvað hann er að segja. Hann er hættur með býflugur, fékk bráðaofnæmi fyrir þeim þegar hann datt með heilt bú í fanginu og var marg stunginn, næstum því til bana. Hann gengur alltaf með sprautu á sér á sumrin, því að ef hann verður stunginn þá sprautar hann sjálfan sig með lyfinu og svo hefur hann 20 mínútur til að finna næstu bráðamóttöku. annars er hann dauður.  Hann var einn af stærstu býflugnabændum á sjálandi með 80 bú, ca 70.000 stykki í hverju og það gerir........5.600.000 býflugur. Býflugurna vinna eins og ein heild, stjórnað af drottningunni sem sjórnar skaranum með efni sem hún sjálf framleiðir. Hún getur breytt efnasamsetningunni og róað búið og hún getur líka gert það þannig að allt búið fari í uppnám og geri árás. Þess vegna: BEE COOL. Sá þátt í TVinu um mann sem bjó hjá ljónum og þau lyktuðu alltaf af hnésbótunum á honum (sé þetta líka hjá hundum) Ef viðkomandi er hræddur eða nervös þá kemur það mest fram í hnésbótunum og viðkomandi er dauðadæmdur. (hjá ljónunum) Það sama gildir um býflugur. Ástæðan fyrir því að nota ekki hlífðarbúning og hanska, er að herða mig upp og svo á ég að læra að vera RÓLEGUR með þær. Það er svo ekki ég sem geri hunangið, það eru býflugurnar. Þær safna, geyma og passa hunangið þar til ég svo tek það og nota. Býflugurnar hafa verið á jörðinni í milljónir ára á undan manninum í sömu mynd og þær eru núna. þess vegna er því slegið föstu að ÞÆR gera hunangið og ég á bara  að sjá til þess að þær hafi það gott og séu þar sem nóg er af blómun sem þær vilja fara í.  Geri ég það, þá fæ ég meira en nóg af hunsngi.

Gunni Palli kokkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrðu! Sniðugt þetta með hundana og hnésbæturnar! Þeir gera þetta nefnilega....

Hvað var það aftur sem þú sagðir í fyrrasumar um býflugur og eitthvað í sambandi við lífið á jörðinni....?

Held nú samt að ég sé ekki komin svo langt í ferlinu með býflugur að ég gæti opnað svona bú. En mér er alveg að verða sama þó þær séu á sama stað og ég  

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

BZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ....ÁTJS ! BZZZZZZZZ

Haraldur Davíðsson, 8.6.2008 kl. 03:36

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þú verður stórbóndi með flugurnar þínar gunni minn

kæra hrönn, Einstein sagði að ef býflugurnar hverfa, þá hverfur allt líf af jörðu innan 4urra ára.:ær eiga jó stóran hlut af allri frjógun í náttúrunni !

hafið fallegan dag !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 04:52

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alveg rétt! Takk

Hrönn Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 22:41

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Spennandi verkefni!

Gangi þér vel!

Guðrún Þorleifs, 10.6.2008 kl. 07:17

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Athyglis vert með gigtina.Ég ætti kannski að fá mér nokkrar.

Annars er þessi fróðleikur magnaður og eins það sem Steina bætti við.

Bee cool og við fáum þetta dásamlega hunang í staðinn.

Flott hjá þér og gaman að sjá myndirnar hér að neðan.

Solla Guðjóns, 10.6.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband