Gunni Palli er kominn aftur í bloggheima...........og er þakklátur fyrir það.

Sælar elskurnar mínar, þá er ég aftur kominn til bloggheima frá raunheimum og hefur margt á fjörur mínar rekið. Þetta var hin mesta svaðilför og mætti ég mörgum góðum manninum, rataði í hin ýmsu ævintýri og slapp naumlega úr mörgum háskanum.

 

 

IMG_1085

 

 

 

 

Ekki ætla ég að tíunda dag hvern og viðburð og þreyta ykkur með því, en nefna það sem ég hef lært og er þakklátur fyrir... 

 

 

 

 

 

Ég er þakklátur fyrir……………

Að…
..vera sá sem ég er í þessu lífi. Ég og mín vandamál eru ekki af þeirri stærðargráðu til að þau verði tíunduð.  Ég hef fjölskyldu, vinnu, heilbrigði, peninga og ást.
Fyrir allt þetta er ég þakklátur.

Að…
..fá að gera mat. Ég hef vinnu við að elda mat og get haft vinnuna mína sem áhugamál. Að hugsa í áferð, lykt og bragði eru gæði sem ekki öllum er fært. Ég get notað heilu dagana til þess að grúska í því. Hjá mér er matur ekki bara eitthvað efni til að vera saddur af, en til þess að punta upp á daginn hjá þeim sem ég elda oní, og svo á maturinn að vera svo og svo hollur, nærandi, fjölbreyttur og líta vel út. Það passar mér vel, þar sem matreiðsla er jú mitt áhugamál frá A til Ö.

Að…
.. hafa góða vinnu gefur af sér góð laun. Ég er ekki hátekjumaður, en ég fæ nóg á hverjum mánuði og launin eru greidd út á réttum tíma.  Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir því sem ég fæ, í gegn um það sem mér finnst gaman að og fyrir það er ég ofsalega þakklátur.  Ég hef verið það heppinn að geta haft góða fjölskyldu og skapað góða ramma utan um hana.

Að…
..vera til staðar og að geta fyllt upp í ramman. Við erum trygg, við lifum á friðartímum og getum gert áætlanir fram í tíman og séð þær framkvæmast….. 
Að hafa hús og garð sem gefa mér góðar stundir .
 
Að…
..hafa gott heilbrigði til að hjálpa börnunum mínum þegar þau kalla á. Að vera hjá Sigyn og Albert sem eru búin að opna veitingastað og eru að drukkna í eigin success. Að þeytast hingað og þangað, frá eldhúsi til eldhúss, frá sólarupprás til sólarlags gefa af mér allt það sem ég gefið af mér.

Að…
..vera þreyttur og finna fyrir augnabrúnunum sem stundum eru eins og sandpappír eftir matreiðslutarnirnar. Þá að hvíla mig á eftir, sofna yfir uppáhalds sjónvarpsþáttunum mínum. Safna kröftum til næstu tarnar sem verður í næstu viku; þess fá ekki allir að njóta.

Að…
..fá að vera hann sem ég er. Ég sem get gert það sem mig langar til að gera, ég hef hvorki einræðisstjórn yfir mér eða siðblinda stjórnmálamenn. Hafi ég yfir einhverju að kvarta, þá er enginn sem hindrar mig í að gera það. Ég get stofnað þrýstihóp/fjöldahreyfingu sem vinnur gegn því sem ég er óánægður með. Það er að segja ef ég get fundið einhvern sem er sammála mér. Eg get komið komið mér á þing og orðið áhrifamaður ef ég er nógu duglegur og ef það er það sem ég vil. Það eina sem ég þarf að gera er að fara eftir landslögum og almennum siðareglum. Ég bý í lýðræðislandi þar sem kosið er um ríkisvald á ákveðnum fresti og skift er um viðkomandi stjórn ef meirihluti kjósenda hefur kosið svo. Ég þarf ekki að greiða mútur eða fara eftir dyntum einhvers lögreglumanns eða þá sýslumanns. Ég lendi heldur ekki í pyntingum eða verð laminn ef mér verður á að segja eitthvað ljótt um annan. Fæ í mesta lagi á mig kæru og þarf að borga miskabætur ef ég verð of grófur.

Að…
.. Fá að trúa því sem mér finnst rétt að trúa á. Ég fæ óáreittur að stunda alla þá vitleysu sem mér finnst rétt og sönn. Ég trúi á álfa og tröll, Dívur og engla, Meistara og endurholdgun, öllum er nákvæmlega sama og finnst það bara æðislegt ef það kemur til tals!

Að…
..Vera þannig úr garði gerður að horfa á björtu hliðarnar þó að himnarnir hóti að hrynja yfir mann tvisvar á dag; …allavega. Og að geta haft þessa andskotans jákvæðni sí og æ og æ og sí. Draga hana æpandi og skrækjandi undan sófanum þar sem hún felur sig, skella henni á hausinn og svo bera hana með ánægju og stolti allan daginn.

Að…
..koma aftur heim eftir vinnu. Heim til fjölskyldunnar minnar og heyra glaðlegt hæ! héðan og þaðan. Sjá Lappa minn hlaupa í hringi í kring um húsið að gleði. Sjá Steinu líta brosandi upp frá tölvunni og að heyra í Sólinni uppi á lofti þar sem hún er að dunda sér. Fá sér kaffibolla og plana svo restina af deginum saman með þeim sem ég elska.

PS:
Og…
..að veðrið næstu daga haldi sér í 9 – 15 gráður og blíðan haldist vegna þess að ég á að vera úti og klára garðinn, kaupa bíflugur og bú og gerast bíflugnabóndi með hunangi og allez! Í mínum  eigin garði.

Gangið á Guðs vegum elskurnar mínar.

Gunni Palli kokkur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott hjá þér ástin mín, það er gott að vera þakklátur, og meðvitaður um það...

Bless í bili, þú sem ert hinum megin í eldhúsinu og snýrð baki í mig með þína tölvu...

sólin skín setjumst út með te ?

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndisleg færsla, tek undir með Steinu, það er sko gott að vera þakklátur og vera meðvitaður. 

Mér finnst svo gott að vera að fara í gegnum lífið VAKNANDI...ekki "going through life sleeping, dreaming I´m awake" eins og áður fyrr.  Fullt af góðum hlutum, engin vandamál, bara verkefni.

Lífið er sannarlega dásamlegt.

Knús til ykkar beggja, hjónakornanna í Lejre. 

SigrúnSveitó, 26.4.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hlakka til að fá hunang hunangið mitt....

Guðni Már Henningsson, 26.4.2008 kl. 18:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú gleymdir að þakka fyrir að þekkja mig.....

Ég er samt glöð að þú ert komin til baka. Það er dásemdin ein að lesa færslurnar þínar

Hrönn Sigurðardóttir, 26.4.2008 kl. 21:56

5 Smámynd: Dísa Dóra

Það er mjög gott að þakka fyrir það sem maður á - það sýnir manni líka hve gott líf maður á

Takk fyrir góða færslu - hún sýnir mér að sá ljúfi ungi maður sem ég eitt sinn þekkti aðeins hefur orðið að ekki minna ljúfum fullorðnum manni. 

Dísa Dóra, 26.4.2008 kl. 22:08

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin aftur í bloggheima og takk fyrir góða færslu. Megi veðuróskir þínar ræstast

Kær kveðja frá Als,

Guðrún 

Guðrún Þorleifs, 27.4.2008 kl. 16:43

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mmmmmm... hvað er langt þar til kemur hunang?? Ég er þakklát fyrir þig. Og býflugurnar. Og hunangið... :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.4.2008 kl. 23:45

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

 Þetta var aldeilis yndisleg tilbreyting að lesa svona jákvæðni!!! Falleg færsla og full af einhverju góðu sem kveikti í mér og mínu hjarta. Takk takk og takk.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 14:33

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég dýrka og dái jákvæðni, bjartsýni, húmor og hlýju. Þetta finn ég hjá konu þinni á blogginu og nú fer ég að lesa þitt blogg líka reglulega. Frábærir pistlar sem ég hef lesið nú þegar. Ég er uppskriftafíkill og áhugamanneskja um allt sem viðkemur mat og víni. Takk fyrir mig!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.4.2008 kl. 22:12

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Velkominn á stjá.

Góður og jafnframt skemmtilegur pistill sem fær mann til að hugsa og skammast sín pínku í leiðinni.

Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 19:29

11 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Úpps! takk fyrir allar þessar frábæru viðtökur. Það liggur við að maður skelli sér í bloggfrí; bara til að fá þessar móttökur........... nei nei! hausinn er kominn í gang og putarnir iða af spenningi vegna hugmyndataugaboða frá móðurstöðinni.  Guð blessi ykkur elskurnar mínar og  heyrumst aftur fyrr en seinna.

Gangið á guðs vegum.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 29.4.2008 kl. 20:14

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill og velkominn til baka.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband